Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 29. MAI 1999 %!önd , DV.Oslo: _______________________ Skógurinn bak við húsið er þétt- ur. Hann skýldi morðingjanum al- veg upp að veröndinni bakdyra- megin. En skógurinn er ekki breiður, aðeins nokkur hundruð metrar, og hinum megin við hann stendur ónotað hús. Að því liggur vegur. Þar lagði morðinginn bíl sínum. Hann kom akandi, gekk í gegn- um skóginn, braut rúðuna í bak- dyrahurðinni og opnaði. Á gangin- um fyrir innan stóð María Orderud, 84 ára gömul húsmóðir. Hún var skotin á staðnum. Dóttir- in Anne Orderud Paust var i heim- sókn og kom að. Hún var 47 ára og næsta fórnarlamb morðingjans, sem síðan gekk inn ganginn til hægri og inn í eitt af svefnher- bergjunum. Þar lá Kristian Orderud, 81 árs gamall fyrrum bóndi, í rúmi sínu. Hann hafði lengi átt í stríði við Per, son sinn og arftaka á jörðinni. Hann vildi tryggja dótturinni, Anne, réttlátan hlut af eigninni. Kristian var tekínn af lífi áður en hann náði að standa upp. Eftir þetta gekk morðinginn úr skugga um að enginn væri á lífi í húsinu. Hann skaut fleiri skotum í þeim tilgangi. Svo fór hann sömu leið og hann kom. Hvítasunnumatur Klukkan ellefu á hvítasunnudag kom Hans Orderud - aldraður bróðir bónda - snemma á ferðinni boðinn í hvítasunnumat. Hann lét lögregluna vita um morðin, sem í sjálfu sér eru nógu ægileg til að fólk setji hljótt. En við bætist að þetta var þriðja og síðasta tilraunin til að drepa dótturina Anne Orderud Paust, einkaritara norska varnarmála- ráðherrans og nýorðna ekkju eftir háttsettan embættismann í utan- ríkisráðuneytinu. Hér eru komnir allir höfuð- þættirinir í góða glæpasögu. Reyfarahöfundar hafa oft sett sam- an svona atburðarás og halda til síðustu blaðsíðu opnum möguleik- um fyrir margar lausnir á morð- gátunni, í þessu tilviki kemur allt frá tilviljanakenndu ránmorði til pólitísks samsæris til greina. Og ekki má gleyma að íjölskylduerjur eru algengasta orsök morða. Ekki ránmorð í sveitum Noregs er algengt að stök ibúðarhús standi í skógar- ijóðrum á bóndabæjum. Þar búa oft eftirlaunaþegar. í Sörum- hreppi, skammt austan Óslóar, eru svona hús oft mörg á hverri jörð, atvinnuglæpamönnum til stórrar gleði. Þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir lögreglu treystir gamalt fólk oft rúmdýnunni betur en bankanum fyrir peningum sínum. Innbrots- þjófar skiptast á listum með nöfn- um fólks sem vænlegt þykir að brjóstast inn hjá. Nafn Orderud-hjónanna er á einum slíkum lista, sem lögreglan komst yfir eftir annað innbrot í sama hreppi. Ránmorð var því fyrsta lausnarorð lögreglunnar. Enn einu sinni hafði verið ráðist á gömul hjón í stöku húsi og tilvilj- un ein réð að dóttirin, sem tvisvar áður hafði verið reynt að drepa, var í heimsókn. Þessari fyrstu kenningu hefur nú verið hafnað. Engin merki um rán hafa fúndist í húsinu, og það heyrir til algerra undantekninga að innbrotsþjófar drepi. Morðing- inn kom til að drepa, ekki til að stela. m y H&J , Lögreglan rannsakar verksummerki á staðnum þar sem fyrrum ritari norska landvarnaráðherrans og foreldrar hennar voru myrt um síðustu helgi. Einkaritari varnarmála- ráðherra Var þetta þá pólitískt morð? Einkaritari varnarmálaráðherra veit mjög mikið. Glöggur einkarit- ari veit oft meira en ráðherrann. Einkaritari sem hefur verið hjá mörgum ráðherrum veit ótrúlega mikið. Og einkaritari sem á hátt- settan embættismann í utanríkis- ráðuneytinu fyrir maka veit kannski allt of mikið. Var Anne Orderud Paust flækt i einhver stór- mál, og þau svo alvarleg að það þyrfti að ryðja henni úr vegi? Þegar Anne kom út af skrifstofu sinni í Ósló dag nokkum í apríl á Erlent fréttaljós Gísli Kristjánsson — síðasta ári sá hún torkennilegan hlut undir bil sínum. Hún bað lög- regluna að skoða pakkann. Þetta var sprengja, gerð úr hálfu öðru kílói af dínamíti. Það var meira en nóg til að losa sig við bæði Anne Orderud Paust og litla Golfmn hennar. Nokkrum dögum síðar var stæk bensinlykt í stigagangi blokkarinn- ar þar sem Anne og Per Paust, mað- ur hennar, bjuggu í vesturhluta Óslóar. Bensínlækur lá niður