Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 24
LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 IjV
Svo gæti farið að sænska landslið-
ið á heimsmeistaramótinu í Þýska-
landi verði skipað íslendingum að
meirihluta. Til að eiga keppnisrétt í
sænsku landsliði þurfa íslenskir
knapar að hafa búið í Svíþjóð undan-
farin fjögur ár og það hafa Hreggvið-
ur Eyvindsson, Sveinn Hauksson,
Magnús Skúlason og Guðni Jónsson
allir gert. Þeir hafa verið að gera það
gott í úrtökum i Svíþjóð á undanfóm-
um vikum og keppa flestir á stóðhest-
um. Þeir eru allir í fararbroddi
þeirra sem eiga mestan möguleika á
landsliðssæti eins og staðan er nú eft-
ir fyrstu úrtökurnar. Auk þeirra eru
fleiri íslenskir knapar í startholun-
um. Knaparnir era einnig gjaldgeng-
ir í íslenska landsliðið ef Sigurður
Sæmundsson landsliðseinvaldur tel-
ur þá auka styrk íslenska liðsins.
Guðni Jónsson sló í gegn á úrtöku
nýlega á stóðhestinum Álmi frá
Lækjarmóti á meistaramóti hesta-
manna á vesturströndinni, en það
mót var opið öllum knöpum vegna
úrtökunnar. Hann sigraði í flmm-
gangi og slaktaumatölti og varð
þriðji í gæðingaskeiði.
Guðni hefur verið við nám í Lundi
undanfarin ár og árangur hans kom
töluvert á óvart í Svíþjóð. Þegar
hann var hér á landi keppti hann
töluvert í flmmgangsgreinunum svo
hann þekkir vel til þeirrar greinar,
en ekki var búist við honum og Álmi
svo sterkum.
Gæðingaskeiðið var íþrótt íslend-
inga því þar sigraði Magnús Skúla-
son á Dug frá Minni-Borg, Reynir
Örn Pálmason var annar á Eldi,
Guðni þriðji á Álmi frá Lækjarmóti
og Jóhann Friðgeirsson fimmti á
Herjari. Göran Montan sigraði í tölti
á Þráni.
Hreggviður Eyvindsson hefur
keppt á stóðhestinum Kjarna frá
Kálfsstöðum undanfarin ár í fjór-
gangsgreinunum og er kominn með
annan stóðhest, Flipa frá Österáker,
og keppir á honum í fimmgangi.
Magnús Skúfason er með tvo
hesta, stóðhestinn Dug frá Minni-
Borg og Örvar frá Stykkishólmi, og
keppir í fimmgangsgreinunum.
Sveinn Hauksson hefur keppt í
fjórgangsgreinunum á stóðhestinum
Hrímni frá Ödmárden og í fimm-
gangsgreinunum á stóðhestinum
Frama frá Haringe. -E J
Magnús Skúlason er einn þeirra islendinga sem eiga möguleika á sæti í sænska hestaíþróttalandsliöinu
Spenna magnast
vegna úrtökunnar
Dagskrá fyrri hluta úrtökunnar
fyrir heimsmeistaramótið í Rieden í
Þýskalandi 1. til 8. ágúst hefur ver-
ið ákveðin.
Keppt verður á félagssvæði Gusts
í Kópavogi og hefst keppni miðviku-
daginn 16. júní klukkan 10 með
fimmgangi. Klukkan 13 verður fjór-
gangur, klukkan 15.30 gæðingaskeið
og klukkan 17 fimiæfingar.
Þjóðhátiðardaginn 17. júní hefst
keppni klukkan 10 með slaktauma-
tölti, kl. 13 hefst tölt og klukkan 15
verða tveir sprettir í 250 metra
skeiði.
Vaidir verða fimm knapar á úr-
tökunni en Sigurður Sæmundsson
landsliðseinvaldur velur tvo knapa.
Á síðasta heimsmeistaramóti
hlutu fjórir knapar fimm gullverð-
laun, sem er langbesti árangur ís-
lenska landsliðstns til þessa og eiga
fjórir knapanna rétt á að verja titil
sinn á sama hesti.
