Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 11
H>"V LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999
11
dansa var hentugt að kæla sig ör-
lítið á barnum, skammt frá
strengjasveitinni. Vera kann að
mjööurinn í bæheimskum krist-
alsglösunum hafl runnið fullljúf-
lega. Ég fann mig að minnsta
kosti, svo óvenjulegt sem það er,
knúinn til þess að bjóða upp í suð-
rænan dans saumaklúbbssystur
konunnar.
Saumaklúbbssystirin var í síð-
kjól sem þyrlaðist vel. Ég nýtti
mér þá eiginleika kjólsins, sem og
danskunnáttu konunnar. Hún
snerist því ekki aðeins í dansin-
um heldur voru viðhafðir auka-
snúningar þar sem dansfélagi
minn, saumaklúbssystirin, snar-
snerist kringum sjálfa sig móti
léttri sveiflu minni. Þvílíkar
krúsidúllur sjást aðeins meðal for-
framaðra danspara, sýningarfólks
sem hefur atvinnu af list sinni.
Svo taldi ég að minnsta kosti.
Meint aðdáun
/
sf
« -r"
handan
við dansgólfið.
Þegar loks kom að
dansinum var sá
fyrstur yfir gólfið
sem beið í hlaupastell-
ingunni. Hann var raunar
kominn út á mitt gólf þegar
rásmerkið var gefið. Piltinum
til happs hafnaði daman ekki
dansinum og saman svifu þau út
á gólfið. Allt paraðist vel svo sýn-
ingin gat hafist.
Jónas Haraldsson
Strengjasveit lék fyrir dansi. Karl-
ar voru i sínu fínasta pússi og
konur skrýddust síðkjólum. Við
hjónin höfðum stigið nokkra
dansa. Konan tók því með jafnað-
argeði þótt eiginmaðurinn færi
nokkrum sinnum út af sporinu
enda vön sínum manni. Milli
Skyndilega hafði myndast
hringur í kringum okkur - fólk
sem hélst í hendur og dillaði sér
eftir töktum strengjasveitarinnar.
Mér fannst það eðlilegt miðað við
aðstæður. Þama var komið sýn-
ingaratriði og aðdáendur söfnuð-
ust saman og nutu listarinnar.
Saumaklúbbssystirin kunni jú
nokkuð fyrir sér í dansi og ég,
studdur innihaldi bæheimsku
kristalsglasanna, þyrlaði upp síð-
kjól hennar. Með því sté ég þau
dansspor sem ég taldi við eiga,
sambland sömbu og ensks vals,
auk heimatilbúinna spora. Hring-
snúningur dömunnar kom í veg
fyrir að ég træði henni um tær í
óræðri dansblöndu minni.
Að sýningardansinsum loknum
hneigði ég mig glæsilega og leiddi
saumaklúbbssysturina til sætis.
Sprettharðir herrar
Þá, eins og nú, treystu strák-
arnir á viðbragðsflýtinn. Þeir
spretthörðustu í gamla skáta-
bragganum náðu hinni útvöldu.
Það var handagangur í öskjunni,
menn hlupu saman og jafnvel á
dömumar. Allt leystist þó farsæl-
lega. Hið sama var uppi á teningn-
um nú. Dansáhugi var mikill í tíu
ára bekkjunum tveimur, eða með-
al fimmtubekkinga eins og það
heitir á grunnskólamáli. Svo
heppilega vildi til að herramir
voru jafnmargir dömunum.
Það vill stundum gerast að
piltar, í vanþroska karlkyns-
ins, koma sér hjá
danskúnstinni en svo var
ekki í þetta sinn. Það var
því maður á mann eða pilt-
ur á stúlku.
Danskennarinn lék sér svo-
lítið að áhuga spretthörðu
sveinanna og lét sem komið
væri að dansi. Þeir áköf-
ustu þjófstörtuðu því að
minnsta kosti tvisvar.
Dömumar biðu hins
vegar prúðar
anum, sællar minningar. Því
stóð ég mig eftir atvik-
um og dóttir mín
kvartaði ekki þeg-
ar ég leiddi
hana til
sætis að
dansi lokn-
um og
hneigði
mig svo
sem bar.
í þyrilkjól
Mér fannst konan mín horfa
svolítið sposk á mig rétt á
meðan ég vandaði vals- og
sambasporin. Vera kann aö
henni hafi, rétt si svona,
flogið í hug síðasta dansæf-
ing mín eða sýning öllu
heldur. Það var á dögun-
um á erlendri grand í
finu boði. Danssalur-
inn, í virðulegu
evrópsku höfð-
ingjasetri, var
fallegur, vel
skreyttur og
hátt til
lofts.
