Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 63
JjV LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 75 Lon Chaney, ein helsta hryllingsmyndastjarna fyrri ára íThe Phantom of the Opera frá árinu 1932. Romans Polanski, Rosemary’s Baby (1968). Áttundi áratugurinn reyndist síð- an gullöld hryllingsmyndanna. Fyrst var það The Exorcist (1973), frábær mynd sem sló í gegn og ýtti langar leiðir mörkum þess sem hryllingsmyndir gátu leyft sér. í lok áratugarins komu síðan Alien (1979) og The Shining (1980), sem ásamt The Exorcist eru að mínu mati bestu hryllingsmyndir allra tíma. Margir meistarar hófu einnig feril sinn þennan áratuginn meö at- hyglisverðum hryllingsmyndum. Þar á meöal voru David Cronen- berg, David Lynch, Brian De Palma og John Carpenter. Eftir áttunda ára- tuginn var ekki hægt að komast miklu lengra í hreinum hryllingi, en margar fyrirtaksmyndir voru þó gerðar. Það sem einkenndi ára- tuginn öðru fremur var sigurför splatter- myndanna, sem unnu hug og hjörtu hryllingsaðdáenda með hugmyndarik- um hryllingi og geggjuðum húmor. Helstu leikstjórar stefnunnar voru Sam Raimi sem gerði Evil Dead myndirnar, Frank Henenlotter, sem gerði Basket Case (1982), Brain Damage (1988) og Franken- hooker (1990), Stuart Gordon, sem gerði Re-Animator (1985), og Peter Jackson, sem gerði Bad Taste (1987) og Braindead (1992). Framan af þessum áratug nutu hryllingsmyndir minni vinsælda, en það breyttist hressilega með hinni afar snjöllu, sjálfsmeðvituðu og fyndnu Scream (1996). Hún nýtti sér formúluna og klisjumar í tán- ingahrollvekjunni á sniðugan hátt og óf þær inn í söguþráðinn. Ótal eftirlíkingar hafa fylgt í kjölfarið, en nú þegar aldamótin nálgast virö- ist tilhneigingin í hryllingsmyndum vera sú að líta um öxl fremur en að líta fram á veginn og reyna eitthvað nýtt. -PJ Helstu hryllingsmyndirnar Þegar ég fór að skoða málin sá ég að ég hafði séð ansi margar hryllings- myndir en það eru líka nokkrar frægar sem ég hef ekki séð, svo sem Plan 9 from Outer Space (1958), Night of the Living Dead (1968), The Omen (1976), Hall- oween (1978) og Fri- day the 13th (1980). Eftir vandlega at- hugun komst ég að því að ef ég tel The Exorcist ekki með hafi ég séð 22 mynd- ir sem ég mundi telja kvikmynda- sögulega mikilvæg- ar fyrir hryllings- myndir og skipti ég þeim hér niður í þijá flokka. í flokki hinna allra bestu eru nokkrar grín- hrollvekjur, splatt- ermyndir, sem nota scream.1996. ýktan hrylling til að vekja hlátur. Eftir standa tvær myndir, The Alien og The Shining sem ásamt The Exorcist mynda hina heilögu þrenningu „hreinna" hryllings- mynda. Ofmetnar: Psycho (1960)* The Birds (1963) Rosemarys Baby (1968) The Texas Chainsaw Massacre (1974) An American Werewolf in London (1981) A Nightmare on Elm Street (1984) Interview with the Vampire (1994) Mæli með: Jaws (1975) Carrie (1976) Cat People (1982) TheThing (1982) TheFly (1986 BadTaste (1987) Bram Stokers Dracula (1992) fíom Dusk till Dawn (1996) Event Horizon (1997) Þær allra bestu: Alien (1979)* The Shining (1980)* The Evil Dead (1982) Evil Dead II (1987) Braindead (1992)* Scream (1996) •Þessar myndir hafa fengið meðaleinkunn upp á 8,0 eða meira í kjöri áhugamanna á The Internet Movie Database á Net- inu. -PJ Myndband vikunnar The Exorcist ★★★★ SÆTI FYRRI i VIKA l j VIKUR Á LISTAi TITILL ÚTGEF. I j TEG. | 1 J ; i í * í Ronin í • j Wamer Myndir J j Spenna 2 NÝ j ) j 1 ) Holy Man SAM Myndbönd j Gaman J 3 ; 6 J J J 9 ' J 2 ) Prímaiy Colors j Skrfan Gaman 4 j j NÝ , J j i j Antz J J CIC Myndbönd J 1 Gaman J 5 j J 2 j ! 3 ! 