Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Side 30
Gönguhópurinn staldrar við í Hólmatungum þar sem hvítfyssandi Hólmáin öslar fram í fögru gróðurlendi. DV-myndir Gunnar V. Andrésson Gönguferð úr Ásbyrgi í Mývatnssveit Glæsilegasta gönguleið landsins Þjóðgarðurinn í “ Ásbyrgi á sér fáa líka hvað varðar náttúrufegurð. Þang- að er ávallt gott að koma og aðbúnaður allur til fyrirmynd- ar. Margar góðar gönguleiðir eru við Ásbyrgi og ber Jök- ulsárgljúfrin hæst en þau eru stærstu og jafnframt hrikaleg- ustu árgljúfur lands- ins. Gljúfrin teljast vera um 25 km á lengd, 1/2 km á breidd og víða yfir 100 m djúp. Undirritaður tók nýverið þátt í fimm daga göngu um þjóðgarðinn og var enn og aftur djúpt snortinn yfir ægifagurri náttúrunni sem skartaði mikilfengleika sínum hvarvetna. Hópurinn var skipað- ur sjö manns og hundinum Tuma. Eftir stutta stopp í Ásbyrgi lagði hópurinn af stað og var stefnan tekin upp á brúnir Ásbyrgis þar sem hvammar og skessukatlar í ýmsum litbrigðum urðu á leið göngumanna. Síðan var haldið í austur og upp með árgljúfrunum. Á þessum slóðum eru gönguleiðir stikaðar og gaman að staldra við og lesa greinar- góðar lýsingar sem komið hefur verið upp í þjóðgarðinum. Fyrsta daginn var gengið i Vesturdal um Hljóðakletta, stórbrotnar klettaborgir sem skilja engan eftir ósnortinn. í Vesturdal er gott tjaldstæði a grasi grónum bölum og lækur seytlar gegnum svæðið og allur aðbúnaður er í besta lagi. Að voldugasta fossi Evrópu Daginn efitir var gengið um Hólma- tungur og gáfu göngumenn sér góðan tíma til að skoða og njóta fegurðarinnar sem þar er. Umhverfi Hólmatungnanna einkennist af frussandi lækjum i fallega grónu landi þar sem þverhnípta kletta ber við himin og í bland við fjölskrúð- ugt fuglalif var þessi dagur sem helgi- . stund sem hélt göngumönnum fóngnum daglangt. Það voru sælir og lúnir göngu- félagar sem gengu til náða í Vesturdal aðra nóttina. Dettifoss var takmark okkar þriðja daginn og hófum við tíu stunda göng- una þangað semma morguns. Sérleyfis- bílar Akureyrar ferjuöu farangur hóps- ins frá Vesturdal að Dettifossi en .þeirrar þjónustu nutum við einnig fyrsta daginn þar sem þeir fluttu pjönkur hópsins í Vesturdal. Gönguleiðin að Dettifossi er löng en afar skemmti- leg og á leiðinni fórum við niður að Hafragilsfossi og dáðumst að j a r ð 1 ö g u m landsins sem eru hvert ofan á öðru í gljúfrunum. Umhverfi Detti- foss er afar magn- að og maður verð- ur ákaflega lítill og umkomulaus þegar maður skynjar kraftinn og óbeisluðu orkuna og sjálfsagt ekki að ófyrirsynju að hann er stundum kallaður voldugasti foss Evrópu. Fossinn er 45 m hár og 100 m breiður. Síðan gengum við í stundar- Hljóðaklettarnir eru stórbrotnir. fjórðung til viðbótar til þess að skoða Selfoss en saman mynda fyrmefndir þrír fossar samstæðu sem er ótrúlega tignarleg og lætur engan ósnortinn sem gefúr sér tíma til að njóta undursins. Tjaldað var við Dettifoss. Lindarvatnið gott Fjórði dagur ferðarinnar rann upp heiður og fagur, eins og þeir dagar sem á undan voru gengnir. Nú skyldi stefnt í suðurátt og að Eilífsvötnum. Þangað var um fimm tíma gangur, ekkert vatn er á þessari gönguleið og urðu menn að birgja sig upp með vatni úr brúsum sem tjaldverðir koma fyrir á tjaldstæðinu. Gönguleið Kópasker Öxarfjöröur Ásbyrgi Hljóöaklettar \ Eilífur / n • Dettifoss Krafla f5T?l Klappirnar á brúnum Ásbyrgis eru ægifagrar. Hraunið í Gjástykki tekur á sig ótrúlegustu kynjamyndir. Ejallasýnin er mikil á þessu svæði og var mikið augnakonfekt allan dag- inn við sáum drottninguna