Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 58
LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 i >"\7~ Til hamingju með afmælið 29. maí 80 ára Ásgerður Jónsdóttir, Drápuhlíð 32, Reykjavík. Gunnar Einarsson, Sóltúni 3, Keflavík. Tryggvi Björnsson, Strandgötu 9, Hvammstanga. 75 ára Víkingur Guðmundsson, Grænhóli, Akureyri. 70 ára Hanna E. Jónasdóttir, Jörfa, Kolbeinsstaðahreppi. Hún er að heiman. Elínbjörg Ormsdóttir, Háholti 14, Keflavík. Regína Fjóla Svavarsdóttir, Asparfelli 2, Reykjavík. Skafti Björnsson, Kóngsbakka 16, Reykjavík. 60 ára Guðlaug Ingibergsdóttir, Borgarholtsbraut 61, Kópavogi. Jóhanna M. Helgadóttir, Víðivangi 1, Hafnarfirði. Jóna Sigríður Jónsdóttir, Gullsmára 8, Kópavogi. Margrét Snæbjömsdóttir, Gerðavegi 28, Garði. Rafn Jóhannsson, Silfurgötu 47, Stykkishólmi. 50 ára Amdís Hjartardóttir, Lautasmára 51, Kópavogi. Axel Þór Jónsson, Granaskjóli 44, Reykjavík. Ragnheiður Hlöðversdóttir, Arahólum 2, Reykjavík. Stefán Carlsson, Reyðarkvísl 13, Reykjavík. 40 ára Leifur Kristjánsson pípulagningarmaður, Hlíðarhjalla 41, Kópavogi. Eiginkona hans er Aðalheiður Bjarnadóttir. Þau taka á móti gestum í Þing- hól, Hamraborg 1, Kópavogi, frá kl. 20.00-24.00. Amgrímur Blöndahl Magnússon, Funafold 20, Reykjavik. Ásgeir Þór Torfason, Hrauntúni 10, Keflavík. Eyþór Haraldur Ólafsson, Hrísrima 8, Reykjavík. Guðlaugur S. Ármannsson, Álftamýri 28, Reykjavík. Herdfs Einarsdóttir, Grafarkoti, Húnaþingi vestra. Hulda MjöU Hauksdóttir, Grenimel 39, Reykjavík. Jón Adolf Steinólfsson, Lautasmára 39, Kópavogi. Linda Guðmundsdóttir, Reykjamörk 16, Hveragerði. Sigurbjörg Kristmundsdóttir, Skólabrekku 6, Fáskrúösfirði. www visirJs FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR Magnús Hreggviðsson Magnús Hreggviðsson, stjórnar- formaður Frjáls framtaks ehf. og Fróða hf„ Þingaseli 10, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Magnús fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá Vf 1970, viðskiptafræði- prófi frá HÍ 1975 og er löggiltur fast- eignasali frá 1979. Magnús stofnaði og starfrækti fyrirtækið Tölvubókhald og ráðgjöf 1968-82. Hann festi kaup á útgáfu- fyrirtækinu Frjálsu framtaki ehf. 1982 og hefur verið stjómarformað- ur þess og aðaleigandi síðan. Hann festi kaup á tímaritsfyrirtækinu Áfangar 1984, Fiskifréttir 1985, Mannlifi og fleiri tímaritum 1987 og Gestgjafanum 1987, og sameinaði þau Frjálsu framtaki. Þá stofnaði hann almenningshlutafélagið Fróða hf. 1989 og hefur verið stjórnarfor- maður og aðaleigandi þess síðan. Fróði keypti Samútgáfuna 1993 og sameinaði rekstri sínum en Frjálst framtak hefur verið eigna- og land- vinnslufyrirtæki frá 1989. Magnús sat í stjórn Nemendafé- lags VÍ 1967-68, í stjórn Heimdallar 1967-68, i stjórn Skrifstofuvéla hf. 1984-87, hefur verið formaður nefndar Frjálsrar verslunar um út- nefningu á manni ársins í viðskipt- um, og hefur verið varaformaður Smálaxa frá 1971. Fjölskylda Eiginkona Magnúsar er Erla Haraldsdóttir, f. 2.6. 