Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 42
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 JLJV
v 50 (viðtal
Að horfast í augu við súrt og sætt
ir vissulega okkur sem höfum verið
að reyna að vera fulloröið fólk frá því
að hann fór að syngja en höfum of
mikið að gera til að vera að skima eft-
ir honum út um gervaila íslensku tón-
listarflónma.
Draumar rætast fyrir
norðan
En þótt Pálmi hafa verið ástsæll
og afkastamikill tónlistarmaður hef-
ur farið lítið fyrir honum í íslensku
sviðsljósi og margir spyrja hvar
hann elur manninn.
Helgarblað DV fór að grafast fyrir
um það og fann hann á Akureyri,
þar sem hann býr og starfar; lifir
eins og blómi í eggi og vinnur að þvi
að láta gamla drauma rætast.
„Það má segja að þessi safndiskur
sé uppgjörskafli hjá mér,“ segir
ið að skrifa handrit að kvikmynd og
hef verið að æfa mig að skrifa,
þannig að þetta er búið að eiga hug
minn að miklu leyti síðastliðin finun
ár.“
Ertu farinn að gera eitthvað raun-
hæft, eins og að sækja um handrits-
styrk?
„Ég er að sækja um styrk og ljúka
við handrit. Ég er alveg harðákveð-
inn í að koma þessari vinnu minni á
framfæri."
Hvemig?
„Ég hef sýnt þessa vinnu nokkrum
mönnum og fengið viðbrögð þeirra
og áhuga á því sem ég er að gera.
Eins og menn vita, þá hefur kvik-
myndabransinn fram til þessa verið
dálítið óöruggur og það er eins og
óðs manns æði að ætla að fara úr
tónlistarbransanum yfir í kvik-
myndabransann. En það er nú samt
þannig hjá mér.“
Það er ekki á færi allra söngvara að
hreyfa við tilfinningum nútíma-
mannskepnunnar (sem er býsna svöl
og brynjuð í hröðum heim) með rödd
sinni. Til þess þarf að syngja með
hinu merkilega hljóðfæri, hjartanu,
og þeir sem það geta verða oftast ást-
sæÖi þjóð sinni en aðrir.
Pálmi Gunnarsson er einn af þess-
um söngvurum og hefur enda átt lög á
vinsældalistum síðustu tuttugu ára án
þess að löng hlé verði á. Lög eins og
Ég er á leiðinni, Gamli skólinn, Göng-
um yfir brúna, Vegurinn heim, Hvers
vegna varst’ ekki kyrr?, Af litlum
neista, Hótel Jörð, Ég elska þig enn,
Samferða, ísland er land þitt, Þitt
fyrsta bros og fleiri og fleiri.
Hins vegar hefur Pálmi sungið
þessi lög inn á hina og þessa diska og
ekki hægt að finna marga „sóló“-diska
með honum. En nú er verið aö gera
bragarbót á því ástandi, því væntan-
legur í næstu viku er safndiskur, eða
„best of‘-diskur með Pálma. Það kæt-
Pálmi, dag einn þegar hann lítur upp
úr draumnum um stund. „Ég er að
ljúka vissum kafla í lífi minu. Þama
er verið að taka saman tuttugu ára
feril og setja hann niður á tvo diska.
Ég er að súmmera upp þennan hluta
af tuttugu ára atvinnumennsku í
tónlist, safha saman bömunum á
einn stað og leyfa fólki að skoða
þau.“
Hvað áttu við með uppgjörskafla?
Ertu búinn að taka nýja stefnu?
„Næsti fasi er kominn á kortið,
þótt ég mimi aldrei hætta alveg i tón-
listinni. En ég hef verið að gera allt
annað en að vinna við tónlist síðast-
liðin fimm ár, eða frá því að ég tók
upp á því að stúdera kvikmynda-
gerð. Ég hef dálítið verið að eyða
tímanum í að hlúa að því.“
Ég hef verið óforbetranlegur
bíófíkiU frá því ég man eftir mér og
byrjaði á þvi að fara í Kvikmynda-
skóla íslands og opnaði fyrir draum
minn um að skrifa. Síðan hef ég ver-
Þykir líka vænt um
skítugu börnin
Á hverju hefurðu lifað þessi fimm
ár?
„Ég hef atvinnu af tónlistinni. Hún
sér mér fyrir salti í grautinn. Annars
er ég mjög þurftalítill maður og læt
hverjum degi nægja sínar þjáningar.
En við Magnús Eiríksson, vinur
minn, höfum verið að spila saman."
Eins og menn eflaust muna gerði
Pálmi þáttaröð fyrir sjónvarpið um
sportið sitt, stangveiði, ekki alls fyrir
löngu og segir það hafa verið mjög
skemmtilega vinnu og hluta af því
sem hann er að fást við í dag.
