Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 35
s JE>V LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 %rróvisjón«- Sigruðu heima í héraði en dugði ekki til úti í hinum stóra heimi. Núllgengið kærði sig kollótt. Ekki dugðu rósir og kampavín til sigurs. Þjóðin var í mjúku kasti þegar Eyvi og Stebbi sungu Nínu. Alveg þangað til formenn evr- ópskra dómnefnda opnuðu á sér þver- rifuna og völdu mann af írsku þræla- kyni í fyrsta sætið með lagið Hold me now, sem er alveg sama lagið og Doliy Parton syngur í kvikmyndinni Best Little Whorehouse in Texas þar sem það hét I’U Always Love You. Okkar flytjandi í keppninni vissi al- veg hvað það þýddi að tapa upp á ís- lensku og tók á sig sökina; ákvað að hún kynni ekki að syngja, hélt til ítal- íu í söngnám og er þar víst enn. Þess vegna urðum við að kenna Valgeiri um tapið. Hann var hér einn til að taka við höggunum. Lag sem ekki vinnur er ekki gott lag og við bara erum ekkert að spila það meira. Erum ekki eins og þeir asnalegu Englendingar sem fagna sínu fólki þegar það kemur til baka eins og þaö sé að koma úr frægðarfór, tyUa laginu efst á vinsældalistann og standa fast við þá skoðun að þeirra lag hafi verið best. Fyrir okkur er þetta auðvitað trygglyndi sem hefur snúist upp í sjálfsblekkingu. Við viljum sökudólg. Við vUjum blóð. Við erum sterk þjóð í harðbýlu stuð né mæðu, skyldi hún sko fá dár. í þetta sinn ætluðum við ekkert að vinna. Enda fór það svo að Sverrir varð fyrstur íslendinga tU að sleppa ósár úr viðureign sinni við þjóðar- kröfurnar og býr hér enn. Við vorum orðin eignarhaldsfélag sextánda sætis í keppninni, þjóð- arstoltið var svo brotið að við ákváð- um að velja framvegis keppendur og lög sem uppfyUtu sextánda sætis kröf- ur. Munstruðum upp hinn bráðunga og efnUega Daníel tU að syngja, Það sem enginn sér. Biðum svo spennt eft- ir okkar sextánda sæti. En vei ó vei, allt er í heiminum hverfult. í Daníel leyndist svikari og makkið og klíkuskapurinn úti í henni Evrópu kom nú best í ljós þegar okkur var bolað aftur í tuttugasta og annað sæti - með ekkert stig! Daniel kom aftur heim, hinn bratt- asti og hunsaði þjóðarfýluna; búinn að átta sig á því að evróvisjónformið væri ekki hans tegund af tónlist og er núna orðinn aUt að því heimsfrægur í öðru tónlistarformi. Þjóðinni var svo misboðið að nú fór að verða hávaði í þeim sem vUdu hætta að eyða peningum í að taka þátt í þessari haUærislegu keppni. Það var orðið ljóst að við sömdum aUtof góð lög til þess að vera að splæsa þeim á einhver evrópsk himpigimpi sem voru, ofan í kaupin, heymarlaus á tónlist. Nú fór líka að verða haUærislegt að fylgjast með keppninni. Enginn heU- vita maður viðurkenndi að hann horfði á sjónvarpið á Evróvisjón- kvöldi. Menn urðu mæðulegir þegar minnst var á keppnina og þjóðin kætt- ist lítið þegar ákveðið var árið 1990 að senda Siggu Beinteins og Grétar Örvarsson tU að syngja Eitt lag enn. TitiUinn átti að gefa i skyn hvað við værum orðin þreytt á þessu og að lík- lega yrði þetta í síðasta sinn sem við heiðruðum músíkdaufar frændþjóðir okkar og aðrar fjarskyldari með