Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 62
>74 tmyndbönd LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 MYNDBAjlDA Rounders ★★ Svæsnir pókerspilarar Rounders Mike McDennott (Matt Damon) er laganemi sem stundaöi íjárhættuspil til að hafa fyrir námi sínu. Eftir að hafa tapað aleigunni fékk kærastan, Jo (Gretchen Mol), hann til að hætta spilamennskunni. Gekk það allt þar til æskuvinur hans Lester „Worm“ Murphy (Edward Norton) losnaði úr fangelsi. Ormurinn freistar nefnilega Mike og áður en hann veit af er hann sokkinn dýpra í leikinn en nokkru sinni fyrr en Ormurinn hefur sérstakt lag á að koma þeim í vandræði. Það verður að segjast alveg eins og er að Rounders veldur nokkrum vonbrigð- um. Með þennan úrvals leikarahóp og spennandi efnivið hefði nú verið hægt að rífa sig örlítið upp úr hefðbundnum bíó-klisjum. Damon er jafngóður og englafés- ið á honum gefur til kynna meðan Norton er svartur sauður, lævis og undirförull. Og þótt Landau og Malkovich séu ávallt heillandi eru þeir fullkomlega „sjálfum" sér líkir i myndinni. Það er þó ekki laust við að mann langi til að grípa í spil eft- ir myndina sem er því varla alveg andlaus. Útgefandi Skífan. Leikstjóri John Dahl. Aðalhlutverk: Matt Damon, Ed- ward Norton, John Turturro, Gretchen Mol, John Malkovich og Martin Landau. Bandarísk, 1998. Lengd 116 mín. Bönnuð innan 12. -bæn Dead Man on Campus Hræðileg mynd Snillingarnir í Hollywood eru búnir að uppgötva ein- hverja reglu i sumum háskólum um að herbergisfélagar þeirra sem fremja sjálfsmorð á önninni fái hærri einkunn- ir en ella. Afleiðingin er sú að nú kemur hver hörmungin á fætur annarri inn á myndbandaleigumar. Síðast var það Dead Man’s Curve og nú Dead Man on Campus. Kápan lof- ar frábærum ungum leikurum, rífandi góðri tónlist og sprenghlægilegum bröndurum en raunveruleikinn er annar. Leikararnir era hæfi- leikalaust pakk og myndin með ófyndnari grínmyndum. Tónlistin er reyndar yfir- leitt þolanleg og einhverjar brosviprar má fá út á persónu þunglynda Bretans, e.k. Smashing Pumpkins/Kurt Cobain týpu sem er ágæt paródía um amerískt þung- lyndisrokk. Aðalleikaramir era með því versta sem ég hef séð. Mark-Paul Gossela- ar virðist alveg sneyddur persónutöfrum, mætti jafnvel segja sneyddur öllum per- sónuleika yfírleitt. Og í guðanna bænum, vill einhver skjóta þetta skoffin Tom Ev- erett Scott. Hann komst á kortið þegar Tom Hanks leikstýrði honum í miðlungs- myndinni That Thing You Do þar sem hann var verstur í miðlungshópi leikara og stærsta hlutverk hans síðan þá var í varúlfavitleysunni American Werewolf in Paris. Þetta er hræðileg mynd og ef þið eruð að leita að góðri skemmtun mæli ég frekar með heimildarmynd um krabbamein í sjónvarpinu. Útgefandi: CIC myndbönd. Leikstjóri Alan Cohn. Aðalhlutverk: Tom Ever- ett Scott og Mark-Paul Gosselaar. Bandarísk, 1998. Lengd 91 mín. Öllum leyfð. -PJ ★★★Á Your Friends & Neighbours Sambönd og aftur sambönd Þessi stórgóða mynd fjallar um sambönd þriggja ólfkra para sem að visu taka öll nokkrum breytingum er á líður myndina. Leiklistarkennarinn Jerry (Ben Stiller) býr með auglýsingahöfundinum Terri (Catherine Keener) en horfxr hýru auga til Mary (Amy Brenneman) sem er gift vini hans Barry (Aaron Eckhart). Vinur þeirra, Cary (Jason Patric), er aftur á móti mikill kvennabósi, haldinn kvenfyrirlitningu og býr því einsam- all. Öll hitta þau síðan Cheri (Nastassja Kinski) á listasafninu hennar i mjög vel útfærðum atriðum. ■ Persónurnar era skemmtilegar, áhugaverðar og ólíkar (þ.e.a.s. að undanskild- um nöfnunum). Þótt þær séu margar hverjar öfgafullar tapa þær ekki tengslunum við raunveruleikann nema kannski Cary sem minnir á illmennið sem Aaron Eck- hart lék í In the Company of Men. Hér er hann aftur á móti í alls óskyldu hlut- verki og sýnir svo um munar að þar er hæfileikaríkur leikari á ferð. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, Neil LaBute, undirstrikar einnig sína hæfileika en þetta er fyrsta myndin sem hann leikstýrir eftir framsmíðina In the Company of Men. Þótt Your Friends & Neighbors hafi ekki hlotið sambærilega athygli er ég sjálfur á því að hún taki henni fram, og vel það. Útgefandi Háskólabíó. Leikstóri Neil LaBute. Aðalhlutverk: Amy Brenneman, Aaron Eckhart, Catherine Keener, Nastassja Kinski, Jason Patric og Ben Stiller. Bandarísk, 1998. Lengd 99 mín. Bönnuð innan 12. -bæn Hana Bi (Skoteldar) Listræna stefnan Kvikmyndaleikstjórar i Hong Kong hafa búiö til nýjan kvikmyndastíl með hasarmyndum sem innihalda svo ýkta | og yflrgengilega skotbardaga að úr verður ofbeldisballett, nánast ljóðrænn í framsetningu. Sumum vestrænum gagn- rýnendum flnnst þessi stíll athyglisverður en þetta telst alltof mikil lágmenning til að geta talist til alvöra meistara- verka hjá snobbelítu gagnrýnenda. Hins vegar á upp á pallborðið hjá þeim sú meinloka austurlenskra leikstjóra sem vilja gera „listrænar" myndir að besta leið- in sé að hafa þær eins langdregnar og mögulegt er þar sem ein vinsælasta brellan er að sýna svipbrigðalaust andlit í óratíma þangað til áhorfandann langar til að kýla það. Eitt helsta vigi vestræns aðdáendaklúbbs þessarar sjálfhverfu og hé- gómafullu kvikmyndastefnu er kvikmyndahátíðin i Feneyjum. Henni er stjómað af einhverjum illa gefnum lúöum sem 1995 veittu Gulljónið, einhverri leiðinlegustu mynd allra tíma, Cyclo. Það er engin tilviljun að Hana Bi hafi hlotið þessi sömu verðlaun 1997 en báðum er haldið á lofti sem listrænt athyglisverðum útgáfum af ofbeldismyndum. Hana Bi er þó mun skárri því hún brýtur upp leiðindin af og til með kaldhæðnislegum ofbeldisatriðum og aðalsöguhetjan er forvitnileg persóna, e.k. ýkt útgáfa af sterkum og fámálum hetjum bandarlskra ofbeldismynda frá sjö- unda og áttunda áratugnum, svo sem Dirty Harry og gæjanum úr Death Wish- myndunum. Útgefandi Háskólabió. Leikstjóri Takeshi Kitano. Aðalhlutverk Takeshi Kitano. Japönsk, 1997. Lengd 103 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Hryllingsmyndir: Hallaðu þér aftur og njéttu hryllingsins Þegar ég var 11 eða 12 ára gamall laumaðist ég með frænda mínum á An American Werewolf in London. Við entumst ekki nema svona hálf- tíma áður en við hrökkluðumst heim, stjarfir af skelfingu. Þá nótt leið mér mjög illa og þurfti bæði ljós og fólk í herberginu hjá mér til aö sofna. Ég sá myndina löngu síð- ar og þótti þá lítið til hryllingsins koma en óhörðnuðum drengnum var þetta ofraun. Eftir að hafa hleg- ið duglega að A Nightmare on Elm Street nokkrum árum síðar komst ég aö því að hryllingsmyndir væru of raunveruleikafirrtar til að hægt væri að láta þær skelfa sig eftir að maður er búinn að horfa á þær. Þar með öðlaðist ég þann hæfdeika að halla mér aftur í stólnum og njóta hryllingsins. Þær myndir sem koma við kaunin á mér eru dramat- ískar myndir sem fjalla um hinn raunverulega hrylling í daglegu lífi samtimans - fátækt, heimilisof- heldi, sjúkdóma og aðra hversdags- lega mannlega þjáningu. Hryllingsmyndir ganga út á að hræða áhorfendann eða láta honum bregða. Lykillinn að ánægjulegri reynslu af hryllingsmynd er að láta hana ekki sitja í sér. Hryllings- myndir eru aðferð til að upplifa hræðslu, þenja taugamar og láta adrenalínið flæða um líkamann án þess aö setja sig í raunverulega hættu. Þær eru eins og rússíbana- ferð en hún getur auðvitað verið of mikið fyrir þig ef þú ert ekki vanur þeim og það er auðvitað ekkert sniðugt ef þig svimar og er óglatt á eftir. Uppvaxtarárin Hryllingssögur hafa alltaf verið til í einhverju formi og hafa fylgt kvikmyndunum frá því að þær voru fundnar upp um síðustu aldamót. Fyrstu stórvirkin i þeim geira voru gerð eftir fyrra stríð af þýskum ex- pressjónistum sem nýttu sér got- neskar hryllingssögur. Þeirra fræg- ast er Nosferatu (1922), fyrsta vamp- írumyndin. Áður höfðu Dr. Jekyll and Mr. Hyde komist á tjaldið 1908 og Frankenstein 1910. Það var hins vegar ekki fyrr en 1935 