Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 38
50 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 D>"V 9ðtal Það er þessi veröld utan við hljóðverið sem ég er að reyna að kynnast,11 segir Þorgeir Ástvaldsson þegar hann er spurður hvað hann sé að bardúsa í löngu fríi sem nú þegar hefur varað í eina og háifa viku. Þorgeir hefur setið við útvarpshljóðnema í 23 ár, þar af á morgunútvarpi Bylgjunnar, frá sex til níu, síðastliðin átta ár, en hann verður í fríi fram á haustið að læknisskipan. Sjúkdómsgreiningin er vinnufíkn á alvarlegu stigi og til að koma í veg fyrir að Þorgeir vinni í laumi (inni í skápum, oní blóma- pottum og á bak við klósettkassann) tekur fjölskyldan hann með valdi og flytur hann til Ítalíu með engan far- síma, ekkert sjónvarpstæki. Ekkert. En hvað með þessa veröld utan við hljóðverið? „Þegar ég keyri um bæinn sé ég byggingar sem ég vissi ekki að væru til,“ segir Þorgeir og bætir því við að hann ætli að reyna að vinda ofan af sér. Upp úr síðustu áramótum fór hann að finna fyrir svima auk óþæginda í hálsliðum og bólgu í öxl- um og varð að vonum skelkaður, eins og hraustir menn verða þegar líkaminn mótmælir. Sjá fyrir sér krabbamein, heilaæxli, heilablóð- fall, hjartaáfall, blóðtappa... Þorgeir fór til læknis sem rann- sakaði hann hátt og lágt og komst að þeirri niðurstöðu að hann væri illa haldinn af streitu og eina ráðið við henni væri nægur og góður svefn, hollt mataræði, hreyfmg og frí til að venja sig af því að vera alltaf í vinnunni. Það er nefnilega svo að þótt Þorgeir sé aðeins í út- sendingu milli sex og níu á morgn- ana þá er hann allan daginn í vinn- unni. Ekki satt? „Jo-ú. Ég hef alltaf tekið starfið mjög alvarlega. Þennan síðasta ára- tug hef ég vaknað klukkan fimm og rétt eins og hjá öðrum sem vinna vaktavinnu þá er viðsnúningur sól- arhringsins alltaf erflður.“ Hefurðu einhvem tímann tollað í sumarfríi? „Já, ég get nú sagt það - og þó. Þegar ég lít til baka get ég glott yfir sumum flkilseinkennunum sem hafa skotið upp kollinum í fríum. Þegar einhverjir stóratburðir eiga sér stað í fríunum mínum þá set ég þá í fréttalegt samhengi. Ég held, til dæmis, að ég hafi verið í sumarfríi á Benidorm þegar Aznar var að reyna að komast að á Spáni. Það vom myndir af honum á öllum staurum. Ég hafði samband við minn miðil og sendi heim prófll af r „Mér hefur alltaf liðið ljómaridi vel með að vera ekki með starflð og líflð kortlagt fram í tímann. Ég hef alltaf unað því vel að eiga hugmynd- ir i kollinum og vera ekki bundinn. Það getur verið mjög spennandi að sjá hvað gerist næst.“ Árið 1978, eftir að annað bam Þorgeirs fæddist, tók hann ákvörð- un um að gerast heimavinnandi. „Þetta var mjög göfug ákvörðun en ég verð að segja að þetta var býsna erfltt og þá á ég við félagslega erfltt. Þótt ég montaði mig af því og ögraði mínum nánustu með því að vera heimavinnandi að „gera ekki neitt“ þá var mjög erfitt að fá sífellt á sig skot fyrir að vera ekki að gera neitt. Þetta voru tvö til þrjú ár - og svo, eins og oft áður, leiddist ég út I hlut- ina. Ég hafði verið í