Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 X3"V %!önd Hjónaband Kennedys var dautt áður en flugvél hans hrapaði: Carolyn Bessette var kynkaldur kókaínfíkill i>tPili>iÉmiiwiiiÉiiiTHiiiiiidfcwwiiMíiiííirMiiiiiiinttiÉiÉMiíiiíÉfl>iinft<iiiBi>'ii''iíííiThi^iiiiiriiii>ViiiiiiiL'‘i •*Jrwn~iTi!i‘íP“~nTTn;%i-iin Hjónaband Johns F. Kennedys og Carolyn Bessette var í molum löngu áöur en þau fórust 1 flugslysi 16. júlí síðastliðinn. Undir fallegu yfirborðinu hvíldi skuggi afbrýöi- semi, fíkniefna og deilna. Sumir telja að hjónin hafi jafnvel rifíst í flugvélinni áður en hún hrapaði með þau á dularfullan hátt í hafið. Þetta er harmsaga sem fjölskyld- ur Johns og Carolyn hafa af eðlileg- um ástæðum helst ekki viljað segja. I fjóra mánuði tókst að halda sög- unni leyndri. En nú hefur banda- ríska blaðið New York Post birt þriggja siðna langa grein, byggða á frásögn vina hjónanna. í raun var öllu þegar lokið kvöld- ið þann 16. júlí þegar þau stigu um borð í Piper Saratoga-flugvél Kenn- edys. Ferðinni var heitið í brúö- kaupsveislu frænku Kennedys. Þetta átti að vera í síðasta sinn sem þau kæmu fram opinberlega saman. Aðeins tveimur dögum áður hafði John skipað Carolyn að taka saman foggur sínar og yflrgefa íbúð þeirra. Hann hafði hins vegar enga hug- mynd um að hún hafði þá þegar haft samband við skilnaðarlögmenn og látið einkaspæjara fylgjast með honum. Rauk út af fundi hjóna- bandsráðgjafa „Þetta er kaldhæðnislegt,“ segir einn af nánum vinum Johns F. Kennedys í viðtali við New York Post. „Líf hans var í þann veginn að breytast algjörlega. Hann ætlaði að gefa út dramatískar yfirlýsingar. Sú fyrsta var um fyrirhugaðan skilnað við Carolyn. Þegar þau hittust á flugvellinum í Essexsýslu höfðu þau ekki sést í fjóra daga.“ Carolyn hafði rokið út af fundi þeirra með hjónabandsráðgjafa þann 12. júlí síðastliðinn. Hún sneri ekki heim í íbúð þeirra á Manhatt- an um kvöldið. Hún kom ekki held- ur næsta kvöld. Miðvikudaginn 14. júlí hringdi hún í eiginmann sinn á vinnustað hans, ritstjórnarskrifstofu tímarits- ins Georges. John F. Kennedy var öskureiður. „Þessu er lokið,“ sagði hann. Þú hefur gengið of langt í þetta sinn. Pakkaðu saman og komdu þér burt úr íbúðinni og lífi minu,“ sagði hann. Sjálfur gisti hann næstu tvær nætur á hóteli til þess að sleppa við að hitta Carolyn. Systir hennar, Lauren, hringdi þá í hann og bað um fund með honum. Lauren ætlaði að vera sáttasemjari og bauðst til að koma með í flugvélinni. Það kostaði hana lífið. „John fannst hann hafa gert allt sem i hans valdi stóð til að bjarga hjónabandinu," segir vinur hans. „Hann elskaði Carolyn virkilega en hann vissi í hjarta sínu að þessu var lokið.“ Aldrei verið hafnað áður Ástarsaga Johns og Carolyn hófst skömmu eftir að sambandi hans og leikkonunnar Daryl Hannah lauk 1994. Hann varð ákaflega hrifinn af Carolyn, sem starfaði við almanna- tengsl hjá tískufyrirtækinu Calvin Klein, en hún hafnaöi honum ítrek- að. Hann hafði aldréi áður orðið fyr- ir höfnun og varð enn ákveðnari en áður i að snúa henni á sitt band. „Þegar Carolyn flutti fyrst inn í íbúð Johns var hann sannfærður um að hún myndi geta tekist á við það sem fylgdi frægð hans. Hann hafði alist upp í sviðsljósinu og reyndi að vera í góðum tengslum við aðdáendur og ljósmyndara sem eltu hann á röndum. Óg i fyrstu virtist sem Carolyn tækist þetta,“ hefur New York Post eftir nánum York Post. Carolyn misnotaði ekki bara kókaín. Hún var einnig háð þung- lyndislyfjum sem gerðu það að verk- Erlent frétta- Ijós WT í samræðum þeirra félaga á næstu vikum greindi John frá því að þau Carolyn svæfu ekki lengur í sama rúmi. Þá höfðu þau ekki sofið saman í heilt ár. „Það er merkilegt að hann skuli hafa sætt sig við þetta. Hann hefði getað fengið fjölda fallegra kvenna og það hefði getaö farið leynt en hann kaus að vera trúr Carolyn, jafnvel þó að hún neit- aði að sofa hjá honum.