Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999
11
Eitt nöturlegasta verk sem
stjórnendur fyrirtækja þurfa að
taka sér fyrir hendur er að standa
augliti til auglitis við góðan
starfsmann og segja honum upp
störfum. Enginn sem ekki hefur
staðið í sporum framkvæmda-
stjórans, sem nauðugur verður að
láta starfsfólk fara, getur að fullu
skilið hve slíkt er erfitt og hve sál-
rænu átökin eru mikil.
Forráðamenn Vinnslustöðvar-
innar hf. stóðu frammi fyrir því
að nauðsynlegt var að segja upp
tugum starfsmanna í Vestmanna-
eyjum og Þorlákshöfn. Geir Magn-
ússon, stjórnarformaður fyrirtæk-
isins, sagði sl. fimmtudag í viðtali
við DV að þetta væru erfiðustu
aðgerðir sem hann hefði lent í og
skal enginn draga þau orð í efa.
Enginn gengur glaður til þess
verks að segja starfsfólki upp. „Ef
ekki hefði verið staðið svona að
þessu hefði ekkert annað en gjald-
þrot blasað við og þá væru fögur
loforð og fyrirheit fyrir bí,“ sagði
Geir Magnússon og vís-
ar meðal annars
til þeirra fyr-
irheita sem |;
Vinnslu-
s t ö ð i n
gaf íbú-
um Þor-
lákshafnar
þegar Meitill-
inn rann inn í
Vinnslustöðina
fyrir nokkrum
árum, þá kom-
inn að fótum
fram.
Stjórnendur
Vinnslustöðv-
arinnar róa
lífróður til að
bjarga dýr-
mætu fyrir-
tæki og
þ e i m
b e r
eru fleiri sem hafa fallið í hana.
Sá er þetta ritar hefur fylgst
með Vinnslustöðinni síðustu ár
sem blaðamaður og skrifaði nokk-
uð reglulega um rekstur og efna-
hag fyrirtækisins þegar það gekk
í gegnum hverja breytinguna á
fætur annarri. Skrifin einkennd-
ust oftar en ekki af gagnrýni á
stefnu stjórnenda og árangur eða
árangursleysi þeirra í rekstri.
Forráðamenn Vinnslustöðvarinn-
ar sveið undan skrifunum, töldu
þau ósanngjörn og jafnvel ill-
kvittnisleg - sprottin af undarleg-
um hvötum.
Slagur um
veikburða risa
Vinnslustöðin hf. hefur um
langt skeið verið einn af máttar-
stólpum atvinnulífsins í Vest-
mannaeyjum og einnig í Þorláks-
höfn eftir að Meitillinn var sam-
einaður fyrirtækinu árið 1996.
Kastljós fjölmiðla fór hins vegar
ekki að beinast að Vinnslustöð-
inni fyrr en siðari hluta árs
1994 þegar fyrirtækið varð
bitbein tveggja íslenskra
hugsanleg arðsemi hlutabréfa-
kaupa sé mikil í framtíðinni, en
ekkert bendir til þess að Vinnslu-
stöðin uppfylli þetta skilyrði."
í sömu grein var bent á hve
veik fjárhagsleg staða fyrirtækis-
ins væri, enda eiginfjárhlutfallið
hættulega lágt, ekki síst með tilliti
til þess hve bókfærðar veiðiheim-
ildir voru stór hluti eigna. í lok
ágúst 1994 voru hókfærðar veiði-
heimildir Vinnslustöðvarinnar
górum sinnum hærri en eigið fé,
en þá voru bókfærðar veiðiheim-
ildir Granda aðeins um 7% af eig-
in fé.
Væntingar
Um það verður ekki deilt að
gerð hafa verið mistök í rekstri
Vinnslustöðvarinnar á undan-
förnum árum, þó margt hafi
einnig verið vel gert og sumt af
framsýni. En alvarlegustu mistök-
in sem stjórn og stjórnendur fyrir-
tækisins hafa gert er að byggja
upp óraunhæfar væntingar
meðal starfsmanna, eigenda
og fjárfesta. Fátt er verra
en gefa fólki falskar von-
ir og skiptir engu þó þaö
sé gert í góðri trú.
Bjartsýni á framtíð-
ina er drifkraftur fram-
taksmanna og því nauð-
synleg þegar tekist er á við
flókinn og erfiðan rekstur.
En bjartsýni má ekki
blinda menn svo að
1999/2000, það er markmið stjórn-
enda fyrirtækisins."
Nokkrum mánuðum áður
greindi Morgunblaðið frá því að
með breyttu vinnufyrirkomulagi
og öðrum breytingum í vinnslu
stefndu stjórnendur Vinnslustöðv-
arinnar að því að gera bolfisk-
vinnsluna arðbæra. Sextán mán-
uðum áður hafði sama dagblað
eftir framkvæmdastjóranum að
hann teldi Vinnslustöðina vera
„eitt allra besta fyrirtæki landsins
í vinnslu á uppsjávarfiski. Með
því að koma okkur upp þessari
miklu afkastagetu höfum við var-
ið okkur og aukið samkeppnis-
hæfni fyrirtækisins og búið það
undir niðursveifluna með því að
lækka allan kostnað. Og nú er
kominn tími til að snúa sér að því
að umbylta bolfiskvinnslunni".
