Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 » fréttaljós .Martröðin í Borgarleikhúsinu" eða „Leikhússtjórinn sem fólkið óttaðist": Ef leikskáld væri að leita sér að efni í leikrit gæti hann sótt það í ástandið sem ríkt hefur innan veggja Borgarleikhússins undanfar- in misseri. Þar hefði hann fundið alla þá þræði og plott sem þarf i vel fléttað leikrit, svita, tár, ólgandi ástríður og tilvistarkreppu fólks sem óttast um afdrif sín og sinna. í aðalhlutverki væri leikhússtjórinn Þórhildur Þorleifsdóttir sem stjórn- að hefur Borgarleikhúsinu með sínu lagi í þrjú leikár þannig að undan hefur sviðið hjá mörgum. Enginn neitar því hins vegar að leikhússtjórinn hefur náð árangri í starfi þrátt fyrir hávaðann sem fylgt hefur daglegum sveiflum Þórhildar Þorleifsdóttur. Leikarar hvísla því þó baksviðs þegar hún heyrir ekki til að velgengnin í rekstri Borgar- leikhússins eftir að Þórhildur tók við sé helst að þakka léttum gaman- leikjum sem séu margir hverjir fyr- ir neðan virðingu leikhússins - þó svo að bróðir hennar leiki aðalhlut- verkið í þeim flestum. En þetta segja leikararnir ekki upphátt. Þeir eru hræddir um að missa vinnuna enda ekki í mörg önnur hús að venda fyrir leikara í landinu. Því hærra kvarta þeir og kveina í einkasamkvæmum og hrista margir hverjir höfuðið í örvinglan yfír því hlutskipti sínu að þurfa aö lúta aga og valdi Þórhildar Þorleifsdóttur. Hins vegar hefur hluti starfsfólks á skrifstofum og þeir sem eiga í dag- legum samskiptum við leikhússtjór- ann skorið upp herör gegn ofríki og meintum skapofsa Þórhildar, gengið á dyr og ekki vandað henni kveðj- umar sem frægt er úr fréttum. Þór- hildur svarar þvi hins vegar til að tvær hliðar séu á öllum málum og hún ætli ekki að ræða sína hlið op- inberlega í fjölmiðlum. Þó ætti hún sem stjómandi að íhuga starfsað- ferðir sínar þegar starfsmaður sem þekktur er að geðprýði og jafnvægi Létt hjá Þórhildi 85% áhorfenda Ef ég væri gullfiskur * Trúðaskólinn ** Hið ljúfa líf * Galdrakarlinn í Oz *** Augun þín blá ....* Feitir menn í pilsum *** Sex í sveit * Grease ★* Mávahlátur ** Pétur Pan ** Stjómleysingi ferst af *** Búasaga 0 hugans hefur um tveggja ára skeið þjáðst af matröð vegna vinnustaðar síns: í hjutverki kvalarans „Ég hef þjáðst reglulega af svefn- truflunum og martröðum þar sem leikhússtjórinn hefur undantekn- ingarlaust verið í hlutverki kvalar- ans. Stundum hef ég varla treyst mér í vinnuna að morgni," segir leikhúsmaðurinn sem af skiljanleg- um ástæðum vill ekki láta nafns síns getið og hann bætir því við aö hann viti af fleiri samstarfsmönn- Páll Baldvin - hefur ekki roð við leik- hússtjóranum. um sínum sem þjáist af svefnleysi vegna þess sama. Ingibjörg Elfa Bjarnadóttir, fyrrverandi sýningar- stjóri Borgarleikhússins sem yfirgaf skútuna eftir níu ára starf, orðar þennan ótta starfsmanna svona: „Það var oft mikið um að vera þegar Sigurður Hróarsson og Hall- mar Sigurðsson voru leikhússtjórar í Borgarleikhúsinu og fólk gat misst sig. En þeir skömmuðu aldrei starfs- menn fyrir framan gesti á niðrandi og dónalegan