Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 8
s sælkerinn LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 T|V Rannveig á Café List: Galdrakjúklingur - ásamt fábrotnu brauði Þegar komiö er á Café List, og einhver tekur að dásama spænsku brauðin sem þar eru á boðstólum, vita ekki margir að það er alíslensk kona sem á allan heiður af brauðun- um. Það er Rannveig Gylfadóttir og hún féllst á gefa svöngum uppskrift að brauði og jafnframt heilli máltíð til þess að borða það með. „Þegar ég fór að pæla í spænskri og Miðjarðarhafsmatargerð sann- færðist ég enn betur um að hið ein- falda er alltaf best. Maður kemst að ég held ekki lengra í einfaldleikan- um en í þessari kjúklingauppskrift sem er af frönskum toga og hálf- gerður galdur. Sem meðlæti er best að hafa fábrotið brauð og gott salat. Kjúklingur í rauðvíni 1 kjúklingur nokkrir rauðlaukar ólífuolía rauðvín Nýkaup Þarsem ferskleikinn býr Baby Ruth - einföld en dálítið vandmeðfarin. Er jafn- góð með rjóma sem ís Botn 3 stk. eggjarauður 200 g sykur 100 g salthnetur 70 g ritzkex 1/2 tsk. lyftiduft Krem 100 g suðusúkkulaði 50 g smjör 3 stk. eggjarauður 60 g flórsykur Þeytið hvítumar og blandið sykrinum rólega saman við, þeytið þar tU það er stíft. Hakkiö niður kexið og bland- ið saman viö salthneturnar og lyftiduftið. Bakið í einu formi við 170"C í ca 20 minútur. Bræðiö súkkulaðið og smjörið saman, þeytið rauðurnar og flórsykurinn saman þar tU massinn verður stífur, bland- ið svo súkkulaðinu varlega saman við svo þeytingin faUi ekki og smyrjiö kreminu yfir botninn. Einnig er mjög gott að bera fram með botninum vanUluís sem er jafnstór og botninn og er hann lagður ofan á þegar botninn er bor- inn fram. Botninn þarf ekki að standa lengi áður en tertan er borin fram. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þaer fæst. REVIVAL DANBERGehf Skúlagötu 61 sími 562 6470 2 lárviðarlauf salt og svartur pipar Kjúklingurinn er hlutaður í sund- ur og rauðlaukurinn sneiddur. BotnfyUi af ólífuolíu er hituð í við- um potti. Kjúklingur og laukur sett í pottinn ásamt lárviðarlaufi og slatta af nýmöluðum svörtum pipar. Látið krauma þar tU laukurinn er glær, eða í ca 15-20 mín. Þá á að hella yfir bragðmiklu rauðvíni þannig að fljóti yflr kjúklingabitana og salta. Látið malla í 20-25 mín. og bragðbætið enn frekar með salti og pipar ef þarf. Brauð ca 750 ml vatn ca 30 g pressuger smáv. ólífuolía ca 1 msk. salt rúmlega 1 kg hveiti Best er að hnoða brauðið með hnoðara í hrærivél. Ylvolgu vatn- inu, gerinu, saltinu og olíunni er blandað í skálina og hveitinu bætt í á meðan hnoðað er. Deigið er hæfi- lega blautt þegar það sleppir skál- inni. Hnoðað í ca 10 mín. Filma strengd yflr skálina og deigið látið hefast á hlýjum stað í 1 tU 11/2 klst. Rannveig Gylfadóttir er sælkeri vikunnar og gefur uppskrift að kjúklingi af frönskum toga. Meðlætið erfábrotið brauð, en hún er einmitt þekkt um allt höf- uðborgarsvæðið fyrir gómsætu brauðin sem hún bakar á Café List. Þá er deiginu skeUt á hveitistráð