Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Síða 2
2 fréttir LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 DV Bæjarstjóri Dalvíkur sagöur hygla frammámanni meirihlutaflokks: Keypti 3 milljóna tölvubún- að af tölvukennaranum „Ég tel að þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við kaup á tölvubún- aði fyrir Dalvíkurskóla eigi sér vart hliðstæðu í þessu sveitarfélagi og þótt víðar væri leitað,“ segir Krist- ján Aðalsteinsson, deildarstjóri Tæknivals á Akureyri, í bréfi til Rögnvalds Skíða Friðbjörnssonar, bæjarstjóra á Dalvík. Kristján telur að Rögnvaldur hafi eingöngu leitað til Tæknivals um að gera tilboð í þriggja milljóna króna tölvubúnað Dalvíkurskóla til mála- mynda þar sem þegar hafi verið ákveðið að beina umræddum við- skiptum til HS-verslunar á Dalvík, umboðsaðila Aco hf.. Eigandi HS er Haukur Snorrason en hann hafði áður verið ráðinn í starf tölvukennara við skólann og hefur auk / þess verið gerður við hann samningur um þjónustu vegna tölvukerfisins sem um ræðir. Meirihluti bæjarstjórnar Dalvík- ur er mynduð af Framsóknarflokki og Sameiningarlista. Haukur Snorrason er formaður Framsókn- arfélagsins á staðnum. Efast um heiðarleika Að því er Kristján segir í bréfi sínu skilaði hann tilboði fyrir hönd Tæknivals til Rögnvalds bæjar- stjóra að morgni föstudagsins 13. ágúst sl., tveim- ur dögum eftir að tilboðsins var óskað. Strax að morgni næsta dags frétti hann að verið væri að bera tölvubúnað frá HS-verslun inn í Dalvíkur- skóla. Hann hafi sett sig í sam- band við Rögn- vald sem þá hafi sagst enn eiga eftir að taka ákvörðun um að hvoru tilboðinu yrði gengið og vera algjörlega ókunnugt um að verið væri að koma tölvunum fyrir í skólanum. Kristján vill ekkert láta hafa eftir sér á þessu stigi málsins en segir hins vegar í bréfi sinu að hjá sér hafi vaknað spurningar um heiðarleika og trúverðugleika stjómenda sveitarfélagsins og skól- ans. „Bæjarstjóri fullvissar mig um að ekki hafi ver- ið gengið frá kaupum á tölv- um frá HS-versl- un, en samt sem áður er búið að flytja norður tölvur að and- virði 2,8 milljón- ir króna án þess að tilboði hafi verið tekið, og bera þær inn í tölvustofu Dal- víkurskóla. Ég tel mig þekkja það vel til að slíkt gera menn ekki nema hafa vissu fyrir því að þeirra tilboði verði tekið,“ segir hann í bréfinu. Rögnvaldur segist hins veg- ar einfaldlega hafa gengið að hagstæðara tilboðinu. „Það var tveimur aðilum gefinn kostur á að gera tilboð í þennan pakka. Tilboð- in voru mjög sambærileg í verði en það var metið að hér á staðnum er umboðsaðili fyrir Aco sem ætlar líka að þjónusta kerfið. Hingað til höfum við þurft að sækja þessa þjónustu til Akureyrar og það hefur verið ákaflega kostnaðarsamt," seg- ir Rögnvaldur. Rögnvaldur segir ekki rétt að húið hafi verið að ákveða að taka tilboði HS og Aco áður en leitað var til Tæknvals. Skýringa beðið Bréf Kristjáns var rætt á fundi bæjarráðs á fimmtudag og útskýrði Rögnvaldur þar málavexti. „Menn vora hissa á þessu bréfi og vildu vita hvort ég óskaði eftir að leggja fram minnisblað í þessu máli, sem ég kem til með að gera.