Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 63
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 71 711 hamingju með afmælið 21. nóvember 85 ára Guðrún Ingólfsdóttir, Grettisgötu 6, Reykjavík. Lárus Sumarliðason, Aðalgötu 5, Keflavík. Magnea Magnúsdóttir, Hjarðarhaga 64, Reykjavík. 80 ára Haukur Amars Bogason bifreiðaeftirlits- maður, Efstasundi 49, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðlaug Jónsdóttir húsmóðir. Þau veröa að heiman. Guðmundur Eyjólfsson, Áiftamýri 49, Reykjavík. Helgi Hóseasson, Skipasundi 48, Reykjavík. 75 ára Amdís S. Genualdo, Safamýri 13, Reykjavík. Lilja Sigfinnsdóttir, Marbakkabraut 5, Kópavogi. Valborg Helgadóttir, Háaleitisbraut 45, Reykjavík. 70 ára___________________ Ásgerður Ingimarsdóttir, Sigluvogi 3, Reykjavík. Sesselja J. Guðnadóttir, Skipholti 44, Reykjavík. 60 ára Heiðar Magnússon, Brekastíg 10, Vestmannaeyjum. Ingi Viðar Árnason, Skógarási 13, Reykjavík. 50 ára Guðlaugur Bessason, Hábrekku 6, Ólafsvík. Lára Ingimundardóttir, Kelduhvammi 16, Hafnarfirði. 40 ára Auðbjöm F. Kristinsson, Hraukbæ, Akureyri. Ásta Rósa Agnarsdóttir, Víðigrund 22, Sauðárkróki. Birgir Vagnsson, Vesturási 60, Reykjavík. Elín Gunnhildur Guðmundsdóttir, Hagamel 26, Reykjavik. Fjóla Berglind Helgadóttir, Hjallavegi 6, Hvammstanga. Halldór Kristjánsson, Ásvallagötu 77, Reykjavík. Helga Kjartansdóttir, Dalbraut 12, Bíldudal. Hugrún Jóhannesdóttir, Hagaflöt 18, Garðabæ. Jóhanna Sigurlaug Hilmarsdóttir, Mávabraut 4c, Keflavík. Kristinn Tómasson, Safamýri 57, Reykjavík. Stefán Hrafn Jónsson, Hnefilsdal, Egilsstöðum. Þórdís Marta Böðvarsdóttir, Heflisgötu 26, Hafnarfirði. Þórður Heiðar Jónsson, Jöklaseli 11, Reykjavík. Urval — gott í hægtndastólinn María Karólína Magnúsdóttir María Karólína Magnúsdóttir, fyrrv. ljósmóðir, Sléttahrauni 23, Hafnarfirði, verður niræð á mánu- daginn. Starfsferill María fæddist að Njálsstöðum í Vindhælishreppi og ólst upp hjá for- eldrum sínum þar og viðar í Vind- hælishreppi en lengst af bjuggu þau á Bergsstöðum, Þverá og Sæunnar- stöðum í Hallárdal á Skagaströnd. María lauk ljósmæðranámi frá Ljósmæðraskóla Islands 1931 en 1939 for hún í sex mánaöa náms- og starfsdvöl til Danmerkur til að kynna sér meðferð ungbama. Maria var ljósmóðir í Engihlíðar- umdæmi 1931-36, í Bólstaðarhlíðar- umdæmi 1933-35, í Sauðárkróks-og Skarðshreppsumdæmi 1936-79 og jafnframt á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 1971-79. Þá vann María við mæðra- og ungbamaeftir- lit á Sauðárkróki. María var stofnfélagi Rauða kross deildar Sauðárkróks og var í fyrstu stjóm hennar. Hún sat í bama- vemdamefnd um árabil og var virk í kvenfélagi Sauðárkróks. Fjölskylda María giftist 10.5. 1942 Pétri Jónassyni, f. 19.10. 1887, d. 29.11. 1977, hreppstjóra frá Syðri-Brekkum í Akrahreppi. Foreldrar hans voru Jónas Jónsson, trésmiður og bóndi á Syðri-Brekkum, og k.h., Pálína Guðný Bjöms- dóttir ljósmóðir. Dóttir Maríu og Pét- urs er Pálína Guðný, f. 27.6. 