Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Side 11
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 11 Afturhvarf til stiórnlyndis Uppgangur í sjávarútvegi, frjálsræði á fjármálamarkaði og skipuleg innreið ungra stórhuga manna með nýjar hugmyndir og vinnubrögð hafa gjörbreytt lands- laginu í íslensku atvinnulífi. Skipting atvinnulífsins í tvær meginblokkir, Sambandið og einkaframtakið, er ekki lengur til staðar þó enn megi merkja leif- amar. Ástæðan er ekki fall Sam- bandsins, eða að endurreisn þess hafi mistekist, heldur miklu frek- ar öflugri fyrirtæki, nýir menn og gjörbreytt viðhorf. Sumar gamlar valdablokkir standa að vísu enn en hlutfallsleg völd og áhrif „Rot- ary-klúbbs Reykjavíkur" hafa minnkað. Frjálslyndir stjórnmálamenn hafa á síðustu árum gengið rösk- lega fram í að auka frelsi og svig- rúm atvinnulífsins og uppskeran hefur verið eins og til hefur verið sáð. Það hefur ekki alltaf Verið auðvelt að standa af sér pólitíska orrahríð þeirra sem telja ríkið upphaf og endi alls, en með festu hefur þremur siðustu ríkisstjóm- um undir forystu Sjálfstæðis- flokksins tekist að vinna hvern áfangasigurinn á fætur öðmm. Það er því miður að nú virðist sem þessir sömu stjórnmála- menn séu að gefa nokkuð eftir í baráttu sinni fyrir atvinnufrelsi. sagði i greinargerð fmmvarpsins sem Þorsteinn Pálsson, þáverandi sjávarútvegráðherra, lagði fram. Samkvæmt lögunum er sett há- mark á leyfilega aflahlutdeild fiskiskipa i eigu einstakra aðila og tengdra aðila. Enn hefur ekki reynt á þessi lög en með lagasetn- ingunni er sjávarútvegurinn sett- ur í spennitreyju sem á eftir að kosta íslenskt efnahagslíf veru- lega fjármuni. Jafnvel þótt sjávar- útvegsráðherra hafi lýst því yfir að ekki sé verið að reyna að koma í veg fyrir hagræðingu innan sjáv- arútvegs liggur í augum uppi að sú getur orðið raunin. atari en igjald Að óbreyttu eiga lögin eftir að kosta íslenskt þjóðarbú verulega fjármuni á komandi áram, enda staðan sú að sjáv- arútvegsfyrir- tækin eiga litla sem enga þekkingu og samsetningu kvóta, að ekki sé minnst á aðra fjárfest- ingu. Þessar fyrirtækjaheildir kunna að vera ein mikUvægasta leiðin tU að halda uppi atvinnulífi á ýmsum stöðum á landsbyggð- inni sem annars ættu erfitt upp- dráttar. Gott dæmi um þetta er yf- irtaka Útgerðarfélags Akureyr- inga á Jökli hf. á Raufarhöfn. Inn- an örfárra ára kann sú staða að koma upp að slíkt verði ekki hægt - og viðkomandi byggðarlag mun deyja drottni sínum. Og löggjafinn ætlar sér að standa keikur hjá. Þegar upp er staðið munu aUir tapa. Þetta er dæmigerð hagfræði and- skotans sem miðar að því að gera aUa fátækari en nauðsynlegt er. Talsmenn sjávarútvegsins hafa enn sem komið er ekki haft burði tU þess að benda á þessa augljósu staðreynd af ótta við auðlinda- skattssinna. Dreifð eignaraðild í raun gUdir það sama um hug- myndir um nauðsyn þess að tryggja dreifða eignaraðUd að fjár- málastofnunum, eins og ég hef margoft bent á. Með sama hætti og útUokað er að setja ákveðnar reglur um æskUega stærð fyrir- tækja er óframkvæmanlegt að tryggja ákveðna dreifingu á eign- arhaldi hlutafélaga á opnum hlutabréfamarkaði. Allar slíkar tilraunir munu leiða tU þess að sparnaður almennings, sem bund- inn er í hlutabréfum, er að hluta gerður upptæk- Afturhvarf Mér virðist sem við séum að verða vitni