„8allroom"-dans
Strákarnir voru í startstöðu og
sá ákafasti stillti sér upp eins og
hundrað metra hlaupari. Þeir
voru búnir að velja sér stúlku og
treystu á viðbragðsflýtinn. Gutt-
arnir höfðu sett sér markmið og
því ætluðu þeir að ná. Trúir eðli
sínu gáfu þeir ekkert eftir. Svein-
arnir voru ekki háir í loftinu,
enda aðeins tíu ára. Stúlkumar,
jafnöldrur þeirra, vora margar
heldur hærri vexti.
Það var spenna í lofti, jafnt hjá
börnunum sem áhorfendum. For-
eldrar dansaranna og systkini
voru mætt á sýningu og áfanga-
próf tíu ára hópsins. Danskennar-
inn raðaði drengjum og stúlkum
sitt hvorum megin í salnum að
gömlum og góðum sið. Herranna
beið síðan að bjóða dömunum
upp, „likt og í Gúttó“, sagði dans-
kennarinn. Þótt foreldrar barn-
anna væru á ýmsum aldri má þó
fullyrða að enginn þeirra þekkti
Gúttó, nema af afspum. Ekki
heldur danskennarinn, enn á
góðum aldri. Pistilskrifarinn
mundi þó, án þess að hafa orð á
því í þessum hópi, að svona
lærði hann að dansa, í gamla
skátaheimilinu við Snorrabraut,
fyrir margt löngu.
Enskur vals og samba
Bömin sýndu það að þau höfðu
lært ýmislegt þessa haustmánuði.
Raunar byggðu þau á góðri undir-
stöðu þvi sami danskennari hafði
æft með þeim taktinn með hléum
frá því þau voru sex ára. Þau
dönsuðu polka, vals og sömbu en
mest var fjörið í mambó
nokkrum, númer fimm. Hann var
nýtískulegri en fyrri dansarnir og
átti greinilega hug bamanna. Lag-
ið var enda fjörugt og fint.
En danskennarinn var ekki all-
ur þar sem hann var séður. Sú
góða kona gaf áhorfendum, sem
höfðu komið sér vel fyrir, ekki
grið. Þeir voru, allir sem einn,
dregnir fram á gólfið. Nú bar
þeim að sýna en
„Af hverju varstu að troða þér
inn í miðjan danshringinn hjá
fólkinu?" spurði konan min þegar
ég settist. „Sástu ekki að þetta
voru ættingjar og vinir sem voru
að dansa hringdans? Þú snerist
eins og skopparakringla inn á
milli svo fólkið átti fótum fjör að
launa. Það vildi til að þú ruddir
engum um koll.“
Það var sýnilega mismunandi
túlkun á dansatriðinu svo ég
kaus að ræða það ekki nánar.
Það var mér hins vegar
nokkur uppreisn þegar
saumaklúbbssystirin
minntist þess, heimkomin
frá aðalssetrinu, að hámark
kvöldsins hefði verið svokallað-
„ballroom“-dans sem hún
sýndi með augljósum fagmanni,
manni með mikla tilfinningu fyr-
ir dansi, taktfostum, fótvissum og
öruggum herra.
Það var þessi uppörvun sauma-
klúbbssysturinnar og meintir
aðdáendur í aöalssetrinu sem
gerðu það að ég gekk sæmi-
lega öruggur til sömbunnar
með dóttur minni á dans-
sýningunni. Við ákveðin og
alveg sérstök tækifæri vissi ég
að djúpt innra með mér leyndist
suðræn danstilfinning. Kúnstin
gamla úr skátabragganum braust
fram, ekkert hliðar saman hliðar
staut heldur sveifla og dýfa.
„Ballroom“-dans, ég hafði sett
nafnið á minnið.
bömin máttu dæma. Sem betur
fer voru þau væg í dómum um
fótafimi foreldranna. Þau tóku því
líka vel þegar danskennarinn
lagði til að foreldrar dönsuðu við
börnin sín. Þar kom sér vel að
þau eru enn ekki nema tíu ára.
Táningar hefðu ekki heimilað
slíkan gjöming.
Ég bauð dóttur minni upp með
tignarlegri hneigingu og hún
svaraði að lærðum hætti þess sem
var um það bil að útskrifast með
brons í dansi. Ég
hef, svo sem
minn betri
helmingur
getur bor-
ið, aldrei
verið
sér-
lega sterk-
ur i flóknari suðrænum döns-
um. Það vildi mér samt til
happs þessa stund á dansgólfinu
að danskennarinn bað um enskan
vals og sömbu. Þessi spor eru þau
einu sem ég man úr skátabragg-