Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÓRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þrengdir kostir vesturveldanna Louise Arbour, forseti stríðsglæpadómstólsins í Haag, segir ákæru dómsins á hendur Slobodan Milosevic Serbíuforseta og helztu samstarfsmanna hans ekki hafa gert hann að vanhæfum samningamanni um Kosovo. Hún hafi bara sýnt fram á vanhæfni hans. Hingað til hafa vesturveldin hagað sér eins og þau gætu hugsað sér að semja við Milosevic um niðurstöðu Kosovo-deilunnar. Eftir ákæruna um stríðsglæpi er sú leið úr sögunni. Gegn vilja sínum neyðist Atlantshafs- bandalagið til að heyja Kosovo-stríð til enda. Enginn vestrænn ráðamaður hefur lengur ráð á að láta mynda sig við að handsala samkomulag við Milosevic eða helztu samstarfsmenn hans. Hver sá yrði óhreinn á hendinni alla ævi. Stríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur snögglega sýnt þeim fram á þetta. Ákæran jafngildir því ekki, að Slobodan Milosevic fái makleg málagjöld fyrir hrikalega glæpi gegn mannkyn- inu. Radovan Karadzic og Ratko Mladic ganga enn laus- ir í Bosníu undir verndarhendi Atlantshafsbandalagsins þrátt fyrir ákæru stríðsglæpadómstólsins. Hermála- og utanríkisráðuneyti vesturveldanna, eink- um Bandaríkjanna, hafa tregðazt við að afhenda stríðs- glæpadómstólnum mikilvæg gögn, sem vitað er um í Bosníumálinu. Ekkert bendir til, að tvískinnungurinn verði minni, þegar kemur að gögnum um Kosovo. Hingað til hefur Atlantshafsbandalagið ekki aðhafzt neitt, sem auðveldi eða flýti fyrir heimkomu brotthrak- inna Kosovara. Glæpasveitir Serba leika lausum hala í Kosovo og njóta algerra yfirburða í lofti, þegar þeir beita lágfleygum þyrlum gegn fólkinu í landinu. Þegar vel viðrar er Atlantshafsbandalagið á ferðinni hæst í háloftunum og dritar sprengjum með litlum ár- angri. Það hefur tekið meira en tvo mánuði að gera orkuver Serbíu óvirk. Sprengjur bandalagsins hafa lent út og suður og jafnvel lengst austur í Búlgaríu. Á meðan hefur Slobodan Milosevic getað óáreittur haldið áfram ætlunarverki sínu. Fljótlega verður hann búinn að losa sig við allan þorra íbúa Kosovo með því að drepa þá eða flæma þá úr landi. Þetta er ekki stríð af hálfu Atlantshafsbandalagsins, heldur stríðsleikur. Við slíkar aðstæður er frábært, að stríðsglæpadóm- stóllinn í Haag hefur þrengt kosti vesturveldanna. Þau standa nú andspænis því að verða nauðug viljug að breyta stríðsleiknum í stríð. Þau hafa ekki efni á að hætta fyrr en ósigri hefur verið breytt í sigur. Hér eftir verður markmið vesturveldanna ekki lengur að knýja Milosevic til að fallast á niðurstöðu Rambouil- let-fundarins um lausn Kosovo-deilunnar, heldur að reka hann og helztu samverkamenn hans frá völdum, svo að hægt verði að framkvæma niðurstöðuna. Þetta þýðir aðeins eitt. Gegn vilja sínum verða vestur- veldin að byrja að beita þyrlum til að þurrka út nauðg- ana- og morðsveitir Serbíuhers í Kosovo og undirbúa innrás, sem hefjist á miðju sumri. Hér eftir vinnst sigur aðeins á vígvellinum, ekki við samningaborðið. Hér eftir geta ráðamenn vesturveldanna ekki lengur leikið það að tala digurbarkalega og stunda sýndarstríð í háloftunum yfir Balkanskaga. Þeir neyðast til að mæta raunveruleikanum og velja milli þess að gefast upp eftir ósigra vorsins eða hefja stríðsrekstur í alvöru. Framtak Stríðsglæpadómstólsins í Haag markar þátta- skil í Kosovo. Vesturveldin geta ekki lengur þyrlað upp ryki og verða að fara haga sér eins og stórveldi. Jónas Kristjánsson Póstmódernískt stríð Fyrsta póstmóderníska stríðið er nú háð á Balkanskaga. Svo mikill munur er á milli orða og athafna - markmiða og gerða - að