Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Síða 42
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 V %ðta! „Þegar ég var flugmálastjóri þurfti .. égaö taka á móti hópi útlendinga í hverri viku og stundum oft í viku. Oft voru þaö norrœnir samstarfsaöilar, en viö erum nú fimm Noróurlöndin og kannski stundum sex eöa sjö eftir því hvemig á þaö er litió. Þetta voru iöu- lega svona tíu manna hópar í heildina og ég var oft í stökustu vandrœóum meö aö halda fundina af því aö hótelin voru allt of stór og hentuöu því ekki. Ég hef þess vegna mótaö Hótel Tinda- stól sem fundarsetur, utan um fundi af þessari stœrð af því ég veit aö þörfm er fyrir hendi. Og líka þaó aö þegar þjóö- höföingjar koma til íslands er varla nokkur vegur aö fara meó þá út fyrir Reykjavík, nema þá á Þingvöll, í Val- höll. Þaö er hvergi hentugur aöbúnaö- ur, og ég vil oróa þaö þannig, en gamli Tindastóll er lúxustilboð fyrir bœöi kónga og almenning, þaö er sama hvort er. Hér er hœgt aö vinna og hafa ánœgju af dvölinni, njóta Skagafjarðarins í leiöinni. Vœntingar mínar viö húsiö eru þœr aó þaö sé þörffyrir þaö í íslensku þjóðfélagi. Innanlandsmarkaöurinn kemur af sjálfu sér, en viö Svanfríöur œtlum aö einbeita okkur aö Bretlandsmarkaöi og höfum nú þegar lagt töluveröa vinnu í þaö,“ segir Pétur Einarsson í Hótel Tindastóli, en brátt verður opn- að gistihús í þessu sögufrœga húsi og Jarlsstofan í kjallara hússins, sem einnig á aö verða ráöstefnusalur, var opnuö formlega á dögunum. Ætlaði aldrei að verða opinber starfsmaður Pétur er mjög forvitnilegur maður og blaðamaður DV átti samtal við hann á dögunum. Þar barst einna fyrst í tal hvenær hann hefði orðið þjóð- frægur maður, hvort það hafi ekki einmitt verið þegar hann gegndi starfi flugmálastjóra? „Jú, ég held að það sé engin spum- ing. Ég lenti í nokkuð hörðum deilum við stéttarfélög flugumferðarstjóra, það var í öllum fjölmiðlum mánuðum saman eða árum saman.“ Pétur neitar þvi að starf flugmálastjóra hafi reynst honum erfiðara og öðruvísi en hann hafði búist við, en hins vegar hafi það verið röð tilviljana sem réð því hvem- ig hann fékk starfið. „Ég skrifaði mína lokaritgerð í lögfæði um flugrétt og hafði stofnað flugskóla ásamt nokkrum félögum mínum. Ég rak mina eigin lögfræðiskrifstofu og rakst á auglýsingu um starf flugmálastjóra, reyndar var varaflugmálastjóri að fara í leyfi, og ég fór og talaði við Agnar Kofoed-Hansen, þáverandi flugmála- stjóra. Hann tók mér afskaplega vel. Svo hófst svona tilviljanakeðja. Ég ætl- < aði aldrei að verða opinber starfsmað- ur. Ég varð fyrst sérstakur fulltrúi í flugmálastjóm síðan varaflugmála- stjóri og loks flugmálastjóri." - En nú hefur heyrst að þegar þú hættir í starfi flugmálastjóra haflrðu verið búinn að lenda í ansi harðri glímu við Bakkus konung? „Nei, það var löngu seinna. Ég lýsti þvi yfir þegar ég var skipaður flug- málastjóri að ég yrði ekki í þessu starfi nema sex ár, en ég stóð ekki við það, var í tæþ 10 ár, og bara hætti og ætiaði aö byrja að vinna aftur sjálfstætt eins og ég hafði gert. Og ég byrjaði sem lög- fræðingur og alþjóðlegur ráðgjafi og ýmislegt þess háttar, en lenti síðan í slysi 1993, missti annað augað. Skömmu seinna brennur svo ofan af mér húseign sem ég átti og ég stóð eig- inlega uppi mjög illa klemmdur, líkam- lega, andlega og félagslega. Lenti síðan I mjög langri sjúkrahúsvist. Og þetta einhvem veginn endaði með því sem v þeir kalla á botninum, þriggja mánaða erfitt. Þetta vom fimm vikur sem ég var þama og ég var reyndar kominn út yfir öll mörk sem gestur, gestatíminn er nú yfirleitt ekki nema vika. Fyrstu tvær vikimar vom erfiðar en þá fór maður að skilja af hveiju munkar eða nunnur ganga um með „mónulísu- bros“ á vör. Við mat- arborðið