1957, skrifstofumað- ur hjá Flugleiðum. Hún er dóttir Haralds Páls- sonar, f. 24.4. 1927, bygg- ingameistara í Reykja- vík, og k.h, Þórdísar Sig- urðardóttur, f. 21.12. 1930, húsmóður. Börn Magnúsar frá fyrra hjónabandi, og Bryndísar Valgeirsdóttur, f. 11.3. 1953, eru Guðbjörg, f. 13.9. 1974, en sonur hennar er Magnús Óli, f. 3.1. 1996; Sesselja, f. 29.6. 1977; Hreggvið- ur Steinar, f. 24.3. 1982. Dóttir Erlu frá fyrrv. sambúð, og Hauks Margeirssonar, er Sandra, f. 21.9. 1981. Dóttir Magnúsar og Erlu er Þór- dís Erla, f. 9.1. 1993. Alsystkini Magnúsar eru Hregg- viður, f. 14.2. 1951, meðhjálpari í Borgarnesi; Halla, f. 21.5. 1953, við- skiptafræðingur í Reykjavík. Hálfsystkini Magnúsar, sam- mæðra, eru Þóra Guðrún Grönfeldt, f. 21.2. 1944, skurðhjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík; Guðmundur Jónsson, f. 22.9. 1956, blikksmiður í Reykjavík. Foreldrar Magnúsar voru Hregg- viður Magnússon, f. 16.8. 1922, d. 22.6. 1954, kaupmaður í Reykjavík, og k.h., Sesselja Jóna Magnúsdóttir, f. 27.6. 1921, d. 8.3. 1993, hús- móðir. Fósturfaðir Magnúsar var Jón Guðmundsson frá Nesi í Selvogi, f. 7.10. 1909, d. 7.3.1989, deildar- stjóri hjá Skattstofunni í Reykjavik. Ætt Bróðir Hreggviðs er Magnús, faðir Geirs, for- stjóra Olíufélagsins hf. Hreggviður var sonur Magnúsar, b. i Hvamms- vík í Kjós, bróðir Sigurgeirs, foður Egils hrl. Magnús var sonur Þórðar, b. í Hvammi í Kjós, bróður Jóns, langafa Birgis Ásgeirssonar, fyrrv. pr. á Mosfelii. Þórður var sonur Guðmundar, b. á Valdastöðum í Kjós Jónssonar. Móðir Guðmundar var Jarþrúður Þórarinsdóttir, b. á Laxárnesi Jónssonar, ættfóður Fremra-Hálsættar Árnasonar. Móð- ir Þórðar var Þorbjörg Jónsdóttir, b. í Skorhaga í Kjós Grímssonar, bróð- ur Kristgeirs, afa Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Móðir Hreggviðs var Sigrún, syst- ir Jóns, afa Ólafs Walters, skrif- stofustjóra í dómsmálaráðuneytinu. Sigrún var dóttir Árna, b. í Móum á Kjalarnesi Bjömssonar. Móðir Árna var Guðrún, systir Steinunnar, móður Þóris Bergssonar rithöfund- ar. Bróðir Guðrúnar var Árni, langafi rithöfundanna Olgu Guð- rúnar og Örnólfs Árnabarna. Annar bróðir Guðrúnar var Þorsteinn, langafi Karítasar, móður Jóhönnu Sigurðardóttur alþm. Guðrún var dóttir Þorsteins, b. í Úthlíð Þor- steinssonar, b. á Hvoli, hálfbróður Bjarna amtmanns, föður Steingríms skálds. Móðir Sigrúnar var Sigríður Jónsdóttir, b. á Bakka Oddssonar. Móðir Sigríðar var Sigríður Jóns- dóttir, b. á Kanastöðum Árnasonar, bróður Ólafs, langafa Einars, afa Einars Ágústssonar ráðherra. Móðurbræður Hreggviðs eru Hjörtur, faðir Jóhanns stórmeist- ara, og Jón, faðir Loga