Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaöur og ótgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskritt: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Kamfýlan blómstrar Hollustuvemd ríkisins og heilbrigðisnefndir sveitarfé- laga sátu nýlega á lokuðum fundi og úðuðu í sig Holta- kjúklingi til að sýna þjóðinni fram á, að kamfýlugerlar væm ekki banvænir. Þótt 80% kjúklinganna væm sýkt, skyldi fólk halda ró sinni og sjóða vel og lengi. Síðan hefur komið í ljós, að heimsmetið frá í vor hef- ur haldizt óbreytt fram á vetur. Af hálfu Hollustuvemd- ar og heilbrigðisnefnda hefúr alls ekkert verið gert til að draga úr kamfýlunni. Hinn íslenzki heimsmethafi er enn með 80% sýkingu á kjúklingum í verzlunum. Svona rétt til samanburðar má benda á, að Norðmenn loka kjúklingavinnslu, ef kamfýla fer yfir 10%. Hér er hins vegar ekki lokað, þótt hún haldizt mánuðum saman í 80%. Það er eins og umhverfisráðherra og forstjóri Hollustuvemdar lifi í heimi Lísu í Undralandi. Forstjóri Hollustuvemdar lýsti því raunar yfir á át- fundinum fræga í haust, að hann liti á hlutverk sitt sem sáttasemjara. Hann hlýtur að hafa átt við, að hann ætl- aði að sætta niðurstöður fræðimanna annars vegar og þrönga sérhagsmuni kjúklingabúa hins vegar. Maður sér forstjórann fyrir sér fá inni í Karphúsinu hjá sáttasemjara ríkisins og hlaupa þar milli herbergja td að bera gagntilboð milli málsaðila. „Ég býð 50% sýk- ingu“, segir annar málsaðilinn. „Ég býð 20% snyrtingu á niðurstöðum rannsókna", segir hinn. Við vitum af mörgum öðrum málum, að nýi umhverf- isráðherrann er verri en fyrirrennarar hennar. Aðgerða- leysi hennar kemur því ekki á óvart. Hins vegar er at- hyglisvert, að forstjóri risavaxinnar Hollustuvemdar við Ármúla skuli líta á sig sem stjómmálamann. Hollustuvemd er til húsa á tveimur hæðum í stórhýs- um við Ármúla. Þar verður ekki þverfótað fyrir starfs- fólki. Skrímslið getur samt ekki séð til þess, að kamfýla fari niður fyrir 10% hjá þeim búum, sem mesta hafa sýk- ingu, eins og gert er í nágrannalöndunum. Athyglisvert er, að í nýjustu kamfýlutalningu kemur í ljós, að ísfugl hefur aðeins 5% sýkingu og Fossgerði hvorki meira né minna en 0% sýkingu. Samt er leitun að afurðum þessara búa í venjulegum stórmörkuðum, þar sem 80% sýktir kjúklingar em í stórum stöflum. Umhverfisráðherra og forstjóri Hollustuvemdar geta því huggað sig við, að spámenn markaðskerfisins telja viðskiptavini sína hallast að kamfýlu, svo framarlega sem tilboðsverð sé á henni, og að íslenzkir neytendur staðfesta þessar spár með því að úða henni í sig. Fátt er kannski við það að athuga, að neytendur fái alla þá ódým kamfýlu, sem þeir vilja og að stórmarkað- ir þjóni þeirri þörf. í ljósi þess er í stíl, að Hollustuvemd ríkisins sé stikkfrí í málinu og að fræðimenn sleppi naumlega við að vera reknir fyrir að finna kamfýlu. Nú hefur komið í ljós, að salmonella hefur aftur stung- ið sér niður á kjúklingabúum eftir meira en tveggja ára hlé. Tveimur kjúklingabúum var lokað á sínum tíma á kostnað ríkisins, en það virðist ekki hafa dugað, enda er greinilegt, að hreinlætishefðum er ábótavant. Enn fremur hefur komið í ljós, að kamfýla takmarkast ekki eingöngu við kjúklinga. Hún er einnig hlaupin í ali- endur og kalkúna, enda em þær afurðir meðhöndlaðar í sýktu vinnslustöðvunum. Og það er sama sagan, menn yppta öxlum og segja fólki að sjóða bara lengur. AUt þetta ferli er í samræmi við veruleikafirringu drottningarinnar