var mikil kurteisi og það þurfti aldrei að biðja um neitt, því þegar þú ætiaðir að ná í eitthvað þá var þér rétt það og fljótiega komstu í sama mót- ið og hinir. Það sem faðir Leon kenndi mér, sem var minn lærifaðir þama, var hvemig maðurinn getur aukið sál sína og öðlast frið, áttað sig á því að líkam- inn og hugurinn eða heilinn er tæki sem Hamingjusamt par. Pétur og sambýliskona hans, við getum stjómað." Svanfríður Ingvadóttir danskennari, við vfgslu Jarls- Ja, humh,“ segir stofunnar á dögunum. DV-myndir ÞÁ hömlulausum drykkjuskap," segir Pét- ur og bætir við að þetta sé nú bara venjuleg saga þess manns sem lendir í vandræðum með áfengi. r I klaustur til Frakklands - Var það eftir þetta sem þú fórst í klaustur til Frakklands? „Já, það var nú eftir að ég var búinn að fara í mina meðferð hjá SÁÁ, sem var afskaplega góð, og ég mun aldrei sjá eftir því að hafa gert það. Þegar ég kom úr meðferðinni út af Staðarfelli, eftir tæpan einn og háifan mánuð, þá stóð maður uppi heimilislaus og at- vinnulaus. Svo fékk ég vinnu til skamms tíma. Þetta var í október 1996 og ég átti við að stríða geysilega marg- ar flækjur, persónulegar. Ég sá þann kost vænstan á þessum tíma að fara í klaustur að gamni mínu. Ég talaði við fóður Jakob hjá Kaþólsku kirkjunni, frábæran mann, og hann leiðbeindi mér inn í klaustur í Mið-Frakklandi þar sem ég var í nokkrar vikur. Klausturvistin var alveg dásamieg. Þetta eru Benediktusar-munkar, sama reglan og Kiljan var hjá í Clervaux í Lúxemborg, enda þekktu þeir Kiljan mjög vel. Þeir taka í einstaka tilfellum við gestum og ég kom sem gestur og fékk þar leiðsögn hjá einum af þeirra elstu munkum og er sá sonur yfirverk- fræðingsins sem annaðist framkvæmd við gerð Súesskurðarins, stórgáfaður maður. Þama voru 60-70 munkar og ferill þeirra spannaði allt frá toppun- um í læknisfræði niður í verka- mannastétt, allt þar á miili. Þetta var ákaflega einfalt líf í klaustrinu. Það er trúariðkun, menn þjóna guði frá sólar- upprás til sólseturs. Það eru fimm til sex guðsþjónustur á dag, morgunverður, hádegisverður og kvöldverður með mikilli bænaiðkun og svo er svolítil lík- amleg vinna einn til þrjá tíma á dag - þannig að menn eru að mestu í bæna- lestri. - Fannst þér þetta lærdómsríkur tími? „Já, afskaplega, en í byijun var þetta Pétur eftir þessa djúpu greiningu. - Og þú hefur þá komið heim sem nýr og endumærður maður? „Já, mér leið af- skaplega vel og var í miklu jafnvægi eins og ég er enn.“ Áfund Drang- eyjarjaiisins - Var það fljótiega upp úr þessu sem þú fórst að stunda eyja- líf á Skagafirði með frænda þínum Jóni Drangeyjaijarli? „Ég fór að vinna, skal ég segja þér, hjá íslandslaxi í Grinda- vík. Var þar í hörkupúli í þijá mánuði með mjög skemmtilegum og góðum náungum. Lenti síðan fyrir tilviijun i því að fara til Marokkó og reyndi að leysa þar ís- lenskan togara úr hálfgerðri herkví. Upp úr því byijaði ég að reka mína lög- fræðiskrifstofu að nýju. Það var hins vegar vorið 1998 sem Jón í Fagranesi hringdi í mig. en við þekktumst þá lít- ið frændumir," segir Pétur og rekur skyldleika þeirra frændanna til Gunn- hildargerðis á Fljótsdalshéraði. Eirík- ur faðir Jóns mun hafa verið bróðir Guðlaugar fóðurömmu Péturs. Þau vom hér tvö systkinin í Skagafirði, Ei- ríkur Sigmundsson og Þórey Hansen. „En hvað um það, frændi minn bað mig að tala við sig út af lögfræðilegum málefnum. Ég var í réttarhaldi á Akur- eyri og ætlaði að koma við hjá honum, vera svona í klukkutíma, hélt að það væri nóg, en þessi klukkutími hefur verið svo langur að ég er hér enn.