Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Qupperneq 43
JL>"V LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 t 01ðtaln „Ég er dœmdur í héraös- dómi fyrir aö auglýsa starfs- grein mína, „Oriental Med- icine“ sem austrœna læhnis- frœöi en samkvœmt oröabók- um er „austrœn“þýöingin á oriental og „lœknisfrœöi“ þýðingin á medicine, “ segir Ríkharöur Jósafatsson sem um margra mánaöa skeiö hefur leitaö eftir því aö fá starfsleyfi hér á íslandi. Hann nam sín fræöi í Bandaríkjunum og hefur síöan unnið viö þau þar í níu ár. í janúar síðastliðnum, nánar til- tekið 9., 16. og 19. janúar, birti hann svohljóðandi auglýsingu í Morgunblaðinu: „Ríkharður Jósafatsson Sérgrein: Austrœn lœknisfrœói, tilkynnir opnun sína í husi World Class, Fellsmúla 24, Reykjavík. Rikharöur hefur starfaö í Bandaríkjunum síöastliöin 9 ár sem nuddfrœöingur, Doctor of Ori- ental Medicine og Acupuncturist. Hann mun taka aö sér nýja sjúklinga frá 22. janúar 1999. Sími 553 0070. „Ég hafði velt orðalaginu mikið fyrir mér vegna þess að ég er ekki læknismenntaður á vestræna vísu en hér er „læknir“ lögvemdað starfsheiti og ég hef hvorki leyfi né áhuga á að kalla mig lækni. Ég passaði mig meira að segja mjög vel á þvi að kalla mig ekki einu sinni „nálastungulækni" í þeim til- gangi einum að villa ekki um fyrir fólki og gefa mig ekki út fyrir að vera eitthvað sem ég er ekki. Engu að síður kærði Landlækn- isembættið mig, eða öllu heldur að- stoðarlandlæknir, Matthías Hall- dórsson, fyrir þessa auglýsingu. Hann hélt því fram að ég væri að villa um fyrir fólki með þvi að þýða „oriental medicine“ sam- kvæmt orðanna hljóðan.“ Dómur i máli aðstoðarlandlækn- is gegn Ríkharði féll þ. 9. nóvem- ber síðastiðinn. í dómsniðurstöðu segir: „Þegar texti auglýsingarinn- ar er virtur í heild er það álit dómsins að hann sé til þess fallinn að vekja hugmyndir þeirra sem hana lesa um það að ákærði sé læknir, sem stundi lækningar í skilningi 1. gr. læknalaga.“ Einnig segir þar að „Við ákvörðun refs- ingar ákærða þykir þó rétt að taka tillit til þess að ákærði hefur aflað sér tOtekinnar menntunar á sviði heilbrigðismála en heilbrigðisyfir- völd hafa dregið að setja reglur um þessar óhefðbundnu lækningar.“ „Ég geri mér grein fyrir því að starfsheitið „læknir“ er lögbundið og til þess að bera það þarf að full- nægja vissum skilyrðum," segir Ríkharður. Hins vegar eiga þessir menn engan rétt á hugtakinu „læknisfræði," sem var orðið sem ég nota. 1 dómsniðurstöðunni er ég sakaður um að kalla mig „lækni“ sem ég gerði ekki. Það er beinlínis rangt og dómurinn er kveðinn á grundvelli þess. Af einhverjum ástæðum sér dómarinn ástæðu til að skipta um orð; læknisfræði verður læknir. Síðan er refsingin milduð vegna þess að heilbrigðisyf- irvöld hafa dregið að setja reglur. Það er semsagt verið að refsa mér fyrir það að heilbrigðisyfirvöld hafa ekki unnið vinnuna sína. Það sem enn eykur á óréttlætið er að núverandi landlæknir vissi um auglýsingima," segir Ríkharð- ur og vísar til þess í dómsniður- stöðuna, þar sem segir að í desem- ber sl. hafi hann sótt á ný um rétt- indi til að stunda nálastungumeð- ferð „en enn ekki fengið svar. Nú- verandi landlæknir hafi síðar sagt í viðtali við ákærða í janúar sl. að verið væri að skoða mál hans og hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessari auglýsingu." „Ég var því i góðri trú,“ segir Ríkharður. „Ég var alveg sann- færður um að landlæknir ynni að því aö fmna lausn á málinu, því eins og kemur fram í niöurstöðu héraösdóms þá hef ég lokið „viður- kenndu“ námi í þeim greinum sem ég sæki um starflseyfi í, í Banda- ríkjunum og fengið leyfi í tiltekn- um rikjum þar tO að stunda þessar óhefðbundnu lækningar. Hvað þessi „tOteknu“ ríki varðar, þá voru þetta þau einu ríki þar sem ég hafði sótt um starfsleyfi. Það Það hefur tíðkast í marga áratugi, að fólk kalli sig nálastungulækna, grasalækna, huglækna og smáskammtalækna. Þó hefur enginn verið kærður fyrir það nema ég sem kallaði mig ekki einu sinni lækni. DV-mynd ÞÖK hafði ekki reynt á nein önnur ríki en samkvæmt þessu orðalagi mætti æOa að einhver ríki hefðu neitað mér um starfsleyfi.“ Áttirðu von á þessari niður- stöðu? „Nei, hún varð mér mikið áfaO.“ Nú er kínverskur nálastungu- læknir farinn að starfa við Heilsu- stofnun NáttúriOækningafélagsins í Hveragerði. Hvað finnst þér um það? Það verður að segjast eins og er, að mér finnst það grátbroslegt að sá maður skuli hefja störf, í skjóli landlæknisembættisins, í sömu viku og þeir fá mig dæmdan fyrir sömu vinnu. Mér finnst bara eins og þetta landlæknisembætti og þessi læknamafía hér ætli aö taka yfir mína starfsgrein sem þeir hafa ekki nokkra menntun í sjálfir. Síðan eru þeir að veita leyfi tO að stunda nálastungumeðferð aOs kon- ar læknum, sjúkraþjálfurum og öör- um „viðurkenndum“ heObrigðis- stéttum, jafnvel eftir helgarnám- skeið og án þess að taka nokkur próf, sem tíðkast úti í heimi, tO þess að menn fái leyfi tO að starfa við nálastungur. Annað sem mér finnst skjóta skökku við er að hér hefur það tíðkast í marga áratugi, að fólk kaOi sig nálastungulækna, grasalækna, huglækna og smáskammtalækna. Þó hefur enginn verið kærður fyrir það nema ég sem kaOaði mig ekki einu sinni lækni. Þessir einstakling- ar hafa auglýst sig í áraraðir og síð- ast í gærmorgun var auglýsing frá Sólheimum í Grímsnesi þar sem sagt var að nálastungu“læknir“ yrði á staðnum. Ég er búinn að margbiðja lög- fræðing landlæknisembættisins, Sólveigu Guðmundsdóttur, um upp- lýsingar um hvaða nám þetta „við- urkennda" nám er, sem ég þyrfti að hafa til þess að fá starfsleyfi hér. Hún vísar í aðstoðarlandlæknir sem enn hefur ekki getað svarað mér. Mig er farið að gruna að það sé rétt í dómsniðurstöðunni að hér hafi menn verið skussar og því ekki sett neinar reglur, heldur sé þetta allt saman háð geðþóttaákvörðunum þeirra.“ Hvert verður næsta skref hjá þér? „Ég veit það ekki. Kannski býð ég upp á helgamámskeið í nálastung- um fyrir lækna, tO þess aö þeir geti starfað við mína grein.“ -sús Ég geri mér grein fyrir því að starfsheitið „læknir“ er lögbundið og til þess að bera það þarf að fullnægja vissum skilyrðum,“ segir Ríkharður. Hins vegar eiga þessir menn engan rétt á hugtakinu „læknisfræði,“ sem var orðið sem ég nota. hef aldrei Ríkharður Jósafatsson, doktor í aust- rænum lækningaaðferðum, hefur ver- ið dæmdur í héraðsdómi fyrir að villa um fyrir fólki með því að auglýsa sérgrein sína sem „austræna læknis- fræði" og þar með titlað sjálfan sig sem lækni. kallafi ■C C.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.