Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999
22 Hfrrmúla
Ummæli ökumanna
McLaren Mercedes Benz liðinu
hefur ekki gengið vel það sem af er
þessu ári, þvi líkt og á því síðasta hafa
vélarbilanir sett stórt strik í reikning-
inn. Til dæmis hefur bíll Coulthards
bilað í þrjú skipti í þeim Qórum mót-
um sem afstaðin eru. Hann hefur
kvartað yfir áhugaleysi keppnisliðs-
ins á sér og vill meina að hann hafi
ekki fengið nægilega góðar upplýsing-
ar í keppninni í SanMarino. Hann
segir að hann hefði getað unnið ef lið-
ið hefði hjálpað honum. Hann er þó
vongóður um góðan árangur um helg-
ina.
David Coulthard: „Barcelona er
aðalæfingabrautin, svo ílestir For-
múla 1 ökumenn þekkja hana mjög
vel. Eftir vonbrigðin í Monaco verður
gott að fá tækifæri til að sýna getu
Mercedes Benz-vélarinnar, sérstak-
lega á langa kaflanum gegnt viðgerð-
arsvæðunum".
Mika Hákkinen var ekki ánægður
með þriðja sætið í Monaco fyrir hálf-
um mánuði og er nú þriðji í stiga-
keppni ökumanna með aðeins 14 stig,
á móti 26 stigum Michaels
Schumachers. Hákkinen hefur æft
með liöi sínu, sem hefur verið að æfa
á Spáni með flestum liðanna í For-
múla 1, og endaði hann á besta tíma.
„Æfingarnar okkar fóru vel í
Barcelona í síðustu viku og ég er er
sannfærður um að við verðum mjög
samkeppnishæfir í tímatöku og
keppninni sjálfri. Þetta er mjög tækni-
leg braut og það er eins og mér gangi
alltaf vel á henni. Vonandi get ég end-
urtekið sigurinn frá síðasta ári.“
Ron Dennis keppnisstjóri McLaren
er sannfærður um að hann hefni ófar-
anna frá því í Mónakó þar sem Ferr-
ari sigraði tvöfalt og náði yfir helm-
ingsforskoti í stigakeppni bílasmiða.
„Það væri erfitt að finna meiri and-
stæður milli Grand Prix-keppnis-
brauta en hina þröngu Mónakó og víð-
áttuna við Circuit de Catalunya. Það
er hins vegar nauðsynlegt fyrir McL-
aren Mercedes að geta lagað sig að
svona breytilegum aðstæðum á hin-
um ýmsu keppnisbrautunum til að
geta haldið sér samkeppnishæfum."
Williams-llðið er eitt af þrem sig-
ursælustu liðum í Formúla 1 frá upp-
hafi, sé miðað við fjölda sigra á þeim
mótum sem það hefur keppt á. En
Williams er einmitt að mæta á sitt
400. mót, hefur átt 7 heimsmeistara
ökumanna og 9 sinnum orðið heims-
meistari keppnisliða. Gengi liðsins
hefur þó verið afleitt framan af ári og
var frammistaða þess í Mónakó sú
lakasta til þessa.
En Ralf Schumacher er ekki af
baki dottinn, ætlar að hefna ófaranna
og er tilbúinn í slaginn aftur. „Við
höfum æft mikið í Barcelona, bæði í
vetur og undanfarið og ég held að við
séum búnir að setja bílinn vel upp fyr-
ir þessa braut. Ég vonast til að komast
i það minnsta í áttunda sæti í tíma-
tökum, svo er ég vongóður fyrir
sunnudaginn því Williams FW21bíll-
inn hefur sýnt fram á góða getu í
keppni."
Ferrari hefur nú sigrað í þrem af
fjórum mótum ársins og er staða
liðsins gerólík stöðunni á síðasta ári
þegar McLaren hafði algera yfir-
burði og rúllaði upp keppinautum
sínum. Eina markmiðið sem Ferr-
ari-menn settu sér fyrir þetta ár var
að vera samkeppnshæfir frá upphafi
tímabilsins, og það virðist hafa tek-
ist. Michael Schumacher, sem í
Monaco sigraði í sextánda skipti fyr-
ir Ferrari og var þar með sigursæl-
asti Ferrari-ökumaðurinn frá upp-
hafi, vann sinn fyrsta og sögulegasta
sigur fyrir liðið einmitt í Barcelona
árið 1996. Það var í úrhellisrigningu
og voru yfirburðir Schumachers svo
miklir að hann kom heilli mínútu á
undan næsta manni í mark eftir
ótrúlegcm akstur. Hann er raunsær á
árangur:
„Spilin verða stokkuð upp á nýtt
og við munum sjá hvar við stöndum.
