Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 9
DV LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 Stefán Karl Stefánsson leikari er nýútskrifaður úr Leiklistar- skólanum. Hann er þó reyndari en margur þar sem leiklistar- bakterían tók sér bólfestu í honum í frumbernsku. Nú á næstunni eru frumsýnd tvö verk sem hann leikur í. Litla Hryllingsbúðin í Borgarleikhús- inu, þar sem hann fer með átta hlutverk, og einleikurinn Þús- und eyja sósa í Iðnó. DV-mynd ÞÖK Stóri bróðir fer að heiman „Minn stœrsti draumur var aó veröa trillukarl. Ég hékk niöri á hryggju daginn út og daginn inn meó trillukörlunum sem leyföu mér stundum aö koma með sér út á sjó, “ segir Stefán Karl Stefánsson leikari þegar hann er beóinn að hugsa til œsku sinnar þar sem hann situr á kaffihúsinu nióri í Iönó. „Ég tók meira aó segja pungapróf (30 tonna skipstjórnarréttindi) og var heilt sumar á trillu með vini mínum Sigurði sem nú er hákarla- veióari í Ástralíu. Það var rosalegt œvintýri. Hafiö hefur líka alltaf tog- að i mig. Ég hef lengi átt mér þann draum að fá aó vera Róbínson Krúsó í stuttan tíma, búa á pínulítilli eyju úti í ballarhafi með pálmatrjám og öskrandi öpum. “ Nunnur í snjókasti Stefán Karl er 24 ára Hafnfirðingur. Honum þykir yndislegt að búa í Hafn- arfirði og segist ekki geta hugsað sér að fara þaðan, enda sé Hafnarfjörður hans sveit. Fyrstu æviárin bjó hann í gamla bænum en fluttist síðan í úthverfi þar sem hann hafði útsýni yfir klaustrið. „Við krakkarnir höfðum heilmikil samskipti við nunnumar og hoppuð- um oft yfir vegginn til þeirra þó að það mætti nú reyndar ekki. Við fórum og gáfum þeim graslauk og grænmeti sem við höfðum ræktað í skólagörð- unum og í staðinn gáfu þær okkur Jesúmyndir og talnabönd. Svo spiluðu þær stundum á gítarinn fyrir okkur.“ Stefán segir að nunnurnar hafi alltaf verið glaðar. Þær fóru út i garð á köldum vetrardögum og voru í snjó- kasti eins og litlar stelpur. Á vorin spiluðu þær blak og fótbolta. Honum fannst þetta alltaf jafn fyndið því að þetta var ekki það sem fólk gerir sér i hugarlund að nunnur nostri við í frí- stundum. En hvenær tók hann ákvörðun um að verða leikari? „Ákvörðunin var ekki tekin strax en ég var samt alltaf að leika. Ég á myndir af mér fjögurra ára þar sem ég hef troðið inn á mig púða, hef tómatsósuflösku fyrir brennivíns- flösku og er að leika fyllibyttu. Ég var voðalega glatt ungt bam og söng og lék fyrir alla sem komu í heimsókn. Einhveiju sinni lenti ég á tali við gamlan grunnskólakennara minn og hafði orð á þvi að ég hefði náttúrlega verið ofvirkur i æsku. „Nei.nei, nei,“ sagði hann. „Þú varst aftur á móti mjög velvirkur." Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt „Á meðan vinir mínir voru að læra að reykja, drekka og ríða þá fór ég með mjólk í Soda Stream flösku og smurt brauð niður í leikfélag Hafnar- ijarðar tU að fylgjast með. Ég hafði reynt að komast inn i leikfélagið með því að sýna töfrabrögð fyrir formann- inn til að sýna hvað ég væri klár. Það virkaði ekki þar sem bömum var meinaður aðgangur." Stefán Karl segist hafa leikið í öll- um skólaleikritum sem hann komst í. Hann lék Níels apa, Ara (lítinn átta ára trítil) og yngingalækninn sívin- sæla. Þegar hann var þrettán ára var í fyrsta sinn starfrækt unglingadeild innan leikfélagsins. Sett var upp leik- rit sem hét Þetta er allt saman vit- leysa, Snjólfur og Guðjón Sigvaldason leikstýrði. Þar með var draumurinn um að komast inn í leikfélagið orðinn að veruleika. „Árið á eftir unnum við með Davíð Þór Jónssyni sem hafði slegið í gegn í hlutverki Fúsa froskagleypis nokkm fyrr. Þá settum