Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 62
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 UV
afmæli__________________
Guðmundur Jónsson
Guömundur Jónsson píanókenn-
ari, Löngubrekku 41, Kópavogi, er
sjötugur í dag.
Starfsferill
Guðmundur fæddist í Reykjavík.
Hann lauk stúdentsprófi frá MR
1949, prófi í forspjallsvísindum frá
HÍ 1950, stundaöi frönskunám við
HÍ einn vetur, var við nám í píanó-
leik hjá Gunnari Sigurgeirssyni
1939-41, hóf nám hjá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík 1941 og lauk það-
an prófi 1948 þar sem hann lagði
einkum stund á píanóleik en aðal-
kennari hans þar var Árni Krist-
jánsson, var í einkatímum í píanó-
leik hjá Árna Kristjánssyni og
Rögnvaldi Sigurjónssyni 1948-50,
hóf nám við Tónlistarháskólann í
Paris 1950 og lauk þaðan prófi 1953.
Guðmundur var píanókennari
við Tónlistarskólann í Reykjavík
1953-61, skólastjóri Tónlistarskóla
Rangæinga 1970-71, söngkennari
barna- og unglingaskólans á Hvols-
velli og Hellu 1970-71 og píanókenn-
ari við Tónlistarskólann í Kópavogi
1971-94.
Guðmundur var framkvæmda-
stjóri jámvöruverslunarinnar Jes
Zimsen hf. 1959-70, dag-
skrárfulltrúi við tónlist-
ardeild ríkisútvarpsins
1971-78 og á sumrin um
skeið frá 1980 en hann
hafði vikulega tónlistar-
þætti í útvarpi um
nokkurra ára skeið.
Guðmundur var í Fé-
lagi jámvöru- og búsá-
haldakaupmanna
1959-70, var fulltrúi Fé-
lags islenskra tónlistar-
manna á fundum
Bandalags islenskra
listamanna og var for-
maður Félags tónlistarkennara
1981-82.
Guðmundur hefur haldið opin-
bera einleikstónleika og tónleika
með einleikuram og söngvumm. Þá
hefur hann komið fram sem einleik-
ciri með Sinfóníuhljómsveit íslands
og i útvarpi og sjónvarpi, bæði sem
einleikari og með öðram. Guðmund-
ur hefur haldið fyrirlestra við Hf
um franska tónlist og skrifað blaða-
og tímaritsgreinar um tónlist.
Fjölskylda
Fyrri kona Guðmundar er Hulda
Auður Kristinsdóttir, f.
13.2. 1932, húsmóðir.
Hún er dóttir Kristins
Helgasonar, bifreiðar-
stjóra í Reykjavík, og
Helgu Níelsdóttur ljós-
móður. Guðmundur og
Hulda Auður slitu sam-
vistum.
Böm Guðmundar og
Huldu Auðar eru Auður
Eir, f. 10.11. '1951, deild-
arstjóri við íslands-
banka; Guðmundur
Kristinn, f. 9.1. 1955,
símvirki í Kanada;
Helga Kristín, f. 25.12.1955, húsmóð-
ir í Njarðvík; Þórdís, f. 19.8. 1968,
rafeindavirki og myndlistarkona á
Seltjamarnesi.
Seinni kona Guðmundar er Ingi-
björg Þorbergs, f. 25.10. 1927, tón-
skáld, söngkona og kennari, dóttir
Þorbergs Skúlasonar, skósmíða-
meistara í Reykjavík, og k.h., Krist-
jönu Sigurbergsdóttur húsmóður.
Foreldrar Guðmundar vom Jón
Guðmundsson, f. 24.10. 1893, d. 7.1.
1959, verslunarstjóri í Reykjavik, og
k.h., Kristín Pálmadóttir, f. 14.8.
1902, d. 2.7. 1982.
