Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 JD"V s &lönd stuttar fréttir Treysta á kratana Sambandsflokkur Edmunds Joensens í Færeyjum gerir sér vonir um að jafnaðarmanna- flokkurinn styðji tillögu um að þjóðaratkvæðagreiðsla irni sjálf- stæði Færeyja verði haldin 25. janúar á næsta ári, að sögn Dimmalætting. Til í bjórauglýsingar Jafnaðarmannaflokkur Pouls Nyrups Rasmussens, forsætisráð- herra Dan- merkur, er til í að leyfa bjór- auglýsingar í dönsku sjón- varpi. í staðinn vill flokkurinn að lagt verði bann við aug- lýsingum sem beinast sérstak- lega að börnum. Mein Kampf, nei takk Netverslunin Amazon.com til- kynnti i gær að höfuðrit Adolfs Hitlers, Mein Kampf, yrði ekki lengur haft til sölu hjá fyrirtæk- inu. Tveir helstu keppinautar Amazon sögðust hins vegar eng- in áform hafa uppi um að hætta sölunni. Hagnaður hjá Tívolí Nýliðiö starfsár hjá Tivolíinu í Kaupmannahöfti var hið hag- stæðasta í mörg ár. Hagnaður af rekstrinum var um 150 milljónir íslenskra króna, fmuntán sinn- um meira en í fyrra. Heimta ráðherrasæti Hinn hægrisinnaði svissneski Þjóðarflokkur, sem vann mikið á í þingkosningunum í október, ít- rekaði í gær að hann vildi fá ann- að ráðherrasæti í stjóm landsins, á kostnað kristilegra demókrata. Bowles látinn Bandaríski rithöfundurinn og tónskáldið Paul Bowles lést á sjúkrahúsi í borginni Tangi- ers í Marokkó á fimmtudag, 88 ára að aldri. Bowles, sem bjóð í meira en fimmtíu ár i Marokkó, er þekktastur fyrir skáldsögu sína The Sheltering Sky sem ítalinn Bertolucci gerði eftir samnefnda kvikmynd. Mótmæii í vændum Búist er við gífurlegum mót- mælaaögerðum þegar fundur Heimsviðskiptastofhunarinnar um aukið frjálsræði í viðskiptum verður haldinn í Seattle um næstu mánaðamót. Til Austur-Timor Rannsóknarmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna halda til Austur-Tímor á morgun til að kanna staöhæfmgar um voða- verk vígasveita á bandi Indónesíustjórnar. Baráttan hafin Baráttan fyrir þingkosningam- ar í Rússlandi hrökk almennilega í gír í gær þegar fyrstu flokkam- ir birtu ókeypis auglýsingar sín- ar i sjónvarpinu. Færður til bókar Nikulás litli prins, sonur æirra Alexöndru prinsessu og Jóakims prins í Danmörku, verður færður til bókar í ut- anríkisráðu- neytinu í Kaupmanna- höfn á mánu- dag. Það verð- ur Niels Helveg Petersen utanrík- isráðherra sem fær þann heiöur aö gera það, samkvæmt konung- legri tilskipun frá 1779. í bókinni er tilgreint hverjir séu erfmgjar dönsku krúnunnar. Nikulás er þar á eftir Friðriki föðurbróöur og svo föður sínum. Clinton fær óblíðar viðtökur í Aþenu: Þúsundir í átök- um við lögguna Þúsundir vistrisinna lentu í átök- um við lögregluna í Aþenu síðdegis í gær þegar þeir vom að mótmæla komu Bill Clintons Bandaríkjafor- seta til Grikklands. Sjónarvottar sögðu að hundruð lögregluþjóna með gasgrímur fyrir vitunum og útbúnir fyrir óeiröir heföu reynt aö stöðva mótmæla- göngu á leið til bandaríska sendi- ráðsins. Lögreglan skaut táragasi að vinstrisinnunum þegar þeir reyndu að brjótast gegn um vamarvegginn. Clinton kom til Aþenu frá leið- togafundi Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) í Istanbúl. Hann verður ekki nema tæpan sól- arhring í Grikklandi, skemur en fyrirhugaö var, vegna mótmælaað- gerðanna. Mikil andstaða er í Grikklandi við loftárásirnar á Júgóslavíu í vor þar sem Banda- ríkjamenn voru i forystu. Mikil læti urðu í mótmælaaðgerðum gegn komu Clintons Bandaríkjafor- seta til Aþenu í gær. „Ég kem hingað sem vinur Grikk- lands og ég hlakka til að njóta hinn- ar miklu grísku gestrisni sem þekkt er um heim allan,“ sagði Clinton stuttu eftir komuna í gær. Á sama tíma og Clinton, Hillary eiginkona hans og Chelsea, dóttir þeirra, gengu frá boröi skaut lög- reglan táragasi á mótmælendur. Mannfjöldinn svaraði með því að varpa eldsprengjum. Þá varð fjand- inn laus í miðborg Aþenu. Ung- menni brutu verslanaglugga og kveiktu í ruslatimnum. Að minnsta kosti flmm bankar urðu fyrir mikl- um skemmdum. Fréttamenn Reuters sáu að minnsta kosti þrjár alblóðugar manneskjur eftir ólætin. Clinton sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af mótmælaaðgerðunum og lét í ljósi vonir um að ræða um það sem Bandaríkin og Grikkland ættu sameiginlegt. Rannsókn er hafin á þvf hvers vegna bálköstur sem námsmenn við Texas A&M háskólann í College Station voru að hlaða hrundi aðfaranótt fimmtudagsins með þeim afleiðingum að ellefu manns létust og rúmlega tuttugu slösuðust. Hefð