við upp leikritið Þú ert í blóma lífsins, flflið þitt, þar sem ég lék fimm kennara. Það sama ár lék ég í Hróa hetti í eldra leikfélaginu og ' frá þeim tíma komst ekkert annað að hjá mér en að leika, leika og leika." Gastu eitthvað lært í þessu leikara- brölti? „Nei, það er einmitt það fyndna við það,“ segir Stefán Karl og hlær. „Ég gerði margar tilraunir til þess að læra eitthvað almennUegt en ekkert gekk. Mér gekk iUa í 10. bekk og fór svo í Iðnskólann. Þar hætti ég eftir eina önn því það var svo mikið að gera í leikfélaginu. Ég byrjaði í tölvufræði, fór í Flensborg, í Iðnskólann í Hafnar- firði en gafst aUs staðar upp af þessari sömu ástæðu.“ Árið 1994 fékk Stefán Karl vinnu uppi í Sjónvarpi við að tala fyrir brúð- ur í Stundinni okkar. Þá um haustið fékk hann svo að leika statista i ára- mótaskaupinu sem Guðný HaUdórs- dóttir leikstýrði. Þar með voru.örlög hans ráðin. Lék Sigurð G.Tómasson „Þetta var Skaupið sem aUt varð vitlaust yfir,“ segir Stefán Karl. „Ég lék meira að segja í einu atriði sem var alfarið bannað.“ Af hverju var það aftur sem allir urðu vitlausir? „Þaö var gert svo mikið grín að . Ólafi G. Einarssyni. Svo þótti fulUangt gengið þegar Vigdis forseti var sýnd panta sér pítsu og sagt að við værum að hæða þjóðhöfðingja okkar. En auð- vitað vorum við þá að deUa á það pít- suæði sem gekk yfir landann. Mér þykir þetta lýsandi dæmi fyrir ís- lensku þjóðina; hvað við þykjumst aUtaf vera fyndin en erum svo ger- samlega húmorlaus oft og tíðurn." Guðný bað svo Stefán Karl að taka að sér nokkur talhlutverk í Skaupinu. Hann segist hafa skolfið á beinunum yfir því, en fundist ólýsanlega æðis- legt að fá að leika á móti Bessa Bjarna, Gísla Rúnari og Eddu, Eggerti Þorleifs og slíkum leikurum. Ásamt öllum þeim leikurum sem honum þóttu fyndnir var þetta fólk hans átrúnaðargoð. Hann fékk að leika með landsliðinu og hann man vei eftir hlutverkum sínum. „Ég lék Sigurð G. Tómasson, Einar Thoroddsen vínsmakkara og gerði til- raun til þess að leika Pál Óskar. Sið- ast en ekki síst lék ég svo manninn sem ekki kunni að syngja þjóðsöng- inn. Söng íslenska þjóðsönginn við lag ræningjasöngsins úr Kardimommu- bænum. Það atriði var bannað. Ég á samt ljósmyndir af því heima og lang- ar að eiga það á bandi en það er áreið- anlega búið að eyða því af öllum film- um,“ segir Stefán Karl og hóstar rosa- lega. „Þetta eru reykingarnar. Það er náttúrlega fáránlegt að vera leikari og reykingamaður þar sem röddin er at- vinnutæki leikarans. Eins og Gunnar Eyjólfsson sagði í ræðunni við út- skrift okkar þá ætti að vera inntöku- skilyrði i Leiklistarskólann að reykja ekki. Að reykja ætti jafnframt að vera brottrekstrarsök. Þó að ég hafi ánetj- ast er ég að mörgu leyti sammála hon- um.“ Bestu ár ævinnar Inntökuprófið í Leiklistarskólann tók Stefán Karl 1995 og komst inn í fyrstu tilraun. Þar er skilyrði að vera fullra 19 ára og hafa gott vald á ís- lenskri tungu auk þess sem maður á að geta kynnt sér lestrarefni á tveim- ur öðrum tungumálum. Það stóð að minnsta kosti í umsókninni. „Ég var ekki með nándar nærri góða þekkingu á tungumálum en náði samt að kljúfa þetta,“ segir Stefán Karl. „Ég held líka að ef maður býr yfir einlægni og leikhæfileikum þá sé það það sem öllu máli skiptir." „Þetta eru bestu ár ævinnar," segja margir sem eru reyndir leikarar í dag. „Að vera í umhverfi þar sem maður fær tíma tO þess að hugsa sitt ráð og skoða sjálfan sig. Fyrir mig var það frábært. Ég var líka ótrúlega heppinn með bekkinn minn. Við erum 8 einstaklingar sem öll stefnum að því að verða leikarar og við verðum eins og stór fjölskylda. Það kemur eitthvað upp á og fólk rífst og skammast og faðmast og elskast. Það skiptast á skin og skúrir eins og í öllum fjölskyldum en yfirleitt var það bara skin hjá okk- ur. Núna er útskriftinni lokið og það er erfitt að slíta sig frá þessu fasta formi. Það hefur svo margt breyst. Þetta er eins og þegar stóri bróðir fer að heiman. Ekkert er samt.