Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Síða 20
» fréttaljós
LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 LlV
Kaupfélög þurfa að vinna upp forskotið sem nútíminn hefur á þau:
Breytinga er þörf
- lögin um samvinnufálög þrengja að kaupfálögunum
Sumarið 1996 kom Jónas Haralz,
fyrrverandi bankastjóri Landsbank-
ans, í heimsókn til vinar sins, Aðal-
steins Jónssonar, útgerðarmanns á
Eskifirði. Aðalsteinn, eða Alli ríki
eins og hann er oft kallaður, ákvað að
stríða Jónasi og fór að rifja upp að
einhvern tíma í fyrri tið hefði Jónas
sagt við sig þegar Alli bað hann um
lán að ekki væri hægt að lána neinum
nema kaupfélaginu og Sambandinu.
Það hefði Alla þótt skrýtið þar sem þá
hafði kaupfélagið á staðnum farið
þrisvar sinnum á hausinn á nokkrum
árum.
Þessi litla saga er gæti staðið sem
minnisvarði um gamla tíma þegar
viðskiptalífið var ofurselt pólitískum
afskiptum og stjórnmálamenn
skömmtuöu lánsfé til þeirra sem þeim
voru þóknanlegir. Siðan hefur margt
breyst. Sambandið er liðið undir lok
GERIADRIR BETUR
HEILIR
STURTUKLEFAR
og í viðskiptalífinu er krafa eigend-
anna um arð höfð að leiðarljósi í einu
og öllu. Nokkur fyrirtæki hafa þó ver-
ið lengur að laga sig að breyttu við-
skiptaumhverfi, sum of lengi eins og
segja má um Kaupfélag Þingeyinga á
Húsavík.
Kaupfélag Þingeyinga hefur verið í
brennidepli í vikunni vegna umræðu
um mikla fjárhagsörðugleika félags-
ins. Umfjöllunin um KÞ hefur leitt til
þess að menn hafa beint sjónum að
öðrum kaupfélögum í landinu og
spurt sig hvort eins geti verið farið
með þeirra stöðu. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Vinnumálasambandinu eru
nú nítján kaupfélög starfandi í land-
inu. Þar af eru sextán í rekstri og er
þá Kaupfélag Þingeyinga ekki tekið
með í þeirri tölu. Því er ekki að leyna
að undanfarin ár hafa verið kaupfé-
lögunum erflð á margan hátt. Heildar-
afkoma kaupfélaga hefur ekki verið
neitt til að hrópa húrra fyrir og síðan
1992 hefur þeim fækkað um sex. Þar
með er hins vegar ekki sagt að kaup-
félögin séu illa stödd vegna þess að
þau eru kaupfélög. Því má ekki
gleyma að atvinnurekstur í vissum
byggðarlögum hefur ekki átt góðu
c
Fréttaljós
Kjartan B. Bjdrgvinsson
gengi að fagna og rekstrarvandi kaup-
félaganna er oft aðeins þáttur í erfið-
leikum atvinnulífsins í viðkomandi
byggðarlagi. Þegar á heildina er litið
standa kaupfélögin sem slík hvorki
betur né verr en annar atvinnurekst-
ur í dreifbýli.
Ástæður erfiðleikanna
Eigi að síður er þó ýmislegt sem
betur mætti fara í rekstri kaupfé-
laga. Að sögn Jóns Sigurðssonar,
framkvæmdastjóra Vinnumála-
sambandsins, ber flestum sem til
þekkja saman um að reglur ís-
lenskra laga standi samvinnufé-
lögum mjög fyrir þrifum. Lögin
séu spennitreyja á samvinnufélög-
unum, ákvæði þeirra séu óþjál og
alls ekki við hæfi nútímaaðstæðna
í markaðsbúskap. Hvað þetta varð-
ar hafa sjónir manna helst beinst
að óljósu eignarhaldi kaupfélag-
anna sem standi í vegi fyrir því að
arðsemissjónarmið geti orðið ráð-
andi í þeim. Óljóst eignarhaldið
gerir það að verkum að félags-
menn koma ekki fram á aðaifundi
sem eigendur með það að leiðar-
ljósi að félagið sé sem best rekið.
Þess í stað eru þeir frekar í hlut-
verki kröfuhafa sem sífellt ætlast
til þess að kaupfélagið komi til
móts við þá persónulega. „Það er
alltaf verið ætlast til þess að kaup-
félagið vinni svo mikið starf til að
byggja upp atvinnulíf í byggðar-
laginu að hagsmunir kaupfélags-
ins sjálfs gleymast. Gott dæmi um
þetta er hvernig Kaupfélag Þingey-
inga lagði fjármagn í Aldin hf.
þrátt fyrir að kaupfélaginu sjálfu
blæddi út með því.“
Gott að láta berja sig
Jóhannes Jónson, eigandi Bónus-
verslananna, sem sjálfur hefur starfað
í samvinnuversluninni, telur að þessi
stefna hafi ekki síst bitnað harkalega
á bændastéttinni og í raun hafi þróun
samvinnuverslunarinnar stundum
verið beinlínis fjandsamleg bændum.
„Kaupfélögin eru fullkomlega óeðli-
legt fyrirtækjaform meðan þau eru
ekki fyrirtæki raunverulegra eigenda
sinna eins og þau eiga að vera heldur
einhverrá ráðinna manna. Það er ekki
langt síðan að bændur fengu ekki
krónu af 250 milijónum úr úreldingar-
sjóði til Kaupfélagsins í Borgarnesi og
nú er sagan að endurtaka sig í Kaup-
félagi Þingeyinga. Það er einfaldlega
verið að hirða eignina við nefið á
bændunum. Það er eins og búið sé að
berja svo mikið á bændum gegnum
tíðina að þeim sé farið að þykja það
gott.“
Rofar til
Fastlega má gera ráð fyrir því að
reglum um samvinnufélög verði
breytt í náinni framtíð til móts við
þau viðhorf sem hér hafa verið reif-
uð. í viðskiptaráöur.eytinu er nú
þegar unnið að frumvarpi sem felur
í sér mikilvægar breytingar á nú-
gildandi lögum um samvinnufélög.
Er jafnvel hugsanlegt að frumvarpið
verði lagt fyrir þing í haust. Jón Sig-
urðarson segist í fyrsta lagi vilja sjá
að opnað verði fyrir möguleikann á
að uppfæra stofnfé fyrirtækisins til
jafns við eigið fé til þess að greitt
verði úr óljósu eignarhaldi félag-
anna. í öðru lagi verði menn að auð-
velda samvinnufélögum að breyta
rekstrarformi sínu í hlutafélaga-
form. Þannig opnist leiðir til að efla
eignarvitund félagsmanna og stuðla
að því að viðskiptalegir hagsmunir
félagsins verði settir ofar hagsmun-
um byggðarlags og atvinnuuppbygg-
ingar - hagsmunum sem hingað til
hafa íþyngt rekstri margra kaupfé-
laga í landinu.
Utsala
Verðdæmi:
Minkapels, verð óður kr. 695 þús.
Verð nú 399 þús.
Pelsfóðurskópur, verð óður kr. 95 þús.
Verð nú 59 þús.
Sértilboð: Bjórpelsar, síðir, verð aðeins 149 þús.
PELSINN
4
Utsala
Lokadagar útsölunnar
Láttu drauminn rætast
V/SA
raðgreiðslur í 36 mánuði
50% ofslátlur af öllurn fatnaði