Óljóst er hvort af því verður en ef
svo fer verða ellefu knapar í lands-
liðinu.
Dagskrá síðari dagsins verður
ákveðin þegar ljóst er hve margir
knapar fara í síðari umferð.
Skráning fyrir mótið hófst föstu-
daginn 28. maí en lýkur mánudag-
inn 7. júní.
Búist er við því að flestir af
fremstu knöpum landsins mæti með
jóa sína í Kópavoginn því til mikils
er að vinna.
-EJ
Leikskólar
Reykjavíkur
Dagvist barna verður
Leikskólar Reykjavíkur
Þann 1. júní breytist nafn Dagvistar barna í Leikskóla Reykjavíkur. Borgarráð
Reykjavíkur staðfesti nýverið nýja samþykkt fyrir stjórn Dagvistar barna sem
eftir breytingu heitir leikskólaráð Reykjavíkur. Leikskólaráð fer nú með
málefni Leikskóla Reykjavíkur í umboði borgarráðs með vísan
til laga um leikskóla frá árinu 1994. í lögunum kemur fram
að fyrsta skólastigið í skólakerfinu heitir leikskóli og er fyrir
börn undir skólaskyldualdri. í kjölfar ákvörðunar borgarráðs
breytist nafn Dagvistar barna í Leikskólar Reykjavíkur.
Vakin er athygli á því að starfsemi stofnunarinnar helst
óbreytt og munu Leikskólar Reykjavíkur áfram stuðla að
uppbyggingu uppeldis og menntunar fyrir yngstu börnin
og veita þeim og foreldrum þeirra fyrsta flokks þjónustu
á faglegum grunni.
Skrifstofa Leikskóla Reykjavíkur
er til húsa í Hafnarhúsinu,
Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
sími 563 5800
Tölvupóstur leikskólar@rvk.is
Ur heimi hestamanna
75 knapar sóttu um fararleyfi í
Reykjanesferð Fáks en ferðanefndin
þurfti að skera niður og voru valdir
í ferðina 50 knapar sem eru félagar
í Fáki. Fyrir tveimur árum var
ákveðið algjört áfengisbann á dag-
inn í ferðum Fáks og hefur það gef-
ist vel.
Fáksmenn stefna í fjölskylduferð
við Leirabakka föstudaginn 14. júli
til sunnudags 16. júlí. Ekið verður
með hestana að Leirubakka og geta
menn veriö með einn hest eða tvo
að vild. Ferðir verða miðaðar við
hestafjöida.
Bændasamtök íslands hafa gert
breytingar á heimasíðu sinni varð-
andi hrossarækt. Auk Veraldar-
fengs geta hestamenn nálgast upp-
lýsingar um íslenska hestinn víðar.
Veraldarvefurinn er tengisíða við
gagnagrunn Bændasamtaka íslands
um íslenska hestinn og verður
grunnurinn uppfærður reglulega
eftir kynbótasýningar í sumar.
Slóðin er www.bondi.is/fengur
Lengsta ferð Fáksmanna þetta
sumarið verður níu daga ferð úr
Borgarfirði í Dalina og tilbaka um
verslunarmannahelgina. Ferðalag-
inu lýkur með reiðtúr um Löngu-
Cörur.
Ekið verður með hestana í Borg-
arfjörðinn í upphafi ferðalags.
Aðgangur að gagnagrunni
Bændasamtaka á Internetinu kostar
1.900 kr. fyrir 3 mánuði, 3.000 kr.
fyrir sex mánuði og 5.500 kr. fyrir 12
ánuði en eigendur Islandsfengs fá
ókeypis áskrift.
Reynt verður að birta dóma á
kynbótasýningum samdægurs og
sýningarskrá verður birt á vefnum
svo hægt verður að sjá hvaða hross
er verið að sýna.
Félagar í Sörla í Hafnarfirði vilja
laga velli sína. Hringvöllurinn og
skeiðbrautin era heldur að gefa eft-
ir og nú á að ræða við bæjarstjóm-
ina á næstu vikum um endurbætur
á völlum.
Hestamenn í Sörla hafa verið að
hopa undan íbúðarbyggð og hafa
fært sig nær Kaldárseli með hest-
hús.
-EJ