hátt. Stundum beið ég bara eftir því að Þórhildur færi að skamma leikhúsgestina sjálfa. Ég var búin að fá nóg og var þeim degi fegnust þegar ég gekk út úr Borgar- leikhúsinu," segir Ingibjörg, Elfa sem er farin að vinna á hamborg- arastað 1 Kópavogi og kann vista- skiptunum vel. Ellert Ingimundarson, leikari og varaformaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur, segir að stjórn félags- ins standi enn að baki leikhússtjór- anum, hvað svo sem verði. Sam- skiptaörðugleikar á vinnustað séu aldrei til góðs. Hins vegar hafi þeir sem sagt hafi upp ekki minnst orði á samskiptaörðugleika við leikhús- stjórann í uppsagnarbréfum sínum og því hafi ekki þótt ástæða til að taka málið upp á stjómarfundum. Þessari túlkun varaformannsins mótmælir Valdis Gunnarsdóttir, hjá Þórhildi 15% áhorfenda Largo Desolato * Gulltáraþöll * Dómínó *** Fagra veröld ** yölundarhús 0 Ástarsaga **** Feður og synir ** Sumarið '37 ** Horft frá brúnni *★ Ofanljós * Fegurðardrottningin frá Línakri *★★* Þórhildur - hefur ekki enn skammað gestina. fyrrverandi leikhúsritari: „Þó ég hafi ekki minnst á sam- skiptaörðugleika við leikhússtjóra í uppsagnarbréfi mínu þá gerði ég formanni Leikfélagsins munnlega grein fyrir ástandi máli og sam- skiptaörðugleikum á löngum fund- Ellert Ingimundarson - tvístígandi varaformaður. um bæði fyrir og eftir að ég sagði upp,“ segir Valdís Gunnarsdóttir sem starfar nú hjá Námsráðgjöf Há- skóla íslands. Tvíburarbróðir í skapi Formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur sem Valdís vitnar til er Páll Baldvin Baldvinsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2. Hann dvelur erlendis um þessar mundir vegna starfa sinna við innkaup á sjónvarpsefni en samkvæmt heim- ildum úr innsta hring starfsmanna í Borgarleikhúsinu hefur hann ekki roð við leikhússtjóranum þegar Þór- hildur er í ham. Hefur það komið þeim sem til þekkja á óvart því á Stöð 2 er Páll Baldvin hvað þekkt- astur fyrir stjórnunarstíl sem sver sig mjög í ætt við það sem Þórhild- ur Þorleifsdóttir er þekkt fyrir í Borgarleikhúsinu. Eða, eins og einn undirmanna Páls Baldvins á Stöð 2 orðar það: „Það sem sagt hefur ver- ið um yfirganginn og dónaskapinn í Þórhildi Þorleifsdóttur er eins og mannlýsing á Páli Baldvin.“ Skýr- ingin á því að stjóm Leikfélagsins hefur ekki gripið í taumana vegna ástandsins í Borgarleikhúsinu, sem starfsmenn kalla „sjúkt“, er sú að Páll Baldvin vill sigla lygnan sjó og eiga þar skjól þegar dagar hans á Stöð 2 em taldir. Hann segist eiga starfsframa vísan á öðrum vett- vangi og á þar við Borgarleikhúsiö. Því hefur hann haslað sér völl hjá Leikfélagi Reykjavíkur og hann hef- ur persónlegra hagsmuna að gæta að þar ríki ró og friður í formanns- tíð hans. Sú yfírborðskyrrð sem menn vildu að ríkti yfir starfi Borgarleik- hússins út á við var rofin af leiklist- arráðunaut leikhússins, Hafliða Arngrímssyni, hér í DV þegar hann kvaddi Borgarleikhúsið og „...sagði hljóðlega bless“ þegar reynsla hans og menntun nýttist leikhúsinu ekki lengur, eins og hann orðaði það, og ..