Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 29. MAI 1999 26 ^ngtfólk ** ■*---- atrín Rós Baldursdóttir var að koma ofan af Skaga til þess að inn- rétta draumaíbúðina sína á vegum Lífsstíls 99. Á þriðjudaginn valdi hún öll hús- gögn og í dag er hún að fara að raða inn í hana. En hvaða skyld- um hefúr ungfrú ísland að gegna þessa dagana fyrir utan innrétt- ingastörf? „Ég er að fara út þann sjöunda, til þess að taka þátt I keppninni Ungfrú Evrópa. Þar verð ég alveg út mánuðinn og kem ekki heim fyrr en í byrjun júlí. Sfðan er framtíðin óráðin." í þetta sinnið er keppnin haldin í Beirút í Líbanon og Katrín er spurð hvers vegna aðstandendur fegurðarsamkeppna velji alltaf lönd af þessu tagi til þess að halda keppnimar í. Hún segist ekki hafa grænan grun. „En þetta er rosahátíð. Keppnin er 50 ára um þessar mundir og því er hún stærri nú en hún hefur áður ver- ið.“ Katrín segist ekki hafa ráðgert að taka þátt í fleiri keppnum, oft sé það þannig að 2., 3. og 4. sætið úr Ungfrú ísland taki þátt í keppnum eins og Ungfni Skandin- avia og Ungfrú Heimm-, því keppnimar séu svo margar að ein manneskja komist ekki yfir að taka þátt í þeim öllum. Langar að verða læknir Katrín Rós hefúr alið allan sinn aldur á Akranesi. Þar stundar hún nám á náttúrufræðibraut Fjölbrautaskóla Akraness. Hún ætlar svo í Háskólann eftir stúd- entinn og hennar stærsti draum- ur snýst ekki um fyrirsætustörf, heldur starf innan heilbrigðis- geirans. Hana langar í hjúkrunar- eða læknisfræði. „Að vera fyrirsæta hlýtur að vera mjög heillandi,“ segir Katrín Rós, „en það er ekkert framtíðar- starf. Áreiðanlega er það samt gaman í nokkur ár og svo er mað- ur orðinn útbrunninn. Annað- hvort milljóner eða fátæklingur." Af hverju fórstu í keppnina fyrst áhugasvið þitt liggur annars staðar? „Það var hringt í mig og ég sló bara til. Mér fannst þetta spenn- andi tilhugsun og ekki er verra að fara með sigur af hólmi.“ Katrín fékk líka fúllt af gjöfum. Allir keppast við að gleðja falleg- ustu konu landsins. Hún fékk vikuferð til Portúgal, 50.000 krón- ur inn á Eurocard Atlas kort, 30.000 kr. úttekt í Blues, árskort í Katrín Rós Baldursdóttir, fegurðardrottning (slands 1999. Hún er á leið til Beirút til þess að taka þátt í keppninni Ung- frú Evrópa. Draumar hennar um framtíðina tengjast þó ekki fegurðar- og fyrirsætubransanum. DV-myndirTeitur Katrín Rós Baldursdóttir, fegurðardrottning íslands 1999: Ekki nóg að brosa og vera sæt ljós, árskort í líkamsrækt, strata- tíma, rosaflottar ferðatöskur og fúllt af sokkabuxum auk annars. Engin gripasýning Hver eru áhugamálin? „Að vera með kærasta mínum og vhmm og slappa af. Ég hef líka gaman af fjallgöngum og skíðaiðk- tm,“ segir Katrín. Mjög heilbrigð áhugamál verður að segjast. Svo stefnir hún á að eignast sæg af bömum. En hvað flnnst Katrínu í alvöm. Em fegurðarsamkeppnir ekki bara gripasýningar? „Gripasýningar? Nei, ekki myndi ég segja það,“ segir hún og hlær. „Þetta snýst um margt annaö en út- litið, þar sem líka er gengið úr skugga um að eitthvaö sé í okkur spunnið. Það nægir ekki bara að brosa og vera sæt.“ Er ekkert einkennilegt að láta dæma sig? Bara einhverja karla og kerlingar utan úr bæ? „Ég hef náttúrlega fijálst val um að fara í keppnina. Ég ræð hvort ég vil láta dæma mig eða ekki.“ En em ekki einhverjar sem fyll- ast höfnunartilfinningu og verða fúlar þegar þær hafa lagt þetta á sig og komast svo ekki í neitt sæti? „Það bar ekkert á því í Ungfrú ís- land-keppninni, en ég býst við því að samkeppnin verði meiri i Ung- frú Evrópa. Þar verður áreiðanlega eitthvert svekkelsi." Ertu ekkert kvíðin að fara ein til Beirút? „Nei, systir mín fer með mér og ég hlakka mikið til að fara því keppnin verður áreiðanlega mjög spennandi. Ég held að ég hafi ekk- ert að óttast þar sem við verðum mjög verndaðar, ég fæ lífvörð og allt,“ segir fegurðardrottningin að lokum. ■ -þhs Jóel saxófón- leikari Fullt nafn: Jóel Kristinn Páls- son. Fæðingardagur og ár: 25. maí 1972. Maki: Bergþóra Guðnadóttir. Börn: Breki. Starf: Tónlistarmaður. Skemmtilegast: Góð músík. Leiðinlegast: Vond músík. Uppáhaldsmatur: Kjúlli í massa hjá Oddi. Uppáhaldsdrykkur: Pina Colada á Division Sixteen. Fallegasta manneskjan jfyrir utan maka): Breki. Fallegasta röddin: Johnny Hartman. Uppáhaldslíkamshluti: Ég er mikill áhugamaður um snepla (eyrna). Hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ríkisstjórninni: Það er ekki búið að búa hana til. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt: Tobba. Uppáhaldsleikari: Benni leikari. Uppáhaldstónlistarmaður: Það er dagamunur á því. Sætasti stjórnmálamaður- inn: Salome Þorkelsdóttir. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Mósaík. Leiðinlegasta auglýsingin: Það eru tvær ofsalega vond- ar: „Barn í bíl í stól frá VÍS“ og „Ef það stendur ekki Kellogg’s á pakkanum þá er morgunkornið ekki frá Kellogg’sl". Leiðinlegasta kvikmyndin: Armageddon. Sætasti sjónvarpsmaður- inn: Eva María. Uppáhaldsskemmtistaður: 12 Tónar. Besta tónlistin, | besta kaffið og besti bjórinn. Besta „pikköpp“-línan: Koddí sleik. Hún náði reynd- ar ekki að kveikja í mér. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Ég er stór. Eitthvað að lokum: Höldum veseni í lágmarki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.