að nokkru afturhvarfi frá þeirri grundvallarhugsjón að hér skuli ríkja jafnræði mUli manna - frjálsræði skuli rikja í viðskiptum og sem minnst- ar hömlur á þau sett. Þeir stjóm- málamenn sem fremstir hafa farið í að auka svigrúm atvinnulífsins - auka frelsi hvort heldur er á fjármála- markaði eða á öðrum sviðum - hafa gefið eft- ir í varðstöðu sinni fyrir frjálsum við- skiptum. Síðasti ára- tugur tuttug- ustu aldarinn- ar hefur verið áratugur gerj- unar í íslensk- um sjávarút- vegi og sú gerj- un er langt frá því að vera af- staðin. Öflug fyrirtæki hafa komið fram á sjónarsviðið undir stjórn framsækinna stjómenda sem þrátt fyrir allt sjá enn gríðarlega möguleika í sjávar- útvegi. Breytingamar hafa að hluta til verið á kostnað einstakra byggða í landinu og sú þróun verður að líkindum ekki stöðvuð. í misskil- inni tilraun til að koma í veg fyr- ir byggðaröskun hafa stjómvöld reynt að sporna við þeirri við- leitni fyrirtækja í sjávarútvegi að hagræða í rekstri. Þessar hömlur munu hafa þveröfug áhrif. Breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem gerðar voru á síð- asta ári eru gott dæmi um þetta. Fram tO þessa hafa útgerðar- menn ekki gagnrýnt þessa laga- setningu opinberlega, að minnsta kosti ekki kröftuglega, en henni var ætlað að „koma í veg fyrir að aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila eða tengdra aðila geti farið umfram til- tekið hámark," ur - þjóðnýttur - og hlutabréfa- markaðurinn sjálfur verður ekki nema nafnið eitt. Möguleikar fyr- irtækja til að afla áhættufjár til rekstrar verða stórkostlega skert- ir og það aftur mun draga úr möguleikum þeirra til framþróun- ar. Starfsmenn, hluthafar og al- menningur er hlunnfarinn. Lög um dreifða eignaraðild að fyrir- tækjum era því sett til höfuðs al- mannahagsmunum til lengri tíma. Við getum ekki veitt einum frelsi til efnahagslegra athafna, en meinað öðrum um hið sama. Eitt verður yfir alla að ganga. Það er heldur ekki hægt að halda því fram að nauðsynlegt sé að tryggja dreifða eignaraðild að fjármála- stofnunum, en hafa lítið eða ekk- ert við það að athuga að fámenn- ur og þröngur hópur manna eigi islenska fjölmiðla. Það er heldur ekki trúverðugt að kvarta yfir samþjöppun á matvörumarkaði, en gleyma því að í raun er engin samkeppni á milli olíufélaganna önnur en sú er brýst fram í glæsi- legum bensínstöðvum sem bjóða allt milli himins og jarðar - allt nema ódýrara bensín en keppi- nauturinn. Þeir sem slíkt gera era annaðhvort að tala sér þvert um hug eða annað vakir fyrir þeim en látið er í veðri vaka. Málflutningurinn minnir helst á málflutning þeirra stjórnmálamanna sem kvarta mest yfir pólitísk- um áhrifum og íhlutun í málefni Ríkisútvarps- ins, en mega ekki heyra á það minnst að fyrirtækinu verði breytt í hlutafélag - hvað þá að það verði einkavætt. Stjórnlyndi eins og Hugmyndir um að tryggja með lögum ákveðna hámarksstærð fyrirtækja eða dreifingu eignar- halds era sprottn- ar upp úr jarðvegi stjórnlyndra hugs- uða sem fram til þessa hafa ekki átt upp á pallboröið hjá þeim sem fremstir hafa farið í barátt- unni fyrir auknu viðskiptafrelsi. Það er því verulegt áhyggjuefni ef slíkar hugmyndir hafa náð að skjóta rótum, ekki að- eins fyrir atvinnulífið heldur ekki síður fyrir allan al- menning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.