Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 bókarkafíi *> lengi með að ganga til verks. Stolt- ið, eða öllu heldur drambið, sem er enn einn veikleiki Ásdísar, bræðir enn eitt sárið inn í sál hennar. „Ég hef oft séð þetta í lífinu,“ segir Ólafur Jóhann. „Séð fólk sem nær ekki að sættast við sína nán- ustu og ber þess merki alla tíð, jafnvel þótt það reyni að afneita því eða ýta frá sér. Ásdis er í raun- inni að heyja tvær styrjaldir. Ann- ars vegar er það heimsstyrjöldin síðari sem snertir líf hennar á af- gerandi hátt, en hún er ekki síðri styrjöldin í hennar einkalífi. En þótt hún reyni að hugsa ekki um þessi átök, fara þau ekkert frá henni og birtast fyrirvaralaust án þess að hún fái við neitt ráðið. Það er nú einu sinni svo að ef ekki er hægt að draga strik yfir átök við ástvini, fyrr en þeir eru fallnir frá, þá er óhjákvæmilegt að fólk spyrji sig: Var þetta einhvers virði?“ Knappur stíll Eitt af því sem vekur athygli í þessari nýju skáldsögu er að stíll- inn er mun knappari en í fyrri bókum þínum. Það eru engar lang- ar og nákvæmar umhverfislýsing- ar, engir útúrdúrar frá persón- unni, engar skoðanir eða skýring- ar sögumanns á persónum og at- burðum. Setningar eru mun styttri og markvissari, umhverfis- lýsingar afmarkast af því sem Ás- dis vill sjá - og það er allt innan seilingar - og afstöðu hennar til manna og málefna. Hvers vegna valdirðu þennan knappa stíl? „Ég skrifaði fyrsta kaflann árið 1992 og hann var lengi eini kaflinn í bókinni. Þetta var kaflinn þar sem Ásdís kemur eftir fyrri dvöl sína í London á heimili séra Bolla á Fjólugötu 56 í Reykjavík." Sem er einhvers staðar inni í miðri bók. „Já, það tók mig tíma að finna þann hljóm sem ég vildi hafa í stílnum og ég þarf alltaf að hafa bygginguna i hausnum áður en ég byrja að skrifa. Ég vissi að ég yrði að vanda mig mjög mikið með þessa sögu og hafa samræmi í mál- fari, stíl og hugarfari þessarar sögupersónu. Hún er búin að vera svo lengi að vefjast fyrir mér að ég skrifaði tvær aðrar bækur á með- an ég var að skrifa hana. Mér fannst styttri setningar, knappari stíll og sparsemi á upp- lýsingar falla betur að persónu Ás- disar og þá hrynjandi sem ég vildi ná fram i textanum. Þess vegna er hún látin mjatla upplýsingarnar í lesandann i stóru og smáu.“ Sagan sem þrengir sár fram En hún vill ekkert sjálf sjá þær upplýsingar sem hún er að mjatla í lesandann og maður hefur það allan tímann á tilfinningunni að hún ætli sér að segja söguna allt öðruvísi. „Já, Ásdís ætlar að segja ferða- sögu. Hún ætlar í ferðalag til ís- lands. En sagan verður annars konar ferðalag, þar sem hún er um eiginn hugarheim ekki síður en til íslands. Hún skoðar bara einn þátt í einu, vegna þess að hún vill ekki sjá heildarmyndina. En smám saman fer þetta mósaík að koma saman. Ég er búinn að skera mjög mik- ið úr þessari bók vegna þess að ég vildi ekki segja meira en segja þurfti. Ég lauk henni fyrir einu ári og síðan hef ég verið að skera hana niður og breyta og hún hafði mjög gott af því. Ég vildi ekki senda hana frá mér, fyrr en ég væri orðinn sáttur við hana.“ Já, en átta ár. Þetta er dálítið langur tími. Ekki ætlarðu að gefa þér önnur átta ár í næstu bók? „Ég vona að þetta sé ekki nýr staðall hjá mér. Eins og ég sagði einhvers staðar, þá byrjaði ég að skrifa hana áður en intemetið kom til skjalanna.