Ef við náum þeim markmiðum sem
við settum okkur í upphafi árs get ég
ekki séð af hverju við ættum að vera
eithvað verri en McLaren."
km/h
Stiell
Heimildir: FIA
Barcelona
Spænski kappaksturinn
5. keppni 30. maí 1999
ÍM.
Renault
4.726 km
64
302.464 km
Lengd brautar:
Eknir hringir:
Vegalengd:
Einkenni brautar:
Þessi nútímalega braut
norður af Barcelona
hraðar beygjur, þrjár 180°
lykkjur og miklar hæöarbreytingar.
Circuito de Catalunya reynir mikið á
hjólbarða og er góð uppsetning á bíl
lykilatriði til að forðast slit.
Besti staður til framúraksturs er í
Elf-beygiunni.
Útsending RÚV:
Sunnudag, kl. 11.30.
Brautarmet
Hraðasti hringur:
G. Fisichella 1997
á Jordan-Peugeot,
1 mín. 22,242 sek.
Campsa
120
Repsol
Banc
Sabadell
PYTTUR
I Lengd: 79
Aksturstími '98 926 sek.
Verðlaunapallur '98
Mika Hákkinen
(McLaren-Mercedes)
David Coulthard
(McLaren-Mercedes)
Michael Schumacher
(Ferrari)
'98
Eddie Irvine:
verið á hreinu. Hann er nr. 2, á eft-
ir Schumacher. Hann hefur nánast
alltaf verið sáttur við það og segir
að það sé betra að fá að aka fyrir
eitt af bestu liðum Formúlu 1 held-
ur en að aka fyrir eitthvert miðl-
ungslið og eiga aldrei von á góðum
úrslitum. Hann fómaði til dæmis
fyrsta möguleika sínum á sigri í
Formúlu 1 þegar hann í forystu Jap-
anska kappaksturins árið ‘97
hleypti Schumacher fram fyrir sig
og færði honum dýrmætan sigur.
Þjóðverjinn átti þá í baráttu við Vil-
leneuve um heimsmeistaratitilinn.
Kallar Irvine „idiot"
Jómfrúrsigur Eddie Irvine kom
svo loksins í upphafi þessa árs þeg-
ar hann sigraði í Ástralska
kappakstrinum sem var fyrsta mót
ársins. Báðir McLaren-bílarnir féllu
úr keppni og Irvine leiddi keppn-
ina. Schumacher lenti i vandræðum
og var þá ekkert að vanbúnaði fyrir
Eddie sem ók fremstur til loka og
gerði engin mistök. Einu mistökin
sem hann gerði voru að lýsa því
yfir að nú ætti Schumacher að fara
vara sig, og nú ætlaði hann að rúlla
upp heimsmeistaratitlinum. Þetta
fór illa í skapið á Þjóðverjanum sem
fannst Irvine of yfirlýsingaglaður
og kallaði hann svo „idiot“ á öku-
mannsfundi nokkrum vikum
seinna. Sambandið er að kulna. Og
er þess vegna ekki gert ráð fyrir því
að Irvine verði nema til loka þessa
árs um borð í hinum goðsagna-
kenndu Ferrari-bílum. Ef
Schumacher, sem er samningsbund-
inn til 2002, vill ekki Irvine,. þá
verður Irvine ekki hjá Ferrari.
En eitt er víst að Irvine er einn af
bestu ökumönnunum á brautunum
í dag og sást það greinilega á góðum
akstri hans í Mónakó þegar Ferrari
vann þar sögulegan tvöfaldan sigur
þann 16. maí sl. Og frammistaða
hans þar og undanfarið verður til
þess að honum verða eflaust boðin
nokkur gimileg ökumannssæti á
næsta ári. Ef til vill ekur hann við
hlið Mika Hakkinen á McLaren að
ári liðnu. Hver veit?
