Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 3DV iliþygarðshornið „... var enginn í heimi þeim jafn" Þetta er fámenn þjóö. Og þegar héðan hafa verið sendir fulltrúar til þess að etja kappi við alla út- lendingana hefur alltaf myndast gríðarleg stemmning hjá þjóðinni. Fólk litur svo á að þar fari „full- trúi minn“ - eiginlega „ég“ - og fáar þjóðir eru jafn slungnar og ís- lendingar í þeirri listgrein að út- skýra lakan árangur eftirá. Þegar íslenskir íþróttamenn voru að byrja að taka þátt i Ólympíuleik- um fylgdu þeim góðir óskir og að loknum leikum mættu þeim enn betri útskýringar - einungis einn dálítið afundinn maður sat úti í Kaupmannahöfn og fylgdist með ósnortinn, Jón Helgason prófessor: „Undir blaktandi fánum og her- lúðrum hvellum og gjöllum / sig hópaði þjóðanna safn. / Þangað fór og af íslandi flokkur af keppendum snjöllum / og fékk á sig töluvert nafn; / í þeirri íþrótt að komast aftur úr öUum / var enginn í heimi þeim jafn.“ Þetta gildir því miður ekki leng- ur á íþróttasýningum heimsins; fólk eins og Jón Arnar og Guðrún Arnardóttir hefur séð til þess að við erum ekki lengur best í að vera öftust. Ekki lengur best í neinu. ****** í fljótu bragði kann kviðlingur Jóns þó að virðast í fullu gildi um frammistöðu íslendinga í slagara- keppni Evrópuþjóða sem ísraels- menn taka af einhverjum ástæðum líka þátt í, Eurovision. En málið er flóknara. Þegar Gleðibankinn fór kunnar hrakfarir á sínum tíma stóð ekki á útskýringum, og hið sama gilti um framlag Valgeirs Guðjónssonar tvisvar þar sem fátt var um dúsupoa; svipuð málsvörn var höfð uppi eftir að mennirnir tveir með hausklútana höfðu vein- að á Ninu og sömu útskýringar voru óðara gefnar á nokkurri stigafæð sem lag Páls Óskars átti við að stríða síðast þegar íslend- ingar tóku þátt í keppninni. Útskýring íslendinga á bágri frammistöðu í Eurovision hefur ævinlega verið þessi: þetta voru of góð lög. ****** Samkvæmt þessu viðhorfi standa flestar Evrópuþjóðir íslend- ingum svo mjög að baki í allri tón- mennt að þær hafa einfaldlega ekki nægilega þróaðan búnað í eyrunum - og kannski einkum á milli þeirra - til þess að ná að með- taka þau þróuðu framlög sem héð- an hafa borist. Jafnvel hefur heyrst oftar en einu sinni viðrað viðhorf sem orða mætti sem svo; íslendingar eru ekki nógu góðir í að vera lélegir. Það virðist þannig allútbreitt viðhorf að Eurovision sé keppni í lágkúru. Kveðskapur Jóns Helgasonar hefur þannig snú- ist við: í þeirri íþrótt að komast aftur úr öllum séu íslendingar alls ekki nógu góðir. Einhver kynni að undrast þetta viðhorf sem gæfi gaum þjóðlögum ýmissa Evrópulanda - alþýðutón- listarhefð. Það er ekki augljóst að þar standi íslendingar langtum framar þjóðum eins og ítölum eða mið-evrópufólki sem ætti að njóta sambýlis við sígauna, mesta galdrafólk í tónlist sem uppi hefur verið. íslensk þjóðlög eru hins veg- ar - þau sem eru ekki dönsk - yfir- leitt ósköp raunalegt gaul. Einhver kynni líka að hafa efasemdir um að lag á borð við Gleðibankann hafí verið of gott. Til eru þeir sem telja að það lag sé merkilegt fyrir það helst að þar hafi sjálfum Magnúsi Eiríkssyni tekist að semja dauflegt lag. En það er kannski eitthvað til í þessu. Það er alltaf eitthvað til í öllum útbreiddum viðhorfum. ****** Eurovision er ekki keppni í því að búa til lélegasta lagið - hinn lægsta samnefnara. Það er hins vegar þrotlaus leit að ein- hverjum samnefnara. í keppninni er afþreyingar- fólki Evrópulandanna - og ísraels af einhverjum ástæð- um - fengið það verkefni í hendur að búa til eitthvað handa Evrópu að dilla sér við. Þetta er hluti af sjálfs- myndarsmíð Evrópu. Þess vegna eru einhvern veginn allir eins. Það eru allir að leita að „Evrópuhljómnum". Og það lag er verðlaunað sem er mest „eins“. Aðeins einu sinni hefur þetta í rauninni tekist. Og það var þegar Abba sigraði með Wa- terloo. íslendingar hafa hins vegar átt erfitt með að fóta sig í þessari keppni vegna þess að þeir eru ekki að reyna að finna „Evrópu- hljóminn", heldur fyrst og fremst að tjá sína eigin sjálfs- mynd. Sú sjálfsmynd hefur alltaf verið óviss. í Gleðibankanum var akkorðshressileiki þeirra ára í fyr- irrúmi - drífum í að vera í góðu skapi! í Hægt og hljótt var auð- / mýktin hins vegar ofleikin. Það var ekki fyrr en héðan var sent framlag með sveitaballastemmn- ingunni að eitthvað fór að ganga - lagið sem enginn vegur er að muna hvað hét: „Jú eða já, ja eða ég...