sem fyrsti varúlfurinn rataði á tjaldið. Kanamir vora fljótir að taka við sér i hryllingsmyndum eins og öðr- um geirum kvikmyndaiðnaðarins og sköpuðu á þriðja áratugnum fyrstu hryllingsstjörnuna, Lon Chaney, sem brá sér í allra kvik- inda líki. Hann dó árið 1930 en við tóku Bela Lugosi og Boris Karloff sem vom helstu stjörnur hryllings- myndanna næstu tvo áratugina. Bela Lugosi varð þekktastur fyrir túlkun sína á Drakúla greifa og Bor- is Karloff fyrir skrímslið í Franken- stein. Sögum fer af samkeppni og ríg þeirra i milli en þeir léku þó saman í nokkrum myndum. Eina raunverulega hryliingsstjarnan sem komið hefur fram síðan þá er Vincent Price sem lét til sín taka á sjötta og sjöunda áratugnum. Milli 1940 og 1960 var farið að leggja meiri áherslu á siðgæði í kvikmyndum og fóm hryllings- myndir að dragast aftur úr öðmm kvikmyndaformum. Megnið af þeim vora ódýrar B-myndir, framleiddar fyrir bílabíó. Myndin sem sneri þessari þróun við var Psycho (1960). Þrátt fyrir að gefa meira í skyn en hún sýndi var hún blóðugri en flest- ar hryllingsmyndir samtimans. Hún vann hylli áhorfenda og ekki síður gagnrýnenda og gerði mikið til aö afla hryllingsmyndagreininni virðingu. Sjöunda áratuginn var hröð framþróun í gerð hryllings- mynda. Splatter kom fyrst fram í myndum H.G. Lewis, The Blood Fe- ast (1963) og 2000 Maniacs (1964). Sálfræðilegur hryllingur náði einnig nýjum hæðum, m.a. í mynd Aliens-serían er ein frægasta hryllingsmyndasería allra tíma. Sigourney Weaver, sem hér er í Alien Ressurrection, hefur leikið í þeim öllum. Klassísk myndbönd THX 1138 Frumsmíð George Lucasar Þegar Star Wars-æðið hefur nú eina ferðina enn rokiö upp úr öllu valdi er við hæfl að hverfa til upp- hafs ferils George Lucasar sem hlýt- ur í dag að teljast konungur afþrey- ingarinnar. Aðrir hasarleikstjórar verða að leita til hans eigi tækni- brellur mynda þeirra að vera sæmi- lega útlítandi. Og hljóðið í kvik- myndahúsunum verður að vera THX ef dúndrandi hávaðinn á að vera áheyrilegur en nafn þessa ómissandi hljóðkerfis er einmitt sótt í titil fyrstu myndar Lucasar. THX 1138 (1970) býr yfir óhugnan- legri framtíðarsýn sem á lítið skylt viö ævintýraheim Star Wars-mynd- anna. Miklu frekar sækir hún upp- rana sinn til dystópía á borð við We, Brave New World og Nineteen Eighty-four. Hvað Hollywood-mynd- ir varðar held ég að óhætt sé að full- yrða að engin framtiðarmynd búi yfir jafnmiklum dranga og viðlíka vonleysi. Persónumar ganga fyrir lyQum, vinna fullkomlega vélræn verk, klæðast hvítum yfirhöfnum og eru krúnurakaðar. Heimur þeirra er nær fullkomlega (svart)hvítur (og fáar litmyndir sem eru jafnnálægt því að vera svart- hvítar og THX 1138) og skipulag hans varðveita lögregluvélmenni. Aðalpersónurnar era sambýlis- fólkið THX-1138 (Robert Duvall) og LUH-3417 (Maggie McOmie) en hin síðamefnda gerist lagabrjótur með því að hætta að taka inn lyfin. Sam- fara því fer hún að öðlast persónu- legri tilfinningcir í garð sambýlis- mannsins og sér til þess að hann hætti einnig að taka inn lyfin. Þau verða ástfangin og fá útrás fyrir til- fmningar sínar i kynlífi sem einnig er bannað. SífeOt erfíðara verður fyrir þau að hylja glæpi sína þar sem lyfjaskorturinn veldur einbeit- ingarleysi í starfi þeirra. Vandræð- in ná síðan hámarki þegar LUH- 3417 verður ólétt. Umskipti Lucasar eftir gerð þess- arar myndar eru hreint með ólík- indum. Skrefið frá stingandi ádeilu á samfélagið yfir í innihaldslitla og nostalgíska leikgleði var stigið með einni mynd - American Graffiti (1973). Frá og meö henni hefur Lucas ekki litiö til baka en THX 1138 kemur í veg fyrir að hægt sé að stimpla hann sem einungis meist- ara afþreyingar þótt það sé ekki slæmur titill í sjálfu sér. Leikstjóri: George Lucas. Aðal- hlutverk: Robert Duvall, Maggie McOmie, Donald Pleasance, Don Pedro Colley og Ian Wolfe. Banda- rísk, 1970. Lengd: 95 mín. Bjöm Ægir Norðfjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.