Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Síða 27
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 ísviðsljós 27 Juliette Lewis átti lengi í erfið- leikum vegna ofneyslu vímu- efna en hefur nú náð sér á strik á ný. Lewis vill syngja meira Leikkonan unga, Juliette j Lewis, hóf feril sinn þegar hún var aðeins sextán ára gömul en ferill hennar hefur varað í 10 ár. Hún var frá unga aldri staðráðin í því að verða leik- kona og hefur barist með kjafti og klóm fyrir því. Stóra tæki- færið fyrir Lewis kom þegar hún lék í kvikmyndinni Cape | Fear undir stjóm Martins Scorcese á móti stórleikaran- um Robert De Niro en túlkun hans á illmenninu í þeirri mynd er ein af hans eftir- minnilegustu rullum. Lewis í litla stóð sig nógu vel á móti | risanum að hún fekk tilnefn- ingu til óskarsverðlauna fyrir l frammistöðuna. Næsta stóra hlutverk sem hún fékk var í hinni umtöluðu mynd Oliver Stone, Natural 3 Born Killers, eða Fæddir morðingjar, þar sem hún lék á j móti Woody Harrelson og í gleymist engum. Myndin hefur valdið meiri deilum og um- ræðum um áhrif kvikmynda og ofbeldis í samfélaginu en nokkur önnur. Lewis átti þegar þarna var | komið sögu í vaxandi vanda vegna stöðugrar vímuefna- í neyslu og þess stjórnleysis á lífinu sem það leiðir til. Hún hélt samt áfram að leika og lék | meðal annars í Califomia á | móti þáverandi unnusta sín- um Brad Pitt og einnig í kvik- ;1 mynd sem hér Evening Star á | móti Shirley McLaine. Um síð- j arnefndu myndina segir Lewis í dag að hún vilji helst aldrei sjá hana því þar sjáist svart á 1 hvítu hve djúpt hún var sokk- in. í kjölfar þeirrar vinnu fór hún í meðferðarhæli í Flórída og tók sér tak. Um þessar mundir horfir flest til betri vegar fyrir Lewis. Hún lék í kvikmynd sem heit- ir The Other Sister og þar bregður hún sér í hlutverk þroskaheftrar stúlku sem verður ástfangin. Myndin hlaut ágætar viðtökur og nú er Lewis í Bretlandi þar sem hún er að leika í gamanmynd sem heitr Room to Rent. Hún lætur sér það ekki alveg nægja því hún er að vinna með lagahöf- undum og útsetjurum þessa S dagana því hana langar til þess að syngja inn á plötu. Lewis segist ekki telja sig í j fremstu röð söngkvenna en hafi persónulegan stíl. Hún segir að uppáhaldssöngkona sín sé Billie Holiday en af sam- Itímatónlist sé það hljómsveit- in Garbage sem heillar hana mest. Hún er laus og liðug og hef- ur verið siðan þriggja ára ást- arsambandi hennar við Brad | Pitt lauk. Pitt og Lewis eru þó enn vinir og hún talar mjög hlýlega um þennan fyrrum ástmann sinn. Michael Jackson leikur Edgar Allan Poe Michael Jackson, hinn fölleiti yngsti meðlimin- hinnar hör- undsdökku og söngelsku Jacksonfjölskyldu, hættir aldrei að koma fólki á óvart. Stundum hafa fréttir af honum verið með þeim hætti að erfitt er að trúa því að hann lifi algerlega í sama heimi og við hin. Nýjustu tíðindi af starfsferli Jacksons varða kvikmyndir. í slúðurdálki á Salon Magazine á Netinu er fullyrt að Jackson hafi verið ráðinn til þess að leika að- alhlutverkið í kvikmynd um ævi bandaríska skáldsins Edgars All- ans Poe. Edgar Ailan Poe var hvítur Bandaríkjamaður sem er frægastur fyrir hrollvekjusögur og mögnuð ljóð. Hann er stund- imi kallaður faðir hrollvekjunn- ar. Nokkrar kvikmyndir voru gerðar eftir sögum hans fyrr á öldinni og er The Pit and the Pendulum eflaust sú sem flestir þekkja. Jackson hefur ekki getið sér magnað orð fyrir leik í kvik- myndum ef frá er talin túlkun hans á sjálfum sér í kvikmynd- inni eða tónlistarmyndbandinu Moonwalker hér um árið. Val hans í hlutverkið kemur eflaust á óvart en er á sinn hátt við hæfi því sumum finnst Jackson vera hrollvekjandi persóna. Fullyrt er í erlendum btöðum að Michael Jackson elgi að leika Edgar Allan Poe í kvikmynd um ævi skáldsins. ÞreP^ldur Vínníntgur leysir mard! Það eru ekki alltaf „aðrir“ sem fá stóra vinninginn í Lottóinu. Einmitt þú gætir orðið fimm milljónum ríkari ef þú kaupir miða fyrir kl. 19.30 í kvöld. jóker Mundu eftlr Jókernum. \ vk-mj'mukjhh ejen °Kpfi> /g> ztxjuexek *'*•**. ungm V ör _____________________________________________________________ / þágu íþrótta, ungmenna og öryrkja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.