Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 %étta!jós Fyrsti maí, baráttudagur verkalýðsins, sem haldinn verður í 77. skipti. jlllllfíllll *»• jt: ff I rxxM íIhíI 1 % • /■•• j fc 1. maí er haldinn hátíðlegur í 77. skipti í Reykjavík: Popp í stað talkórs Fyrsti mai er dagurinn þegar hitta má fólk í miðbænum, sem sumt hvaö kemur þangað sjaldan eða aldrei á öðrum tíma. Þar má sjá borgara sem dubba sig upp þegar haldið er til kröfuhátíðarinnar, há- tíðar vinnandi fólks. Fólk gengur undir félagsfánum og kröfuspjöld- um einbeitt og hátíðlegt á svip. Þetta er fólkið sem er tilbúið að hlýða á eldheitar hvatningarræður og þegar Intemationcdinn, baráttu- söngur verkalýðsins, hljómar, þá framkallast mörg gæsahúðin. Þetta er eldra fólkið sem þekkir 1. maí langt aftur í tímann. Yngra fólkið mætir líka, en hefur kannski ekki alveg svona mikið við, og til að ná til þess þarf popphljómsveitir á milli atriða. í gamla daga dugði kór- söngur eða talkór ungra jafnaðar- manna. En ljóst er að ræðumenn hemja sig betur í dag. Baráttumál að baki Því heyrist fleygt að 1. maí sé að breytast eins og svo margt annað. Það dugir ekki lengur að bjóða fólki upp á flmalangar hvatning- arræður eins og á kreppuárunum. Ræðumenn eru stuttorðir miðað við það sem var í gamla daga, kannski með 7 minútur af prúðu tali í stað kannski hálftíma af heit- strengingum fyrr á öldinni. Menn vilja skemmta sér. Þess vegna er 1. maí ef til vill orðinn nokkuð upppoppaður, meira hátíðis- og tyllidagur en beinn baráttudagur. Hljómsveitin Rússíbanarnir leikur á milli þess sem Halldór í Dags- brún og Þuríður í Póstmannafélag- inu halda ræður og Guðrún for- maður iðnnema ávarpar mann- fjöldann á Ingólfstorgi á verka- lýðsdaginn í höfuðborginni í ár. Fyrsti mal var fyrst haldinn há- tíðlegur vorið 1923 í Reykjavík. í þann tið voru „bolsar" fremstir í flokki, eldheitir og vinstrisinnaðir sósíalistar með stefnuna á hreinu frá Rússlandi. Pétur Pétursson þulur, ein besta fáanlega heimild- in um gömlu Reykjavík, segir að hann muni vel þennan dag. Morg- unblaðið sagði einhverju sinni að göngumenn hefðu verið innan við þrjátíu í fyrstu göngunni. Það seg- ir Pétur að sé rangt. Honum hafi áskotnast ljósmyndir frá hátíðinni og þar megi telja og nafngreina yfir 100 manns. í góðviðri eru þús- undir í miðborginni á hátíðsdegi verkalýðsins, stundum er kösin eins og á 17. júní. Hátíðin er því síður en svo á niðurleið, alla vega ekki í höfuðborginni. Innlent fréttaljós Jón Birgir Pétursson „Gömlu kröfurnar tun mann- sæmandi húsnæði og brýnustu lífsnauðsynjar eru sem betur fer horfnar af kröfuspjöldum. En dag- urinn hefur mikið gildi og er merkilegur dagur,“ segir Halldór Björnsson í Dagsbrún/Framsókn, 20 þúsund manna verkalýðsfélagi. „Fólk tekur virkan þátt í deginum enda þótt aðrar tilfinningar séu að baki en áður fyrri. Fólk er komið með svo margt sem barist var fyr- ir fyrr á öldinni. En dagurinn heldur gildi sínu enda þótt áhersl- an hafi breyst." Uppákomudagur í and- rumslofti kosninga „Þegar ég reyni að meta hvort dagurinn hefur breyst í tímanna rás, þá verð ég að viðurkenna að þann tíma sem ég hef fylgst með sýnist mér að þær breytingar séu ekki ýkja miklar. En auðvitað kann það vel að vera þegar menn meta þetta til lengri tíma að þá sjái menn einhverjar breytingar í takt við andrúmsloft og tímann," sagði Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambandsins. Hann segist hafa fylgst með hátíðahöldunum síðan um 1960. Hann segist telja að þátttakan í hátíðahöldunum i Reykjavík sé áreiðanlega ekki slakari nú en var áður. En í þessu séu áraskipti, séu hitamál uppi þá beri mikið á þeim og sér finnist alltaf bera mikið á þeim. Að þessu sinni sé 1. maí haldinn í andrúms- lofti yfirvofandi alþingiskosninga auk þess sem verkalýðshreyfingin nálgist endurnýjun kjarasamn- inga, sem eflaust muni setja mark á daginn. „Að hluta til er dagurinn að breytast. Það er svona meiri skemmtanabragur yfir honum en áður. Þess er vænst af fólkinu að 1. maí sé baráttudagur, en jafn- framt uppákomudagur, þannig að hægt sé að brosa, helst út í bæði. Þannig höfum við haft þetta hérna í Hafnarfirði og munum hafa það,“ segir Sigm-ður T. Sigurðsson, bar- áttujaxl og formaður Verka- mannafélagsins Hlífar. Sigurður segist muna eftir 1. maí frá því rétt eftir heimsstyrj- öldina, þá síðari vel að merkja, lík- lega 1947. Áherslubreytingar hafi orðið á þessum tima, enda eðlilegt. En þessar breytingar segir Sigurð- ur að þurfi ekki að stafa af vel heppnaðri verkalýðsbaráttu. „Það þarf ekki endilega að vera, við fylgjumst daglega með barátt- unni, fólk vill krydd í tilveruna á frídögum. Þetta var allt öðruvísi áður þegar það var fátt annað en brauðstritið,“ segir Sigurður T. Sigurðsson. En það verður gengið í dag. Og það eru uppi kröfur. Ekki eins meitlaðar og áður fyrr. En seint munu menn hætta að krefjast betri lífskjara. Því verður 1. maí lífseigur hátíðisdagur. -JBP GERÐU ÞÉR MAT ÚR FRÉTTUM DAGSINS! * NÚ FÆRÐ ÞÚ DAG SEM KAUPAUKA MEÐ ÞVÍ AÐ VERSLA FYRIR 1.500.-KR EÐA MEIRA í ÖLLUM VERSLUNUM NÓATÚNS. NÓATÚN Nóatúni 17 • Rofabæ 39 • Laugavegi 116 • Hamraborg 14, Kóp. • Furugrund 3, Kóp. Þverholti 6, Mos. • JL- húsi vestur í bæ • Kleifarseli 18 • Austurveri, Háaleitisbraut 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.