Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 yiðtal 25 Nýt þess að fara eigin leioir Margot Anna Clara Gamm. Hún á nýja skemmtilega íbúð í Ekru, húsi aldr- aðra á Höfn, þar sem hún dvelur að mestu en hefur þó ekki alveg yfirgefið Borgir þar sem sonur hennar býr. Þann 1. apríl fyrir fimm- tíu árum kom Brúarfoss til Reykjavíkur frá Hamborg og meö honum tuttugu Þjóö- verjar sem ráðnir voru í vinnu á íslandi. 1 þessum hópi var 18 ára stúlka, Margot Anna Clara Gamm, sem ráðiö haföi sig í vist i eitt ár á Höfn í Hornafirði. íslandsdvölin varð lengri en í upphafi var œtlað því Margot sneri ekki á œsku- stöðvarnar aftur heldur settist hún að í Hornafirði og býr þar enn. Margot féllst á að segja DV nánar frá þessu œvintýri sínu. „Auðvitað var þetta ævintýraþrá í og með,“ segir Margot. „Ég var nýbú- in með skólann og ætlaði að verða hjúkrunarfræðingur, en til að komast í það nám varð ég að hafa unnið við heimilisstörf eða verið i vist í eitt ár og vera orðin 18 ára. Kennarinn minn útvegaði mér vist á íslandi og ég lét slag standa og fór. Ég vissi ekki mik- ið um landið en mér hafði verið ráð- lagt að lesa Nonna-bækurnar og líka hafði ég lesið bækur eftir Gunnar Gunnarsson. Fólk vissi lítið um ís- land og spurði hvort ég ætlaði virki- lega að fara í vist til eskimóa! Svona var nú fáfræðin þá.“ í loftvarnabyrgjum nótt eftir nótt „Faðir minn fórst í Rússlandi 1943 ásamt herdeildinni sem hann var í en þeir lentu á jarðsprengju þar sem þeir voru að brúa fen. Þremur mánuðum seinna varð heimili okkar fyrir loft- árás og við misstum allt sem við átt- um. Þá fluttum við mamma og bróðir minn til afa og ömmu sem bjuggu í smáíbúð á fallegum stað utan við Hamborg. Þetta voru óskaplega erflð- ir tímar og stríðið er enn í fersku minni og þegar við þurftum að þjóta út og í loftvarnabyrgin nótt eftir nótt og enn í dag veldur sírenuvæl ónota- tilfinningu." Til íslands kom Margot með gamla Brúarfossi. Það voru 20 Þjóðveijar sem fengu far með skipinu, allir nema hún voru á vegum Búnaðarsambands- ins. Margot segist aldrei hafa frétt neitt af þessum ferðafélögum sínum eftir að hingað var komið og hún viti ekki hvort þeir hafl ílenst hér á landi. „Ég hef aldrei verið í neinum fé- lagsskap tengdum Þjóðverjum sem verið hafa hér á landi og ekki staðið það til boða þar sem ég fékk fljótt is- lenskan ríkisborgararétt. Mér fannst stórskemmtilegt að sjá landið risa úr haflnu og litadýrðin var svo mikil og ólík öllu sem maður hafði séð. Við komum til Reykjavíkur 1. apríl 1949. Að koma í land og skilja ekki orð var hræðilegt og ég hélt fyrst að þetta mál myndi ég aldrei læra en þetta gekk allt og var furðu fljótt að koma þannig að hægt væri að bjarga sér. Til Hornafjarðar kom ég með flugvél þann 9. apríl og þá var flugvöllurinn á Suðurfjörum og farið á bát yfir fjörð- inn til Hafnar og var það enn eitt æv- intýrið." Ástin bankar upp á „Ég var ráðin í vist til Bjama Guð- mundssonar kaupfélagsstjóra og konu hans, Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Ég átti líka að halda þýskunni við hjá dótturdóttur þeirra, en ekkert varð úr þeirri kennslu. Ég kunni ekkert til heimilisstarfa og auðvitað kom ýmis- legt mismunandi skemmtilegt upp á fyrstu vikumar og var það sérstaklega málleysið sem því olli. Það hjálpaði mér mikið að þama var gamall maður sem var óþreytandi að leiðrétta ís- lenskuna mina, svo kom þetta smám sarnan." Um sumarið kynntist Margot Skírni Hákonarsyni, ungum bónda í Borgum í Nesjum, og um jólin opinberuðu þau trúlofun sina. Þegar vistinni hjá Bjama og Ingibjörgu lauk fluttist hún í Borgir. Þegar spurt er um viðbrögð ættingjanna við því skellihlær Margot; „Mamma gat ekkert sagt því hún var svo langt í burtu. Ég þurfti svo að fá íeyfi hennar til að giftast þar sem ég var ekki orðin tuttugu og eins árs en það stóð ekki á að ég fengi það. Þegar hún hafði komið hingað og dvalið hjá okkur var hún mjög ánægð með fram- tið dóttur sinnar." Aldrei gaman að fara ífjósið „Til að byrja með fannst mér allt svo tilbreytingarlítið," segir Margot. „Vetumir langir og óskaplega dimmir því ekkert rafmagn var í Borgum á þessum tíma og ekki upphitun í öllum herbergjum. Þá voru einu ljósfærin lampar og luktir. Það var talsvert verk að pússa glösin á 8 og 10 lína lömpunum og munaði öllu að það væri vel gert til að ljósið nýttist sem best, og eins var með luktirnar sem notaðar voru í Qósinu. Ég var aldrei svo mikil bóndakona í mér að mér