í bókinni um Lísu í Undralandi og hentar vel þjóðfélagi, sem er sjálft veruleikafirrt. Jónas Kristjánsson Rétt að geyma flugeldana Líklegt er að margir vestrænir fjöl- miðlar hafi síðustu daga stórlega of- metið gildi viðskiptasamningsins sem Bandaríkin og Kína undirritaðu í vik- unni, en samningurinn ruddi úr vegi stærstu hindruninni fyrir inngöngu Kína í Alþjóðaviðskiptastofnunina, WTO. Menn hafa kallað samninginn stærsta viðburðinn í kínverskum efnahagsmálum frá því að Kínverjar tóku fyrstu skrefm til efnahagsbylt- ingar undir forustu Den Xiaoping, og sagt hefur verið í fjölmiðlum hér á landi sem víða annars staðar að hann muni leiða til stórkostlegra efnahags- legra og pólitískra breytinga í Kína, sem gæta muni í stjómmálum og við- skiptum um ailan heim. Það er án efa rétt að stórfelldar breytingar eru framundan í Kina, en það eru hins vegar þrjár ástæður fyrir því að telja hlutverk og gildi þessa samnings stórlega ofmetið. Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson Versnandi stemming Þrátt fyrir almenna viðurkenningu á nánum tengslum hagsældar og frelsis í alþjóðaviðskiptum bendir margt til þess að pólitískur vilji til erfiðra fóma í þágu frekari opnunar heimsviðskipta fari nú samtímis þverrandi á öllum helstu viðskiptasvæðum heimsins. Evrópa er upptekin af sjáifri sér og stækk- un ESB til austurs, sem mun kosta helstu ríki Vestur Evrópu verulegar fómir, og þvi er þar lítill áhugi á að fóma viðkvæmum hagsmunum fyrir ávinning á öðrum sviðum. Um leið hefur það gerst að pólitískar aðstæður í Bandaríkjunum, og efnahagslegar aðstæð- ur í Asíu, hafa snúist gegn þeim sem helst berjast fyr- ir opnari heimsviðskiptum. Þetta kemur glöggt fram í orðræðu um stjómmál í Bandaríkjunum þar sem sértækir hagsmunir eru að vanda sterkir í aödrag- anda kosninga, og í pólitískum umræðum í ailmörg- um löndum Asíu þar sem opnun fjármálaheimsins er kennt um kreppuna í álfunni. Þetta má einnig sjá af gangi undirbúnings fyrir WTO-viðræðunum um frí- verslun sem hefjast eiga í Seattle innan tíðar. Slíkar viðræður eru alltaf erfiðar en að þessu sinni virðist skorta enn frekar en oft áður á pólitíska forustu og pólitískan vilja til að gera erfiða saminga. telja að gildi samningsins sé í reynd ekki falið í efnislegu inni- haldi hans, sem megi teygja og toga, heldur frekar í táknrænu gildi sem geti haft tvenns konar þýðingu. Annars vegar geta já- kvæð viðbrögð á Vesturlöndum við samningnum og við inngöngu Kína í WTO örvað erlenda fjárest- ingu, að minnsta kosti til skamms tíma, án þess að kínverska stjórn- in leggi hart aö sér við fram- kvæmd samningsins. Hins vegar getur innganga Kína í WTO stuðl- að að því að færa efnahagsleg og um leið pólitísk samskipti Kína við umheiminn í fastari farveg. Það þýðir hins vegar ekki að far- vegurinn sé endilega greiður. Politík í vestrænum fjöhniðlum er rætt um að þær fómir sem Kínverjar verða að færa til að uppfylla samninginn muni þýða atvinnuleysi hjá tug- um milljóna manna, flótta annarra tugmilljón manna frá hningnandi landbúnaði, lokun þúsunda verk- smiðja, hrun heilla iðngreina og afnám einokunar eða fákeppnisaðstöðu hjá nokkrum arðbærustu fyrir- tækjum Kína. Að auki, segja fréttaskýrendur, mun samningurinn vega að-rótum kínverska valdakerfis- ins. Fullyrðingar af þessu tagi eru hins vegar sum- part út í hött. Þótt í samningnum felist ýmis ávinn- ingur fyrir Kína er fráleitt að ætla að valdamenn í Kína færi fórnir af þessu tagi