Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 65
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 gsonn 73 Ólafur Stephensen og Guðmund- ur R. Einarsson, tveir þriðju hlutar tríósins. Betr'en annað verra Annað kvöld verður tríó Ólafs Stephensen S sviðsljósi Múlans á Sólon íslandus. í tríóinu leika þeir Guðmundur R. Einarsson á trommur og Tómas R. Einarsson á bassa, auk Ólafs sem leikur á pí- anó. Tríóið er helst þekkt fyrir að leika tónlist tengda New York sjötta áratugarins. Á tónieikun- um munu þeir meöal annars leika ---------------lög af nýjum Tónleikar geisladiski sin- ---------------um, Betr’en annað verra, en einnig bregða þeir fyrir sig þjóðlögum, sálmum og íslenskum sönglögum og leika þau með sinni eigin sveiflu. Tríó- ið hefur ferðast víða að undan- förnu, t.d. til Argentínu, Færeyja pg Malasíu, svo eitthvað sé nefnt. í næsta mánuði verða þeir vænt- anlega á Hornafirði og í Was- hington DC. Múlatónleikamir hefjast kl. 21. Óbyggðablús KK og Magnús Eiríksson verða með dagskrá sína, Óbyggðablús, í Kaffileikhúsinu í kvöld. Félagarn- ir hafa spilað mikiö úti á landi þetta árið og í kvöld flytja þeir lög af nýjum geisladiski sem kemur út seinni part þessa mánaðar og heitir Kóngur einn dag og auðvit- að er gamalt og gott í bland. Blús- aður tveggja rétta kvöldverður hefst kl. 21 og tónleikarnir kl. 23. Kalevala um víða veröld Bókmenntasíðdegi verður í Norræna Húsinu með Finnlands- svíanum Lars Huldén á morgun kl. 17. Lars Huldén hefur nýlokið við þýð- ingu sina á finnska þjóð- kvæðabálknum Kalevala yflr á sænsku. Þýð- ingin hefur fengið lofsam- lega dóma í finnskum fjölmiðlum. Þetta er samvinnuverkefni Lars Huldén og sonar hans Mats og kvæðið sem hefur að geyma 50 erindi hef- ur ekki verið þýtt í heild sinni á sænsku frá árinu 1860. Þeir fegðar voru beðnir um að vinna þetta verk og hafa þeir undanfarin tvö ár unnið að þessari þýðingu. í erindi sínu í Norræna Húsinu ~ ---------------mun Lars Bokmenntir Huidénsegja -----------------okkur frá Lars Huldén. þessari vinnu sinni og sýn hans á persónum Kalevala og atburðum. Svanhildur Óskarsdóttir, sem um þessar mundir les Kalevala í Við- sjá á Rás 1, mun lesa kafla úr þýð- ingu Karls ísfelds á íslensku. Smásagnakvöld Smásagnaupplestur verður haldinn á kaffihúsinu Súfistanum í bókabúð Máls og menningar, annað kvöld kl. 20. Lesið verður upp úr fjórum smásagnasöfnum. Ágúst Borgþór Sverrisson les úr Hringstiganum, Óskar Ámi Ósk- arsson les úr Kæra Greta Garbo, Elin Ebba Gunnarsdóttir les úr Ystu brún og Sigfús Bjartmarsson les úr Kajakfylli af draugum. Kynnir er Kristján Franklín Magnús. Rigning og hlýindi í dag verður suðvestlæg átt, 15-20 metrar á sekúndu, en um 10-15 um landiö sunnan- og austanvert. Skúr- ir eða slydduél verða á vestanverðu landinu en léttskýjað verður austan til. Hitinn verður á bilinu 1-6 stig, mildast á Austurlandi. Á höfuðborg- arsvæðinu verður suðvestanátt, 10- 15 metra á sekúndu, skúrir eða slydduél og hiti á bilinu 1-4 stig. Sólarlag í Reykjavlk: 16.15 Sólarupprás á morgun: 10.14 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.09 Árdegisflóð á morgim: 04.35 Veðríð í dag Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjað Bergstaóir skýjað Bolungarvík rigning Egilsstaðir Kirkjubœjarkl. skýjaó Keflavíkurflv. súld Raufarhöfn alskýjaó Reykjavík alskýjaó Stórhöfói þoka\t>8 Bergen skýjaó Helsinki léttskýjaö Kaupmhöfn alskýjaö Ósló léttskýjaö Stokkhólmur Þórshöfn rigning Þrándheimur skýjaö Algarve skýjaó Amsterdam léttskýjaö Barcelona skýjaó Berlin skýjað Chicago hálfskýjaö Dublin léttskýjað Halifax skýjaó Frankfurt skýjaö Hamborg rigning Jan Mayen þokumóöa London léttskýjaó Lúxemborg snjóél Mallorca skýjaö Montreal þoka Narssarssuaq snjókoma New York hálfskýjað Orlando skýjaö París skýjaó Róm þokumóöa Vín snjókoma Washington heióskírt Winnipeg alskýjaö 16 12 11 11 6 9 11 11 3 -3 3 1 1 5 0 16 4 13 2 13 6 -1 2 3 6 7 1 13 2 0 9 17 5 13 0 -2 -7 Norræna húsið: Fjórar flautur og píanó Á morgun mun Kawal-kvartett- inn, ásamt Þóru Fríðu Sæmunds- dóttur píanóleikara, koma fram á tónleikum í Norræna Húsinu kl. 14. Kvartettinn skipa þau Björn Davíð Kristjánsson, Kristrún H. Bjömsdóttir, Petrea Óskarsdóttir og Maria Cederborg á þverflautur. Kawal-kvartettinn fékk naöi sitt nú í haust en flautuleikararnir hafa starfað saman sem kvartett undanfarin 3 ár og