Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Síða 46
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 54* ðtal Maðurinn vill verða sinn eigin Guð Maöurinn horfói þögull á mig litla stund, og allt í einu för um mig hrollur, sem stafaði af ööru en kuld- anum, því nú tók ég eftir aö þaö var ekkert Ijós í augunum í honum eins og í ööru fólki, þaó voru engin göt á myrkrinu í honum, heldur bara eitt- hvað svart, svart sem hvorki lýsti né endurkastaói Ijósi, og ég œtlaöi aö rjúka af stað og hlaupa í burtu, eins hratt og ég kœmist - en þá sagöi hann, og þaö var bœði Ijós og hlýja í Isak Harðarson sendi nýlega frá sár skáld- söguna Mannveiði- handbókin þar sem hann fjallar um sam- tímann á íslandi, leit mannsins eftir ein- hverju æðra og göfugra mitt í öllum hávaðanum frá skruminu og sýndar- veruleikanum. Sjálfur á ísak langa og stranga leit að baki og hefur ferðast úr ystu myrkrum inn í Ijósið - en hefur nú fundið jafnvægi röddinni, svo ég hœtti að vera hrœddur... Maðurinn með myrkrið í augunum er Dórhallur Jónguðsson rithöfundur, sem er kominn til Salteyrar frá Reykjavík þar sem hann hittir Elíf Ei- lífsson, ellefu ára strák sem er sögu- maður í skáldsögu ísaks Harðarsonar Mannveiðihandbókin. Þegar Eilifur hittir Dórhall hefur hann staðið við sjóinn og horft á óteljandi götin sem Einhver handan frá hinu óopinbera gataði í nóttina. Og þótt Einhver sé horfinn og sjáist ekki lengur, þótt hann sé ókominn og sjáist ekki enn, þá uröu götin eftir og blasa viö sjónum allra manna allar nœtur - skínandi, sindrandi götin á nóttinni. Ljós og myrkur Andstæðumar ljós og myrkur hafa verið einn af rauðu þráðunum í verk- um ísaks sem hefur sent frá sér átta ljóðabækur (fyrst 1982), eitt smásagna- safn, játningabók og nú skáldsögu. Snemma bar á myrkri ádeilu í ljóðum ísaks, ádeilu á samhengisleysi í hugs- un og gildismati okkar, ádeilu á leit eftir billegum lausnum, ádeilu á klisj- ur, ádeilu á veruleikaflrringu. Játningasagan „Þú sem ert á himn- um... Þú ert hér!“ er saga ísaks frá bemsku, þar sem hann er uppalinn hjá ömmu sinni og afa við Snorra- brautina, til ársins 1992, þegar hann hefur frelsast, hlotið skím í Krossin- um (þótt hann hafi aldrei gengið í Krossinn, heldur haldið sig við Þjóð- kirkjuna) og ákveður að skrifa sögu sína sem er ólgandi sár ferð á milli öfganna í myrkri og ljósi, örvæntingu og hamingju. Á árunum sem ísak er að gefa út fyrstu ljóðabækur sínar er hann í stöðugri leit að tilgangi lífsins. Hann leitar í Háskóla íslands, í lög- fræði, sálfræði, heimspeki, guðfræði, íslensku, svo eitthvað sé nefnt. Hann Þetta illa í mannlnum f heimlnum er alltaf að aukast en hlð góða í manninum í heiminum er líka að aukast. Fyrst eftir þá stórkostlegu uppgötvun að vita að mannkynið er ekki eitt á jörðinni var ég gagntekinn af þeirri staðreynd. Síðan kemst á meira jafn- vægi. Þögnin um Guð er grunsamleg „Ég held að samfélagið færist stöðugt í þá átt að maðurinn dýrki sjálfan sig meira og meira og þá úti- lokar hann sífellt meira það sem hon- um er æðra,“ segir ísak. „Hins vegar er það í eðli mannsins að leita eftir því sem er æðra og mér fmnst ég far- inn að fmna þá strauma. Ég held að það sé eitthvert uppgjör í nánd.