Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 31
JLj'V LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 Eftirspurnin vex og all- ir vilja kynna sig Þessi samlíking er svo skáldleg að ég gæti haldið áfram niður síð- una, en áður en þeir lesendur sem ekki hafa þegar flett áfram missa algerlega móðinn er best að snúa sér að efninu. Það sem ég ætlaði að skrifa um er ákveðin þróun sem átt hefur sér stað í hópi blaðamanna og fréttamanna undanfarin ár og birtist í því að stöðugt fleiri reyndir riddarar hverfa til starfa hjá fyrirtækjum sem starfa við al- mannatengsl og kynningu eða ráða sig sem blaðafulltrúa eða kynningarfulltrúa einstakra fyrir- tækja. Um þetta voru nokkur dæmi frá síðustu tíu til fimmtán árum en undanfarin 3-4 ár hefur fyrir- tækjum af þessu tagi vaxið mjög fiskur um hrygg og þau einkum stundað hausaveiðar i röðum gamalla starfsbræðra og -systra. Aukningin hefur orðið mest í því að stýra umfjöllun um starfsemi fyrirtækja og standa vörð um ímynd þeirra eins og hún birtist í fjölmiðlum. Það þarf kannski eng- an að undra þótt gamlir blaða- menn séu taldir bestir til slíkra starfa. Félagið í uppnámi Þetta hefur dregið þann sér- staka dilk á eftir sér að varafor- maður Blaðamannafélags íslands, Þór Jónsson, hefur gagt opinber- lega að þeir sem skipta um starf með þessum hætti eigi ekki að fá að vera í félaginu. Formaðurinn, Hjálmar Jónsson, segir að Þór hafi verið að lýsa persónulegum skoð- unum sínum og stjóm félagsins hafi ekki rætt málið efnislega. Sú skoðun hefur heyrst að blaða- menn sem reka erindi fyrirtækja eða samtaka glati trúverðugleika sínum og geti því aldrei snúið aftur til starfa við fjölmiðla. Blaðakona sem hefur starfað við fagið frá 1961 og fýlgst með þróun þess sagði að ef störf við kynningar eða samningu auglýsingatexta drægju úr trúverð- ugleika blaðamanna þá hefði sú umræða algerlega farið fram hjá henni síðustu 38 árin. Hér hefur ekkert verið farið í saumana á því að peningar eru hreyfiafl allra hluta og eiga að sjáif- sögðu sinn þátt í þessari þróun. Kynningarfyrirtækin borga betur en fjölmiðlamir og þannig er þessi þróun mála vitnisburður um kjara- baráttu blaðamanna og árangur af henni. Hvers vegna blaða- menn? Gunnar Steinn Pálsson. eigandi GSP-almannatengsla, sagði að helsta ástæða þess að slík fyrir- tæki sæktust eftir gömlum blaða- mönnum væru eftirfarandi: „Við viljum fá fólk sem hefur lif- að og hrærst í íslensku þjóðfélagi lengi og þekkir fjölmiðlaumræð- una mjög vel og er fljótt að átta sig. Þar að auki er þetta fólk vant að skrifa og fljótt að hugsa. í þessu fagi er aldur tekinn fram yfir útlit ef svo má segja. Þótt stöðugt fleiri mennti sig sérstak- lega til að starfa við almannatengsl þá er enn frekar sóst eftir reynslu en menntun. Almannatengsl eru sérgrein meðal þeirra sem fást við að miðla upplýsingum en starfið er ungt á íslandi. Það er mikill misskilning- ur að kynningarfyrirtæki eins og GSP sækist eftir tengslum blaða- manna við fjölmiðla. Við erum ekki að vinna i málum þar sem slíkt skiptir máli.“ Flestir sem starfað hafa i blaða- mennsku lengur en síðan í fyrra hafa fengið heimsóknir gamalla starfsfélaga sem vilja koma á fram- færi fréttum af opnun nýrrar rak- arastofu eða ýta feimnum forstjóra fram í sviðsljósið í opinskátt við- tal. Það er því augljóst, hvað sem menn segja, að slík fótgönguliða- störf eru ein ástæðan fyrir því að sóst er eftir blaðamönnum í um- rædd störf. -PÁÁ Bogi Ágústsson vann sem blaðafulltrúi Flugleiöa um nokkurra mánaða skeið en sneri svo aftur til starfa sem frétta- stjóri Sjónvarps. Bjarni Dagur Jónsson hefur fengist mik- ið við dagskrárgerð í útvarpi og starfar nú hjá KOM. Einar Sigurðsson var lengi blaðafulltrúi Flugleiða en er orðinn aðstoðarforstjóri. Einar vann á fréttastofu RÚV en síðar sem fréttastjóri Bylgjunnar. Ólafur Stephensen, sem var sennilega fyrstur íslenskra auglýsingamanna til að fást við það sem kallað er almanna- tengsl, vann um hríð sem blaðamaður á Tímanum. Ólafur Hauksson var um hríð annar rit- stjóra Samúels sáluga en starfar nú við