Ég get ekki skrifað upp á stjóm- unarstíl og yfírbragð Þórhildar Þor- leifsdóttur leikstjóra." Öllum sem til þekkja ber saman um að Hafliði sé einn reyndasti og besti leikhúsmað- in þjóðcirinnar, auk þess að vera prúðmenni og þekktur að langlund- argeði. Þegar hann kveður leikhús sitt með orðum eins og hann hefur látið falla þá er ekki allt með felldu. Samkvæmt heimildum innan Borg- Fréttaljós Eiríkur Jónsson arleikhússins var það þó ákvörðun- in um að ráða Sigurð Pálsson sem leiklistarráðunaut að leikritinu Vorið vaknar, sem sýnt. verður á næstunni, sem fyllti mælinn hjá Hafliða. Sjálfur hafði Hafliði þýtt verkiö og gekk að því sem vísu að hann fengi að fylgja því alla leið þegar Kristín Jóhannsdóttir leik- stjóri réð eiginmann sinn, Sigurð Pálsson, í starfið í samráði við leik- hússtjórann. Hafliði Arngrímsson leitar sér nú að nýju starfi í litlu samfélagi leikhúsfólks í Reykjavík. Hávaðinn fældi fuglana Sá eini sem sagt hefur upp starfi í Borgarleikhúsinu að undanfórnu en ekki kvartað opinberlega yfir stjóm og starfi leikhússtjórans er Jóna Finnsdóttir framkvæmdastjóri. Hún segir andrúmsloftið í leikhúsinu gott og aldrei hafi borið skugga á samstarf hennar og Þórhildar. Skýtur þar skökku við þar sem samstarfsfólk hennar sver og sárt við leggur að Jóna hafi oftar en einu sinni setið á skrifstofu sinni og reytt hár sitt Jóna Finnsdóttir - reytti hár sitt en ber sig vel. vegna samskipta við leikstjórann. Skýringin á þessum sinnaskiptum framkvæmdastjórans er, að mati samstarfsmanna hennar, að Jóna sé að taka við starfi framkvæmdastjóra Listaskóla íslands og vilji fyrir bragðið sigla lygnan sjó, líkt og formaður Leikfélagsins hefur kosið að gera. Það sér ekki fyrir endann á átökunum í Borgarleikhúsinu. Á leikhúsmáli væri það orðað sem svo að nú væri hlé. Þá hvílast menn og bíða seinni þáttar. Það býst enginn við að Þórhildur Þorleifsdóttir leggi upp laupana þrátt fyrir tímabundið mótlæti, enda af Núpakotsætt sem er þekkt fyrir kvenskörunga sem létu hlýða sér þegar þær skipuðu fyrir svo háum rómi að fuglar flugu úr túni. Gagnrýnin á leikhússtjórann felst í því að Þórhildur stjómi með yfirgangi og frekju og vegna hræðslu við að missa vinnuna og fá ekkert annað í staðinn sé starfsfólkið óttaslegið. Mitt í óttanum liggur hins vegar sú staðreynd að stígandi hefur verið í aðsókn að Borgarleikhúsinu eftir að Þórhildur Þorleifsdóttir settist þar við stjórnvölinn. Á leikárinu 1996-1997 vom gestir Borgarleikhússins tæplega 57 þúsund talsins. Þar af sóttu um 26 þúsund sýningar sem leikhúsið Hafliði Arngrímsson - braut ísinn. sjálft stóð alfarið að. Ári síðar var heildargestafjöldi 77 þúsund og þar af komu 55 þúsund á sýningar sem alfarið voru skipulagðar og á ábyrgð leikhússtjórans. Arnar Jónsson, leikari og eiginmaður Þórhildar leikhússtjóra um áratugaskeið, vill ekki tjá sig um skapferli og lundarfar eiginkonu sinnar þegar hann er beðinn um það. Hann hlær bara, segir þetta storm í vatnsglasi og veit að frúin klárar sig. Sama á hverju gengur. Líka eftir hlé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.