fyrir samninginn eða aðildina að WTO. Efnahagsaðstæður í landinu, og í umheiminum, munu hins vegar án nokkurs efa knýja kínversk stjómvöld til ýmissa fóma af þessu sama tagi, en samningurinn er ekki endilega helsta tilefni aðgerðanna. Því segja samningurinn og ákvæði hans ekki endilega stærstu söguna um framvinduna. Rétt- ara er að líta á samningin sem einn lið í aðlögun kín- verska efnahagslíflsins að heimsviöskiptum. Fram- kvæmd samningsins mun líka ráðast öllu meira af flóknum innanlandsstjómmálum i Kína en því sem nákvæmlega stendur í plagginu. Framkvæmd Varðandi Kína er líka rétt að hafa í huga þá gömlu kenningu aö í Kína tákni undirritun samninga litið annað en að nú geti samningavið- ræður fyrst hafist fyrir alvöru. Viðræður um aðild Kína að WTO, og fyrirennara þeirra sam- taka, hafa staðið í 13 ár, og það má fullyrða að samningamir séu að- eins áfangi í viðræðum um þau atriði sem þeir taka þó til. Það er at- hyglisvert að sjá að um leið og fréttaskýrendur á Vesturlöndum nota stóryrði til að lýsa þess- um samningum er tónn- inn allt annar í dagblöð- um og tímaritum í Asíu. Þar benda menn á þá fjölmörgu möguleika sem Kínverjar hafa til að ráða framkvæmd samningsins. Sumir Þrátt fyrir almenna viðurkenningu á nánum tengslum hagsældar og frelsis í al- þjóðaviðskiptum bendir margt til þess að pólitískur vilji til erfiðra fórna í þágu frek- ari opnunar viðskipta á heimsvfsu fari nú samtímis þverrandi á öllum helstu við- skiptasvæðum heimsins. skoðanir annarra Loforð og efndir Kínverja „Kínversk stjómvöld hafa iðulega virt að vettugi alþjóðasamninga sem þau hafa skrifað undir. Berum bara loforö þeirra um að standa við sáttmála Sam- einuðu þjóöanna um pólitísk og borgaraleg réttindi saman við ofsóknir þeirra nú á friðsömum trúarleg- um og pólitískum andófsmönnum. Ef þau standa ekki nú við loforð sín um aukinn aðgang að mörk- uðum á sama tíma og bandarísk stjórnvöld fara að settum reglum, verða viðskiptatengslin enn ójafnari en þau eru núna.“ Úr forystugrein Washington Post 17. nóvember. Áhyggjuefni Clintons „Áhyggjuefni Clintons forseta eru heilmörg, nú þegar tvær vikur eru þar til samningaviðræður Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) um aukið frjálsræði í viðskiptum hefjast í Seattle. Aðildarlönd- in 134 í WTO eiga enn eftir aö koma sér saman um dagskrána og ýmislegt bendir til að þeim muni ekki takast það. Þúsundir mótmælenda hafa í hyggju að nota fundinn til að koma óánægju sinni á framfæri, sameinaðir í ótta sínum um að frjáls verslun muni leiða til fækkunar starfa og skaða umhverflð. Áhyggjuefnum Clintons fækkaði um eitt þegar til- kynnt var á mánudag að kínverskir og bandarískir samningamenn hefðu orðið ásáttir um skilyrðin fyr- ir aðild Kína að WTO. Clinton á nú eftir að sannfæra tortryggna þingmenn um ágæti samningsins." Úr forystugrein Dallas Moming News 16. nóv. Friður í sjónmáli „Táknin eru greinileg. Ein erfiðasta deilan í Evr- ópu, sem sáð hefur eitri á N-írlandi, virðist nú vera að leysast. í grundvallaratriðum hefur náðst sam- komulag um frið. Meirihluti mótmælenda á að deila völdum með kaþólikkum, einnig herskáum vængi þeirra, og vopnaðar sveitir beggja aðila eiga að leggja niður vopn sín. Þrátt fyrir allan gamlan fjand- skap er nú greinilegt að báðir aðilar vilja frið og æ fleirum, meira að segja meðal öfgahópanna, fmnst þeir hafi herjað nóg.“ Úr forystugrein Aftenposten 18. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.