lausamennsku hjá Ríkisútvarpinu, t.d. við að lesa inn auglýsingar, hafði sem ungling- ur verið í popphljómsveit og alltaf verið viðriðinn poppið. Ég fór að vinna hjá Sjónvarpinu og í fram- haldi af því bauð Raggi Bjama mér í Sumargleðina. Ég var háifundr- andi yfir því boði en hugsaði: Því ekki? Eftir það var mér boðið að ýta Rás 2 úr vör. Það var hreint ótrúleg- ur tími og við áttum á brattann að sækja. Það voru t.d. uppi hrakspár og svartagallsraus um að eftir 1990 yrðu allir hættir að tala íslensku og fleira í þeim dúr. Ég veit hreint ekki hvernig ég lifði það af, en maður gerði sér ekki grein fyrir því í andránni hvað var að gerast í ljós- vakamiðlum þess tíma. Það var mikil ólga og maður lenti inni í öll- um mögulegum átökum um hvers konar útvarpsefni mætti vera til, út af stefgjöldum, misklíð tónskálda og allt þar fram eftir götunum.“ Spennupúkinn á öxlinni Var furða að maðurinn vildi vera í vinnu snemma að morgni, þegar átakasveitir sofa, jafnvel þótt hann þurfi núna að fara í 4-5 mánaða frí til að jafna sig eftir átta ár í A-týpu taktinum. „Með aðstoð vinveittra vinnuveit- enda og ákveðna stjórnskipun tókst að koma vitinu fyrir mig,“ segir Þorgeir sem er á leiðinni til Ítalíu til að gera ekkert. „En ég hlýt nú að heyra óvart í útvarpi við og við. Ætli maður noti ekki tímann til að læra eitthvað í málinu, þótt ég verði að forðast kíoska.“ Það eru nú ekki flókin fræði að sofa vel, borða hollan mat og hreyfa sig. Eg hef aldrei gert nein lífsplön - útvarpsmaðurinn og vinnufíkillinn Þorgeir Ástvaldsson skikkaður í nokkurra mánaða frí Aznar sem krakkamir mínir kalla asna. Ég hef líka alltaf verið veikur fyrir kioskum (blaðsöluvögnum). Ég get hangið þar tímunum sam- an við að lesa blöð, jafnvel á tungu- málum sem ég skil ekki. Þá skoða ég bara útlitshönnunina.“ Næturhrafn á morgunvakt En hvers vegna ertu á vinnu- staðnum allan daginn? „Á þessum árum sem ég hef verið með morgunútvarpið hef ég lagt mig fram um að setja mig inn í alla þætti þjóðlífsins. Mér fannst það vera eitthvað sem morgunútvarp Bylgjunnar yrði að hafa, þar með talin flóknustu heilbrigðismál, sjáv- arútvegsmál með öllum sínum flækjum, lífeyrismál o.s.frv. jafnt sem léttara efrii eins og tónlist. Ég var alltaf að rembast við að fara yfir allan skalann," segir Þorgeir og virðist hálfundrandi á sjálfum sér - en bætir við: „Það hefur að vísu ver- ið mjög góður skóli.“ Hvað ætlarðu að vera lengi í svona skóla? „Mér gengur illa að útskrifa sjáif- an mig.“ En hefur reynt það, ekki satt? „Jú. Áður en mér var boðið starf á Bylgjunni ætlaði ég að hætta í öllu útvarpsstússi og snúa mér að öðru; gerð heimildarmynda. En Bylgjan freistaði mín og ég óskaði eftir því að vera í morgunútvarpinu klukkan sex að morgni. Það var mikið hlegið því ég er einn af þessum nátthröfn- um og menn sáu það ekki fyrir sér aö ég ætlaði að fara að vakna klukk- an fimm á morgnana. En ég nennti engum flugeldasýningum heldur vildi ég fá að smíða mína afurð á góðum tíma. Ég fékk það sem ég bað um á Bylgjunni." Þorgeir segir morgunvaktina líka hafa passað heimilinu mjög vel. Hann á fjögur börn á aldrinum 9-28 ára, eiginkonan er í krefjandi starfi þar sem hún sér um tölvumál í Bún- aðarbankanum. „Ég sá mér leik á horði til að kynnast yngri börnun- um sem í dag eru fimmtán og níu ára. Ég hef kynnst þeim mjög vel og það er afrakstur og umbun sem ekki verða metin til fjár. Þau hafa pabba sinn heima þegar þau koma úr skól- anum og við erum mjög góðir vin- ir.