borðið, það hlutað í sundur og form- að að eigin vali, úðað með vatni og látið bíða á bökunarplötu í 5 tU 10 mínútur. Brauðið er síðan bakað við ca 225'C í 25-30 mín. Síðan er það bara gott salat með olíu og ediki, sinnepi og svolitlum hvítlauk út á. matgæðingur vikunnar Máltíð að hætti Sri Lanka-búa Það eru dr. Amfríður Guðmunds- dóttir og sr. Gunnar Rúnar Matthías- son sem eru matgæðingar Helgar- blaðsins að þessu sinni. „Áhugi okkar á matreiðslu jókst mjög þau ár sem við bjuggum í Banda- ríkjunum og við kynntumst matseld framandi þjóða. Matur með indversku ívafi er í sérlegu uppáhaldi hjá okkur, hvort sem er með eða án kjöts. Við völdum uppskrift að karríkjúklingi, ásamt gulum hrísgrjónum og linsu- baunarétti, sem vinafólk frá Sri Lanka gaf okkur og okkur fmnst sér- lega góður. Með því að prófa sig áfram með magn af chili og karríi, er hægt að hafa þennan rétt sterkan eða mild- an, eftir smekk. Karrí-kjúklingur fyrir fjóra 1 lítill kjúklingur 1 laukur 1 ds. af niðurs. tómötum (400 g) 3 -A hvítlauksrif 2 tsk. engifer eða rifin engiferrót. 1 tsk. matarolía örlítið af turmerickryddi 3/4 tsk. chili (eða eftir smekk) 1/4 tsk. sinnepskom 3-4 kardimommur 3-4 negulnaglar 1/2 kanilstöng 1/2 msk. karrí (eða eftir smekk) 2 tsk. sítrónusafi salt eftir smekk 1/2 bolli vatn Hlutið kjúklinginn niður (að sjálf- sögðu er hægt að kaupa 5-6 kjúklinga- bita) og best er að fjarlægja bæði skinn og fitu. Setjið oliuna á heita pönnu og setjið sinnepskomin, kar- dimommumar, kanilstöngina og lauk- inn út í. Þegar laukurinn er farinn aö taka lit bætið þá við niðurrifnu engi- ferinu (eða duftinu) og hvítlauknum, ásamt tómötunum. Þá er kominn tími til að setja afganginn af kryddinu út í (turmeric, chili og karrí). Mikilvægt er að magnið af chili og karríi ráðist af því hversu sterkur rétturinn skal vera. Látið krauma í eina mínútu, en þá era kjúklingabitamir settir á pönn- una ásamt vatninu. Saltið. Látið koma upp suðu og lækkið síöan niður í með- alhita, og látið krauma í 10-15 mínút- ur undir loki, eða þar til bitarnir era fyllilega eldaðir. Snúið kjúklingabit- unum við a.m.k. tvisvar sinnum á meðan á þessu stendur. Að þessu Prestshjónin dr. Amfríöur Guðmundsdóttir og séra Gunnar Rúnar Matthías- son hafa sérstakt dálæti á indverskum mat. loknu er sítrónusafa hellt yfir og rétt- urinn borinn fram með hrísgrjónum. Gul hrísgrjón Mjög gott er að bregða örlítið út af hefðinni og bera fram hrísgrjón sem matreidd hafa verið með lauk og krydduð með turmeric, sem gerir þau fallega gul á litinn. Þá má setja hnet- ur og rúsínur út í. Þetta er afar auð- velt að gera. Skerið lítinn lauk í sneið- ar og steikið hann lítiilega í olíu. Þeg- ar laukurinn er orðinn gegnsær er hnetunum og rúsínum blandað út í (má sleppa). Látið krauma í 2-3 mín- útur. Setjið hrísgrjón í pott og setjið hæfilega mikið vatn út í. Bætið við salti og 1/2 tsk. af turmeric. Setjið laukinn, hneturnar og rúsínurnar saman við og sjóðið eins og venja er með hrísgrjón. Karríréttur með spfnati og dahl (raiiðum