Ætt
Jón var sonur Guðmundar, b. á
Breiðabólstað í Ölfusi Guðmunds-
sonar, b. í Lambhaga Guðmunds-
sonar, b. í Fróðholtshjáleigu Guðna-
sonar, b. í Gerðum í Landeyjum Fil-
ippussonar. Móðir Guðmundar í
Lambhaga var Katrín, dóttir Sveins
Guðbrandssonar, b. í Gröf, og Guð-
ríðar Filippussonar. Móðir Guð-
mundar á Breiðabólstað var Arndís,
systir Guðlaugar, langömmu Jóns
Dalbú, sóknarprests í Laugarnes-
prestakalli. Hálfbróðir Arndísar,
sammæðra, var Jón, b. á Stóra-Hofi,
langafi Kristínar, móður Þórðar
Friðjónssonar ráðuneytisstjóra.
Arndís var dóttir Jóns Jónssonar, b.
á Stóra-Hofi og Ingibjargar Narfa-
dóttur.
Móðir Jóns verslunarstjóra var
Þórdís, dóttir Tómasar Ólafssonar,
b. á Vestra-Fróðholti, og Guðrúnar
Jónsdóttur, b. á Hamrahól í Holtum
Gunnarssonar, b. á Sandhólaferju,
bróður Rannveigar, langömmu
Magdalenu, langömmu Jónasar
Kristjánssonar, ritstjóra DV.
Kristín var dóttir Pálma Péturs,
sjómanns í Reykjavík Sigurðssonar.
Guðmundur Jónsson.
Heiðar Þór Guðnason
Heiðar Þór Guðnason, forstöðu-
maður tölvuþjónustudeildar ís-
lenskrar erfðagreiningar, Víði-
hvammi 5, Kópavogi, verður fertug-
ur á morgun.
Starfsferill
Heiðar fæddist í Reykjavík en ólst
upp í Garðabæ þar til hann hleypti
heimadraganum. Hann útskrifaðist
í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum í
Reykjavík og er rafeindavirkja-
meistari. Heiðar hefur sótt fjölda
námskeiða og ráðstefnur bæði inn-
anlands og utan og hefur tekið þó
nokkur MCP-próf. Hann hefur
ódrepandi áhuga á tölvum og bún-
aði tengdum þeim.
Heiðar byrjaði að vinna við tölvu-
þjónustu hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð
1981 sem var þá með umboðið fyrir
Digital-tölvur. Hann fylgdi Digital-
umboðinu á milli starfsstaða, til Ör-
tölvutækni, því næst til GSS á ís-
landi, þá aftur til Örtölvutækni og
þaðan yfir til Digital á íslandi.
Starfssvið hans var vélbúnaðarvið-
gerðir og hugbúnaðarþjónusta með
sérstakri áherslu á Microsoft-hug-
búnað. Hjá Digital á íslandi var
Heiðar þjónustustjóri.
Við samrana Digital á íslandi og
Tæknivals hóf Heiðar störf hjá ís-
lenskri erfðagreiningu í árslok 1998
og er þar forstöðumaður tölvuþjón-
ustudeildar.
Heiðar var í stjóm Félags ís-
lenskra skriftvélavirkja og Félags
íslenskra rafeindavirkja.
Fjölskylda
Heiðar kvænist í dag, 13.11. 1999,
sambýliskonu sinni, Katrínu Norð-
mann Jónsdöttur, förðunarfræðingi
og tryggingasölumanni hjá Samlíf.
Foreldrar Katrinar voru Jón
Sveinsson, f. á Siglufirði 2.4.1928, d.
13.3. 1995, og Grete Sveinsson, f. í
Bogense í Danmörku 16.6. 1935, d.
26. nóv. 1984.
Sonur Heiðars og Katrínar er Ar-
on Breki, f. 12.1. 1998.
Bræður Heiðars era Kristján
Henry Guðnason, f. 5.3. 1958, jám-
iðnaðarmaður hjá Stál-Orku í Hafn-
arfirði; Agnar Jón Guðnason, f. 21.6.
1966, nemi í iðntæknihönnun í
Skövde í Sviþjóð.
Foreldrar Heiðars eru Guðni
Kristinn Sigurðsson, f. i Reykjavik
9.12. 1938, bifvélavirkjameistari, og
Ki-istíana Kristjánsdóttir, f. á Siglu-
firði, 24.1. 1937, læknaritari við
Heilsugæslu Kópavogs, Hvamm.
Ætt
Foreldrar Guðna voru Vilborg
Jónsdóttir, ljósmóðir í Garðahreppi,
Reykjavík og Seltjarnamesi, og Sig-
urður Marteinsson, bifreiðastjóri á
Hreyfli.