spilað við ýmis tækifæri, m.a. nú í sumar í tón- ————--------------leikaröðinni Tonleikar Bláa Kirkjan á -----------------Seyðisfirði og á Menningarnótt í Reykjavík. Nafnið Kawal er fengið frá Búlgar- iu en það er sérstök flauta þar í landi sem ber þetta faflega nafn. Messa heilagrar Sesselju Annað kvöld kl. 20 verða haldnir hátíðartónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík, í tilefni aldarafmælis Fríkirkjusafhaðarins í Reykjavík. Á efnisskránni verður Messa heilagr- ar Sesselju eða Missa Ceflensis eftir Josef Haydn fyrir fjóra einsöngvara, kór og hljómsveit. Þessi messa er Kawal-kvartettinn leikur á morgun í ein sú umfangmesta og glæsilegasta sem Haydn samdi um dagana, en þær urðu nokkuð margar. Fer vel að flytja þetta tónverk nú því aö dagur heilagrar Sesselju, vemdara blindra og tónlistarinnar, er á mánudaginn og sá dagur er jafn- framt alþjóðlegur tónlistardagur. Norræna húsinu. Þetta verk gerir miklar kröfur bæði til hljómsveitar, kórs og ein- söngvara. Flytjendur em kór Frí- kirkjunnar, Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Soffla Stefánsdóttir alt, Þor- bjöm Rúnarsson tenór og Eiríkur Hreinn Helgason bassi. Stjórnandi er Kári Þormar. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2559: EYþoR,- T /íæío%asN7&- y 7 (j% MBÍRt 0(j rdklRt X •- HÆ€> rÍL Af> SZÁ .ffVSÐ /YVjtVA/ ( T **■**<&%» vV 1 I f \«n/ i -6V Þok,- Flytur mál Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Einar Jóhannesson leikur á klar- ínettu á Akureyri á morgun. Klarínetta og píano Á morgun kl. 20.30 verða tón- leikar á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í SafnaðarheimUi Ak- ureyrarkirkju. Einar Jóhannes- son klarínettuleikari og öm Magnússon píanóleikari munu flytja fjölbreytta efnisskrá þar sem gætir áhrifa aUt frá Dimmalimm tfl djassins auk þess sem heyra má rammislenskan tón Jóns Leifs. Verkin eru sum afar úthverf eða þá íhugul eins og heyra má í seiðmagnaðri tónlist Claude Debussy. Hin rómantíska söngperla Sergeis Rachmaninoffs, Vocalise, gefur svo tóninn fyrir lokaverkið sem flutt veröur á tón- leikunum, hina meistaralegu sónötu Francis Poulenc. Þeir Ein- ar Jóhannesson klarínettuleikari og Örn Magnússon píanóleikari hafa báðir starfað og lært hér heima og erlendis og verið tíðir flytjendur á erlendum tónlistarhá- tíðum. Einleikstónleikar CAPUT Annað kvöld kl. 20.30 halda þeir Eiríkur Öm Pálsson trompetleik- ari og Sigurður Þorbergsson básúnuleikari einleikstónleUca í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs og hefjast þeir kl. 20.30. Tónleik- arnir era hluti af röð einleikstón- leika sem CAPUT-hópurinn stend- ur fyrir í Salnum. Eiríkur öm og Skemmtanir Sigurður leika verk eftir nokkur af þekktustu tónskáldum líðandi aldar, svo sem Karlheinz Stock- hausen og Paul Hindemith auk verka eftir Eirík Öm, Folke Rabe, W. Kraft, Toro Takemitsu og Bor- is Blacher. Aðrir flytjendur á tón- leikunum eru þau Judith Þor- bergsson píanóleikari, Pétur Grét- arsson slagverksleikari, Ásgeir H. Steingrímsson trompetleikari og Einar S. Jónsson trompetleikari. Lúðrasveitartónleikar Lúðarasveit Reykjavíkur held- ur tónleika í Tjamarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag kl. 15. Lúðar- sveitin er nýkomin úr æfingaferð tU HvolsvaUar þar sem einnig voru haldnir tónleikar með því efni sem flutt verður í dag en með- al verka sem lúðrasveitin leikur er syrpa af Reykjavíkurlögum eft- ir ýmsa höfunda sem EUert Karls- son hefur útsett. Stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur er Lár- us HaUdór Grimsson tónskáld. Gengið Almennt gengi Ll 19. 11. 1999 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 71,690 72,060 71,110 Pund 115,830 116,420 116,870 Kan. dollar 48,890 49,190 48,350 Dönsk kr. 9,9340 9,9890 10,0780 Norsk kr 9,0290 9,0790 9,0830 Sænsk kr. 8,5930 8,6410 8,6840 Fi. mark 12,4230 12,4976 12,6043 Fra. franki 11,2604 11,3281 11,4249 Belg. franki 1,8310 1,8420 1,8577 Sviss. franki 46,1100 46,3600 46,7600 Holl. gyllini 33,5178 33,7192 34,0071 Þýskt mark 37,7658 37,9928 38,3172 ÍL líra 0,038150 0,03838 0,038700 Aust sch. 5,3679 5,4001 5,4463 Port escudo 0,3684 0,3706 0,3739 Spá. peseti 0,4439 0,4466 0,4504 Jap. yen 0,676200 0,68030 0,682500 Irskt pund 93,787 94,351 95,156 SDR 98,260000 98,85000 98,620000 ECU 73,8600 74,3100 74,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.