fyrir því að kveikja bálköst að kvöldi þakkargjörðardagsins á lóð Texas A&M er 90 ára gömul en nú er alveg ó- víst að framhald verði á. Forráðamenn skólans vilja ekki að harmleikur sem þessi endurtaki sig. Breska forsætisráðherrafrúin með barn undir belti: Cherie steinhissa en brosandi og ánægð Cherie Blair, eiginkona Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, brosti breitt í gær þegar hún sagðist hafa orðiö steinhissa við að komast að því að hún væri ófrísk, orðin 45 ára. Sér liði afskaplega vel, takk fyr- ir. Hún er komin þrettán vikur á leið. Breskir stjómmálamenn og fjöl- miðlar hafa ekki talaö um annað síðan tilkynnt var um óléttuna seint á fimmtudagskvöld. Talsmaður for- sætisráðherrans sagði að hann væri „gjörsamlega hundrað prósent þrumu lostinn.“ „Það verða mikil umskipti í lífi þeirra og starfi og í Downingstræti 10,“ sagði talsmaðurinn. Blair er þó ekkert óvanur því að vera vakinn um miöjar nætur Cherie Blair, forsætisráðherrafrú í Bretlandi, er kona ekki einsömul. vegna aðkallandi mála, eins og mun gerast þegar bamið verður komiö i heiminn. Fréttamenn og ljósmyndarar sátu um forsætisráðherrabústaðinn í gær og um hádegisbilið kom Cherie dúðuð út úr húsi og skaust inn í bfl. Hún gaf sér þó tíma til að segja nokkur orð. „Mér líður mjög vel, þakka ykkur fyrir,“ sagði hún. Tony Blair er fyrsti forsætisráð- herrann í meira en 150 ár sem vitað er til að hafi getið bam í ráðherra- tíð sinni. Blairhjónin eiga fyrir þijú böm á aldrinum 11 til 15 ára. Stjómmálamenn, þar á meðal William Hague, leiðtogi íhalds- flokksins, og kona hans hafa sent Tony og Cherie heillaóskir. Knut Vollebæk ætlar til Tsjetsj- eníu fyrir jól Knut Vollebæk, utanríkisráð- herra Noregs og formaður Örygg- is- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) vonast til að geta farið til Tsjetsjeníu fyrir jól til að kynna sér ástandið þar. Rússar létu undan þrýst- ingi á leiðtoga- fundi ÖSE, sem lauk í Istanbúl í gær, og ætla að leyfa sendinefhd ÖSE að reyna að finna leiðir til aö koma á friði. ígor ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði þó að Vollebæk fengi aðeins að fara um svæði undir rússneskri stjóm þar sem Rússar vildu ekki að hann yrði tekinn í gíslingu. Við lok leiötogafundarins i gær samþykktu fulltrúar 54 þjóða tímamótasamning um öryggi í Evrópu á næstu öld. Þá undirrit- uðu þeir einnig samning um tak- mörkun hefðbundinna vopna. Dönsk voprrafa- brikka seldi Hitler skotfæri Dönsk vopnaverksmiðja, Dansk Industri Syndikat, virti aö vettugi bann við að selja stríðstól til þjóða í stríöi og seldi nasista- stjóminni í Þýskalandi skotfæri áður en Þjóðverjar hemámu Danmörku. Þetta kemur fram í blaðinu Berlingske Tidende. Þá bendir allt til að á sama tíma hafi fyrirtækið gert ólöglega samninga við Þjóðverja um eigin- lega vopnasölu. Þetta kemur fram i skjölum frá þýska utanríkisráðuneytinu sem danski sagnfræðingurinn Ole Brandenborg Jensen hefur fund- ið í Potsdam í fyrrverandi Aust- ur-Þýskalandi. Danska fyrirtækið sendi Þjóð- verjum til dæmis prufur af nýrri gerð skothylkja í desember 1939. Sendifulltrúi Þjóðverja í Dan- mörku hafði milligöngu og fóm skothylkin með diplómatapósti til Berlínar þar sem vitað var að útflutningsleyfi fengist ekki. Leyft að veiöa meiri þorsk i Barentshafinu Norskum sjómönnum létti mjög þegar samninganefndir norskra stjómvalda og rúss- neskra ákváðu að heimila veiðar á 390 þúsund tonnum af þorski í Barentshafinu á næsta ári. Al- þjóöa hafransóknaráðið (ICES) hafði lagt til að kvótinn yrði aö- eins 110 þúsund tonn. Yfirstjóm fiskveiðimála í Nor- egi og vísindamenn hafa af þessu nokkrar áhyggjur. Peter Angel- sen sjávarútvegsráöherra segir hins vegar við norsku fréttastof- una NTB að þorskstofninn þoli þessa veiði, þótt komið sé fram á ystu nöf. Eftir því sem NTB kemst næst vógu hagsmunir atvinnulífs og íbúa strandhéraða Rússlands þyngra við samningaborðið i Múrmansk en hagsmunir þorsk- stoftisins. Erfiö leit að hellamönnum Straumharðar neðanjarðar- elfar hafa hamlað leit að sjö hellakönnunarmönnum sem hef- ur verið saknað í suðvesturhluta Frakklands í átta daga. Björgun- armenn hafa átt í mesta basli við að komast leiðar sinnar í hellin- um þar sem mennimir týndust vegna vatnsflaumsins. Þá reyna aðrir björgunarmenn að bora sjö- tíu metra djúpa holu frá yfirborð- inu niður í hellinn. Björgunar- menn verða svo látnir siga niður i hellinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.