lífeðlisfræð- ings. Sesselja var dóttir Magnúsar, sparisjóðsstjóra í Borgarnesi Jóns- sonar, b. á Skarfsstöðum í Hvamms- sveit Jónssonar. Móðir Magnúsar var Kristin Magnúsdóttir, b. í Arn- arbæli Magnússonar, og Guðrúnar Jónsdóttur, systur Sigurðar, langafa Björns Hermannssonar tollstjóra. Móðir Sesselju var Guðrún Jóns- dóttir, b. á Valbjarnarvöllum I Borg- arhreppi Guðmundssonar, b. í Stangarholti Guðmundssonar, bróð- ur Sigurðar, langafa Ingvars Ás- mundssonar, skákmeistara og skólastjóra. Magnús og Erla verða með opið hús fyrir vini og vandamenn í Ver- sölum í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg, í kvöld frá kl. 20.30. Magnús Hreggviösson. Júlía Jónsdóttir Júlía Jónsdóttir húsmóðir, Kletta- hlíð 12, Hveragerði, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Júlía fæddist í Fagranesi á Langa- nesi en flutti ung með fjölskyldunni í Svarfaðardalinn. Hún hefur lengst af verið húsmóðir en auk þess unn- ið á hárgreiðslu-, sauma- og prjóna- stofu. Júlía var félagi í Kantötukór Ak- ureyrar og fór m.a. í söngferðalag með honum til Norðurlandanna. Seinna flutti Júlía til Hveragerðis og tók hún þá virkan þátt í starfi Kirkjukórs Hveragerðis en söngur, handavinna, skák og sund hafa ver- ið hennar helstu áhugamál. Fjölskylda Eiginmaöur Júliu var Magnús Jochumsson, f. 19.10. 1913, d. 21.8. 1989, rennismíðameistari sem starf- aði lengst af hjá íslenskum aðal- verktökum. Foreldrar hans voru Jochum Þórðarson, f. 25.8. 1876 í Móum á Kjalamesi, d. 1915, skip- stjóri, og k.h., Diljá Tómasdóttir, f. 24.8. 1881, á Esjubergi á Kjalarnesi, d. 2.1. 1969, húsfreyja. Börn Júlíu og Magnúsar eru Guð- rún Þóra, f. 23.4. 1943, | 1956, d. 11.11. 1973; Sig- húsmóðir á Seltjarnar- uröur Friðrik, L 24.7. nesi, gift Sigurði Gizur- 1957, kennari í Reykja- arsyni hrl; Sigrún, f. vík en kona hans er Haf- 12.6. 1945, Ijósmóðir og M dís H. Bárudóttir skrif- hjúkrunarfræðingur á Wl ~ st°futæknir. ísafirði, gift Stefáni TÍ | Foreldrar Júlíu voru Brynjólfssyni, bygging- - fl Jón Þorsteinsson, f. 29.8. arfulltrúa þar; Jochum, ’ ^l 1889, í Blikalóni á Sléttu, f. 9.5. 1949, kennari í d. 4.12. 1939, bóndi og út- Malmö í Svíþjóð; Val- p gerðarmaður, og k.h., gerður, f. 23.1. 1954, að- | P'' Sigrún Sigurðardóttir, f. stoðarmaður á tann- L---------“—. ---- 12.6. 1891 á Grand í læknastofu en unnusti Júlla Jónsdóttir. Svarfaðadal, d. 8.11. hennar er Sölvi Ragnarsson raf- 1972, húsfreyja. Þau bjuggu fyrst í virkjameistari; Jón Júlíus, f. 14.1. Blikalóni og í Fagranesi. Sigurður A. Jónsson Sigurður Anton Jóns- son lagermaður, Þórs- götu 8, Reykjavík, varð sjötugur í gær. Starfsferill Sigurður fæddist að Ærlæk 1 Öxarfírði og ólst þar upp hjá móður sinni og húsbændum þar, þeim öndvegishjónum, Jóni Sigfússyni og Halldóru Gunnlaugsdóttur. Þau Sigurður Anton áttu þau fjögur