Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 29. MAI1999 fólk Nútíma inn á efri ár og farinn að njóta hundalífsins. Agi hundanna er mik- ill enda liggur mikil vinna á bak við þjálfun þeirra og fer Steinar á nám- skeið og fyrirlestra erlendis árlega auk þess sem þeir hafa tekið þátt í æfingaleitum reglulega. Steinar hef- ur einnig verið að temja hesta en það er einungis aukabúgrein þar sem hann starfar sem lögreglumað- ur á Sauðárkróki. í vetur hefur hann auk þess stundað fjamám frá VMA og Bændaskólanum á Hvann- eyri en þrátt fyrir að vera í búfræði- námi hafa þau hjón ekki í hyggju að bæta við sig dýrategundum, nema hvað þau eiga von á nokkrum hæn- um til viðbótar. Hanana hefur Kol- brún alfarið séð um og eru þeir svo spakir að hægt er að taka þá í fang- ið og klappa þeim, einn þeirra situr m.a.s. á öxlinni á henni eins og páfagaukur. Skafl upp að þaki Það var gestkvæmt á Skarði þeg- ar ljósmyndara DV bar að garði, næturgestir höfðu verið nóttina áður, hundurinn Klumpur var í pössun og sat hann úti í glugga eins og köttur og naut þess að vera inni í rigningarsuddanum og slabbinu, en jörðin var að koma undan snjó vetrarins sem var gríðarmikill. El- ísabet Ýrr var að leika sér í tölv- unni ásamt frænda sínum og Sonja frá Namibíu hellti upp á kaffi handa gestunum en hún hefur dvalið hjá þeim Kolbrúnu og Steinari undan- farið. Hún kom til landsins á vegum Slysavarnafélagsins og stundaði nám í Fjölbrautaskólanum á Sauð- árkróki eftir áramót. Það voru gríð- arleg viðbrigði fyrir Sonju að koma úr eyðimörkinni í allan snjóinn á Skarði en þegar hann var mestur var skafl upp á miðja glugga á efri hæðinni. Hún er nú á heimleið eftir viðburðarikan vetur. Búskapurinn á Skarði er ekki hefðbundinn, dýrin þar eru meira gæludýr eigenda sinna en gengur og gerist á venjulegum sveitabæjum. Það má segja að mann- og dýralífið sé þar litríkt og þrátt fyrir ólíkar dýrategundir er það eins og í Hálsa- skóginum að öll dýrin eru vinir, eins og myndimar bera með sér. -ubk sveitalíf Það væsir ekki um hænuna á Skarði í Skagafirði enda nýtur hún athygli fjögurra kokhraustra ís- lenskra hana. Nágranni þeirra hænsfuglanna, kötturinn Smókí, kíkir stundum í heimsókn í kofann en lætur sér fátt finnast um fjaðrafokið enda geldur og ljúfur sem lamb. Kolbrún Axelsdóttir og Steinar Gunnarsson búa rétt fyrir utan Sauðárkrók ásamt dóttur sinni, El- ísabetu Ýrr. Fyrir utan hænsnin og Smókí eru þau með hesta, hunda og kanínuna Kalla sem felur sig í hest- húsinu enda lítt gefm fyrir athygli mannfólksins. Leitarhundur á eftir- launaaldri Hundamir þeirra tveir af border collie-kyni, Elvis og Treason, eru leitarhundar SVFÍ, en Elvis er nú að mestu hættur störfum enda kom-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.