linsubaunum) Með kjúklingaréttinum og gulu hrísgijónunum er mjög gott að bera fram karrírétt með spínati og rauðum linsubaunum (er líka góður einn og sér með venjulegum hrísgrjónum). Uppskriftin er mjög einfóld. Þvoið rauðu linsubaunimar (ca 2 bolla) og setjið í pott ásamt 1 tsk. af turmeric. Látið vatn ná rúmlega 5 cm yfir baun- irnar og sjóðið við vægan hita, þar til vatnið er uppurið og linsurnar orðnar mjúkar (ca 20 mínútur). Bætið við 3/4 bolla af mjólk og fersku spínati (má einnig nota frosið). Sjóðið i 2-3 mínút- ur i viðbót. Saltið. Viö viijum síðan skora á Guðrúnu Guðmundsdóttur myndlistarkonu og ffamleiðslustjóra á auglýsingstofunni Gott fólk, til þess að koma með upp- skrift í næsta blaði.“ Nýkaup Þar semferskleikinn býr Beikon- og ólífubrauð 650 g hveiti 4 tsk. þurrger, (1 bréD 1 tsk. lyftiduft, sléttfull 2 tsk. salt, sléttfullar 75 g smjör 1 1/2 dl mjólk, ylvolg 1 1/2 dl vatn, ylvolgt 150 g beikon í sti'imlum, þurrsteikt og hakkað 70 g svartar ólífur, sneiddar 70 g grænar ólífur, sneiddar 1 stk. egg 100 g parmigiano-ostur Hrærið gerið saman við yl- volga mjólkina, látið standa í fimm mínútur. Öllum þurrefn- um blandað saman með hnoð- aranum. Bætið öllum vökva saman við ásamt eggi og beikoni og ólífum. Hnoðið deig- ið í fimm mínútur. Takið úr skálinni, mótið í snittubrauð og skerið síðan í 2 cm þykkar sneiðar (hleifa). Þetta ættu að verða 15-20 hleifar, um 40 g á þyngd. Látið hefast í 20 mínút- ur við stofuhita. Stráið rifnum parmigiano-osti yfir brauðið og bakið við 200°C í 20 mínútur. Skvettiö 1 dl af vatni i ofninn um leið og baksturinn hefst. Aðrir möguleikar Einnig er hægt að skipta deig- inu í tvennt og baka tvö 500 g snittubrauð eða eitt stórt brauð (1000 g). Snittubrauðin þurfa að hefast í 30 mínútur og bakast i 25-30 mínútur við 200"C, eitt stórt brauð á að hefast í 35 mínútur og bakast í 35 mínútur við 200"C. Agúrku- og baunaspírusalat með reyktum laxi Fyrir 4 600-800 g reyktur lax í sneiðum 1 stk. agúrka 12 stk. sérrítómatar 1 bakki baunaspírur 1 haus LoUo Rosso 2 stk. hvítlaufssalat (endívur) 1 haus eikarlauf 4 msk. graslaukur 8 msk. furuhnetur 8 msk. hjartahnetur (cashewhnetur) Rífið niður laufsalat og bauna- spírur, skerið hvítlaufssalatið í sneiðar, setjið aUt í skál. Létt- brúnið hneturnar á heitri, þurri pönnu. Agúrkurnar flysjaðar (t.d. með ostaskera) og síöan skornar í sneiðar. Sérrítómatarnir skora- ir í tvennf. Laxasneiðarnar : skomar i bita. Blandið öUu sam- an við salatið og stráið gras- lauknum yfir þegar salatinu hef- í ur verið skipt á diska. HeUið sósunni yfir. Stráið létt- brúnuðum hnetum yfir salatið um leið og það er borið fram. Hvitlauks- og balsamedikssósa 2 dl balsamedik 2 dl matarolía 2 stk. hvítlauksrif, söxuð salt og pipar Hrærið vel saman ediki, olíu og söxuðum hvítlauk. Kryddið með salti og pipar. Þessa sósu má bera fram strax en hvítlauks- bragðið verður fyUra eftir því sem hún stendur lengur, t.d. í sólarhring í ísskáp._____________ Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.