Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 47
Lou Kasischke í nærliggjandi tjaldi. Lou var með óráði og snjóblindur; hann sá ekki hætishót, muldraði samhengislaus orð og var gjörsam- lega hjálparvana. Það var eins og Frank hefði orðið fyrir alvarlegu losti, en hann gerði sitt besta til að annast Lou. John Taske var í öðru tjaldi með Mike Groom; þeir sýnd- ust báðir vera sofandi eða meðvit- imdarlausir. Þótt ég væri valtur og veikburða, var ljóst að öllum hinum leið enn verr, nema kannski Stuart Hutchison. Ég fór tjald úr tjaldi og reyndi að finna súrefhi, en einu kútamir, sem ég sá, voru tómir. Langvarandi súr- efnisleysið lagðist á eitt með ör- þreytunni og jók enn á örvinglun mína og ráðaleysi. Vegna hávaðans í nælondúkunum, sem slógust til í vindinum, var ekki hægt að tala saman á milli tjaldanna. Rafhlöö- umar í einu talstöðinni, sem við átt- um eftir, vora næstum tómar. And- rúmsloftið í búðimum einkenndist af allsherjar óreiðu, og ekki bætti það ástandið, að hópurinn okkar - sem hafði vanist því, síðustu sex vikumar, að treysta í einu og öllu á leiðsögumennina - var nú skyndi- lega og algjörlega forystulaus: Rob og Andy voru horfnir, og þótt Groom væri viðstaddur, hafði eldraunin kvöldið áður reynt hræði- lega á hann. Hann lá i tjaldi sínu, skynlaus og illa kalinn, og gat ekki einu sinni talað, eins og sakir stóðu. Lifandi iík Þar sem allir leiðsögumennimir okkar vom óvígir, steig Hutchison nú fram fyrir skjöldu og reyndi að fylla skarö stjómandans. Hann var taugaspenntur, ungur maður, sem tók sjálfan sig alvarlega; kominn úr efri stétt enskumælandi fólks í Montreal; frábær rannsóknarmaður á sviði læknavísinda, og fór í fjalla- leiðangra á tveggja eða þriggja ára fresti, en gaf sér lítinn tíma til fjallaklifurs þess utan. Hann gerði sitt besta til að takast á við erfið- leikana sem herjuðu á Fjórðu búðir. Á meðan ég reyndi að jafna mig eftir árangurslausa leitina að Harr- is, hóaði Hutchison saman fjórum Sérpum til að reyna að finna lík We- athers og Namba, sem höfðu verið skilin eftir við fjarbrún Skarðsins þegar Anatoli Boukreev sótti Charlotte Fox, Sandy Pittman og Tim Madsen. Sérpiski leitarhópur- inn, sem Lhakpa Chhiri stýrði, lagði af stað á undan Hutchison sem var svo úrvinda og ringlaður, að hann gleymdi að fara í fjallgöngu- skóna og ætlaði að yfirgefa búöim- ar í léttum, mjúksóla innri skónum. Það var ekki fyrr en Lhakpa benti honum á mistökin, að hann sneri við til að sækja fjallgönguskóna. Sérpamir fóru að ábendingum Bou- kreevs og fundu fljótlega líkin tvö í grárri og grýttri ísbrekku, nálægt brún Kangshunghlíðar. Þar sem þeir vom mjög hjátrúarfullir varð- andi dauðann, eins og Sérpar era oft, stönsuðu þeir 15 eða 20 metrum frá líkunum og biðu eftir Hutchi- son. Skilin eftir til að deyja „Báðir likamamir vom að hluta til grafnir í snjó,“ rifjar Hutchison upp. „Bakpokamir voru um 30 metra í burtu, ofar í brekkunni. Andlitin og bolirnir vora á kafi í snjó; ekkert sást nema hendur og fætur. Vindurinn gnauðaði um áUt Skarðið." Fyrra líkið, sem þeir komu að, reyndist vera af Namba, en Hutchi- son þekkti hana ekki fyrr en hann kraup á kné í rokinu og losaði um tíu sentimetra þykka ísskum af andliti hennar. Honum brá illilega í brún, þegar hann sá að hún andaði enn. Báðir vettlingamir hennar vora horfhir, og berar hendumar virtust gegnfrosnar. Augu hennar voru starandi. Andlit hennar var hvítt eins og postulín. „það var skelfilegt," rifjar Hutchison upp. „Ég bugaðist aiveg. Hún var alveg að dauöa komin. Ég vissi ekki, hvað ég átti að gera.“ Hann beindi athyglinni að Beck, sem lá fimm metra í burtu. Höfuð Becks var einnig hulið þykkri klakabrynju. ísboltar á stærð við appelsínur þöktu hár hans og augnalok. Þegar Hutchison hafði hreinsað ísmulninginn úr andliti Becks, uppgötvaði hann að Texasbú- inn var einnig á lífi. „Mér heyrðist Beck umla eitt- hvað, en gat ekki heyrt hvað það var. Hann vantaði hægri hanskann og var hræðilega kalinn. Ég reyndi að hjálpa honum að setjast upp, en hann gat það ekki. Hann var eins nærri dauðanum og nokkur getur verið án þess að hætta að anda.