1943, hjúkranar- fræðingur í Hafnarfirði, gift Bjama Nikulássyni, flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli, en böm þeirra eru María Guðrún hjúkrunarfræð- ingur, Bjarndís sjúkra- liði og Bryndís og Pétur nemar. Systkini Maríu: Stein- grímur, nú látinn, bóndi á Eyvindarstöðum í Blöndudal; Sig- urður, nú látinn, verkstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðár- króki; Guðmann, Guðmundur og Páfl, allir bændur á Vindhæli í Vindhælishreppi. Foreldrar Maríu voru Magnús Steingrímsson, f. 3.4.1881, frá Njáls- stöðum, og Guðrún Einarsdóttir, f. 8.8.1879, frá Hafursstaðakoti í Vind- hælishreppi. Ætt Magnús var sonur Steingríms, b. á Njálsstöðum á Skagaströnd, bróð- ur Þorgríms, afa Önnu Sigurðardótt- ur, forstöðumanns Kvennasögu- safnsins, og Valborgar, fyrrv. skóla- stjóra Fósturskólans, móður Sigurð- ar hagfræðings. Annar bróðir Stein- gríms var Davíð, afi Brynleifs Steingríms- sonar, læknis á Selfossi, og langafi Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra. Steingrímur var sonur Jónatans, b. á Marðar- núpi í Vatnsdal, Davíðs- sonar, b. í Hvarfi í Víði- dal, Daviðssonar, hreppstjóra á Spákonu- felli á Skagaströnd, Guðmundssonar. Móðir Jónatans var Ragnheið- ur, systir Sigríðar, langömmu Ingibjargar, móður Sigurjóns Pét- urssonar, fyrrv. borgarfulltrúa. Ragnheiður var dóttir Friðriks, pr. á Breiðabólstað í Vesturhópi, Þórar- inssonar, sýslumanns á Grund f Eyjafirði, Jónssonar, ættföður Thorarensen-ættarinnar. Móðir Friðriks var Sigríður Stefánsdóttir, móðir Jóns Espólíns sagnaritara og systir Ólafs, stiftamtmanns í Viðey, ættföður Stephensenættarinnar. Móðir Ragnheiðar var Hólmfríður Jónsdóttir, varalögmanns í Víðidals- tungu, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri, Jónssonar, ættföður Eyrarætt- arinnar, langafa Jóns forseta. Móðir Hólmfríðar var Þorbjörg Bjamadótt- ir, sýslumanns á Þingeyrum, Hall- dórssonar, og Hólmfríöar Pálsdótt- ur, lögmanns í Viðidalstungu, Vídalín. María Karólína Magnús- dóttir. Móðir Magnúsar var Anna Guð- rún, dóttir Carls Friðriks Schrams, b. á Komsá í Vatnsdal, Christians- sonar Schrams, verslunarstjóra í Höfðakaupstað, ættföður Schram- ættarinnar. Móðir Önnu var Mar- grét Stefánsdóttir frá Hofi f Vatns- dal, amma Áma Pálssonar prófess- ors. Systkini Guðrúnar voru Gísli, sjó- maður á Skagaströnd, og Sigþrúður, húsmóðir á Skagaströnd. Guðrún er dóttir Einars, b. í Haf- urstaðakoti í Vindhælishreppi, Gíslasonar, b. á Köldukinn á Ásum, Jónssonar, b. á Höllustöðum í Blöndudal, Halldórssonar, frá Foss- um í Svartárdal, af Harðabóndaætt- inni. Móðir Guðrúnar var María Guð- mundsdóttir, systir Guðmundar á Torfalæk, föður Páls Kolka læknis og Elínborgar á Kringlu í Torfalækj- arhreppi, móður Guðrúnar Teits- dóttur, ljósmóður á Skagaströnd. Móðir Maríu var Guðrún Guð- mundsdóttir, smiðs á Síðu í Víðidal, Guðmundssonar, og