-ÓSG
Eddie Irvine, eða Edmund Irvine
eins og hann heitir í raun og veru,
er einn af þeim ökumönnum í For-
múlu 1 sem hafa verið að koma
hvað mest á óvart undanfarið ár.
Þrátt fyrir skugga félaga hans,
Michaels Schumachers, hefur hann
verið ökumaður á uppleið frá því
hann kom í herbúðir Ferrari árið
1996.
Edmund Irvine fæddist á írlandi
10. nóvember árið 1965 og fór hefð-
bundna leið ökumanna frá yngri
flokkum upp í Formúlu 1, þar sem
hann byrjaði með Jordan árið 1993.
Eddie er kjaftfor kvennabósi sem
litar flóru ökumannanna sem er
slétt og felld. En ekki Irvine,
sem hefur ekki hikað við að
segja það sem hann meinar #
og gert það sem hann hef-
ur langað til. Hugarfar
hans og akstursmáti
hafa ekki alltaf fallið
öðrum ökumönnum í
geð og fékk hann að finna
það eftir fyrstu keppni
sína, þegar Ayrton
Senna tók sig til og
kýldi írann kaldan eft-
ir orðaskipti þeirra.
Brasilísku hetjunni
þótti Irvine vera full-
djarfur þrátt fyrir að
vera hring á eftir. Ir-
vine tók nefnilega
fram úr Senna sem
hafði forystu í h
keppninni. , j|
Til liðs við Ferr-
ari
Eftir þriggja móta
bann í byrjun árs-
ins ‘94, þegar Irvine
var ásakaður um að
vera valdur að stór-
um árekstri, tóku við
tvö ár með Jordan þar
sem hann ók við hlið
Rubens Barrichello og
varð oftast að láta í
minni pokan fyrir hon-
um, en átti þó oft góða
spretti þegar bíllinn bil-
aði ekki. Besti árangur hans hjá
Jordan var ein heimsókn á verð-
launapallinn í Kanada árið ‘95.
Það kom flestum á óvart þegar til-
kynnt var seint á árinu ‘95 að írinn
Eddie Irvine mundi ganga til liðs
við Ferrari og vera við hlið Michael
Schumachers sem var þá nýkrýnd-
ur heimsmeistari. Það höfðu ekki
margir álit á Eddie Irvine í þá daga
og fannst hann ekki eiga skilið að
aka hinum goðsagnakenndu Ferr-
ari-bílum í Formúlu 1. Svar Irvines
var einfalt: „Nú, hann er með fjóra
hjólbarða,
er með vængi og stýrishjól. Svo.“
Kleip í punginn
Akstursstíll Irvines þótti falla vel
að stíl Schumachers og var það ein
aðalástæðan fyrir ráðningu hans.
Einnig kom þeim félögum vel sam-
an. Ein góð saga er til um samskipti
þeirra þegar þeir voru að kynnast.
Irvine var með félögum sínum að fá
sér kollu þegar Schumacher kemur
inn og heilsar upp á mannskapinn.
„Komdu og fáðu þér í glas með okk-
ur, Schumy," kallaði Irvine. „Nei,
takk, ég get bara ekki drukkið
áfengi," svaraði Schumacher
kurteislega. Eddie varð
mjög hissa og spuröi:
„Nú, hvað er að, ertu
óléttur?" Þetta er góð
lýsing á Irvine sem
aldrei getur verið
alvarlegim og
þess vegna eiga
aðrir erfitt með
að taka hann al-
varlega. Hann
sást meðal annars
klípa í ansi óþægi-
legan stað á Mika
Hákkinen þegar
hann sat á öxlum
Coulthards og Ir-
vine, þá nýkrýnd-
ur heimsmeistari
á verðlaunapallin-
um í Japan ‘98.
Fyrsta árið með
Ferrari var ekki
glæsilegt, í átta
skipti varð hann að
sætta sig við bilanir,
gengi liðsins var
ekki gott eftir miklar
breytingar sem áttu
sér stað á þessum
árum. Næsta ár (‘97) var
mun betra og var nú
verulega farið að sjást að
Irvine var ekki allur þar
sem hann var séður og náði
hann i fimm verðlaunasæti
það árið. Á siðasta ári voru það
alls átta og endaði hann fjórði í
stigakeppni ökumanna. Hlutverk
hans innan liðsins hefur þó alltaf