“ Hann seg- ist líta svo á að bæjarráðsmenn hafi talið skýringar sínar fullnægjandi. Svanhildur Árnadóttir, sem á sæti í bæjarráði Dalvíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sat fund þess á fimmtudag, segist ekki telja bæjar- stjórann hafa gefið fullnægjandi skýringar og vill bíða eftir skrifleg- um útlistunum áður en hún tekur endanlega afstöðu til málsins. „Hér er um að ræða mjög þungar ásakanir um óheiðarleika og ótrú- verðugleika sem eru mjög alvarleg- ar ef þær reynast réttar," segir Svanhildur. -GAR Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, bæjarstjóri Dalvíkur, segist hafa tekið hagstæðara tilboðinu í tölvu- búnað fyrir Dalvíkurskóla og vísar á bug að hafa viðhaft óeðlileg vinnu- brögð. Umferðaröngþveiti: Sálfræðingur myndi henta sumum - segir talsmaður Umferðarráðs íslandi dæmd- ur sigur íslenska kvennalandsliðinu í knatt- spyrnu hefur verið dæmdur 3-0 sigur gegn Úrkaínu i undanriðli Evrópu- móts kvennalandsliða á dögunum. Þetta var fyrsti leikur íslands í keppninni og fór hann fram 22. ágúst síðastliðinn og lauk með 2-2 jafntefli. Úkraínska landsliðið notaði ólöglegan leikmann í leiknum, sem átti að vera í leikbanni, og dæmdi aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu því ís- landi sigur i leiknum. Knattspyrnu- samband Úkraínu hefur áfrýjunarrétt til 6. september. Úttekt á Áburðarverksmiðjunni: Handsal stefnir Verðbréfafyrirtækið Handsal hef- ur stefnt ríkinu til greiðslu skuldar vegna vinnu viö útboðsgögn vegna fyrirhugaðrar sölu á Áburðarverk- smiðjunni á sínum tíma. Eins og kunnugt er bárust engin tilboð sem þóttu viðunandi og efndi ríkið til nýs útboðs síðar og seldi þá verk- smiðjuna. Handsal og ríkið hafa ekki getað náð sátt um þóknun til verðbréfafyrirtækisins en fjárhæðin sem deilt er um mun vera á aðra milljón króna. -GAR „Bílum hefur fjölgað mjög mikið og þegar álagið er mest ber gatna- kerfið einfaldlega ekki alla umferð- ina,“ segir Sigurður Helgason hjá Umferðarráði. í gær varð átta bíla árekstur sem stöðvaði umferð á stóru svæði. Margir komu allt of seint til vinnu og einnig er það sér- íslenskt fyrirbæri að verða hálf- brjálaður þegar umferð gengur ekki vel. „Þetta er þessi árstími, þetta er mesti álagstíminn, að jól- um undanskildum. Fólk er að koma úr fríi, skólar að byrja, þannig að mikið er að gera hjá fólki. Svo verða smáóhöpp og þau valda enn meiri töfum,“ segir Sig- urður. Hann segir, aðspurður, að fólk fari nú ekki til sálfræðings út af þessu stressi en: „Mér fínnst sumir ökumenn ættu að leita til sálfræðings miðað við hvemig þeir keyra. Fólk er lengur á leiðinni og þarf að reikna með því. Sumir þurfa að hugsa sinn gang og vanda sig meira, þá gengur umferðin hraðar." -EIS Heppni 10 ára drengs á tjaldstæði: Fann 5 fimm blaða smára - móðir hans sigraði í kúrekadansi um kvöldið „Ég fann smárana alla á tjaldstæð- inu á Skagaströnd; 5 fimm blaða og 40 fjögurra blaða. Þeir voru allir í grasinu beint fyrir utan tjaldopið hjá okkur," sagði Sigurður Jón Júliusson, 10 ára Reykvíkingur, sem fyrir tilvilj m fann það sem margir hafa eytt ævinni í að leita. „Ég veit að svona fundur merkir heppni en ég var einmitt á Skaga- strönd vegna þess að mamma átti að keppa þar í kúrekadansi. Ég fann smárana um morguninn og um kvöld- ið vann mamma í kúrekadansinum," sagði Sigurður Jón sem er búinn aö ramma smárana inn og bíður nú eftir að detta almennilega í lukkupottinn. Eyþór Einarson, grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, sagði smára yfir- leitt