“ Er ykkar hópur ekki minna vernd- aður en fyrri árgangar þar sem þið hafið leikið svo mikið utan skóla? „Leiklistarskólanemar hafa alltaf getað fengið undanþágur til að leika utan skóla. Ástæðan fyrir því að við komumst í umræðuna var að við vor- um svo mörg úr einum bekk sem þetta gerðum. Þegar upp var staðið gerði þetta okkur gott. Ég er líka hlynntur því að menn fái að leika, svo lengi sem það kemur ekki niður á skólanum.“ Fyrir alla sem hafa flogið Nú hefur Stefán Karl útskrifast með sinum skólafélögum. Útskriftar- verkefni þeirra, Krákuhöllin, hefur hlotið mikla athygli og segir Stefán að önnur eins aðsókn hafi ekki verið í Nemendaleikhúsið i áratugi. Útskrift- arnemarnir gæla við þá hugmynd að fá að halda Lindarbæ út júni til þess að geta sýnt stykkið áfram. „Það byggist á að fjármálaráðherra, sem stjórnar Hagstofunni, og mennta- málaráðherra, sem stjórnar okkur, komist að samkomulagi. Núna er fjár- málaráðuneytið að vinna sína vinnu en það er menntamálaráðuneytið ekki að gera. Þetta strandar víst allt á ein- hverjum húsverði sem ræður og hefur ráðið verktaka til þess að hefja störf 1. júní.“ Stefán Karl er aftur kominn í Iðnó en í fyrrasumar lék hann þar í Þjónn í súpunni, verki sem einnig hefur hlotið góða aðsókn. Á næstunni verð- ur þar frumsýndur einleikur sem hann notaði einmitt í Leiklistarskól- anum. „Við vinnum einstaklingsverk- efni á þriðja ári námsins og ég bað Hallgrím Helgason að skrifa fyrir mig verk. Við duttum niöur á að láta verk- ið gerast í flugvél og úr varð Þúsund eyja sósa. Hallgrímur sendi svo leik- ritið inn í leikritasamkeppni hér í Iðnó og við urðum í öðru sæti. Nú verður það sýnt í Hádegisleikhúsinu undir stjórn Magnúsar Geirs Þórðar- sonar.“ Hvert er efnið? „Þetta er gamanleikur við hæfi allra þeirra sem hafa verið í flugvél. Leikritið er annars svo stutt að ég má ekki gefa upp of mikið af efni þess,“ segir Stefán Karl og hlær. „En það kemur ýmislegt skondið upp á, því get ég lofað.“ Að ná sambandi við sadist- ann í sér í bili segist Stefán ekki vera farinn að hugsa mikið um framtíðina. Litla hryllingsbúðin verður frumsýnd eftir örfáa daga og þar leikur hann 8 hlut- verk. Þar á meðal hlutverk sadíska tannlæknisins sem Laddi lék svo eftir- minnilega héma um árið. Stefán tek- ur ekki hárkolluna og góminn sem Laddi notaði heldur er persónusköp- un hans öO önnur. Hann segir enn- fremur að það sé ekkert erfitt að ná sambandi við sadistann í sjálfum sér: „ÖU eram við sadistar meira og minna. Hvað er stríðni til dæmis ann- að en sadismi á lágu stigi?“ Þegar Stefán Karl er spurður út í framtiðina segist hann enn búa hjá pabba og mömmu en í haust ætla hann að flytja í eigin húsnæði. Nafla- strengurinn slitni seint i hans tilfeOi en nú haldi hann út f hina grimmu veröld. „Ég á líka fuUt af draumum sem mig langar að láta rætast. Mig langar tU dæmis til þess að búa tU eitthvað með tónlist og gríni. Þó að nýir og nýir skemmtikraftar komi fram hér á íslandi þá eru þeir aUir með það sama. Stand-up. Hljómsveitirnar eru líka aUar einhvers konar Greifabönd. Mér finnst vanta eitthvert júník og mig langar til þess að gera eitthvað í því. Ekki bara detta ofan í hjólför hinna heldur skapa mín eigin.“ -þhs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.