Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 13V
%tygarðshornið
Osönnuð sekt Sakleysi?
Jón Steinar Gunnlaugsson vinnur
svo sannarlega fyrir kaupinu sínu.
Honum tókst að draga svo úr trúverð-
ugleika nítján ára stúlku frammi fyrir
Hæstarétti að þrír dómarar af fimm
sáu sér ekki annað fært en að sýkna
fóður hennar af ásökunum um kyn-
ferðislegt ofbeldi - og hafði þó téður
faðir áður játað að hafa þrásinnis leg-
ið á gægjum við að horfa á bamið sitt
sofandi í kynferðislegu skyni.
Ég er ekki lögfróður maður og fæ
því aldrei skilið hvemig Jón Steinar
fór að því að ónýta málið, svo Ijóst sem
það virðist hafa legið fyrir þegar maö-
m- les dóm undirréttar; hvemig hann
fer eiginlega að því að ryðja burt sér-
fræðiálitum óvandabundins fagfólks
sem skoöaði stúlkuna, tók við hana
viðtöl og reyndi að meta sögu hennar
út frá því sem best er vitað um ásig-
komulag fómarlamba bamaníðinga -
og virðist Jón Steinar ekki hafa þurft
annað til að varpa rýrð á þetta fagfólk
en að álit þess hafi einkennst af samúð
með stúikunni. Fyrir vikið hefúr
Hæstiréttur landsins gert sérfræðing-
ana að ómerkingum.
Plöggin frá Jóni Steinari einkennast
hins vegar ekki af samúð með
stúlkunni enda hafði enginn þeirra
sem þau samdi nokkm sinni séð þessa
stúlku. Tvö af þessum plöggum fjalla
ekki einu sinni um þessa stúlku. Þetta
em varfæmislegar og almennt orðað-
ar yfirlýsingar frá sérfræðingum í
taugalækningum um að höfúðhögg
geti undir vissum kringumstæðum or-
sakað ranghug'myndir, en hinn slyngi
lögmaður gætir þess hins vegar að láta
þetta fólk mæta fyrir dómi og skýra
mál sitt og gætir þess líka að láta sér-
frasðinga sina ekki rannsaka stúlkuna
sérstaklega eða þær kringumstæður
sem ollu því aö hún hlaut hið meinta
höfuðhögg, sem ættingi hennar, Ólöf
Guðný Valdimarsdóttir, segir reyndar
í Morgunblaöinu á dögunum að sé
stórlega orðum aukið. Þriðja plaggið
er frá geðlækni fóðurins og virðist
fyrst og fremst geyma útúrsnúninga á
umsögnum sérfræðinganna og
vífilengjur um að stúlkan beri ekki
nægileg merki einkenna um
áfallastreitu eða laskaða vamarhætti,
og hefur geðlæknirinn þó aldrei skoð-
að stúlkuna, né fengið aðra hlið á mál-
um en föðurins sem er vel menntaður
og vel máli farinn og vafalaust sann-
færandi. Ekkert kemur fram um hæfi
geðlæknisins til að meta sérstaklega
fómarlömb bamaníðinga.
Fáfræði mín í lögum veldur því líka
að mér er fyrirmunað að skilja hvem-
ig Jóni Steinari tókst að ryðja út vitn-
isburöi tveggja annarra stúlkna sem
sögðust hafa orðið fyrir áreitni hins
ákærða, en dóttir hans kom ekki fram
með frásögn sína fyrr en á hana var
gengið eftir að aðrar stúlkur kvörtuðu
undan honum - og kærði hann ekki
fyrr en deilur hófúst um rétt hans til
að vera með yngri systur hennar í ein-
rúmi. Hafði þó hinn ákærði ekki neit-
að með öllu þukli en ágreiningurinn
stóð um það hvar á líkama telpnanna
það átti sér stað.
Einungis þetta skyldi maður ætla að
sýndi að maðurinn hefur ekki einung-
is átt við gægjufikn að stríða, sem að
mati Hæstaréttar virðist meinlítið at-
hæfi - heldur hefúr hann orðið uppvís
að káfi á telpum. Eins og Steinunn Jó-
hannesdóttir bendir á í snarpri grein í
DV síðastliðinn miðvikudag flokkast
slikt háttemi undir pedófíliu á fræði-
máli og er refsivert.