Foreldrar Kristíönu vora Krist-
ján S. Hallgrímsson, beykir og sild-
armatsmaður á Siglufirði, og Kaia
Hallgrímsson, saumakona og hús-
móðir, fædd á Melöj í Noregi.
r
Olafur Magnús Halldórsson
Ólafur Magnús Halldórsson vöra-
bilstjóri, Heiðarási 23, Reykjavík, er
fertugur í dag.
Starfsferill
Ólafur fæddist á ísafirði og ólst
upp á Hnífsdal og á ísafirði þar sem
hann var búsettur til 1990 er hann
flutti til Reykjavíkur. Hann lauk
gagnfræðaprófi á ísafirði 1975.
Ólafur hefur stundað ýmis störf
frá barnsaldri. Hann vann við smíð-
ar hjá afa sínum, Geirmundi Júlíus-
syni, og vann við fisk- og rækju-
vinnslu á unglingsárunum. Þá ók
hann öskubíl hjá fóður sínum sem
sá um sorphirðu á ísafirði um ára-
bil.
Ólafur ók síðan mjólkurbíl hjá
Gunnari og Ebenezer til 1987 og var
þá jafnframt til sjós á vetrum ef
ófært var fyrir mjólkurbílinn. Hann
festi kaup á Sómabát 1987 og reri
það sumar en seldi bátinn 1988 og
festi þá kaup á vörabíl sem hann ók
til haustsins 1989.
Ólafur stofnaði vöruflutningafyr-
irtækið Vöruflutningar Ólafs M.
Halldórssonar haustið 1989. Ári síð-
ar breytti hann nafninu og stofnaði,
ásamt Kristni Ebenezerssyni, ísa-
fjarðarleið hf. Þeir félagar seldu
Eimskipafélaginu 60% fyrirtækisins
1996 og ári síðar seldi Ólafur sinn
hlut í fyrirtækinu. Hann hætti
akstri hjá fyrirtækinu í árslok 1997,
festi síðan kaup á trailer-vörubíl
sem hann hefur ekið síðan á vegum
eigin fyrirtækis, Fljótavikur ehf.
Þá festi hann kaup á beltagröfu,
ásamt tveimur öðrum bílstjóram.
Grafan er starfrækt og leigð út af
fyrirtækinu Hlöðuvík ehf.
Fjölskylda
Ólafur kvæntist 29.9. 1984 Hörpu
Böðvarsdóttur, f. 10.3.1963, húsmóð-
ur. Hún er dóttir Böðvars Jóhanns-
sonar, atvinnurekanda á Akranesi,
og Þórunnar Guðmundsdóttur,
hjúkranarfræðings á Isafirði.
Kona Böðvars er Elsa Ingvars-
dóttir, verslunarmaður á Akranesi,
en maður Þórannar er Tryggvi Guð-
mundsson, lögfræðingur á ísafirði.
Börn Ólafs og Hörpu eru Vignir
Þór Ólafsson, f. 22.6. 1983; Guðný
Eygló Ólafsdóttir, f. 6.4. 1985; Ágúst
Elí Ólafsson, f. 14.5. 1994.
Systkini Ólafs eru Lilja Hrönn
Halldórsdóttir, f. 23.7. 1957, búsett í
Reykjavík; Sigurlaug Regína Hall-
dórsdóttir, f. 19.2. 1962, starfsmaður
hjá íslandspósti í Reykjavík en mað-
ur hennar er Halldór
Sveinn Hauksson, f.
24.2. 1961, starfsmaður
hjá Vegagerð ríkisins;
Sigríður Ólína Halldórs-
dóttir, f. 8.9. 1964, hús-
móðir, gift Lech Pasdak,
f. 10.5. 1957, verkfræð-
ingi hjá Reykjavíkur-
borg; Hafþór Halldórs-
son, f. 23.8. 1965, at-
vinnurekandi, kvæntur
Sigurbjörgu Guðmunds-
dóttur, f. 2.6. 1966,
starfsmanni hjá íslands-
pósti í Reykjavík; Krist-
jana Halldórsdóttir, f.
25.5. 1970, búsett í Reykjavík.
