Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 59
jLÞ\r LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 71 '«C :0mæli Einar Þorsteinsson Einar Þorsteinsson, forstjóri ís- landspósts, Fljótaseli 2, Reykjavík, varð fertugur í gær. Starfsferill Einar fæddist í Reykjavík. Hann Hann lauk stúdentsprófi og jafnframt sveinsprófi í vélvirkjun frá Fjölbraut- arskólanum í Breiðholti 1979 og MA- prófi í iðnaðar- og rekstrarverkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku 1985. Vilhjálmur Pálsson. Vilhjálmur Pálsson íþróttakenn- ari, Höfða- brekku 14, Húsavík, verð- ur sjötugur á morgun. Starfsferill Vilhjálmur fæddist á Húsavík og ólst þar upp. Hann hóf nám við íþróttakennaraskóla íslands á Laugar- vatni 1949 og lauk þaðan prófum 1950. Vilhjálmur var kennari við Laugar- nesskóla í Reykjavík 1950-53, var til sjós 1953-56 og kenndi síðan við skól- Einar var ráðgjafi hjá Landssamhandi iðnaðar- manna 1985-86, framleiðslu- stjóri hjá Marel 1986-87, framleiðslustjóri hjá Plasprent 1987-93, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Samskipum hf 1993-97, framkvæmdastjóri póstsins hjá Pósti og síma 1997-98 og hefur verið forstjóri Is- landspósts frá 1998. Einar Þorsteins- son. Fjölskylda Einar kvæntist 6.8. 1983 Eddu Elísabetu Kjerúif, f. 15.2. 1958, húsmóður. Hún er dóttir Jónasar Kjerúlf, f. 20.1. 1939, og Brynju K. Kjerúif, f. 22.5. 1936, sem eru á Akranesi. Böm Einars og Eddu Elísa- betar eru Elín, f. 6.6. 1978; Sverrir Fannar, f. 12.7. 1983; Jónas Már, fr. 25.6.1987; Einar Valur, f. 18.7.1993. Systkini Einars eru Sverrir, f. 9.11. 1963, kvæntur Herdísi Jónsdóttur; Tryggvi, f. 14.11. 1964, kvæntur Borg- hildi Jóhannsdóttur; Haukur, f. 6.4. 1966, kvæntur Theodóru Björk Geirs- dóttur. Foreldrar Einars eru Þorsteinn Hjaltason, f. .21.5. 1936, fólksvangsvörð- ur í Bláfjöllum, búsettur í Garðabæ, og Elín Einarsdóttir, f. 17.6.1940, húsmóð- ir. Vilhjálmur Pálsson ana á Húsavík um árabil, barnaskóla, gagnfræðaskóla og Framhaldsskóla Húsavíkur. Vilhjálmur kenndi íþrótt- ir og sjávarútvegsfræði. Vilhjálmur stundaði þjálfun og stjóm íþróttamála hjá íþróttafélaginu Völsungi um árabil, sat í stjóm Völs- ungs og HSÞ í tuttugu og fimm ár og jafnlengi í stjórn RKÍ, Húsavíkur- deild, var einn af stofnendum Lions- klúbbs Húsavíkur og hestamannafé- lagsins Grana og formaður þess fyrstu árin, einn af stofnendum björgunar- sveitarinnar Garðars og formaður fyrstu árin, umdæmisstjóri SVFÍ, um- dæmi 7, um árabil og ók sjúkrabifreið- um RKÍ 1965-85. Hann hefur verið sæmdur ýmsum viðurkenningum frá íþróttahreyflng- unni og Slysavarnafélagi íslands. Fjölskylda Vilhjálmur kvæntist 20.5. 1956 Védísi Bjamadóttur, f. 16.10. 1931, íþróttakennara. Hún er dóttir Bjarna Bjarnasonar, skólastjóra Héraðsskól- ans á Laugarvatni, og Þorbjargar Þor- kelsdóttiu húsmóður. Börn Vilhjáhns og Védísar eru Þor- björg, f. 24.7.1957, sérkennari í Garða- bæ, en sonur hennar er Vilhjálmur Þór Gunnarsson, f. 8.2. 1988; Anna Karólína, f. 3.8. 1959, framkvæmda- stjóri i Garðabæ; Bjarni Páll, f. 3.4. 