í stuttu máli: hvað var ákæmvaldið
að hugsa i þessu máli? Hvar var lög-
fræðilegur talsmaður stúlkunnar á
meðan Jón Steinar var að þyrla upp
sínu þrauthugsaða moldviðri?
Það er mikilvægt að hafa í huga að
Jóni Steinari tókst að sá slíkum efa í
brjóst þremur hæstaréttardómurum
að þeir treystu sér ekki til að vera
hundrað prósent vissir um að dæma
bæri hinn ákærða samkvæmt þeim
lagabókstaf sem ákært var eftir.
Saklaus uns sekt er sönnuð. Sú er
reglan. En hér gegnir sérstöku máli.
Allur málatilbúnaður er þess eðlis -
slakt ákæmvald, ófyrirleitin vöm og
játning mannsins á öðm atferli - að
naumast er hægt að ætlast til þess af
almenningi að sérhverjum efa um sekt
mannsins sé svipt burtu. Með öðrum
orðum: umræðan undangenginna daga
um þennan dóm hefúr leitt til þess að
margir hugsa sem svo að þótt maður-
inn hafi verið sýknaður vegna þess að
sök hans þótti ekki fullkomlega sönn-
uð þá tákni það ekki sjálfkrafa að sak-
leysi hans sé þar með sannað.
***
Því meir sem Jón Steinar skrifar
um þetta mál því fjær er hann þeirri
ætlun sinni að fá almenning til að fall-
ast á sakleysi
skjólstæðings
síns og óskeik-
ulleika Hæsta-
réttar sem
hann er
skyndilega far-
inn að aðhyll-
ast, en eins og
alkunna er
hefur enginn
lögmaður
þrasað meira út af dómum Hæstarétt-
ar en einmitt hann þegar hann hefúr
tapað málum - hann skrifaði meira að
segja heila bók gegn Hæstarétti fyrir
nokkrum árum. Enn er hann við það
sama heygarðshom að þyrla upp
moldviðri - að þessu sinni virðist mál-
ið farið að snúast um rétt Dluga Jök-
ulssonar til að tala tæpitungulaust. En
hversu mjög sem hann stritar getur
Jón Steinar ekki breytt almenningsá-
litinu í þessu máli. Og það særir sóma-
Guðmundur Andri Thorsson
kennd flestra að fylgjast með honum
skattyrðast við ættingja þeirrar stúlku
sem nú hefur fengið það veganesti út í
lífið frá sjálfúm
fóðm- sínum -
ofan á allt annað
- að hún er lýst
frammi fyrir al-
þjóð ósanninda-
manneskja sem
bæði ljúgi upp á
foður sinn röng-
um sökum
vegna afbrýði-
semi móður
sinnar í garð nýrrar sambýliskonu
mannsins og sé jafnframt og um leið
rugluð vegna höfuðhöggs sem ekki er
einu sinni ljóst að hafi átt sér stað.
Slíkur málflutningur kaim að duga
fyrir Hæstarétti en óskandi væri að al-
menningi væri hlift við honum.
Óskandi væri að einhver leiddi Jóni
Steinari Gunnlaugssyni fyrir sjónir að
hann hefur starfað nóg og þegar unnið
fyrir kaupinu sínu.
Fáfræöi mín í lögum veldur
því líka að mér er fyrirmunaö
að skilja hvemig Jóni Steinari
tókst aö ryðja út vitnisburði
tveggja annarra stúlkna sem
sögðust hafa orðið fyrir áreitni
hins ákærða •
dagur í lífi
„Varstu ekki góður í fótbolta, afi?"
Hákon Aðalsteinsson, bóndi í Húsum, sinnir barnabörnum, gestum og grípur í spil
Þaö er enn dimmt en ég þó sé ég
aðeins birtuvott í austrinu þegar ég
rís upp úr rúminu. Það er skamm-
degi. Ég byrja að rísla við kaffikönn-
una og koma henni í gang, því ég
vakna ekki til meðvitundar fyrr en
ég er búinn að drekka tvo til þrjá
bolla af svörtu kaffi. Mér verður
hugsað til allra auglýsinganna í
sjónvarpinu þar sem allir eru hvatt-
ir til að fá sér hollan og næringar-
ríkan morgunverð. „Það bjargar
deginum og gerir mann brosmildan
og aðlaðandi," segir í sjónvarpi allra
landsmanna.
Ég gef ekkert fyrir það að vera
brosmildur og aðlaðandi og drekk
mitt svarta kaffi þungur á brún og
ákveð með sjálfum mér að auglýs-
ingar í sjónvarpi séu leiðinlegar og
ekkert að marka þær.