Foreldrar Ólafs eru Halldór Geir-
mundsson, f. 29.1.1930, leigubílstjóri
á Hreyfli, búsettur í Kópavogi, og
k.h., Guðný Eygló Hermannsdóttir,
f. 20.6. 1941, starfsmaður við Kárs-
nesskóla. Þau bjuggu á ísafirði til
1992 en eru nú búsett í Kópavogi.
Ætt
Halldór er sonur Geirmundar,
trésmiðs í Hnífsdal Júlíussonar, b. á
Atlastöðum í Fljótavík Geirmunds-
sonar, b. á Atlastöðum Guðmunds-
sonar, b. í Kjaransvík Snorrasonar,
b. í Hælavik Brynjólfs-
sonar. Móðir Geir-
mundar á Atlastöðum
var Sigurfljóð Isleifs-
dóttir. Móðir Geir-
mundar trésmiðs var
Guðrún Jónsdóttir,
húsamanns í Steinstúni
Guðmundssonar, á
Dröngum Ólafssonar, á
Eyri við Ingólfsfjörð
Andréssonar. Móðir
Guðmundar á Dröngum
var Guðrún Bjömsdótt-
ir. Móðir Guðrúnar
Jónsdóttur var Elísa
Ólafsdóttir, frá Ósi
Ólafssonar.
Móðir Halldórs er Guðmunda
Regína Sigurðardóttir, útvegsb. á
Látrum Þorkelssonar, og Ólínu Sig-
urðardóttur, útvegsb. á Látrum
Gíslasonar.
Guðný er dóttir Hermanns, sonar
Áma Gíslasonar, frá Leira í Jökul-
fjörðum, og Guðrúnar Jóhannes-
dóttur. Móðir Guðnýjar er Sigur-
laug Herdís, dóttir Friðriks Finn-
bogasonar, b. í Efri-Miðvík, og Þór-
unnar Maríu Þorbergsdóttur.
Ólafur Magnús
Halldórsson.
Til hamingju með afmælið 13. nóvember
90 ára
ísleifur Ólafsson, Skjólvangi Hrafnistu, Hafnar- firði.
85 ára
Jóhanna Jóhannsdóttir, Haga, Selfossi. Lára Halldórsdóttir, Mýrargötu 18a, Neskaupstað.
80 ára
Bjarney Guðrún Hinriksdóttir, Grettisgötu 7, Reykjavik. Guðmundur Guðmundsson, Hvassaleiti 46, Reykjavík. Helga Bjömsdóttir, Lindasíðu 4, Akureyri. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Kópavogsbraut lb, Kópavogi. Pálína Sigurrós Guðjónsd., Munaðamesi 1, Norðfirði.
75 ára
Anna Helgadóttir, Uppsölum, Blönduósi.
70 ára
Bjamfríður Sigurðardóttir, Austurbrún 6, Reykjavík. Helga Kristín Magnúsdóttir, Löngumýri 19, Akureyri.
60 ára
Ásdís Bjamey Óskarsdóttir, Mávabraut 4a, Keflavík. Steingrímur Ingvarsson, Fagurgerði 10, Selfossi. William Þór Hagalin, Háeyrarvöllum 54, Eyrarbakka.
50 ára
Hallgrímur Kristjánsson, Holtastíg 12, Bolungarvík. Jón Alfreðsson, Markarflöt 19, Garðabæ. Kristinn Eymundsson, Víghólastíg 4, Kópavogi. Ragnar Tómasson, Vogsholti 8, Raufarhöfn. Rúnar Bjami Jóhannsson, Hvammabraut 4, Hafnarfirði.
40 ára
Aðalsteinn Pétxu’sson, Fellshlíð, Húsavík. Ágúst Ingi Sigurðsson, Hraunbæ 42, Reykjavík. Ásdis Júliusdóttir, Hátúni 34, Keflavík. Kristinn Guðni Ólafsson, Teigaseli 4, Reykjavík. Ólafur Garðarsson, Nesbala 94, Seltjarnarnesi. Sigurður Haukur Harðarson, Krókamýri 50, Garðabæ. Soffía Rósa Gestsdóttir,
/
(Jrval
- gott í hægindastólinn