Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Side 29
LAUGARDAGUR 29. MAI1999
fólk
Nútíma
inn á efri ár og farinn að njóta
hundalífsins. Agi hundanna er mik-
ill enda liggur mikil vinna á bak við
þjálfun þeirra og fer Steinar á nám-
skeið og fyrirlestra erlendis árlega
auk þess sem þeir hafa tekið þátt í
æfingaleitum reglulega. Steinar hef-
ur einnig verið að temja hesta en
það er einungis aukabúgrein þar
sem hann starfar sem lögreglumað-
ur á Sauðárkróki. í vetur hefur
hann auk þess stundað fjamám frá
VMA og Bændaskólanum á Hvann-
eyri en þrátt fyrir að vera í búfræði-
námi hafa þau hjón ekki í hyggju að
bæta við sig dýrategundum, nema
hvað þau eiga von á nokkrum hæn-
um til viðbótar. Hanana hefur Kol-
brún alfarið séð um og eru þeir svo
spakir að hægt er að taka þá í fang-
ið og klappa þeim, einn þeirra situr
m.a.s. á öxlinni á henni eins og
páfagaukur.
Skafl upp að þaki
Það var gestkvæmt á Skarði þeg-
ar ljósmyndara DV bar að garði,
næturgestir höfðu verið nóttina
áður, hundurinn Klumpur var í
pössun og sat hann úti í glugga eins
og köttur og naut þess að vera inni
í rigningarsuddanum og slabbinu,
en jörðin var að koma undan snjó
vetrarins sem var gríðarmikill. El-
ísabet Ýrr var að leika sér í tölv-
unni ásamt frænda sínum og Sonja
frá Namibíu hellti upp á kaffi handa
gestunum en hún hefur dvalið hjá
þeim Kolbrúnu og Steinari undan-
farið. Hún kom til landsins á vegum
Slysavarnafélagsins og stundaði
nám í Fjölbrautaskólanum á Sauð-
árkróki eftir áramót. Það voru gríð-
arleg viðbrigði fyrir Sonju að koma
úr eyðimörkinni í allan snjóinn á
Skarði en þegar hann var mestur
var skafl upp á miðja glugga á efri
hæðinni. Hún er nú á heimleið eftir
viðburðarikan vetur.
Búskapurinn á Skarði er ekki
hefðbundinn, dýrin þar eru meira
gæludýr eigenda sinna en gengur og
gerist á venjulegum sveitabæjum.
Það má segja að mann- og dýralífið
sé þar litríkt og þrátt fyrir ólíkar
dýrategundir er það eins og í Hálsa-
skóginum að öll dýrin eru vinir,
eins og myndimar bera með sér.
-ubk
sveitalíf
Það væsir ekki um hænuna á
Skarði í Skagafirði enda nýtur hún
athygli fjögurra kokhraustra ís-
lenskra hana. Nágranni þeirra
hænsfuglanna, kötturinn Smókí,
kíkir stundum í heimsókn í kofann
en lætur sér fátt finnast um
fjaðrafokið enda geldur og ljúfur
sem lamb.
Kolbrún Axelsdóttir og Steinar
Gunnarsson búa rétt fyrir utan
Sauðárkrók ásamt dóttur sinni, El-
ísabetu Ýrr. Fyrir utan hænsnin og
Smókí eru þau með hesta, hunda og
kanínuna Kalla sem felur sig í hest-
húsinu enda lítt gefm fyrir athygli
mannfólksins.
Leitarhundur á eftir-
launaaldri
Hundamir þeirra tveir af border
collie-kyni, Elvis og Treason, eru
leitarhundar SVFÍ, en Elvis er nú
að mestu hættur störfum enda kom-