Um leið voru skýr skilaboð send
til íbúa Þorlákshafnar: „Við höf-
um séð að betri afkoma er af
vinnslunni þar en í flestum frysti-
húsum landsins."
Það skal engan undra að
starfsfólk Vinnslu-
stöðvarinnar
bregðist illa við
uppsögnum, eft-
ir allt sem á
undan er
gengið og þeg-
ar yfirlýsing-
ar forráða-
manna fyr-
irtækisins
Laugardagspistill
Úli Björn Kárason
ritstjóri
sem léku um íslenskar sjávaraf-
urðir um nokkurt skeið.
Það var yfirlýst markmið nýrra
eigenda Vinnslustöðvarinnar að
skrá fyrirtækið á Verðbréfaþing
íslands og því
var hafist
h a n d a
við al-
mennt
skylda til þess að grípa til þeirra
aðgerða sem nauðsynlegar eru,
jafnvel þótt þær kunni að vera
sársaukafullar fyrir einstaklinga
og jafnvel heilu byggðarlögin.
Engum er gerður greiði með því
að halda úti vonlausum rekstri,
sem fyrr eða síðar er dæmdur til
að sigla í strand.
Það þarf sterkar taugar, útsjón-
arsemi og raunsæi til að standa í
rekstri fyrirtækja, ekki síst þeirra
sem glíma við erfíðleika. Gildra
óraunhæfra væntinga umlykur
allt starf þeirra sem berjast við að
halda fyrirtæki á floti. Sumum
hefur tekist á undraverðan hátt
að forðast þessa gildru, en þeir
viðskiptablokka sem gárungar
kalla kolkrabba og smokkfisk.
Kaup ÍS á nær 30% hlut olli
skjáifta í íslensku viðskiptalífi og
markaði nokkur tímamót í harðri
samkeppni viðskiptablokkanna.
Vinnslustöðin hafði frá fornu fari
verið innan vébanda Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna en
með kaupum ÍS náðu gömlu Sam-
bandsfyrirtækin yfirhöndinni.
Þessi valdabarátta milii SH og ÍS,
milli Eimskips og Samskipa áttu
eftir að harðna, þó sú saga verði
ekki rakin hér. Yfírtaka gömlu
Sambandsfyrirtækjanna á
Vinnslustöðinni var hins vegar
dæmigerð fyrir þá fersku vinda
hlutafjárútboö í nóvember 1994.
„Það liggur hins vegar fyrir að
staða Vinnslustöðvarinnar er í
besta falli mjög ótrygg, enda hefur
fyrirtækið gengið illa og hefur fyr-
irtækið ekki náð sama árangri og
önnur sjávarútvegsfyrirtæki af
svipaðri stærð,“ sagði í fréttaskýr-
ingu Viðskiptablaðsins í nóvem-
ber 1994. Þar var eftirfarandi
einnig haldið fram: „Hlutabréf í
Vinnslustöðinni eru ekki fýsileg-
ur kostur fyrir einstaklinga né
stofnanafjárfesta, eins og lífeyris-
sjóði, sem gera kröfu um sæmi-
lega trygga fjárfestingu. Þeir sem
eru tilbúnir til að taka mikla
áhættu gera kröfu til þess að
þeir skynji illa þær hættur sem
fram undan eru. Mér virðist þetta
því miður hafa verið reyndin hjá
Vinnslustöðinni.
Fyrir réttu ári voru stjómend-
ur Vinnslustöðvarinnar fullir
bjartsýni og í fréttabréfi fyrirtæk-
isins sagði að áfram yrði „unnið
að því að koma fyrirtækinu í hóp
þeirra arðbærustu í greininni en
það mun taka einhver ár til við-
bótar". Og til að undirstrika von-
ir um bjarta framtíð sagði þáver-
andi framkvæmdastjóri á sama
vettvangi: „Það er trú okkar að
Vinnslustöðin hf. verði komin í
hóp arðbæmstu sjávarútvegsfyr-
irtækja landsins á rekstrarárinu
gegnum árin em hafðar í huga.
Þegar vonir sem byggðar hafa ver-
ið upp bresta verða sárindin og
vonbrigðin meiri. Þetta á jafnt við
um starfsmenn sem standa eftir
án atvinnu og fjárfesta sem lagt
hafa fjármuni í fyrirtæki í góðri
trú.
Vinnslustöðin er langt frá því
að vera einsdæmi þegar kemur að
bjartsýni og óraunsæi. Margir
stjórnendur og forráðamenn fyrir-
tækja hafa fallið í þessa gryfju í
gegnum árin. En vegna þess sem á
undan er gengið er verkefni Geirs
Magnússonar stjórnarformanns
enn erfiðara en ella.