7 ! There's Somthing About Maiy j Skrfan | : .• ‘-"v;- V .•-'•• • 1 Gaman 1 6 j ) 5 ! The Truman Show J CIC MyndbSnd J j Gaman 7 j J 4 j J J ! 6 ! Snake Eyes 1 J SAM Myndbönd J J Spenna J 8 J j 5 ! 4 ! Taxi Háskólabíó j Spenna 9 í NÝ í 1 i Pleasantville Myndfonn j Gaman 10 í 7 ! io OutOfSight CIC Myndbönd j J Gaman 11 j 9 j ‘ j i 1 i 3 j Divorcing Jack Stjömubíó j Spenna 12 ! 8 j ) ! 4 ..! Thunderbolt J Skífan J j Spenna 13 13 ! 2 ! i j In The Company Of Men Háskólabíó J j Gaman j 14 1 12 5 Can't Hardly Wait Skífan Gaman 15 Ní j í Fear And Loathing In Las Vegas SAM Myndbönd J Gaman J 16 10 8 Rush Hour Wamer Myndir j Gaman Dr. Dolittie Myndform Gaman DiityWork Myndfoim Gaman Myndform Spenna Spanish Prísoner SAM Myndbönd Spenna Vikan 11. - 17. maí. Tímamótaverk Rúmlega aldaifjórðungur er lið- inn slðan þetta meistaraverk leit dagsins ljós en það heldur sínu og er einhver mikilvægasta og besta hryllingsmynd sem gerð hefúr ver- ið. Hún treystir á tæknibrellur og gengur lengra en aðrar myndir þess tíma í óhugnaði og viðbjóði en allt þetta þætti þó bamaleikur miðað við það sem gert hefur verið siðan. Samt heldur hún stöðu sinni sem einhver skelfilegasta og áhrifamesta hryllingsmynd allra tíma. Þetta er ekki síst vegna Jiess að myndin veltir sér ekki upp úr subbuskapnum, heldur notar hann aðeins þegar við á, til að undir- strika illskuna sem veriö er að fjalla um. Sagan segir frá mjög venjulegu fólki sem lendir í hinum hryllileg- ustu aðstæðum. Persónusköpun og leikur er fyrsta flokks og leikstjór- anum tekst furðu vel, miðað við efn- ið, að sneiða hjá melódramatík. Myndin segir frá ósköp sætri og elskulegri 12 ára stelpu sem smám saman fer að hegða sér undarlega. Móðirin bregst eðliiega við með því að leita til lækna, sem standa ráð- þrota þrátt fyrir ítarlegar rannsókn- ir og lyfjagjafir. Læknamir gefast upp og geðlæknar taka við með engu betri árangri. Að lokum leitar móðirin í örvæntingu til kaþólsku kirkjunnar sem sendir særingaprest til aö særa hinn illa anda, sem seg- ist vera djöfullmn sjálfur, úr henni. Persónusköpun og leikur eru fyrsta flokks og frásagnarmátinn er eins og í dramatískri mynd fremur en hryliingsmynd og öll áhersla lögð á að gera viðbrögð persónanna sem trúverðugust, þannig að mynd- in tekur á sig raunveruleikablæ, sem aðrar hryllingsmyndir hafa ekki. Reyndar ku leikstjórinn Willi- am Friedkin hafa beitt lúalegustu brögðum I þessu skyni en frá þessu og fleiru er sagt í mjög fróðlegri og áhugaverðri um klúkkutíma langri heimildamynd sem kemur á eftir myndinni. Þar segir líka frá því hvemig hljóðiö var unnið í mynd- inni en myndin fékk óskarsverð- laun fyrir hljóðvinnslu og handrit. The Exorcist gekk í mörgum til- fellum fram af áhorfendum þess tíma og sögur gengu um aö fólk hefði flúið af sýningum eða kastað upp, enda gekk myndin miklu lengra en hryllingsmyndir almennt gerðu. Hún gerði mikið til að breyta skilgreiningu hryllingsmynda þannig að nú teljast ekki lengur hryllingsmyndir þær myndir sem aðeins gefa óhugnað í skyn. Mynd um geðveikan fjöldamorðingja er ekki lengur talin hryllingsmynd nema hún sýni morðin í subbuleg- um smáatriðum. The Exorcist er þannig tímamótaverk og staðreynd- in er sú aö þær myndir sem gerðar hafa verið síðan slá hana kannski út í subbuskap en þær slá hana ekki út I hryllingi. Útgefandi: Warner myndir. Leik- stjóri: William Friedkin. Aðalhlut- verk: Ellen Burstyn, Jason Miller, Max Von Sydow og Linda Blair. Bandarísk, 1973. Lengd: 117 mín. Bönnuð innan 16 ára. Pétur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.