“? Þar var loksins sönn tjáning á einhverju; okkur hér þótti lagið bjánalegt vegna þess að það kom raunverulega úr þjóðardjúpinu en tjáði ekki „sjálfsmynd". * Lagið núna er hvorugt. Kannski er það evrópskt. Ég þekki mann sem lítur ekki á það sem sitt fram- lag, vegna þess að sungið er á ensku. Hann gaf sig ekki þótt ég benti hoiium á að Jónas Hallgríms- son hefði ort á dönsku og ótal skáld á latínu. Kannski snýst þetta ekki einu sinni um tungumálið: lagið núna er mjög flnt, vel sungið, stórskemmtilegt vídeó, það er evr- ópskt, það er eins - en manni stendur alveg á sama um það, kannski vegna þess að það er ekki nógu bjánalegt til að maður þekki það og fyrirverði sig. Þetta er lag nýrrar tegundar af íslendingum. dagur ílífi Dagur í lífi Eyþórs Arnalds, framkvæmdastjóra Íslandssíma: Sumarbirtan gefur aukna orku Þriðjudagur 25. mai 1999 Morguninn hófst klukkan 7.00 á því að ég hellti upp á sterkt kaffi og gaf kettinum sem vekur mig á morgnana. Vinnudagurinn er langur þessa dagana og þes vegna veitir ekki af vænum skammti af svörtu bensíni á morgnana. Ég renndi yfir tölvupóstinn og www.visi.is ásamt www.upside.com sem er mjög gott rit um hátækni og fjárfestingar. Að því loknu fór ég í skóna og gekk yflr á skrifstofu Íslandssíma sem er þessa dagana í göngufjarlægð frá heimili minu. Húsnæðið er enn hrátt og við köllum vinnusalinn „herráðsherbergið". Þar hitti ég starfsmenn og farið var yfir verkefni dagsins. Við vorum með mann í heimsókn frá ísraelsku fyrirtæki sem sérhæfir sig í ljósleiðaratækni og var fundur með honum fyrstur á dagskrá á Hótel Sögu. Síðan var sím- inn fyrirferðarmikill, enda margt í gangi. Samloka á tveimur mínútum Íslandssími er að undirbúa starf- semi sina hérlendis og erlendis, auk þess sem við erum að undirbúa kynningu á áformum félagsins á fimmtudaginn i nýja húsnæðinu. í hádeginu var borðuð samloka á 2 mínútum, enda kominn í góða æf- ingu að borða hratt. Eftir hádegi hittum við íslenskt hugbúnaðarfyr- irtæki og ræddum um samstarf í hugbúnaðarþróun. Þar kom fram eindreginn áhugi að koma í við- skipti við Íslandssíma en sá áhugi er víða þessa dagana og er greinilegt að markaðurinn bíður spenntur eftir nýjum valkosti. Fór þaðan í nýja húsnæði Íslandssíma sem er að Borgartúni 30 en þar voru 20 iðnað- armenn að störfum, enda stefnt á að flytja inn eftir tvær vikur. Síminn er óspart notaður í bílnum. Fór aftur á „gömlu“ skrifstofuna og tók mann í atvinnuviðtal sem starfar erlendis hjá fjarskiptafyrirtæki. Viðtalið gekk vel og hann var spenntur að koma til liðs við okkur. Þá var klukkan orðin fjögur og Bandaríkin að vakna. Hringdi þá í samstarfsað- ila okkar þar og fór yfir málin. Gaf mér þó tíma til að fara í ræktina í klukkutíma eftir fimm með Arnari Sigurðssyni sölustjóra og við fórum yfir stöðu mála í leiðinni. Þá var haldið í Borgartúnið þar sem verið var að vinna í rafmagnsmálum og öryggiskerfi á nýja staðnum. Mikið eftir. Þá komu upp í hugann orð langafa míns „kominn þriðjudagur, vikan búin og ekkert búið að gera“. Kannski orðum aukið, en skemmti- legt sjónarhorn engu að síður. Með útsýni yfir Esjuna Fór úr ræktinni og leit á grafík sem verið er vinna fyrir nýjan www.islandssimi.is og leist vel á. Við sjáum vefinn sem eitt aðalverk- Eyþór Arnalds, tónlistarmaður og pólitíkus með meiru, er orðinn framkvæmdastjóri Íslandssíma. Hann segir frá viðburðaríkum degi í nýja starfinu. færi Íslandssíma og því mikilvægt að huga vel að þessu máli. Þegar þessu var lokið var klukkan orðin átta og kominn tími á kvöldmat. Renndi heim og fékk mér snarl, osta og salat, enda enn þá saddur eftir mikla grillveislu tveimur dögum áður hjá vinafólki. Grilltíminn er kominn og ég er óforbetranleg kjöt- æta. Eftir mat var farið í Borgartún- ið aftur. Þar var hugur í mönnum, enda unnið að því að klára grunnat- riði fyrir kynningarhófið á fimmtu- dag. Kvöldbirtan streymdi inn, enda er úsýni yfir Esjuna á nýju skrifstof- unni. Sumarbirtan gaf mönnum auka orku. Um miðnætti var ég svo kominn heim, þreyttur en ánægður, enda? eitthvað búið að gera? Kíkti á CNBC sem er uppáhaldssjónvarps- stöðin mín og fór svo í rúmið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.