“ Þó svo að Carolyn vildi ekki sofa hjá eiginmanni sínum vildi hún eignast hóp af bömum með honum og búa uppi í sveit. Hún vildi að Símamynd Reuter hann hætti að vinna til að hún hefði hann bara fyrir sig. John kvaðst hafa sagt við Carolyn að böm yrðu menn að búa til. Storkurinn kæmi ekki með þau. Carolyn hafði hætt að vinna úti rétt áður en þau John gengu í hjónaband. Hann vildi að hún fengi sér nýja vinnu sem hún hefði áhuga á. Honum tókst loks að fá Carolyn með sér til hjónabandsráðgjafa en þeir fundir enduðu oft með há- vaðarifrildi. Síðasta rifrildið var 12. júlí síðastliðinn. John var að búa sig undir að segja fjölskyldu sinni frá því að hjónabandinu væri lokið þegar systir Carolyn hringdi og bað um að fá að hitta hann til að reyna að koma á sáttum. Þrátt fyrir allt vildi Carolyn vera eiginkona Johns áfram. En hann taldi að þau myndu ekki hafa þetta af. Auk tilkynningarinnar um fyrir- hugaðan skilnað ætlaði John að greina frá áætlunum sínum um að hella sér út í stjómmál. „John var alvarlega að hugsa um að bjóða sig fram til öldungadeildar- innar árið 2000. Hann ætlaði sér alltaf að feta i fótspor íoður síns og hann ætlaði að hefja ferilinn sem öldungadeildarþingmaður fyrir New York. Carolyn vildi hins vegar ekki að hann færi í framboð. Það sem olli John þó mestu hugarangri var ósamkomulag Caro- lyn og Caroline systur hans. „í fyrstu kom þeim vel saman en samband þeirra fór úr böndunum strax eftir brúðkaupið. Þetta var mjög erfitt fyrir John því að hann var mjög náinn systur sinni. Þau voru vön að talast við í síma á hverjum degi. En þegar samband kvennanna fór að verða stirðara neyddist John til að styðja konu sína gegn systur sinni. Síðasta hálfa árið sem hann lifði hafði hann varla talað við systur sína,“ segir vinur Johns. Vinurinn kveðst viss um að John hafi viljaö að greint yrði frá sann- leikanum. Vinurinn segir það einnig hjálpa sér. „En það sker mig í hjartastað að hugsa um hversu mikið hann hefur þjáðst síðustu mánuði ævi sinnar.“ Byggt á New York Post John F. Kennedy og Carolyn Bessette á brúðkaupsdegi þeirra 22. september 1996. vini Johns. „En þegar þau voru gift breyttist hún. Hún líktist Díönu prinsessu að því leyti. Allt virtist hrynja fyrstu mánuðina á eftir. Hún var allt í einu orðin frú Kennedy og ekki bara sambýliskonan. Hún brást við eins og hrætt dádýr í ljósgeisla bíls.“ Hrópuðu nöfn meintra hjá- kvenna Johns John og Carolyn þekktust hvar sem þau komu og papparassarnir fylgdu þeim hvert fótmála. Stundum voru þeir mjög aðgangsharðir. „Þeir hrópuðu meira að segja nöfn kvenna sem John átti að hafa sæng- að með til þess að reyna að æsa Carolyn. Þaö er ekki undarlegt að hún hafi smám saman farið að taka orð ljósmyndaranna alvarlega. Þar að auki vann John mikiö og honum þótti gott aö slappa af á krá yfir einni eða tveimur bjórkrúsum með vinum sínum að loknum vinnudegi. Hann hélt áfram piparsveinalífi sínu en Carolyn einangraðist æ meir og fór sjaldan út úr íbúð þeirra,“ segir vinur Carolyn. Henni fannst hann óþroskaður, að því er vinur hennar greinir frá. „Ég var hjá þeim þegar hann bað hana um að styðja hann betur eins og aðrar eiginkonur styðja menn sína. Hún æpti á móti og spurði hvemig hún gæti stutt einhvem sem hegöaði sér eins og hann væri 13 ára. John leit út fyrir að vera sár en hún rauk út,“ segir vinurinn. Kókaín var hluti af tilveru Carolyn New York Post greinir einnig frá því að Carolyn hafi verið kókaínfik- ill. Á meðan hún starfaði hjá Calvin Klein var hún í hringiðu tísku- heimsins og stundaði partí. Kókaín var hlutur af tilveru hennar. „John þoldi ekki kókaínneyslu hennar. Hún tók það tvisvar inn fyrir framan mig í íbúðinni þeirra,“ segir einn heimildarmaður New um að hún varð afar tortryggin. Tortryggni hennar var svo mikil að hún leigði einkaspæjara til að njósna um eiginmann sinn. Að sögn vina kom Carolyn af stað rifrildi við John á Valentínusardeg- inum. Þau voru þá stödd á veitinga- húsi og Carolyn æddi þaðan burt. Hún vissi að einkaspæjarinn fylgd- ist með og hún hélt að þegar hún væri farin myndi John halda burt með einhverri annarri. Svo fór þó ekki. Kennedy hélt á annan skemmtistað og dansaði við stúlkur en kvaddi þær með handabandi og hélt einn heim í leigubíl. Carolyn varð öskureið yfir því aö bragð hennar hafði ekki heppnast. Höfðu ekki sængað saman í eitt og hálft ár í ljósi alls þessa ætti það ekki að koma á óvart að kynlíf hjónanna var í molum. Þau höfðu ekki sofið saman í eitt og hálft ár þegar þau létust í júlí síðastliðnum. Hálfu ári fyrir flugslysið opnaði John hug sinn fyrir vini sírium á bar: „John brotnaði niður og sagðist ekki geta meira.“ Vinurinn varð undrandi því í þau rúm 10 ár sem hann hafði þekkt John hafði hann virst kaldur karl. „John hallaði sér aftur og reyndi að þerra tár svo lítiö bar á.“ Rétt áður en Kennedy lét lífið í flugslysi var hann að undirbúa tilkynningu um að hjónabandi hans og Carolyn væri lokið. Símamynd Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.