ekki er unnt að tala um ófrið í hefðbundnum skilningi. í fyrsta sinn í sögunni hef- ur stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna ákært sitjandi forseta fúU- valda ríkis fyrir stríðsglæpi. Samt mun Slobodan Milosevic Júgóslavíu- forseti vafalaust gegna mikilvægu hlutverki í tilraunum til að leysa deiluna með diplómatískum hætti. Loftárásir NATO á Júgóslavneska sambandsríkið hafa nú staðið yfir í rúmlega tvo mánuði, en bandalagið hefur ekki enn lýst yfir stríði. Full- yrða má að Kosovo-deilan muni leiða til rækilegs endurmats á hugtökum eins og hernaðaríhlutun og nútímar- hemaði í alþjóðastjómmálum og al- þjóðalögum. Erlend tíðindi Valur Ingimundarson að eingangra ekki Rússa, sem hafa brugðist harkalega við loftárásum NATO. En em Rússar best til þess fallnir til að sinna þessu verkefni? Þeir styðja málstað Serba og vilja aug- ljóslega ekki að bandalagið vinni sigur í þessari deilu. Ef Rússar semja um frið á vestrænum forsendum gæti það hins vegar grafið undan stjórnvöldum í Moskvu vegna þess að þau yrðu sök- uð um að ganga erinda NATO. Það á ekki að gera milligönguhlutverk Rússa að forsendu fyrir pólitískri lausn. Hins vegar á að tryggja að þeir taki virkan þátt í viðræðum um fram- tíðarskipan Kosovo-héraðs þegar stríðinu lýkur. Hér er um að ræða hernaðaraðgerðir sem gripið var til í nafni mannúðar. NATO hóf loftárásir á Júgóslav- neska sambandsríkið til að koma i veg fyrir að harmsagan í Bosníu á árunum 1992-1995 endurtæki sig, þegar tugþúsundir manna urðu þjóðernishreinsunum og fjöldamorðum að bráð. En þegar Milosevic sigaði ör- yggislögreglu og her á Kosovo-Albana hafði bandalagið enga áætlun um að bjarga því fólki sem varð fyrir barð- inu á ofsóknum Serba. Þess í stað hafa einkum íbúar Serbiu mátt þjást vegna loftárása NATO. Vestrænar þjóðir virðast engan vilja hafa til að stunda stríðsrekst- ur með hefðbundnum hætti. Það er ekki pólitískur stuðningur við hernaðaraðgerðir, sem kosta mannfall og gildir þá einu hvort þær séu gerðar í mannúðar- skyni eða ekki. Nefna mætti hemaðaríhlutun NATO „mannúðar- heimsvaldastefnu" vegna þess að hún studdist ekki við umboð Sameinuðu þjóðanna. Hér var um siðferðilega og pólitíska ákvörðun að ræða sem mátti réttlæta með skírskotun til neyðarréttar. En fulltrúar þeirra NATO- ríkja, sem vilja ekki virða Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna að vettugi, eins og Þjóðverj- ar og ítalir, hafa haldið því fram að hemaðíhlutun í Kosovo sé undantekningin frá reglunni. NATO-ríkin hefðu vissulega átt að reyna að fá samþykki Öryggis- ráðsins fyrir utanaðkomandi af- skiptum af Kosovo-deilunni, jafn- vel þótt Kínverjar og Rússar hefðu beitt neitunarvaldi. En hvað með ef einhver annar stríðs- glæpamaður en Milosevic fyrir- skipar þjóðernishreinsanir og fiöldamorð? Á þá ekkert að gera i málinu, ef Öryggisráðið kemur sér ekki saman um aðgerðir? Vitaskuld liggur beinast við að vinna með Rússum og Kínverjum að því að gera breytingar á al- þjóðalögum, sem heimila afskipti alþjóðasamfélagsins af mannúðar- ástæðum, en með skýrt afmörkuð- um reglum. Það á ekki að gera bakgarð Evrópuríkja að forsendu fyrir íhlutun í mannúðarskyni. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að meðal þeirra sem bera ábyrgð á hemaðaríhlutun NATO eru fyrrver- andi andstæðingar bandalagsins, eins og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Joschka Fischer ut- anríkisráðherra og Massimo D’Alema, forsætisráð- herra Ítalíu. En það er til marks um „kaldastríðs- nostalgíu" að kenna hernaðaraðgerðir NATO við vinstrimennsku eða halda því fram að hið sanna árásareðli NATO hafi komið í ljós með loftárásunum á Júgóslavíu. Ef NATO hefði haldið sig við gamla kalda- stríðsmynstrið eftir hrun Sovétríkjanna hefði ekkert verið gert i Bosníu og Milosevic hefði getað fram- kvæmt þjóðernishreinsanir sínar í Kosovo án þess þurfa að hafa minnstu áhyggjur af viðbrögðum vest- rænna ríkja. Bandalagið þurfti að svara kalli tímans til að dæma sig ekki úr leik. En vandamálið er að NATO hefur ekki enn gert það upp við sig hvers konar banda- lag það vill verða. Það skýrir þá miklu togstreitu sem enn er milli hefðbundinna varnarsjónarmiða og hug- mynda um öryggishagsmuni fyrir utan umráðasvæði NATO. Bandalagið hefur verið að feta sig í áttina að því að verða öryggisstofnun, án þess að hafa neina skýra hugmynd um hve langt eigi að ganga. Af þeim sökum er öllu haldið opnu, ekki síst stækkunferli NATO, og alger óvissa er um næstu skref. Sú grund- vallarspurning sem NATO stendur frammi fyrir er, hvort unnt verði að eyða þessari togstreitu án þess að það leiði til klofnings. , III NATO-ríkin reiða sig nú á milligöngu Rússa í tilraunum til að finna pólitíska lausn á Kosovo- deilunni. Á yfirborðinu er sú ákvörðun skiljanleg: Mikilvægt er Sú ákvörðun stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna að ákæra Slobodan Milosevic, leiðtoga Serbíu, fyrir stríðsglæpi kemur ekki á óvart. Þó er allt of snemmt að spá honum falli, enda má alveg eins búast við því að hann muni gegna lykilhlutverki við lausn Kosovo-deilunnar. Þær mótsagnir, sem ein- kenna þessa deilu, munu án efa leiða til ítarlegrar endurskoðunar á hefð- bundnum hugmyndum um hernaðarihlutun og nútímahernað. Slobodan Milosevic Serbíuleiðtogi. %íoðanir annarra____________________ Ekki berja á blaðamönnum „Stjórn Clintons hefur barist fyrir frelsi fiölmiðla í j Rómönsku-Ameríku. Það veldur því vonbrigðum að l stjórnvöld í Washington skuli standa á bak við yfirlýs- ! ingu Samtaka Ameríkuríkja sem myndi takmarka i frelsi fiölmiðla. Drögin virðast vera klúður af hálfu ; stjórnarinnar fremur en stefnubreyting. Sendiherrar aðildarríkjanna 34 hafa samþykkt þau. Draga á þau til baka.Þegar utanríkisráðherrar ríkja á vesturhveli hittast í næsta mánuði ætti ekki að biðja þá að sam- ^ þykkja yfirlýsingu sem gæfi ríkisstjómum leyfi til að j setja enn frekari hömlur á aðþrengda blaðamenn ; Rómönsku-Ameríku." Úr forystugrein New York Times 26. maí. Hýtir ekki fyrir „Bannfæring heimsins á forseta Júgóslavíu, jafnvel þótt hann sé álitinn saklaus þar tU sekt sannast, get- ur trauðla sætt gagnrýni leiðtoga sem lýstu lionum sem stríðsglæpamanni, ef ekki þjóðarmorðingja, ekki ! lengra síðan en í gær. Ekki er þó líklegt að hún verði tU að fiýta fyrir endalokum deUunnar, ef mið er tekið af þrákelkni mannsins. Og hún auðveldar heldur ekki pólitíska lausn sem gerði NATO kleift að forðast lág- marksáhættu á landi.“ Úr forystugrein Libération 28. maí. Hætta frá Rússlandi „Utanríkisráðherra Rússlands er jafn mikilvægur boðberi og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Séu Rússar ekki haföir með í ráðum er öryggi Evrópu, enduruppbyggingu á Balkanskaga, stækkun Evrópu- sambandsins og áframhaldandi afvopnun stefnt í voða. Vegna aukinnar spennu í samskiptunum við Kína er sérstaklega mikilvægt fyrir Bandaríkin að hafa Rússa með í ráðum. Það hefur ekki úrslitaáhrif hvaða áhrif Rússar hafa á samsetningu eftirlitssveita í Kosovo að stríðinu loknu. íhlutun Rússa verður að felast í því að fá Milosevic til að ganga að kröfum NATO, hætta brottrekstri Albana frá Kosovo og sam- þykkja að flóttamenn snúi heim við öryggi." Úr forystugrein Aftonbladet 27. maí. mt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.