nær- veru okkar. Enda hrukku þær í kút og vippuðu okkur í einum grænum upp í fjórða sætið. Þjóðin varð graUaralaus eitt andar- tak. Hvað átti þetta nú að þýða? Júbbílerað Svo bráði undrunin af okkur og upp riíjaðist gleðistemningin sem hafði heltekið okkur vikuna á undan Gleðibankanum. Við sóttum hana aft- ur og fógnuðum Siggu og Grétari eins og þjóðhetjum. Enginn hafði komið okkur svona langt á mælistiku al- heimsins og ekki var haldin sú útihá- tíð það sumarið að Eitt lag enn væri ekki á fimmtán mínútna fresti á öU- um pöUum. Það sumar vorum við í stuði. Banastuði. Sendum myrku miðöldunum end- anlega langt nef í miklum söng, mikl- um dansi. Urðum fyrir bragðið dálítið mýkri og vinalegri en áður hafði þekkst á spjöldum sögunnar og komum hlýlega fram við Stebba HUmars og Eyva þeg- ar þeir héldu árið á eftir út með Nínu sína. Þeir lentu í fimmtánda sæti og landi sem keppir tU sigurs. Við fyrir- lítum lúsera. Að eyða eða ekki eyða Á þessu stigi málsins vorum við þó farin að fyrirlíta Evróvisjón, með öUu tilheyrcmdi, enn meira. Sumir vUdu hætta að ausa peningum í þessa hít sem var ekkert annaö en makk og klíkuskapur. Aðrir vUdu halda áfram að eyða og sóa og nú var ákveðið að gefa mikinn kúk í aUt forhoUið og senda Sverri Stormsker út með sinn Sókrates. Fyrst Evrópa vildi hvorki það var fyrirgefið á stundinni. Við höfðum séð það svartara. Nú var allt annað en núUið orðið að árangri. Og Stebbi orðinn okkar maður í Evró- visjón, er núna úti í sjötta sinn. Hefur leikið Uestar stöður á þeim veUi. Guði sé lof að einhver er farinn að kunna þetta. Minnug þess hvað Sigga var mikiU sigurvegari var ákveðið að senda hana aftur, í þetta sinn i dúett sem nefndist Heart 2 Heart (frumlegt) til að syngja Nei eða já. Mjög einfalt - í hrópandi mótsögn við flækjurnar i okkar islensku tradisjón. Búa bara tU íslenskar Evróvisjónhetjur; Sigga og Grétar Örvars komu heim með fjórða sætið sem jafngiiti sigri. texta úr eins atkvæðisorðum og syngja þau undir sömu laglín- unni aftur og aftur. Þetta lagðist vel í Evrópu og við fengum sjöunda sætið. 1 Sigurkvíði Nú vorum við farin að nálgast það ískyggUega að ná valdi á for- múlunni og orðið áhyggjuefni að ef til viU gætum við unnið þessa árans keppni. Við urðum svo áhyggju- fuíl að frændur sumra okkar, írar, buðust tU að halda hana fyrir okkur ef svo iUa færi. Við sendum fngu út með, Þá veistu svarið. Þetta var fyrirferðarlítið lag, fyrir- ferðarlítU stúlka og við lent- um í þrettánda sæti. írar unnu keppnina sjálfir og urðu því að halda hana fyr- ir sjálfa sig að sinni. En Sigga Beinteins var okkar Evróvisjón lukkudýr og tU írlands sendum við hana árið á eftir með Nætur. Ekki brást hún okkur frek- ar en fyrri daginn og mjak- aði okkur upp um eitt sæti, í það tólfta. Nú var svo komið sögu að þjóðin var búin að vera tryUt, reið, sár, hefnigjöm, í uppreisn, vongóð, umburð- arlynd, glöð og þakklát og lítið eftir af tilfmninga legu svigrúmi tU þess að bregðast við niður- stöðum úr Evró- visjón. Þá tók við áhugaleysi. Einmitt þeg- ar Bo Halldórs- son, Bjöggi okk- ar, komst loksins að með