stig- ann en efst, við upptök lækjarins, stóð própangaskútur. Grænn bensínbrúsi Lögreglan rannsakaði málin ítar- lega. Paust-hjónin fóru úr landi og bjuggu í Bandaríkjunum það sem eftir var árs. Propangasið hafði ver- ið keypt á bensínstöö i heimahreppi Anne, en bensínið sett á grænan brúsa á bensínstöð í Ósló. Allir sem keypt hafa svoleiðis brúsa hafa gef- ið sig fram. Allir aðrir en einhverj- ir ellefu menn. Einn þeirra er morð- inginn. Að öðru leyti leiddi rannsóknin ekkert í ljós. Bensínbrúninn var eina spor lögreglunnar. Paust-hjón- in komu aftur heim um áramótin. Per Paust veiktist skyndilega af krabbameini og dó nú í byrjun maí. Um páskana var ákveðið að draga úr lögregluverndinni um Anne Orderud Paust og hún tilkynnti komu sína til vinnu á ný. Lögregluverndinni var hætt í lok apríl og málinu var lokiö. Fáum vik- um síðar var Anne myrt ásamt for- eldrum sínum. Staðkunnugur Hvað vissi morðinginn um fórn- arlömb sín og aðstæður á morðstað? Hann vissi að húsið þar sem hann lagði bíl sínum stóð autt. Það hafði bara staðið autt í tvær vikur. Hann þekkti gönguslóðann í gegnum skóginn bak við hús Orderud-hjón- anna. Og ef markmiðið var það eitt að drepa Anne þá vissi morðinginn líka að hún var hjá foreldrum sín- um um hvítasunnuna. Hver vissi allt þetta? Jú, bróðir- inn Per Orderud, bóndi á bænum. Og hann gat hagnast á morðunum. í nær tíu ár hafði hann átt í illdeilum við fóður sinn vegna yfirtöku á jörð- inni. í þessari deilu hafa annars vegar staðið bóndinn Per og tengda- faðir hans, Sverre Kirkemo. Hins vegar stóðu svo þijú hin myrtu, Anne, Maria og Kristian. Illvíg fjölskyldudeila Árið 1995 náðust sættir. Kristian gamli hélt að hann væri dauðvona og lét son sinn hafa jörðina gegn 15 millj- óna isl. kr. greiðslu. Hann skrifaði undir samning þessa efnis, og dóttirin Anne átti að fá peningana. Ári síðar vildi hann ekki lengur kannast við samninginnn enda hafði þá stórfyrir- tækið Kværner byrjað að leita eftir landi í hreppnum. Jarðaverð snar- hækkaði og Kristian taldi 15 milljónir allt of lítið. Málið fór fyrir dóm og dómur féll árið 1997. Kristian varð að standa við gerðan samning; sonurinn fékk jörð- ina og Anne bara 15 milljónir. Kristi- an áfrýjaði en dómur í því máli fellur aldrei. Áfrýjendunum hefur verið út- rýmt og Per Orderud er eini erfingi jarðarinnar. Hundasýning Nú, auðvitað! Ilann er morðing- inn. Hann drap foreldra sina og systur. En Per og tengdafaðirinn hafa báöir fjarvistarsönnum. Þeir voru á hundasýningu í Nesbyen alla hvítasunnuhelgina. Og af hverju að drepa fólkið? Engar líkur voru á að þeir tengdafeðgar hefðu tapað dóms- málinu um jörðina. Það vissi sonur- inn, sem sjálfur er lögfræðingur. Fjarvistarsönnun þeirra tengda- feðga er gild. Þeir fóru aldrei af hundasýningunni. En þeir gátu hafa ráðið leigumorðingja. Ef til vill réðu þeir ekki við að borga 15 milljónim- ar sem Anne átti að fá og urðu að leysa málið með öðrum hætti. Og hver tekur arf eftir Anne? Hún átti þrjá stjúpsyni en ekki böm sjálf. Njósnamál Og hvað um að aðrir hafi ráðið leigumorðingja? Rússar kannski? I hittiðfyrra lentu Rússar í mjög neyð- arlegu njósnamáli í Noregi eftir að sendiráðsmenn höfðu keypt mikið af marklausum pappírum af Sveini nokkrum Lamark, undirtyllu i ráðu- neyti sveitarstjórnarmála. Var Anne Orderud Paust flækt í slíkt mál og þurftu Rússar að losa sig við hana? Nú eða var hún flækt í einhver enn allt önnur mál? Þau Paust-hjón- in höfðu sem diplómatar búið í út- löndum. Voru þau flækt í eiturlyfja- smygl? Lögreglan segist hafa fundið vísbendingar sem benda til tengsla við undirheimalif Óslóar. Hvaða spor það eru fæst ekki uppgefið. Það eina sem lögreglan þykist viss um er að þegar reynt er að drepa sömu manneskjuna þrisvar þá er samhengi þar á milli. Allt annað í þessu máli er best til þess fallið að æfa litlu gráu sellurnar á. Gísli Kristjánsson Allt í sólpaliinn og garðinn '-'i: Stanislas Bohic garðhönnuður veitir góð ráð í verslun Skútuvogi, laugardaginn 29. maí frá kl. 11-15. HÚSASMIÐJAN Súni 525 3000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.