1967, kennari i Saltvík í Reykjahreppi, en sambýliskona hans er Elsa Björk Skúladóttir, f. 21.6. 1972, og er óskírð dóttir þeirra f. 21.5.1999 en dóttir Elsu er Karen, f. 6.1.1992. Systkini Vilhjálms: Ásgeir, f. 7.8. 1915, d. 31.6.1931; Sigrún, f. 11.6. 1919, húsmóðir í Kópavogi; Sigríður, f. 8.12. 1923, d. 17.8. 1985. Foreldrar Vilhjálms: Páll Sigurjóns- son, f. 12.6. 1886, d. 1.4.1973, fiskmats- maður á Húsavík, og k.h., Karólína Sigurgeirsdóttir, f. 23.9. 1889, d. 28.10. 1972, húsmóðir. Védís og Vilhjálmur bjóða í morg- unkaffi á afmælisdaginn frá kl. 9.00- 13.00 á heimili sínu. Arnfríður Jónsdóttir Amfríður Jónsdóttir húsmóðir, Grænumörk 5, Selfossi, verður áttræð á morgun. Starfsferill Amfriður fæddist í Neskaupstað og ólst þar upp. Hún var i Barnaskóla Neskaupstaðar og stundaði nám við Gagnfræðaskóla Neskaupstaðar. Amfríður var á Neskaupstað til átján ára aldurs. Þá flutti hún til Reykjavíkur þar sem hún var í u.þ.b. þrjú ár við saumanám hjá Guðrúnu Rafnsdóttur og var í vist hjá Elínu Þorkelsdóttur og Valdimar Þórðar- syni. Arnfríður hefur búið á Selfossi öll sín hjúskaparár eða í tæp sextíu ár. Hún hefur lengst af stundaö húsmóð- urstörf. Fjölskylda Amfríður giftist 17.1. 1942 Sigurði I. Sigurðssyni, f. 16.8. 1909, oddvita Sel- fosshrepps og launagjaldkera. Hann er sonur Sigurðar Þorsteinssonar og Ingi- bjargar Þorkelsdóttur. Böm Amfríðar og Sigurðar eru Hróðný, f. 17.5. 1942, d. 28.11. 1987, hús- freyja í Dalbæ í Hranamannahreppi, var gift Jóhanni H. Pálssyni sem lést 28.11. 1987 og eru börn þeirra fjögur; Sigurður Gunnar, f. 20.4. 1944, múrara- meistari, kvæntur Guörúnu Osvalds- dóttur og eiga þau tvö böm; Tryggvi, f. 30.8. 1945, pípulagningarmeistari, kvæntur Kristbjörgu Einarsdóttur og eiga þau fjögur böm; Ingibjörg, f. 13.2. 1959, hjúkrunarfræðingur, gift Richard Erni Richardssyni og eiga þau einn son. Alsystkini Ámfríðar: María, f. 17.1. 1918, d. 27.7.1927; Kristján, f. 1.5.1923, d. 23.3. 1990, verslunarmaður í Neskaup- stað; Rafn Ellert, f. 5.10. 1924, d. 30.4. 1934;Svava, f. 13.6. 1927, húsmóðir og verslunarmaður í Reykjavík; Gísli, f. 3.8. 1931, d. 1.10. 1949; Rafn Maríus, f. 13.3. 1937, d. 21.5. 1970, mjólkurfræðing- ur í Reykjavík. Hálfbróðir Amfríðar, samfeðra, var Ólafur, f. 7.5.1913, d. 20.2.1933. Foreldrar Amfríðar: Jón Rafnsson, f. 4.7. 1885, d. 17.1. 1971, sjómaður og verkamaður á Neskaupstað, og k.h., Hróðný Jónsdóttir, f. 30.6. 1892, d. 2.4. 1973, húsmóðir. Arnfríöur og Sigurður taka á móti ættingjum og vinum að Grænumörk 5, Selfossi, sunnudaginn 30.5. kl. 15.00-18.00. Blóm og gjafir eru vinsamlega af- þökkuð. Eyjólfur Eyjólfsson Kolbeins. Eyjólfur E. Kolbeins birgðavörður, Þorragötu 9, Reykjavík, verður sjötug- ur á mánudag- inn. Starfsferill Eyjólfur fæddist að Bygggarði á Seltjamarnesi og ólst þar upp. Hann starfaði hjá Eimskipafélagi íslands í þrjátíu og fjögur ár en s.l. Eyjólfur E. Kolbeins tuttugu árin hefur hann verið birgða- vörður á Radisson SAS, Hótel Sögu. Eyjólfur söng með Selkórnum á Sel- tjarnamesi um árabil og var formað- ur. Einnig sinnti hann ýmsum félags- málum á Seltjarnamesi. Sy]olfur kvæntist 25.11. 