Guðrúnar Sig- fúsdóttur Bergmann, hreppstjóra á Þorkelshóli í Víöidal, Sigfússonar, ættföður Bergmannsættarinnar. María tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdason- ar að Lindarbergi 52, Hafnarfirði, sunnudaginn 21.11. mifli kl. 15.00 og 19.00. Vigdís Gunnarsdóttir Vigdís Gunnarsdóttir, húsfreyja að Skaflabúð- um í Eyrarsveit, verður sjötug á morgun. Starfsferill Vigdís fæddist að Efri- Hlíð í Helgafellssveit 21.11.1929 í Efri-Hlíð ólst hún upp ásamt fjórum systkinum sínum. Árið 1948 hóf hún búskap f Stykkishólmi með eigin- manni sínum. Þau bjuggu í Stykkishólmi til 1959 er þau fluttu ásamt tveimur sonum, er þá voru fæddir, til Grundarfjarðar. Voriö 1959 hófu þau Kristján búskap að Skallabúð- um í Eyrarsveit þar sem þau hafa búið síðan. Vigdís hefur tekið þátt í starfi Kvenfélagsins Gleym mér ei í Grundarfirði og sinnt þar ýmsum trúnaðarstörfum. Þá hefur hún set- ið í stjóm Félags eldri borgara í Eyrarsveit. Fjölskylda Vigdís giftist 30.12. 1950, Kristjáni Torfa- syni, f. 2.6.1927, bónda að Skallabúðum. Börn Vigdísar og Kristjáns eru Gunnar, f. 27.10. 1950, kvæntur Jóhönnu Hallgerði Halldórsdóttur, f. 13.2. 1953, og eru börn þeirra Jóhanna Þór- unn, f. 28.2. 1973, í sambúð með Pétri Rúnari Grétarssyni, f. 26.1. 1972, en þau eiga tvo syni, Gunnar Andra og Davíð Sindra, Vigdís, f. 22.1.1979, en hennar sam- býlismaður er ísólfur Líndal Þóris- son, f. 22.5. 1978, og Dagríður Ósk, f. 18.1.1992; Torfí Rúnar, f. 13.1.1954, kvæntur Guðrúnu Hildi Hafsteins- dóttur, f. 11.6. 1955, en þeirra börn eru Jóhanna Eyrún, f. 18.7. 1974, í sambúð með Rafni Steinþórssyni, f. 27.1.1973, og eiga þau soninn Sigurð Vigdís Gunnarsdóttir. Darra, Vigdís María, f. 9.9. 1977, Ei- rlkur Fannar f. 12.3. 1980, og Krist- jana, f. 16.5.1998, auk þess sem Torfi Rúnar á dótturina, Ólöfu; Ásthildur Elva, f. 13.5. 1965, gift Jóhanni Jóni ísleifssyni, f. 25.5. 1967, en þau eiga soninn Atla Geir, f. 2.5. 1996, auk þess sem Ásthildur á dótturina Heiðdísi Björk, f. 4.3. 1986; Ámi Bjarki, f. 9.9. 1968, kvæntur Eiríku Bennýju Magnúsdóttur, f. 4.1. 1978, en þau eiga Maren Sif, f. 4.5.1995, og Kristján Pál, f. 18.2. 1998; Oddur Hlynur, f. 9.9. 1968, en hann á dæt- umar Kristínu Önnu, f. 5.1.1989, og Ingibjörgu Soífiu, f. 19.3. 1994. Systkini Vigdísar: Jóhanna Þór- unn, f. 8.3.1924, d. 2.12.1972; Njáll, f. 24.12. 1925, d. 1989; Ragnhildur Kristjana, f. 4.4. 1932; Hannes Krist- ján, f. 12.10. 1933; Áskell, f. 12.10. 1933, d. 18.7. 1994. Foreldrar Vigdísar voru Gunnar Hannesson, f. 3.7.1899, d. 20.11.1934, Soffía Guðmundsdóttir, f. 13.11. 1989, d. 6.1. 1987. Vigdís verður að heiman á af- mælisdaginn. "-"tvmfr:.........1 ...;— 3] Electrolux • Fyrir 12 manna matarstell • Barnalæsing • Þreföld lekavöm • Fjögm þvottakerfi og sér skolkerfi • Þriggja ára ábyrgð Tilboð 49.995 kr ovottavé Mjög hljóðlát HÚSASMIÐIAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.