Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 61
DV LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 Ungir áhugaleikarar eru í öllum hlutverkum í áhugaleiksýningu ársins. Stæltu stóð- hestarnir Vegna mikillar eftirspuraar og fjölda áskorana hefur Leikfélag Keflavíkur ákveðið að hafa tvær aukasýningar á leikritinu Stæltu stóðhestunum. Eins og kunnugt er var sýningin valin áhugaleik- sýning ársins 1999 og var boðið að sýna í Þjóðleikhúsinu þann 16. maí síðastliðinn. Sýningin tókst mjög vel og komust færri að en vildu. Vegna þeirra sem ekki ~— ■;---komust í Þjóð- Leikhus leikhúsið og --------------allra hinna sem eiga eftir að sjá leikritið, að ekki sé talað um þá sem vilja sjá leik- ritið í annað, þriðja eða fjórða skipti, verður miðnætursýning í kvöld kl. 23. Og á morgun verður sýning kl. 21. Sýnt er í Frumleik- húsinu, Vesturbraut 17, Keflavík, og hefst miðasala tveim tímum fyrir sýningu. Nemendur fyrir framan Hóla- brekkuskóla. Hólabrekkuskóli 25 ára f tilefni tuttugu og ftmm ára af- mælis Hólabrekkuskóla verður afmælisdagskrá í skólanum í dag. Skólalúðrasveit Árbæjar og Breiðholts leikur kl. 12.30-13.00. Fyrri hluti afmælisdagskrárinnar hefst að því loknu og síðari hluti hennar kl. 14.30. Skólinn verður öllum opinn frá kl. 12.30-15.30. Ritþing Árna Ibsen f Gerðubergi í dag, kl. 13.30-16.00, gefst leikhúsfólki og bókmenntaunnendum tækifæri til að rifja upp farinn veg með Áma Ibsen á ritþingi, kynnast mannin- um bak við verkin, viðhorfum hans, áhrifavöldum og lífshlaupi. Stjómandi er Hávar Sigurjónsson og spyrlar Hlín Agnarsdóttir og Sveinn Einarsson. Einnig koma fram leikaramir Björk Jakobsdótt- ir og Gunnar Helgason. Frímerki 99 í dag og á morgun verður haldin frímerkjasýningin Frímerki 99 í fé- lagsheimili frímerkjasafnara að Síðumúla 17. Á þessari sýningu er bryddað upp á þeirri nýjung að ~------:-------- hvert sýning- Samkomur arethi er að ---------------- eins í einum ramma í stað fleiri svo sem venjan hefur verið. í dag er sýningin opin frá 13.30-17.00 og á morgun kl. 13.00-17.00. Aðgangur er ókeypis. Arfur kynslóðanna í dag, kl. 11, gangast Vinafélag Kópavogskirkju og sóknamefnd Kársnessóknar fyrir samvem í Kópavogskirkju undir yfirskrift- inni Arfur kynslóðanna. Pálína Jónsdóttir, Gísli J. Ástþórsson og séra Ragnar Fjalar Lámsson munu ræða um málefnið frá ólík- um sjónarmiðum. Dálítil rigning eða súld Austur af Jan Mayen er 1014 mb. nær kyrrstæð lægð sem grynnist heldur. Yfir landinu er hæöarhrygg- ur sem hreyfist austur. Skammt suðvestur af Hvarfi er 1003 mb. lægð sem hreyfist norðaustur. Veðrið í dag í dag veröur suðvestankaldi vest- an til en annars gola eða kaldi. Dá- lítil rigning eða súld vestan til og á annesjum norðaustanlands en ann- ars skýjað en úrkomulítið eða úr- komulaust. Hiti verður 4 til 12 stig, hlýjast inn til landsins sunnan- lands. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðvestangola eða kaldi og rigning eða súld £if og til. Hiti verður 5 til 10 stig. Sólarlag 1 Reykjavík: 23.21 Sólarupprás á morgun: 3.29 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.20 Árdegisflóð á morgun: 6.31 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri léttskýjað 10 Bergsstaðir léttskýjað 11 Bolungarvík skýjað 8 Egilsstaðir 8 Kirkjubœjarkl. léttskýjaö 10 Keflavíkurflv. skýjað 8 Raufarhöfn Reykjavík hálfskýjað 8 Stórhöfði léttskýjað 8 Bergen rigning 13 Helsinki skýjað 19 Kaupmhöfn léttskýjað 20 Ósló skýjað 20 Stokkhólmur 22 Þórshöfn skýjað 8 Þrándheimur skýjað 14 Algarve skýjað 20 Amsterdam skýjað 18 Barcelona skýjað 24 Berlín léttskýjað 28 Chicago heióskírt 18 Dublin rign. á síð. kls. 18 Halifax skýjað 13 Frankfurt leiftur 25 Glasgow Hamborg léttskýjað 28 Jan Mayen skýjaö 6 London skýjað 21 Lúxemborg skýjaö 19 Mallorca skýjaó 23 Montreal léttskýjaó 13 Narssarssuaq rign. á síð. kls. 9 New York hálfskýjað 17 Orlando