Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Qupperneq 13
JE>V LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 iðsljós 13 í GARÐ'^ MOLD 1 30 1. Élr1 Hentar vel í útikerin, blómabeðin og í kirkjugarðinn. Tilvalin með stjúpunum. Don Johnson gerir sig að fífli Þingmenn kvarta yfir Springer Alltaf þurfa pólitíkusarnir að eyði- leggja fjörið. Einn þingmanna í Chicago hefur einmitt ákveðið að reyna að skemma fyrir öllum sem skemmta sér yfir ófórum fólks í þætt- inum hjá Jerry Springer. Þessi þing- mannsdula vill að þeir sem fara að slást í þættinum verði kærðir fyrir lögbrot. „Ef slagsmál brytust út á Hilton hótelinu, þá kæmi löggan, næði í liðið og sturtaði því af sér í næsta fangaklefa," segir þingmaður- inn sér til málsbóta og vill sömu refs- ingu fyrir fólk sem slæst í þætti Sprin- gers. „Þetta fólk fremur glæpi í beinni útsendingu og mér er spurn hvers vegna lögreglan gerir ekkert i málun- um,“ segir hann enn fremur. Lögregl- an hefur hins vegar svarað því til að það þurfi ekki að skerast í leikinn þar sem slagsmálin séu sviðsett og það viti hver stauli. Jerry Springer og starfslið hans hafa þagað þunnu hljóði um málið. Þau vita sjálfsagt að ef tekið verður mark á þingmanninum þá er þeim eins gott að færa myndverið bara nið- ur á lögreglustöð. fímmtudag til mánudags í bakka Blandaðir litir um jafnt sem óþekktum leikkon- um sem störfuðu með honum. Síð- an tjáði hann sig um þekkta karl- leikara og sagði: „De Niro, Nichol- son eða Brando, enginn þeirra kemst með tærnar þangað sem ég hef hælana!" Don hefur auðvitað afsakað sig með þeirri gömlu lummu að orð hans hafi verið slitin úr samhengi. „Blaðamaðurinn hefur sennilega verið að reyna að gera mig að fifli,“ sagði Don greyið um málið. Það lítur líka út fyrir að blaða- manninum Paul Brownfield hafi tekist ætlunarverk sitt. Meira en vinir Ekki lesa þetta ef þú vilt ekki fá að vita það fyrir fram, en kunnugir Bandaríkjamenn segja að nýjasta Fri- ends-syrpan endi með brúðkaupi al- veg eins og sú síðasta. Meira að segja tveimur brúðkaupum. Já, þið ráðið hvort þið trúið því, en loksins munu Ross og Rachel ná saman og komast alla leið upp að altarinu. Og þau verða ekki þau einu því Chandler og Monica fylgja fast á hæla þeim. Giftingarnar munu eiga sér stað í Las Vegas, þar sem vinirnir koma saman til þess að styðja Joey í leiklist- arglímunni. Ross og Rachel drekka sig augafull, sem skýrir hvers vegna þau æða í það heilaga, en Chandler og Monica kasta hins vegar upp teningi og ef ákveðin tala kemur upp þýðir það brúðkaup. Og þessi ákveðna tala kemur auðvitað upp og þau láta sig bara hafa það. Það er spurning hvort ekki ætti að nefna seríuna Meira en vinir. Don Johnson er betri leikari en Robert De Niro, Jack Nicholson og Marlon Brando. Hver í ósköpun- um segir slíka vitleysu? gætu les- endur spurt sig. Hver nema Don Johnson sjálfur. Hann sagði víst margt fleira en hann ætti að hafa sagt í viðtali við blaðamann frá sunnudagsblaði Los Angeles Times. Blaðamaður- inn, Paul Brownfield, tók leikar- ann í bakaríið að sögn kunnugra, en hann hefur greint frá því að Don hafi slátrað nokkrum vín- flöskum á meðan viðtalið átti sér stað, jafnvel þótt hann segist vera edrú eftir meðferð á Betty Ford- stofnuninni. Don trúði víst blaða- manninum fyrir því að hann héldi oft fram hjá glænýrri eiginkonu sinni, Kelley Phleger, með þekkt-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.