“ í ægilegu uppnámi skrönglaðist Hutchison til Sérpanna og spurði Lhakpa ráða. Lhakpa, sem var þaul- vanur Everestfari og virtur af Sérp- um jafnt og útlendingum fyrir fjalla- leikni sína, hvatti Hutchison til að skilja Beck og Yasuko, eftir þar sem þau vora komin. Jafnvel þótt þau lifðu af að vera dregin til baka í Fjórðu búðir, myndu þau öraggiega deyja áður en hægt yrði að koma þeim niður í Aðalbúðir, og slík björgunartilraun myndi tefla í ónauðsynlega tvísýnu lífum hinna klifraranna í Skarðinu, sem flestir ættu nógu erfitt með að koma sjálf- um sér klakklaust niður. Hutchison ákvað að Lhakpa hefði rétt fyrir sér - það væri aðeins um eitt að velja, hversu erfitt sem það væri: að leyfa náttúrunni að fara sínu fram við þau Beck og Yasuko og einskorða bjargráðin við þá sem hægt væri að hjálpa. Hér var um sannkallað þrautaráð að ræða. Þeg- ar Hutchison kom aftur í búðimar, var hann við að bresta í grát; hann var eins og afturganga. Hvað fór eiqinlega úr- skeiðis? Þaö er gagnlegt að reyna að skilja hvaö fór úrskeiðis á Everest, og gæti hugsanlega komið í veg fyrir einhver dauðsföll í framtíðinni. En það er hrein óskhyggja að trúa þvi að nákvæm greining á hörmungar- atburðunum 1996 muni beinlínis LAU GARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 Bökarka f 55V Andy Harris. verða til þess að lækka dánartíðn- ina til mikilla muna. Hvötin að baki því að skrásetja allar yfirsjónimar í því skyni „að læra af mistökunum".... er að mestu leyti höfhun og sjálfs- blekking. Geti maður sannfærst um að Rob Hall hafi farist vegna þess að hann gerði nokkur heimskuleg mis- tök, og maður sé sjálfur of snjall til að endurtaka þau mistök, þá gerir það manni auðveldara að vilja klífa Everest, sama hve veigamikil rök mæla á móti því. í rauninni vom dauðsfollin 1996 cills ekkert óvenjuleg hvað Everest varðar. Þótt fjöldi þeirra sem dóu þá um voriö hafi aldrei verið meiri á einu klifurtímabili, vora tólfmenn- — ingamir aðeins 3 prósent þeirra 398 klifrara sem fóra upp fyrir Aðalbúð- ir - sem er raunar ívið lægra en hlutfall látinna af öllum íjölda Ever- est-klifrara ffá upphafi, sem er 3,3 prósent. Það má líka skoða málið á eftirfarandi hátt: ffá árinu 1921 og ffam í maí 1996 fórast 144 manns, og tindurinn var klifinn 630 sinnum - hlutfallið er einn á móti fjórum. Vorið 1996 fórust 12 klifrarar og 84 náöu tindinum - hlutfallið er einn á móti sjö. Ef miðað er við söguna, var 1996 í rauninni öruggara en meðalárið. Krakauker íslandsvinur Höfundurinn, Jon Krakauer, er* víðfrægm- fjallagarpur og klifrari sem hefur ferðast um allan heim til þess að stunda íþrótt sína og skrifa bækur og blaðagreinar um reynslu sína. Hann hefur oft komið til ís- lands og ferðast hér um ýmsar klif- urslóðir einkum í fjöllunum í sunn- anverðum Vatnajökli. Um íslands- ferðir sínar hefúr hann skrifað bók sem heitir Iceland. Land of the Sagas, ásamt David Roberts. Svalirnar, 8400 metrar, 10. mai kl. 19.20: Tveir Serpar ur sveit Scotts Fischers lúta fram á ísaxir sínar og kasta mæðinni meðan Andy Harris nálgast. Aðrir klifrarar hvílast skammt fyrir neðan. Hvassviðri á tindi Everest, 12. maí. Á leið niður úr fjórðu búðum, eftir storm- inn, tók Krakauer þessa mynd í 7600 metra hæð af efsta hluta fjallsins þar sem vinir hans, Hall, Harris, Hansen og Fischer biðu bana. Dough Hansen. inn sannfærður um að hann væri dáinn. Tjaldfélagi minn, Stuart Hutchison, haföi heyrt Rob Hall kalla frá Suðurtindi, og augljóst var að leiðangursstjórinn okkar var í gríðarlegum vanda og að Doug Han- sen var dáinn. Meðlimir í sveit Scotts Fischer, sem höfðu verið týndir í Skarðinu mestalla nóttina, skýrðu frá því að Yasuko Namba og Beck Weathers væra dáin. Og talið var að Scott Fischer og Makalu Gau væra dánir, eöa að dauða komnir, um 400 metrum fyrir ofan tjöldin. Jaðrar við brjálæði Hugur minn kiknaði undan öllu þessu og fylltist annarlegu skeyting- arleysi, svo minnti nærri á vél- Úráð og snjóblinda Ég leitaði að leifunum af hópnum okkar og fann Frank Fischbeck og menni. Tilfinningar mínar voru dofhar en einbeitnin glaðvakandi, eins og ég hefði flúið niður í skot- byrgi innst inni í höfðinu á mér, þaðan sem ég starði út um þrönga, brynvarða rifu á eyðilegginguna umhverfis. Ég glápti dofinn upp í himininn sem sýndist vera orðinn ónáttúrulega folblár, svo upplitaður að einungis örlítill litblær var eftir. Skarður sjóndeildarhringurinn glampaði, flökti og tindraði fyrir augum mér. Ég velti því fyrir mér, hvort ég væri á leið niður í martrað- ardjúp hinna brjáluðu. 'Á meðan birgðir endast Hagamel, Reykjavík • Seljabraut, Reykjavík • Miðbœ, Akranesi • Crundargötu, Grundarfirði • Ólafsbraut, Ólafsvík • Lœkjargötu, Siglufirði • Aðalgötu, Ólafsfirði • Álaugarvegi, Höfn • Tryggvagötu, Selfossi • Breiðumörk, Hveragerði • Hólmgarði, Keflavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.