1954 Ernu Kristinsdóttur Kolbeins, f. 25.11. 1934, framkvæmdastjóra Sængurfataversl- unarinnar Verið. Hún er dóttir Krist- ins Sigmundssonar og Karólínu Kol- beinsdóttur, bænda að Eyri á Arnar- stapa á Snæfellsnesi. Börn Eyjólfs og Emu era Eyjólfur Kristinn Kolbeins matreiðslumeistari, kvæntur Elínu Brynju Hilmarsdóttur og em böm þeirra Halla Hjördís, Eyjólfur, Andri Kristinn, Tanya Sjöfn, og Davíð Ernir; Elín Karólina Kol- beins framkvæmdastjóri, gift Ottó Vestmann Guðjónssyni kerfisstjóra og eru dætur þeirra Erna Kristín og Andrea Lilja; Árni Kolbeins lager- stjóri, kvæntur Ágústu Hrönn Vignis- dóttur og era börn þeirra Arndís Ásta, ísak Amar, og Eva Kolbrún. Systkini Eyjólfs eru Þórey Kol- beins, sem er látin; Lilja Kristin Kol- beins; Andrea Halla Kolbeins; Ásta Kolbeins Foreldrar Eyjólfs voru Eyjólfur Eyj- ólfsson Kolbeins, f. 25.1. 1894, d. 11.1. 1947, bóndi í Bygggarði á Seltjarnar- nesi, og k.h., Ásta Helgadóttir Kol- beins, f. 9.10. 1902, d. 17.7. 1996, hús- freyja. Eyjólfur og fjölskylda hans bjóða gesti velkomna í Sunnusal Radisson SAS, Hótel Sögu, á afmælisdaginn, 31.5. milli kl. 17.00 og 19.00. Til hamingju með afmælið 30. maí 95 ára Helga Káradóttir, Háeyrarvöllum 44, Eyrarbakka. 80 ára Hulda Eyjólfsdóttir, Framnesvegi 62, Reykjavík. Kristín Þórsdóttir, Mímisvegi 10, Dalvík. 75 ára Gunnar Halldórsson, Hlíðarvegi 19, Bolungarvik. Sigurveig Sigtryggsdóttir, Austurbyggð 17, Akureyri. 70 ára Haukur Jónasson, Freyjugötu 1, Reykjavík. Jórmundur Kristinsson, Suðurvör 5, Grindavík. Lilja Hjartardóttir, Gullsmára 7, Kópavogi. Ólafur Sighvatsson, Skúlagötu 2, Stykkishólmi. Snorri Sigfinnsson, Vallholti 18, Selfossi. Þorsteinn Björnsson, Gunnólfsgötu 4, Ólafsfirði. 60 ára Ásta Marla Herbjörnsdóttir, húsmóöir og starfs- maður hjá Breið- dalshreppi, Snæhvammi, Breiðdalshreppi, Eiginmaður hennar var Þórður Sigfús Sigurjónsson sem lést 1986. Hún tekur á móti vinum og ættingjum á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík á afmælisdaginn. Gestur E. Eggertsson, Steinsstöðum I, Öxnadalshreppi. Steingrímur Árnason, Furuhlíð 9, Hafnarfirði. 50 ára Alda Ingvarsdóttir, Snælandi 8, Reykjavík. Ámi Guðmundur Árnason, Baugholti 15, Keflavík. Egill Jónsson, Stóragerði 17, Akureyri. Hildur Sigurðardóttir, Silungakvísl 8, Reykjavík. Hörður Harðarson, Laugarnesvegi 46, Reykjavík. Maggi Guðjón Ingólfsson, Vallholti 9, Akranesi. Sigrún Erlendsdóttir, Sævangi 14, Hafnarfirði. 40 ára Anna Maria Sigurðardóttir, Vallarhúsum 51, Reykjavík. Hún veröur heima á laugar- dagskvöldiö. Guðmundur Sigurbjörnsson, Sóleyjargötu 8, Akranesi. Heimir Haraldsson, Látraströnd 50, Seltjamarnesi. Helga Thoroddsen, Þingeyrum, Sveinsstaðahreppi. Hjörtur H. Kristjánsson, Reyrengi 7, Reykjavík. Inga Ragna Guðgeirsdóttir, Hólagötu 19, Vestmannaeyjum. -c < K Ingi Dóri Einar Einarsson Ingi Dóri Einar Einarsson, Fum- gmnd 73, Kópavogi, er sextugur í dag. Starfsferill Ingi Dóri fæddist í Reykjavík og átti þar