Það er sunnudagur en hann hófst
klukkan tólf síðastliðna nótt með því
að ég endaöi veislustjómun í fimm-
tugsafmæli norður í Svartaskógi.
Eftir það fór ég heim að sofa.
Qbilandi trú á afa
Ég vaknaði svona snemma
vegna þess að tveir ungir piltar
þurfa að mæta á fótboltamót niður
á Seyðisfjörð og þar sem Fjarðar-
heiðin getur verið varasöm þegar
þessi timi er kominn samþykkti ég
að flyfja þá á mótið á mínum fjalla-
bíl.
Það kom líka fleira til. Þessir
ungu menn hafa óbilandi trú á afa
sínum og líta ótrúlega mikið upp
til hans. Þar sem slík aðdáun er
ekki algeng í kringum mig er ég
ákveðinn í því að halda henni eins
lengi og kostur er og fóma því
fram eftir svefni á sunnudegi eins
og ekkert sé.
Ég ek áleiðis til Egilsstaða til
fundar við þessa vini mína í grárri
morgunskímunni.
Á leiðinni yfir Fjarðarheiði er fót-
boltinn til umræðu og ég verð að
viðurkenna að ég er varla viðræðu-
hæfur en reyni þó að gera mitt
besta.
Már vefst tunga um
tönn
„Varst þú ekki góður í fótbolta,
afi?“
Mér vefst tunga um tönn, ekki má
ég ljúga í bömin og nú er aðdáunin
í hættu.
„Ja, jú, en það var ekki mikið um
fótbolta í sveitinni þar sem ég ólst
upp. Ég gat svo lítið æft þegar ég var
á ykkar aldri.“
„Það var nú ekki gott. Ég er viss
um að þú hefðir orðið rosalega góð-
ur í fótbolta ef þú hefðir æft.“
„Það veit ég nú ekki.“
„Ég veit það. Þú ert svo rosalega
góður í öllu.“
Málinu bjargað, aðdáunin á sín-
um stað, en það væri gaman ef fleiri
vissu þetta.
Ruglast strax í upphafi
Svo hefst mótið. „Þú verður að
hvefja, afi“. Það er margir flokkar
svo ég ruglast strax i byijun mótsins
á því hvaða lið er að leika hverju
sinni og þar sem verst er að ég er
ekki viss um hvaða lið sigrar. Ég fæ
reglulega skýrslu um hlutdræga
dómara og lélega leikmenn. Svo kom
að því að ég hljóp á mig. Annar
minn maður var að ljúka leik og ég
Hákon Aðalsteinsson, skógarbóndi og hagyrðingur, hefur enn gefið út nýja bók, Glott í golukaldann.
sá ekki hvort liðið vann.
Þegar hann kom til mín sagði ég:
„Þetta var ljóti dómarinn sem
dæmdi leikinn."
Hann svaraði um hæl: „Nei, þessi
var góður, við unnum.“
Það er liðið á daginn þegar fót-
boltamótinu lýkur og ég ek heim,
sýnilega þreyttari en þeir sem stóðu
í eldlínunni allan daginn.
Barnið er á leiðinni
Skömmu eftir heimkomuna komu
gestir. Hjón sem eru búsett á Egils-
stöðum. Þau fundu bæinn eftir vega-
korti. Eftir kaffi og kræsingar var
spilað Þúsund lengi fram eftir
kvöldi. Skömmu eftir að þau voru
farin var ákveðið að ganga til náða
en þá hringdi síminn. Það var ná-
granni okkar sem var í símanum.
„Getið þið komið strax. Konan
mín er að fæða.“
Það er farið í nokkrum stökkum í
bilmn og ekið eins og druslan dreg-
ur á staðinn. Þar er allt í fullum
gangi, bamið að koma. Rétt á eftir
okkur rennir bíll í hlað með ljós-
móður. Hún hleypur inn en kemur
strax fram aftur og gefur bilstjóran-
um stuttar og snöggar skipanir.
Hann hleypur út og kemur með
fangið fullt af einhveiju sem hún
grípur og fer með inn til sængurkon-
unnar. Það líða 5-10 mínútur en þá
heyrist kraftmikill bamsgrátur og
Fljótsdælingum hefur fjölgað um
einn.
Dagurinn er að kvöldi kominn. Ég
leggst á koddann en get ekki sofnað
alveg strax.