En það eru ekki bara breyttar
áherslur í draumum sem gera það að
verkum að við sjáum lítið af Pálma
héma sunnan heiða í dag, heldur
liggja fyrir þvi landfræðilegar ástæð-
ur. Hann hefur verið meira og minna
viðloðandi landsbyggðina síðustu
fimm til sex árin og segist nú hafa tek-
ið þá ákvörðun að setjast að norður á
Akureyri. „Þetta byrjaði á því að ég
fór til Vopnafjarðar," segir Pálmi, en
þar er hann fæddur og alinn upp, „á
fallegasta stað á landinu," eins og
hann segir sjálfur.
„Ég var á Vopnafirði um tíma en
flutti mig síðan norður og hef verið
þar síðan,“ segir hann og það er í
þessu norðri sem Pálmi hefur verið að
gera upp líf sitt, ekki bara tónlistar-
feril.
„Það er dálítið merkilegt að taka
saman tuttugu ára feril," segir hann.
„Fyrst fannst mér dálítið töff að taka
á þessu, því þótt ég sé ánægður með
margt sem ég hef gert, hef ég verið
síöur ánægður með annað. En það fór
þó svo fyrir mér, eins og Evu forðum,
að mér þykir orðið líka vænt um
skítugu börnin."
Þegar maður fer í gegnum svona
pakka, fer maður í gegnum svo margt,
alls konar atburði og samskipti við
fólk. Það hefur stunduð blásið dálítið
illa i seglin og stundum hefur þetta
verið býsna erfitt en niðurstaðan er
sú að ég tel mig dálítið ríkan af því
sem skiptir máli í dag. Ég er ríkur af
reynslu og ríkari af fólki sem gerir
mig að betri manni. Þegar ég var kom-
inn að þessari niðurstöðu, fór ég að
hafa gaman að þessu verkefni."
Eins og grafskrift en...
Hvers vegna leist þér svona illa á
það til aö byija með?
„Mér hefur alltaf fundist „best of“
vera einhvers konar grafskrift; nú
eigi bara eftir að moka yfir. En stað-
reyndin er sú að mér hefur þótt mjög
gaman að þessari vinnu. Það er búin
að vera fin stemning í kringum vinn-
una og ég hef fengið aö vinna með
góðu fólki.“
Þú hefur þurft að horfast í augu við
súra og sæta tíma í þessu ferli.
„Já, það skemmtilegasta við þessa
vinnu var að ég þurfti að horfast óhik-
að í augu við þessi tuttugu ár. Þegar
þú ferð í svona upprifjun er það eins
og að fá rithöfund fyrir framan sig
sem biður um ævisöguna og það var
mikil ögrun. Það rifjuðust upp margir
skemmtilegir hlutir og ég stend eftir
mjög sáttur - eða eins og segir í orð-
um skáldsins: Ég sé ekki eftir neinu.
Það sem er minnisstætt og merki-
legt yfirtekur það sem var óþægilegt
að horfast í augu við.“
Hætti að deila sæng
með Bakkusi karlinum
Pálmi hefur átt sína góðu daga og
slæmu daga eins og aðrir, barðist
lengi við gamla Bakkus sem ólmur
vildi vera aðalmaðurinn í hans lífi.
„í ársbyrjun 1995 byrjaði svo nýr
kafli í lífi mínu,“ segir Pálmi. „Þá
hætti ég að deila sæng með Bakkusi
og ruglinu. Við skildum að skiptum
og eins og gerist og gengur með skiln-
aði, þá var þessi erfiður. En frá þeim
tíma er ég búinn að eiga dásamleg-
ustu ár ævi minnar."
Hvers vegna hættirðu að drekka?
„Ég hef oft reynt að skilgreina
ástæðuna og hvað varð til þess að
hlutimir fóra í þennan farveg. Ég er
mikill baráttmnaður en ég áttaði mig
loksins á því að þessi átök við Bakkus
karlinn gátu bara endað á einn veg.
Það virðist dálitiö skrítið að þurfa
tuttugu ár til að komast að þessari
niðurstöðu en „töff shit“. Niðurstaðan
er sú að í dag sit ég uppi með líf sem
mér finnst dásamlegt. Ég þurfti bara
allan þennan tíma til að sjá hvað lífið
er gott og er afskaplega þakklátur fyr-
ir að þessum kafla lauk þegar honum
lauk.“ -sús
Tvöfaldur geisladiskur
með bestu lögum Pálma
Gunnarssonar kemur út
í næstu viku og segir
hann það hafa verið
• merkilega reynslu að
gera upp þessi tuttugu
ár í lífi sínu. En nú eru
tímamót kominn dagur
. fyrir nýja drauma