vera með þrjú blöð, fjögur væri sjaldgjæft en fimm sárasjaldgæft. Þó væri til sex blaða smári á Náttúru- fræðistofnun: „Þetta er ekkert annað en vansköp- un í ríki náttúrunnar, líkt og lamb með fjögur horn. Ef maður finnur einn fimm blaða smára er mjög líklegt að maður finni fleiri. Smárinn er planta sem skríður um í löngum renglum, sama plantan af sömu rót,“ sagði Ey- þór Einarsson grasafræðingur. -EIR Sigurður Jón með fimm blaða smárana sína. stuttar fréttir Vill ekki fresta Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, | borgarstjóri í | Reykjavík, vill ekki að fram- kvæmdum við Alþingishúsið verði frestað. ÍHún segir að grunnurmn vegna viðbygg- 1 ingarinnar sé eins og sár í andliti 5 borgarinnar. RÚV greindi frá. Nauðungarsala? Lögfræðingur skipverja Od- 1 incovu hefúr óskað eftir því að •/ hafnarstjóm Reykjavikur kreflist I nauðungarsölu á skipinu vegna 1 vangoldinna hafnargjalda og að laun áhaíharinnar verði greidd af ■ söluverði skipsins að því leyti sem það dugar til. Bylgjan greindi frá. Aöstoð við flóttamenn Dóms- og kirkjumálaráðuneytið j og Rauði kross íslands hafa gert j með sér samkomulag um aðstoð Rauða krossins við fólk sem leitar I hælis á íslandi sem flóttamenn. VIII ákvörðun I Magnús Pétursson, forstjóri 1 sjúkrahúsanna í Reykjavík, kallar á ákvörðun yflr- valda um sam- | einingu sjúkra- húsanna í Reykjavík í er- indi á aðal- Ifundi Landssambands sjúkrahúsa. Magnús segir að með samningi Reykjavíkurborgar og ríkisins um Sjúkrahús Reykjavíkur hafi stefn- an verið sett á aukna samvinnu og verkaskiptingu. Mikilvægt sé að | heilbrigðisráðherra ákveði hið fyrsta að skipa eina stjóm yfír sjúkrahúsin í Reykjavík. Vísir.is greindi frá. Stuöli aö lækkun Sameiginlegur fundur stjóraar BSRB og formanna aðildarfélaga bandalagsins krefst þess að | stjómvöld og olíufélögin stuðh að lækkun á bensínverði. Endurgreitt Landssíminn mun við næstu út- | sendingu símareikninga endur- í greiða rétthöfum rúmlega 108.000 | simanúmera oftekin gjöld vegna | hringinga í upplýsinganúmerið 118. Hluti símtala í 118 á tímabil- I inu fó miðjum febrúar til loka apríl var tímamældur rangt og greiddu notendm- því of mikið fyr- Iir símtölin. Vísir.is greindi frá. Rjúpan friöuö Umhverfisráðherra, Siv Friðleifs- dóttir, kynnti í gær reglur um frið- un ijúpu á 750 ferkílómetra svæði í nágrenni Reykjavíkur. Þetta er gert til að friða rjúpuna en einnig í vis- indalegum tilgangi. Bylgjan greindi > frá. Skráning I lagi Stjóm Verðbréfaþings Islands hefur komist að þeirri niðurstöðu að sérstök staða Höfðahrepps til tilnefningar stjómarmanna í Skag- strendingi hf. fari ekki í bága við reglur um skráningu verðbréfa í kauphöll. Viðskiptablaðið á VísLis greindi frá. Hvetja til mótmæla Félag húsbílaeigenda hvetur alla bíleigendur og öll hagsmunafélög bifreiðaeigenda til að standa saman ög sætta sig ekki við sífelldar verð- hækkanir á bifreiðagjöldum, olíu og bensíni, í opnu bréfi til fjármálaráð- herra og bifreiðaeigenda. Sömu bensínskattar Fjármálaráöherra, Geir H. (Haarde, segir að til greina komt að vöm- gjald á bensíni verði fóst upp- hæð en ekki hlutfall af verð- inu. Hann sagði þó að ekki væri | mögulegt að breyta bensínsköttum nú, til þess þurfi að breyta lögum. j RÚV greindi frá. -AA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.