Núna. Að vísu liggur það í nafni lagsins að þetta hafi verið árið sem við áttum að vinna. Núna, eða aldrei. Hann lenti að vísu bara í fimmtánda sæti og við urðum, vægast sagt, undrandi. En, núna, loksins, kom í ljós ástæðan fyrir því að okkur hafði aldrei gengið sem skyldi í þessari keppni. Evrópa skUdi ekki íslensku. Nú voru góð ráð dýr. En við íslendingar erum klárt gengi. Fyrst við mátt- um ekki syngja á ensku eins og þeir sem oftast unnu, ákváðum við að syngja á bamamáli og sendum Önnu MjöU út með Sjúbbídú. En ekki virti Evrópa vUjann fyrir verkið, við lentum í þrettánda sæti. Okkur var al- veg sama. Ástand þjóð- arinnar var komið hættulega nærri sinnu- leysi. Svo kom hið örlaga- 4 voru efins um að hann myndi vUja fara í svona asnalega keppni sem öU- um var sama um, öðrum fannst hann of úthverfur, of athyglissjúkur, of stjórnlaus til að gæta virðingar þjóð- arinnar á þessum stóra útivelli. Aldrei að vita upp á hverju hann tæki. En líklega lítur tónlistarfólk þessa keppni öðrum augum en al- menningur. Að minnsta kosti sá PáU Óskar bara tækifærin sem gætu legið í þessu húUabbalúi og dreif sig út með lag sem heitir, Minn hinsti dans. Þá sannaðist hið fornkveðna: Ef þú ætlar að stela, þá skaltu stela - stórt; ef þú ætlar að svindla, þá skaltu svindla stórt; ef þú ætlar að tapa, þá skaltu tapa stórt. Við töpuðum svo stórt að við féllum úr keppni árið eftir. Nú var farið að hlakka í þjóð- inni; allar aðrar tilfinningar tæmdar. Við höföum náð botnin- Skandall ríka ár 1997, þegar við ákváðum að senda út performer á heims- mælikvarða, sjálfan Pál Óskar. Þjóðinni þótti PaUi smart og sumir Evróvisjónkeppnin var orðin mesti skandaU íslandssögunnar. AUir sem höfðu komið nálægt henni voru flfl og fuglahræður. Þeir höfðu tapað, þjóðin var stikkfrí. Enginn viðurkenndi lengur að hann horfði á þetta þreytandi prógramm. Gleymd voru öU þau góðu lög sem höfðu verið samin í kringum Evró- visjón og voru löngu orðin að perl- um íslenskra dægurlaga. Gleymdur var sá góði vilji sem keppendur, ásamt fylgdarliði, lögðu í vinnuna. Þetta var ekki lengur vinna, heldur forréttindi sem menn fóru illa með upp á alíslenskan máta. Spurning hver „fengi“ að fara næst af þessari svikahrappastétt fyrir hönd þjóðar sem krefst sigurs í stað þess að taka þátt. Reyndar er ekki hægt annað en undrast yfir því að nokkur tónlist- armaður skuli fást til að fara i þessa keppni fyrir islands hönd, vitandi að ef hann ekki vinnur fer aUt okk- ar hráa tUfinningakerfi af stað og hending hvar það staðnæmist. En hvar sem það staðnæmist, þá er eitt víst: Við erum vond við þaö fólk sem ekki sigrar, tölum iUa um það, áfeUumst það, spUum helst ekki lagiö, látum eins og við höf- um ekki horft á keppnina; höfum ekki áhuga á henni. Svo tekur nýtt ár við. Nýtt fórnarlamb. ^ Og nú erum við aftur búin að vinna keppnina fyrir- fram. Komin hringinn. Megi aUar góðar vættir vera Selmu hliðhoUar ef hún kemur ekki heim með áskrift á Evró- visjónkeppni á ís- landi árið 2000 - sem þá væntanlega verður haldin á írlandi. -sús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.