þokumóða 24 París léttskýjað 24 Róm léttskýjað 27 Vin léttskýjað 25 Washington heióskírt 14 Winnipeg heiðskírt 14 Árbæjarsafn: Nikkan þanin og rokkurinn stiginn Á morgun verða gömlu húsin í Árbæjarsafhi opnuð gestum á nýjan leik. Fram undan er íjöl- breytt, lífleg og skemmtileg sumardagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi: fjöl- breyttar sýningar, kynning á handverki og list- iðn, tónlistin mun óma og skepnumar bíta gras í haganum. Gömlu húsin segja sögu liðins tíma og handverksfólk og leiðsögumenn ijá þeim nýtt líf. Á morgun verða bakaðar lummur í Árbænum, á baðstofuloftinu verða _________ saumaðir roðskór og glr rokkurinn stiginn. Karl OKclllllllallir Jónatansson þenur nikk- una og í smiðjunni verður eldsmiður við störf. Kl. 14 verður messa í gömlu safnkirkjunni frá Silfra- stöðum. í húsinu Lækjargötu 4 spilar Lækjar- götutríóið djass með þjóðlegu ívafi kl. 15. Bömin fá sitt tækifæri til að kynnast leikfongum og leikj- um fyrri tíma í Kornhúsinu en þar verður farið í leiki kl. 15. Áhersla hefur ávallt verið lögð á ís- lenskt handverk og listiðn og í safnbúðinni getur að líta mikið úrval listiðnaðar. Harmóníkuleikari og kona í peysufötum fyrir framan eitt Árbæjarsafnshúsiö. Súrt regn Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. dagsönn ™ < Joe Young er enginn smáapi eins og sjá má. Mighty Joe Young Bíóhöllin sýnir ævintýramynd- ina Mighty Joe Young. Titilper- sónan, Joe Young, er stór og mik- il górilla sem spunnist hafa sögur um. í heimkynni Joe kemur Gregg O’Hara (Bill Paxton), starfs- maður dýragarðs í Kaliforníu þar sem dýrin fá að vera í sem eðli- legustu umhverfi. Hann fær óblíðar '///////// viðtökur hjá Joe en Kvikmyndir er bjargað af Jill (Charlize Theron) sem hefur alið Joe upp og verndað hann fyrir umheiminum. Gregg tekst að sannfæra Jill um að ef þau forði Joe ekki úr frumskóginum muni hann verða fórnarlamb veiði- manna. Saman fara þau með hann til Kaliforníu þar sem Joe kann fljótlega vel við sig. Joe er hið besta skinn, vill engum iilt og veldur þaö stundum misskilningi þegar hann vill fara í feluleik. Nýtt í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: She's All That Saga-Bíó: My Favorite Martian Bíóborgin: Rushmore Háskólabíó: Forces of Nature Háskólabíó: 200 Cigarettes Kringlubíó: True Crime Laugarásbíó: EDtv Regnboginn: Taktu lagiö, Lóa Stjörnubíó:lllur ásetningur Afmælistónleikar í tilefni tíu ára afmælis safnað- ar- og kórstarfs í Grafarvogssókn verða haldnir sérstakir afmælis- tónleikar á morgun. Við kirkjuna em starfandi þrír kórar, barna- kór, unglingakór og kór fullorð- inna, Kór Grafarvogskirkju, og koma þeir allir fram á tónleikun- um. Dagskrá________________ tónleikanna Tnnlnikar ber það með * Unlemdr sér að Kór Grafarvogskirkju er á leið í tón- leikaferð til Ítalíu í byrjun júní, en sömu verk verða á dagskrá í Ítalíuferðinni. Einsöngt'ari með kómum er Valdimar Haukur Hilmarsson og stjómandi er Hörð- ur Bragason. Stjómandi bama- kórs og unglingakórs er Hrönn Helgadóttir. Ágóöi af tónleikun- um rennur í orgelsjóð. Gengið Almennt gengi LÍ 28. 05. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 74,370 74,750 73,460 Pund 118,740 119,350 118,960 Kan. dollar 50,410 50,720 49,800 Dönsk kr. 10,4550 10,5120 10,5380 Norsk kr 9,4320 9,4840 9,4420 Sænsk kr. 8,6510 8,6990 8,8000 Fi. mark 13,0640 13,1425 13,1780 Fra. franki 11,8414 11,9126 11,9448 Belg. franki 1,9255 1,9371 1,9423 Sviss. franki 48,8100 49,0800 48,7200 Holl. gyilini 35,2473 35,4591 35,5548 Þýskt mark 39,7145 39,9531 40,0610 ít. lira 0,040120 0,04036 0,040470 Aust sch. 5,6448 5,6788 5,6941 Port. escudo 0,3874 0,3898 0,3908 Spá. peseti 0,4668 0,4696 0,4710 Jap. yen 0,617000 0,62070 0,615700 írskt pund 98,626 99,219 99,487 SDR 99,850000 100,45000 99,580000 ECU 77,6700 78,1400 78,3500 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.