Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Side 22
22 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 bókarkafli Aðalpersónan sjálfri sér hulin Ásdís segir sögu slna í 1. per- sónu. Hún gerir sér grein fyrir því að hún er komin að tímamótum i lífi sínu, þar sem hún verður að horfast í augu við líf sitt. Hún megnar þó ekki að takast á við all- an pakkann í einu, fyrir utan það að hún áttar sig ekki sjálf á eigin veikleikum og göllum. Ásdís sér til dæmis ekki sjálf hvað hún er hé- gómleg, hvað hún á erfitt með að unna öðrum þeirrar hamingju sem hún aldrei hlaut, að hún þorir ekki að gefa neitt af sér nema í matargerð - og þar gefur hún - og í fremur ópersónulegu, samt hlýju, sambandi við Anthony sem rekur sumarhótelið með. Ásdis heldur að hún dyljist bara öðrum en hún er ekki síður sjálfri sér hulin. „Ásdís skammtar lesandanum upplýsingar. Hún er ekkert strax að sýna inn í hugarfylgsni sín,“ segir Ólafur Jóhann. „Þar er eðli breskrar yfirstéttar mjög gott vopn fyrir höfundinn, auk þess sem sagan sem ég vildi segja pass- ar betur í Evrópu á þessari öld. Kostimir við 1. persónu frásögn er einmitt að geta leitt fram van- kanta og kosti persónunnar án þess að sögumaður segi frá þeim og leggi jafnvel dóm yfir hana þar með. Lesandinn uppgötvar þetta sjálfur í framvindu sögunnar. Ás- dís ætlar ekkert að láta þetta koma Kona sem stendur í tveimur styrjöldum í nýútkominni skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Slóð fiðrild- anna, segir frá Ásdísi Jónsdóttur, konu á miðjum aldri sem rekur gistiheimili í Englandi. Hún hefur búið þar í tuttugu ár og allt lítur út fyrir að vera slétt og felt á yfir- borðinu. I upphafi bókar er hún að leggja upp í ferð til íslands en Ólafur Jóhann Ólafsson leitaði víða fanga í nýj- ustu skáldsögu sína, Slóð fiðrildanna, en sagan er um íslenska konu sem sest að í Englandi, þar sem hún rekur sumarhótel. Á yf- irborðinu lítur allt vel út en þegar hún ætlar að legpja upp í ferðalag til Islands, eftir tveggja áratuga fjarveru, verður það einnig upphafið að ferð hennar um eigið líf - sem er nokkuð ólíkt því gljáfægða yfirborði sem hún hefur kosið að sýna þangað hefur hún ekki komið í tvo áratugi. Hún kvíðir ferðinni og hefur æma ástæðu, vegna þess að hún er ekki bara að fara í venjulegt ferðalag til að heim- sækja ættingja. Hún er að takast á hendur ferð að ströndum sann- leikans í lífi sínu og lesandinn fylgir henni á meðan hún pillar lag eftir lag af sögu sinni, sem hún er að skoða i fyrsta sinn - og það er viða farið. Sagan gerist á sveitasetrinu í Englandi, í London í upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar, á Islandi á styrjaldarárunum, bæði sunnan heiða og norðan. En þótt víða sé farið, er eins og Ásdís hafi aldrei farið neitt. Hún hefur sveipað sig hjúp blekkingar sem er svo þéttur að ekkert hrín á henni. Hún er heilt stórveldi - en eins og sagan hefur kennt okkur, þá hrynja öll stórveldi innan frá. Sagan verið átta ár í smíðum Ólafur Jóhann býr sem kunnugt er í Bandaríkjunum og þegar hann er spuröur hvers vegna sögusviðið sé England en ekki Bandaríkin, segir hann: „Þegar ég var krakki átti ég ömmusystur sem fór til Englands og bjó þar. Ég man mjög vel eftir henni þegar hún kom í heimsóknir til íslands og kynntist siðum hennar og háttum. Ég fékk beint í æð þennan „imderstatem- ent“ heim sem hún lifði í; heim þar sem tilfinningar eru ekki bomar á torg. Síðan gerðist það fyrir um það bil tíu árum að ég fór að fara mjög reglulega til Bretlands. Ég fór þangað mánaðarlega og var þar i nokkra daga, jafnvel viku, í einu. Þetta stóð i mörg ár og var tengt vinnunni minni hjá Sony. Viö stofnuðum bækistöð fyrir Evrópu i London. Einn daginn datt í mig að kaupa litið hugbúnaðarfyrir- tæki í Liverpool. Ég gerði alltaf grín að því með því að segja að ég hefði gert Sony mikinn greiða en sjálfum mér grikk, vegna þess að ég þurfti stöðugt að vera að ferðast til Liverpool sem er afskaplega niðurdrepandi staöur. Þetta var al- veg ómögulegt, vegna þess að ef ég er á stað þar sem mér líður ekki vel, þá get ég ekki sofið, auk þess sem ég þoli illa hótel. Ég vil helst bara sofa í mínu rúmi. En vegna þess hvað Liverpool er niðurdrepandi, fór ég að leita út fyrir bæjarmörkin. Þama skammt frá er lítið þorp, Chester, sem með- al annars hefur að geyma rústir frá Rómverjatímanum. Þama bjó ég alltaf á hóteli sem heitir Crab- wall Manor. Það var gamalt sveita- setur sem var búið að breyta i hót- el. Ég byrjaði að leggja drög að Slóð fiðrildanna þar á árunum ‘91-’92. Ég var eins og heimagangur á þessu hóteli og fór að kynna mér mjög vel hvemig svona hótel eru rekin, til dæmis hvað er í eldhús- inu, og fór að taka niður nótur. Þegar ég var svo í London, fór ég mikið til Sommerset og ákvað að staðsegja söguna þar. Þessi saga hefði varla getað gerst í Bandaríkj- unum. Ásdís aðlagast vissum að- stæðum sem eru mjög einkenn- andi fyrir Bretland og ber keim af þeim.“ fram en þegar hún fer smám sam- an að varpa ljósi á sjálfa sig, fylgist lesandinn með.“ Óuppgerð átök Þegar Ásdís fer fyrst til London seint á 4. áratugnum, til að læra þar matargerð, gerir hún það í óþökk foreldra sinna. Hún kynnist þýskum háskólanema og kemst því meira en aðrir íslendingar í snertingu við seinni heimsstyrj- öldina. Sú snerting verður til þess að hún snýr heim um tíma með þeim afleiðingum að hún takmark- ar sinn heim. í þeirri heimsókn fær hún líka tækifæri til að gera upp erfitt samband við móður sína, en bíður kannski aðeins of

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.