Herðu- breið, Snæfell og fjallgaröa alveg inn undir jökla. Á þessari gönguleið eru engar stikur en leiðimar á undan voru vel stikaðar. Við tjölduðum við Eilífsvötn og þar var dásamlegt grasi gróið svæði með köldum lindum sem bæði var hægt að þvo sér í og drekka eins og maður gat í sig látið. Stórbrotin leið Síðasta daginn lá leiðin í Kröflu með viðkomu í eldstöðinni í Gjástykki þar sem hægt er að sjá eldgosið ljóslifandi fyrir sér, þar sem hraunelfumar runnu frá eldstöðinni. Skemmtilegri fimm daga göngu um eina glæsilegustu gönguleið landsins lauk í þetta sinn með heimsókn í Víti. Það er hiklaust hægt að mæla með gönguferð á þessum slóðum enda nátt- úrufegurðin stórbrotin og sífellt eitt- hvað spennandi sem ber fyrir augu. Þjónusta Sérleyfisbíla Akureyrar, sem flytja tjöld og annan viðlegubúnað fyrir göngufólk, er kærkomin og gerir gönguferðina léttari og skemmtilegri en ella. -GVA LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 Olíur og verjur á hverju herbergi Hótelgestir eru vanir að finna búnað á borð við nál og tvinna- kefli þegar þeir dvelja á þokka- legum hótelum víða um heim. Eins og flestir vita eru íbúar f San Fransisco frjálsyndir mjög og nýverið reið Clift-hótelið i borginni á vaðið með spennandi nýjung. Auk saumadótsins hafa I gestir nú aðgang að körfu þar sem er að finna ýmis hjálpar- tæki ástarlífsins. Þó er alls ekk- i ert gróft á ferðinni heldur inni- heldur karfan ilmolíur, verjur og þess konar hluti. Þetta kvað hafa spurst vel út og að sögn kváðu fleiri hótel í Bandaríkj- unum hafa tekið upp stefnu Clift-hótelsins að undanfomu. Leikhús Vissir þú að Minneapolis er ein mesta leikhús- og menning- I arborg Bandaríkjanna? Þar era | meira en 50 leikhús og listvið- burðir setja mikinn svip á borg- arlífið. Borgin er ekki síður há- borg íþrótta. Minneapolis er heimabær mikilla snillinga í homabolta, Minnesota Twins, eins af toppliðunum í ameríska | fótboltanum, Minnesota Vik- ings, og hins þekkta körfuknatt- leiksliðs í NBA, Minnesota Tim- berwolves. Fleiri vita um að- dráttarafl verslunarmiðstöðv- anna en í Bloomington, útborg Minneapolis, er Mall of Amer- I ica, stærsta verslunarmiðstöð í Bandaríkjunum. í Mall of Amer- ica er einnig stærsti yfirbyggði skemmtigarður í Bandaríkjun- um. Matur á mínútu Flestir þekkja tilboð veitinga- húsa sem hljóða upp á að menn megi borða eins og þeir geti í sig látið. Japanir bjóða nú enn betur, ef svo má að orði komast, því þarlend veitingahús bjóða nú í sívaxandi mæli upp á til- boð sem ganga út að það að menn séu sem fljótastir að borða. Gesturinn borgar fyrir þær mínútur sem hann eyðir inni á veitingahúsinu og má reyndar torga eins miklu og hann getur í sig látið. Tímakort eru afhent við innganginn | þannig að gestir geta sjálfir fylgst með tímanum og reiknað út hvað þeir skulda. Ekki fylgdi sögunni hversu lengi viðskipta- vinir dvelja almennt á slíkum veitingahúsum, það fer.líklega eftir efnahag, en þetta form | höfðar einkum til manna úr við- skiptalífmu sem vita að tími er peningar. Þeir rífa i sig matinn og sjá enga ástæðu til að sitja og spjalla við kunningjana að málsverði loknum. Engar biðraðir Fyrir ekki svo löngu þurftu menn gjama að standa i þrjá klukkutíma í biðröð til þess að kaupa miða í Lovure-safnið í París. Sem betur fer er slík tímasóun liðin tíð því nú er hægt að kaupa miðana fyrir- fram með hjálp Netsins. Slóðin er www.louvre.fr og er aðgangs- eyririnn í kringum 300 krónur. Með miða í hönd geta gestir gengið inn án nokkurra tafa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.