“ Hvað áttu við? „Þetta illa í manninum í heiminum er alltaf að aukast en hið góða í mann- inum í heiminum er lika að aukast. Við sjáum að það er verið að drepa fólk á hveijum degi og umburðarleys- ið fer vaxandi. Á móti sjáum við mannkærleikann aukast. Andstæð- umar eru alltaf að verða skýrari - öfgarnar sterkari. Ég vona samt að sagan sé ekki ein- hver einhliða mórölsk siðaprédikun. í henni er ég að fjalla um það að hverju við stefnum. Ef ég er með því að segja fólki til syndanna, rís ég varla undir því sjálfur. Ég vildi að það væru betri menn en ég í þvi hlutverki." Er ekki hættulegt fyrir íslenskan rithöfund að skrifa út frá trúarsann- færingu? „Ég velti þvi ekkert fyrir mér. Ef við lesum íslenskar skáldsögur frá þessari öld, einkum þær post- er ekki lengur einn í herberginu; ég finn fyrir einhverri Návist. Hún er ekki alls staöar í stofunni, heldur er eins og hún hafi ákveöna afmörkun sé á viss- um staö.... Þessi Návist er LIFANDI! Vonandi skárri maður Það var ekki laust við að aðdáend- ur ísaks hrykkju í kút yfir þvi sem kaliað var „trúarflippið," enda Játn- ingasagan skrifuð af þvílíkt einlægum styrk að það var mesta basl að rjúka ekki af stað og frelsast samstundis. Þvílíkt ljós sem tók við af þessu ægi- lega myrkri. Þegar ísak er spurður hvort hann sé ennþá trúaður af sama ofsanum og í Játningabókinni, svarar hann: „Það kemst meira jafnvægi á mann með tímanum. Fyrst eftir þá stórkostlegu uppgötvun að vita að mannkynið er ekki eitt á jörðinni, var ég gagntekinn af þeirri staðreynd. Síðan kemst á meira jafnvægi, maður heldur áfram að lifa lifinu og er vonandi skárri maður með þá vitund í huga að Guð er til.“ 1 Mannveiðihandbókinni er Mói í Njólakoti, maður með bros sem er stærra en hann sjálfur og tilkynnir stöðugt þann fagnaðarboðskap að Jesús sé lifandi. ísak teflir saman hin- um tæra kristna heimi Nóa, náttúru- samfélaginu á Salteyri við sjóinn og borgarsamfélaginu þar sem menn hafa misst tökin á grundvelli tilvistar sinnar þótt allt líti vel út, glitri og glansi. Hins vegar er sagan ekki svart- hvít prédikun, vonda borgin á móti góðu sveitinni, heldur er eins og allt sé að renna saman og Mói sem biður fyrir öllu og öllum er álitinn „Eymingi," þótt eftir standi áhrifa- máttur kærleikans sem hann boðar þegar öliu er á botninn hvolft. DV-myndir Pjetur er í hjónabandi og eignast eina dóttur og leitar þar. Hann leitar tU Vínand- ans mikla „því hann var listamaður, og listamenn tala við þá sem þeim sjáifum sýnist, því þeir eru sniUing- ar.“ En hvar sem hann fer er sama myrkrið. Barnið sem hélt að það væri snillingur Það er svo í ágúst árið 1989 að ísak verður fyrir fyrstu trúarlegu reynslu sinni sem veröur upphafið að því að myrkrið fer að víkja fyrir ljósinu í lífi og skáldskap hans, þótt enn ætti hann dágóða ferð fyrir höndum, þar sem hann sveiflaðist miUi himneskrar upphafningar og jarðneskrar örvænt- ingar. Þrautalendingin var aó hafa eigin kœrleika fyrir Guó og aö reyna aö miðla honum þegar maður var vel upplagöur - sem geróist ekki mjög oft, segir hann í Játningasögunni. Enn var eftir sjálf vitrunin, sú sem birtist föstudaginn 18. maí 1990; birtist barninu (sem hélt reyndar aö þaö vœri snillingur, djúphugsuöur og skáld, en ekki barn). Isak fer að heimsækja ömmu sína og sér þar bókina „Er ekki einhver sem getur hjálpað mér?“ eftir Sandy Brown og fer að lesa í henni. Allt í einu geróist eitthvaö sem ég hafói aldrei upplifaö áöur. Þaó var eins og ég vaknaöi af djúpum, áralöngum svefni, eins og ég heföi lagt öllum gáfu- legu skoöununum og fordómunum mínum... Um leiö og ég haföi þannig samsamast konunni og staöiö í hennar sporum nokkur augnablik, þá var eins og gömlu, fjallþykku lagi af hroka vœri svipt af skilningi mínum og vit- und... í fyrsta skipti í lífmu uppliföi ég andlegt hungur mitt: Ó, HVAD MIG VANTADI GUDL. Og þá, alveg um leiö, eöa örstuttu fyrr eöa síóar, ÞÁ KEMUR ÞÚ! Skyndilega fmn ég að ég

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.