sitt eigið fjölmiðla- og ráðgjafarfyrirtæki sem heitir Boðberi. _____________ fólk Þessir eru líka flúnir Sæmundur Guðvinsson var fréttastjóri Vísis áður en hann fór og gerðist blaðafulltrúi Flug- leiða um skeið. Sæmundur starfar enn í blaðamennsku sem lausamaður. Hulda Dóra Styrmisdóttir starfar hjá FBA og annast meðal annars samskipti við fjölmiðla. Hún vann á Stöð 2 og Mbl. Þorsteinn Víglundsson er ráð- gjafi hjá Kaupþingi. Hann vann áður hjá viðskiptablaði Mbl. Gunnar Kvaran er kynningar- fulltrúi hjá Skeljungi. Hann vann áður á fréttastofu RÚV. Jón Baldvin Halldórsson, bróðir Atla, starfar sem upplýs- ingafulltrúi hjá Ríkisspítölunum. Hann starfaði í um 20 ár í blaða- mennsku, lengst í 15 ár á frétta- stofu Ríkisútvarps. Gunnar Salvarsson var lengi starfandi á fréttastofu Sjón- varpsins en hvarf nýlega til starfa hjá Tæknivali sem upp- lýsingafulltrúi. Ómar Valdimarsson var starfs- maður og hluthafi hjá Athygli en starfar hjá Rauða krossinum. Ómars verður alltaf minnst sem mannsins sem fletti ofan af Stuðmönnum. Björg Björnsdóttir starfar hjá GSP. Hún starfaði áður bæði hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins og Le Figaro í París. Magnús Bjarnfreðsson og Vil- helm G. Kristinsson stofnuðu eitt sinn saman fyrirtæki sem fékkst mikið við almannatengsl. Á þeim tíma unnu þeir báðir hjá RÚV, hvor í sinni deild, Magnús í Sjónvarpinu en Vilhelm í út- varpinu. Svanur Valgeirsson fyrrverandi blaðamaður á DV gætir nú ímyndar íslandspósts. Sigrún Björnsdóttir starfaði lengi á fréttastofu RÚV en er nú starfsmaður upplýsingadeildar íslenskrar erfðagreiningar. Kjartan Stefánsson starfar hjá KOM en hann vann árum saman sem blaðamaður hjá Vísi og rit- stjóri hjá Fróða. Bragi Bergmann var lengi blaðamaður og ritstjóri Dags á Akureyri. Eftir að hafa hætt þar í fússi stofnaði hann almanna- tengsla- og kynningarfyrirtæki sem heitir Fremri. Jón Hákon Magnússon á sitt eigið kynningarfyrirtæki - KOM. Hann var fréttamaður á RÚV árum saman. Steinunn Böðvarsdóttir vann lengi á DV og siðar hjá lceland Review. Hún varð upplýsinga- fulltrúi Eimskips en starfar nú hjá Ríkisspítölunum. 31 MMC 2,8, f. skrd. 26.03.1999, BÍLAMNOáEKLU Nvw&r &iff í nofvZuM N/vryi/ Laugavegi I74,105 Reykjavf k, sími 569-5500 í/ ek. 10 km, 5 d., d-blár, 33“ breytinar, varahjólshlíf, litaðar rúður, sóllúga, spoiler, cd, ssk., dísil. Hagstofa íslands - Þjóðskrá Er lögheimili yðar rétt skráð í þjóðskrá? Nú er unnið að frágangi árlegrar íbúaskrár 1. desember. Mikilvægt er að lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá. Hvað er lögheimili? Samkvæmt lögheimilislögunum frá árinu 1991 er lögheimili sá staður þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvaða er föst búseta? Föst búseta er sá staður þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvað er ekki föst búseta? Dvöl frá heimili um stundarsakir t.d. vegna orlofs, vinnuferða og veikinda er ekki breyting á fastri búsetu og þar af leiðandi ekki breyting á lögheim- ili. Sama gildirt.d. um dvöl í gistihúsum, sjúkrahúsum, heimavistarskólum og fangelsum. Hvernig eiga hjón og fólk f óvfgðri sambúð að vera skráð? Séu þessir aðilar samvistum eiga þeir að hafa sama lögheimili. Hvað barnafólk varðar er reglan sú að dvelji annar hvor aðilinn fjarri fjölskyldu sinni um stundarsakir, t.d. venga atvinnu, skal lögheimiii allrar fjöldkyld- unnar vera skráð hjá þeim sem hefur börn þeirra hjá sér. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breyting á fastri búsetu á að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrif- stofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur má tilkynna flutning beint til Hagstofu íslands - Þjóðskrár eða lögregluvarðstofu í Reykjavík. Tilkynningar skulu vera skriflegar á þar til gerðum eyðublöðum. Hagstofa íslands - Þjóöskrá Skuggasundi 3 150 Reykjavík Sími: 560 9800 Bréfsími: 562 3312 Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama afsláttur af annarri auglýsingunni. Smáauglýsingar rsx*i 550 5000 oWtmll Hhlrryns v. y%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.