böm og Jónsson. var Sigurður tekinn í systkinahópinn en upp- eldissystkini hans eru Guðmundur, Svava, Sig- fús, nú látinn, og Oddný. Eftir bamaskólanám stundaði Sigurður nám að Hólum í Hjaltadal og lauk þaðan búfræðinámi. Sigurður flutti til Reykja- víkur 1948 og stundaði þar leigubílaakstur í tíu ár. Frá 1958 hefur Sigurð- ur starfað hjá Vita- og hafnamálum, síðar Sigl- ingastofnun íslands, sem vinnuvélastjóri og lagermaður. Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Katrín Björgvinsdóttir, f. 18.8. 1932, skrif- stofumaður hjá Orkuveitu Reykja- víkur. Foreldrar Katrínar: Magnús Björgvin Magnússon bifreiðastjóri og Jóhanna Jónsdóttir húsmóðir. Böm Sigurðar og Katrínar eru Jóhann Rúnar, f. 6.10.1956, búsettur í Reykjavík, kvæntur Aðalbjörgu Jónsdóttur og er sonur hans frá fyrri sambúð Indriði en sonur Aðal- bjargar er ísak; Björgvin, f. 27.9. 1960, vélsmiður í Reykjavík, kvænt- ur Ólafíu P. Ragnarsdóttur og eru börn þeirra Katrin, Guðjón og Sig- rún; Vignir, f. 4.11. 1965, líffræðing- ur í Reykjavík, kvæntur Eyrúnu B. Valsdóttur og eiga þau dæturnar Ragnheiði og Margréti; Svavar, f. 17.3. 1967, tónlistarmaður í Borgar- flrði, kvæntur Sylvíu Hromadko og eru synir hennar Joel, Kai og Jan. Foreldrar Sigurðar voru Jón Ind- riði Ólason vinnumaður, nú látinn, og Sigrún Antonsdóttir húsfreyja, nú látin. Sigurður er að heiman. Erna Ragnarsdóttir Erna S. Ragnarsdóttir hár- greiðslumeistari, Löngufit 24, Garðabæ, varð sjötug í gær. Starfsferill Ema fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í vesturbænum við Sól- vallagötuna. Hún starfrækti um skeið hárgreiðslustofuna Sóley, starfaði við innheimtustörf hjá Sindra stáli og síðar hjá Skeljimgi en hefur starfað við Flataskóla I Garðabæ sl. níu ár. Fjölskylda Eiginmaður Ernu er Jón Boði Bjömsson, f. 4.12. 1931, matreiðslu- meistari. Hann er sonur Bjöms Ei- ríkssonar, bifreiðastjóra á Sjónar- hóli í Hafnarfirði, og Guðbjargar Jónsdóttur húsfreyju en þau era bæði látin. Börn Emu og Jóns Boða era Gréta, f. 3.10.1954, hárkollu- og förð- unarmeistari, búsett í Garðabæ, gift Sveini Gauk og em börn þeirra Boði, Bylja og Hrönn; Guðbjörg, f. 12.2. 1958, búsett í Mos- fellsbæ og eru synir hennar Amar og Jón Fannar Magnússon; Haf- dís, f. 6.11. 1961, dans- kennari í Reykjavík og eru börn hennar Birgitta Sif og Björn Boði; Jóhanna, f. 7.9. 1965, búsett í Bandaríkj- unum en börn hennar er Andrea og Ian. Systkini Emu era Hrefna Jónsdóttir, f. Erna S. Ragnarsdóttir. 10.5. 1931, búsett í Reykjavík; Elvar Jóns- son, f. 16.5.1936, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Ernu: Jón Ragnar Jónasson, f. 23.8. 1903, d. 1983, skipasmið- ur í Reykjavík, og k.h., Jóhanna Eiríksdóttir, f. 3.8. 1908, húsmóðir, en hún dvelur nú á Hrafn- istu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.