fyndist skemmtilegt að fara í fjósið til að mjólka kýmar, þetta var bara það sem þurfti að gera og það vandist smám saman eins og sauðburðurinn." Margot segir að auðvitað hafi verið spennandi að kynnast sveitastörfum úti sem inni því allt var þetta nýtt fyr- ir henni. Það hafl verið heimilislegt að sitja á kvöldin við lampaljós með handavinnu, viðgerðir á fatnaði eða annað sem fyrir lá og hlusta á útvarp- ið. „Á þeim árum var allur fatnaður búinn til heima, hvort sem það var prjónað eða saumað. Fyrstu búskapar- árin hafði ég ekki sjálfrennandi vatn í bæinn og þurfti því að fara sparlega með vatnið. Þetta kom sér verst þegar verið var að þvo þvott. Ég fór alltaf með þvottinn og skolaði hann í á sem rennur spölkorn frá bænum og á vet- urna, þegar ís var á ánni, var höggvið gat á ísinn til að komast í vatnið. Ég geymi gamla þvottabrettið til minn- ingar um þessa tíma. Þegar litið er til baka i dag finnst manni þetta hafa verið frumstætt og um leið lærdóms- ríkt líf og mikil breyting á lífsháttum að koma úr stórborginni og gerast bóndakona í sveit, en þetta varð fljótt minn heimur. Ég fékk Sóló-eldavél og miðstöð í húsið áður en fyrsta barnið fæddist og 1963 var rafmagnið lagt inn. Það var mikill lúxus að fá raf- magnið og var þvottavél fyrsta raf- magnstækið sem ég fékk og svo kom hrærivélin. Það lá við að heimilis- störfln væru leikur einn. Mikið var um að þýskir ferðamenn kæmu í Borgir þegar þeir vissu að húsmóðir- in var þýsk, þá hlyti hún að taka á móti þeim. Mér fannst þetta oft allt of mikið, þetta var fólk sem ég þekkti ekki og það var mikið að gera í bú- skapnum á sumrin og ég hafði bara ekki tíma til að sinna öllum, en þetta er liðin tíð.“ Engar framfarir í Þýskalandi „Það liðu 17 ár frá því ég kom til íslands þar til ég fór í heim- sókn til Þýskalands. Á þessum árum höfðum við eignast börnin okkar fimm og mér fannst ég alls ekki mega vera að því að fara fyrr, það lá ekki svo á því, mamma var búin að koma nokkrum sinnum og vera hjá mér og við vorum í svo góðu sam- bandi. Ég fór með Gullfossi til Hamborgar, og það get ég sagt að þegar ég kom heim til mömmu hefði ég getað snúið við og farið strax til baka heim. Mér fannst allt þarna vera í sama farinu og þegar ég fór, engin framför, fólkið svo lokað, ekki frjálslegt og opið eins og á íslandi. Síðan hef ég margoft farið út en alltaf notið þess að koma hingað heim aftur. Ég verð samt að játa að fyrstu árin greip heimþráin mig um jól- in en þegar börnin komu til sög- unnar hafði ég engan tíma til að láta mér leiðast." Margot missti manninn sinn í ágúst 1979 eftir erfið veikindi. Um haustið byrjaði hún að kenna handavinnu við Hafnarskóla og að hluta í Nesjaskóla og hefur verið í því starfi síðan. „Þegar ég byrjaði að kenna ákvað ég að læra á bíl og ég þurfti þess vegna vinnunnar, en það þótti ekki gáfuleg hugmynd heima hjá mér, að ég á þessum aldri ætlaði að læra á bíl, nei, það gengi ekki, og synir mínir sögðust skyldu aka mér allt sem ég þyrfti. Ég lét mótmælin ekki hafa áhrif á mig, sem betur fer, tók prófið, keypti bíl og hef notið þess að geta farið eigin leiðir." Margot hefur ákveðið að hætta kennslu í vor og ætlar nú að gera eitthvað af öllu því sem ekki hef- ur verið nægur timi til gegnum árin, t.d. stunda silkimálun, batik og ótalmargt fleira sem hún hefur haft allt of lítinn tíma til að sinna með starfinu. Júlía Imsland Stálgrindahús Iðnaðarhúsnæði * færanlegar kennslustofur o.fl. o.fl. Verð kr. 8-10.000 ferm. Afgreiðslufrestur ca. 3 vikur. Vottað af rannsóknarst. byggingariðnaðarins. Leitið upplýsinga. P.S. verktakar sími 555 6275. F»ú þarf ekki að blða eftir næsta tilboði. Þú færð okkar lága INDESiT aga Kæliskápur CG 1340 ‘Kælir 216 Itr. •Frystir 71 Itr. o«««l •Tvær grindur •Sjálfvirk afþýöing í kæli •Orkunýtni B •Mál hxbxd: 165x60x60 Kæliskápur CG 1275 •Kælir 172 Itr. •Frystir 56 Itr d«««i •Tværgrindur •Sjálfvirk afþýöing í kæli ■Orkunýtni C •Mál hxbxd: 150x55x60 Kæliskápur RG 1145 •Kælir 114 Itr. •Klakahólf 14 Itr. D hxbxd: 85x50x56 CD inDesn BRÆÐURNIR m QRMSSON Láqmúla 8 • Sími 533 2800 Kæliskápur RG 2190 •Kælir 134 Itr. •Frystir 40 Itr. •Sjálfvirk afþýðing í kæli •Orkunýtni C •Mál hxbxd: 117x50x60 •Frystir 46 Itr •Sjálh/irk afþýðing í kæli •Orkunýtni C •Mál hxbxd: 139x55x59 Kæliskápur RG 2290 •Kælir 211 Itr. •Frystir 63 Itr. B***l •Sjálfvirk afþýðing í kæli •Orkunýtni C •Mál hxbxd: 164x55x60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.