“ Nýtt leikrit í smíðum Ertu með aðra bók í smíðum? „Nei, það var verulegt tóma- hljóð í tunnunni þegar þessari lauk og hún er ekkert farin úr hausnum á mér.“ Ólafur Jóhann viðurkennir þó að vera með leikrit í smíðum, en eins og flestir eflaust muna var leikrit hans, Fjögur hjörtu, sýnt við miklar vinsældir í Loftkastal- anum í fyrra og árið þar áður. Hann vill þó lítið ræða þetta nýja leikrit, segist vera að krota það til að dreifa huganum og komast út úr Slóð fiðrildanna. „Ég er búinn að búa með Ásdísi Jónsdóttur í átta ár. Við erum enn ekki skilin að borði og sæng,“ svarar Ólfur en þegar þjarmað er að honum með leikritið sem er í smíðum, segir hann: „Það gerist á rakarastofu árið 1969, vikuna sem Appollo 11. er að lenda á tunglinu með Arm- strong og félaga. Tíminn í verkinu spannar vikuna, frá því daginn sem þeir leggja af stað og þar til þeir koma aftur til jarðar. Þetta ár, 1969, var ekki góssentíð fyrir rak- ara.“ Synirnir Qg frilandið Island Ólafur Jóhann býr á Manhattan þar sem hann hefur búið síðastlið- in tiu ár. Hann eyðir þó jólum hér heima og reynir að ná hér sex vik- um á sumrin. Synirnir tveir verða sjö og fimm ára í janúar. Sá yngri er í forskóla en sá eldri í 1. bekk í grunnskóla. Þegar Ólafur er spurð- ur hvernig þeir spjari sig í amer- íska skólakerfinu, segir hann: „Þeim finnst óskaplega gaman í skólanum," eins og það sé eitthvað skrítið og bætir svo við til skýr- ingar: „Ég man ekki eftir því að mér hafi þótt svona gaman. Móðir mín þurfti að fara nokkuð margar ferðir til skólastjórans, eftir að mér hafði verið fleygt út úr tíma vegna ódælsku - sérstaklega fyrstu árin. En þeir hafa gaman að þessu og læra án þess að þeir séu neyddir til þess með harðfylgi. Það þýðir þó ekki að það sé eitthvert logn í kringum þá. Þeir eru háðir mjög sjálfstæðir og við foreldrarnir fáum alveg að heyra það.“ Eru þeir ekkert þvingaðir af borgarlífinu? „Nei, það er mikið að gera hjá þeim. Þeir eru mikið í íþróttum. Svo er það alger misskilningur að á Manhattan séu börn læst inni í skýjakljúfafangelsi. Við búum mjög ofarlega á Manhattan, rétt hjá Central Park, svo þeir fá næga útivist. Þar geta þeir leikið sér og ólmast að vild, þótt auðvitað fari þeir ekkert eftirlitslausir út - en mér heyrist nú á öllu að það geri börn varla lengur hér heldur og síst af öllu á þeirra aldri, þannig að þetta er ekkert ólíkt. Hins vegar finnst þeim mjög gaman hér á íslandi og eru alveg svakadegir íslendingar. Samt er það dálítið fyndið að þeir halda að ísland sé einhvers konar fríland. Þeir koma hér alltaf í fríum og halda þess vegna að hér séu alltaf allir í fríi. Þeim finnst það mjög sniðugt. Við höfum vissulega rætt það að við getum varla hugsað okkur að þeir verði ekki íslendingar, eða að minnsta kosti að þeir eigi val. En ef við búum þarna áfram, held ég að það sé ljóst að við ákveðum þetta fyrir þá. Tíminn verður bara að leiða það í ljós.“ sús Vertu í plús! Rúmur frítími gefiir fyrirheit um að gera ýmislegt sem alltaf hefúr setið á hakanum. Láttu ekkert standa í veginum, njóttu þess að vera til og hugsaðu um heilsuna. Plús3 er nýtt viðbit sem er fituskert með stnjörbragði og inniheldur Otnega-3 fitusýrur. Rannsóknir benda til að þær hafi góð áhrif gegn teðakölkun ogáhjarta. Einnig inniheldur Plús3 A og D vitamin, en D vítamín er forsenda þess að líkaminn geti nýtt kalk úr fæðunni og varistþannig beinþynningu. Hugsaðu um plúsana! www.ostur.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.