bemskuslóöir og í Grunnavík í Jökulfjörðum. Hann er gagnfræðingur frá Gagn- fræðaskóla Austurbæjar 1955 og hefur auk þess sótt ýmis námskeið. Ingi Dóri var sjómaður i Hafnarfirði 1955-59, flutti með fjölskyldu sína í Neshrepp Utan-Ennis 1959 og áttu heima á Rifi og Hellissandi. Þar var hann sjómaður fyrstu árin, siðan lengst af vömbifreiðarstjóri. Hann var umboðsmaður Olíverslunar Islands um árabil og að síðustu forstöðumaður Iþróttahúss og sundlaugar á Hell- issandi. Ingi Dóri flutti í Kópavog 1980. Hann starfaði hjá Ryðvamarskálanum í Reykjavík fyrstu fjögur árin, ók á Nýju-Sendibílastöðinni 1986-94, var stjórnarformaður stöðvarinnar og síð- ast framkvæmdastjóri en gerðist þá helst til kvillasamur og varð að láta af störfum almennt. Ingi Dóri átti sæti í hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis 1970-78 og var oddviti hreppsins siðustu árin, sat í stjóm Byggingafélags verkamanna og Slysavamadeildinni Björg um árabil. Fjölskylda Ingi Dóri giftist 31.12. 1960 Sigur- laugu Gísladóttur, f. 8.11. 1936, húsmóður. Hennar foreldrar vora Gísli B.K. Guðbjörnsson, f. 2.8.1902, d. 27.11.1984, fiskvinnslu- maður og fjárbóndi á Hellissandi, og k.h., Kristjánsína Elímundar- dóttir, f. 13.7.1908, d. 23.9. 1985 húsfreyja. Böm Inga Dóra og Sigurlaugar eru Sigrún, f. 7.6. 1958, deildarstjóri í Reykjavík, hennar maðm Jón A.K. Lyngmo og eiga þau tvö böm; Gísli, f. 28.7. 1960, sölumaður í Reykjavík en kona hans er Hrafn- hildur Hauksdóttir og eiga þau þrjú böm; Einar, f. 14.4. 1963, kaupmaö- Ingi Dóri Einar Einarsson. ur í Reykjavík, en kona hans er Ellen Bára Þórar- insdóttir og eiga þau þrjú börn; Guðbjöm Sölvi, f. 24.11. 1964, verkstæðisfor- maður í Reykjavík en kona hans er Unnur Baldurs- dóttir og eiga þau fjögur böm; Ragnar Kristinn, f. 7.1. 1969, rafvirki í Reykja- vík en kona hans er Gróa Hlín Jónsdóttir og eiga þau þrjú böm. Systkini Inga Dóra: Jón- ína Þóra, f. 5.9. 1941, fulltrúi, búsett á Seltjamamesi; Guðbjört Jóhanna, f. 13.5. 1952, umsjónarmaður við skóla, búsett á Eyrarbakka. Hálfsystkin hans, samfeðra: Sigur- gísli Jörgen, f. 15.4. 1930, verkfræðing- ur, látinn, bjó lengst af í Stokkhólmi; Ragnheiður Ingibjörg, f. 30.1. 1932, d. 29.3. 1998, húsmóðir og verslunarmað- ur, bjó sinn búskap á Reyðarfirði. Foreldrar Inga Dóra: Einar Guð- bjartsson, f. 1.1.1901, d. 15.6.1991, stýri- maður á togurum og síðar starfsmaður hjá ísl. Aðalverktökum, og k.h., Sigrún Jóna Einarsdóttir, f. 26.4. 1907, d. 17.3. 1994, húsmóðir. Ætt Foreldrar Einars voru hjónin Guð- bjartur Kistjánsson, b. og hreppsstjóri, og k.h., Ragnheiður I. Jónsdóttir ljós- móðir, ábúendur á Höfðaströnd og hún síðar í Kjós og víðar í Grunnavíkur- í~~ hreppi. Foreldrar Sigrúnar vora Einar Bæringsson, b. og hreppsstjóri, og k.h. Engilráð Benediktsdóttir, ábúendur á Dynjanda í Grunnavíkurhreppi, Jökul- fjörðum. Ingi Dóri væntir þess að sjá vini og vandamenn í dag i veislusalnum Dúndri að Dugguvogi 12, Reykjavík (grænt hús), milli kl. 16.00 og 20.00. .7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.