“ Það vantaði salt í grautinn Þorgeir hefur starfað við útvarp síðustu tuttugu og þrjú árin. Hann byrjaði þegar Gufan var á Skúla- götu, tók þátt í að hleypa Rás 2 af stokkunum, starfaði um tíma við Sjónvarpið og feröaðist um landið með Sumargleðinni í nokkur sumur og svo kom Bylgjan. „Já, mér auðnaðist að byrja á Skúlagötunni undir handleiðslu Jóns Múla og fleiri góðra manna sem ruddu brautina. Þetta byrjaði sem aukavinna hjá mér og átti ekki að verða neitt annað. Það vantaði salt í grautinn. Svo leiddist ég út í þetta smám saman. Ég hef aldrei gert nein lífsplön. Það fer mér ekki. Ég hef gert það sem hjartað segir mér hverju sinni. Sumt hefur kom- ið upp í hendumar á mér og annað mnnið mér úr greipum.“ Hvað nú? „Ætli ég segi ekki að það sé kom- inn hálfleikur. Er ekki fint að hafa hálfleik um aldamót. Svo á ég næstu öld eftir. En ég hef engin plön.“ Þú ætlar kannski í skóla? „Þegar menn tala um skóla eða nám þá hef ég oft hlegið að því með sjálfum mér að þau ár sem ég var með Sumargleði Ragga Bjarna flnnst mér vera besti skóli sem ég hef verið í vegna þess að þá kynnt- ist ég því fólki sem býr hér í land- inu með mér. Ég kynntist fólki í öll- um landshomum og fékk aðra sýn á ísland. Maður hafði numið í skelfi- lega lokuðu skólakerfi sem var í litl- um tengslum við líflð, lokaður inni í skólastofu á Melunum, í Háskóla íslands. Ég kunni ekki að fylla út ávísun þegar ég kom þaðan. Lagið „Litlir kassar", sem var sungið hér um árið, hefur mér alltaf fúndist smellpassa við háskólann. Hann hefur auðvitað tekið breyt- ingum eins og annað en ég þekki hann ekki nógu vel í dag til að segja hversu miklum breytingum." Litríkur ferill Hvað áttu við þegar þú segist aldrei gera nein lífsplön? „Nei, þetta er mjög einfóld upp- skrift en það er bara helvíti erfitt að fara eftir henni. Ætli ég verði ekki orðinn óþolandi mjög fljótlega." Ertu kominn með fráhvarfsein- kenni eftir eina og hálfa viku? „Þau birtast í því að ég er að átta mig á því að það er líf fyrir utan hljóðverið." Ætlarðu aftur á Bylgjuna í haust? „Ég neita því ekki að ég hlýt að sogast að því sem mér líkar hverju sinni. Ég geri alveg eins ráð fyrir því. Það er engu að síður dásamleg tilfinning og vísir að spennu - sem er gamalkunn tilfinning - að vita ekki hvað maður er að fara að gera. Spennupúkinn er á öxlinni á mér þótt ég hafi sett á hann hauspoka að sinni." Ertu kannski í leit að innri friði? „Er maður ekki alltaf að leita að honum? Það er bara svo margt spennandi að gerast í veröldinni í dag og þá fyrst fer ég að óttast um heilsu mína þegar ég hætti að hafa áhuga á mannlífinu í kringum mig.“ -sús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.