“ Ekki ómerkilegra en handritin - Er það vegna þess að þið emð báð- ir svo málglaðir frændumir eða hvað? Pétur Einarsson, litrík ævi. Flugmálastjórinn sem lenti á botninum, fór í klaustur og rekur nú Hótel Tindastól á Sauðárkróki. Við opnun Jarlsstofu í Hótel Tindastóli. Pétur ásamt Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra og vini sínum og frænda, Jóni Eiríkssyni Drangeyjarjarli sem heldur á mynd sem Sigurdór Sigurdórsson biaðamaður og fyrrverandi fjósamaður á Fagranesi gaf Jóni Drangeyjarjarli. Myndin er af jariinum við húsið í eynni. „Það er kannski vegna þess að frændi minn er með eindæmum skemmtilegur maður, fróður og vitur maður. Hann bauð mér að sigla með sér í Drangeyjarferðum og það var al- veg óendanlega gaman. Ég fór margar ferðir þetta sumar. Svo komu nú upp nokkur lögfræðileg viðfangsefni héma í Skagafirðinum og mér datt í hug að reyna að reka lögfræðiskrifstofu á Sauðárkróki og i Reykjavík. Gerði það í nokkra mánuði, en það er nú eigin- lega vonlaust dæmi út af réttarkerfinu. Þegar réttarhald er i Reykjavík ertu í Skagafirðinum og svo öfugt. Svo vegna þess að ég er nú gamall húsasmíða- meistari þá varð mér gengið stundum fram hjá gamla Hótel Tindastóli. Það var búið að benda mér á þetta hús sem leiguhúsnæði, og einhvem veginn fannst mér sniðugt að kaupa það og fást við að gera það upp. Það gæti ver- ið skemmtilegt viðfangsefni. Ég keypti húsið og svo hefur það þróast út í það að vera núna orðið eitt alfallegasta hót- el landsins. Að auki finnst mér þetta vera menningarvarðveisla, ekkert ómerkilegri en handritin okkar.“ - Þetta er gamalt norskt timburhús? „Já, Kristmundur Bjamason, fræði- maður á Sjávarborg, ákaflega fróður maður, hefur verið að skrifa sögu hússins fyrir mig. Hann telur að húsið sé ekki reist seinna í Grafarósi en 1835, jafhvel 1829. Einnig sé til í dæminu að það hafi verið flutt gamalt frá Noregi. Húsið er tilhöggvið og þeir fluttu svona hús á milli landa Norðmenn og Danir. Svo að þetta er eitt af elstu timburhúsum landsins? Yndislegur tími í Skagafirði Einhvem veginn sýnist mér að þú hafir átt mjög skemmtilegt líf hér í Skagafirði þessi misseri. Þegar við vor- um á ráðstefnu um ferðamál hér i vor þá baðst þú menn um að gleyma ekki rómantíkinni. Hefur þetta verið þér gefandi tími hér? „Já, yndislegur tími. Ég kynntist héma dásamlegri konu sem ég bý með, Svanfríði Ingvadóttur danskennara, og svo hefur fólk verið mér gott hér í Skagafirði, ég hef reyndar alltaf verið ákaflega heppinn maður í mínu lífi. Ég hef mjög breytt afstöðu minni til Skagaijarðar. Áður ók ég Varmahlíð og yfir í Öxnadalinn og þekkti í raun- inni ekki Skagafiörðinn, en eftir að hafa dvalið héma í eitt og hálft ár þá frnnst mér þetta aldeilis dásamlegur staður, það er svo fiölbreytt mannlífið og náttúran. Og þegar nú er kominn vetur þá sé ég mikið af norðurljósum á heiðskírum himni á frostnóttum, hvergi nokkurs staðar hef ég séð eins mikið af þessu stórkoslega náttúra- undri. Og sólarupprásin héma maður að sumrinu, mögnuð; þegar sólin hníg- ur til sjávar skulum við segja en ekki viðar, bak við Drangey, og kemur síð- an upp svona tíu mínútum seinna austan við eyna. Þetta er ofsalegt," seg- ir Pétur og hlær. - Þannig að þér finnst framtíðin björt héma? „Já, já. Þegar maður lifir sér til ánægju eins og ég þá gerir maður það sem maður viU hverju sinni. Þær von- ir sem ég bind við þetta hótel er að reksturinn gangi og ég er sannfærður um það. Ég hef ánægju af því að um- gangast fólk og veit því að þessi starf- semi á við mig. Hótel Tindastóll gefur svo góða möguleika að taka á móti fólki eins og þér og mér og jafnframt þeim sem ferðast á einkaþotum, þvi við erum með alþjóðlegan flugvöll hér við hliðina sem er opinn 98% af árinu - þannig að þessir menn gætu einnig komið og heimsótt okkur. Það er vel þess virði." Þórhallur Ásmundsson, Sauðárkróki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.