Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Síða 6
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 JD"V s &lönd stuttar fréttir Treysta á kratana Sambandsflokkur Edmunds Joensens í Færeyjum gerir sér vonir um að jafnaðarmanna- flokkurinn styðji tillögu um að þjóðaratkvæðagreiðsla irni sjálf- stæði Færeyja verði haldin 25. janúar á næsta ári, að sögn Dimmalætting. Til í bjórauglýsingar Jafnaðarmannaflokkur Pouls Nyrups Rasmussens, forsætisráð- herra Dan- merkur, er til í að leyfa bjór- auglýsingar í dönsku sjón- varpi. í staðinn vill flokkurinn að lagt verði bann við aug- lýsingum sem beinast sérstak- lega að börnum. Mein Kampf, nei takk Netverslunin Amazon.com til- kynnti i gær að höfuðrit Adolfs Hitlers, Mein Kampf, yrði ekki lengur haft til sölu hjá fyrirtæk- inu. Tveir helstu keppinautar Amazon sögðust hins vegar eng- in áform hafa uppi um að hætta sölunni. Hagnaður hjá Tívolí Nýliðiö starfsár hjá Tivolíinu í Kaupmannahöfti var hið hag- stæðasta í mörg ár. Hagnaður af rekstrinum var um 150 milljónir íslenskra króna, fmuntán sinn- um meira en í fyrra. Heimta ráðherrasæti Hinn hægrisinnaði svissneski Þjóðarflokkur, sem vann mikið á í þingkosningunum í október, ít- rekaði í gær að hann vildi fá ann- að ráðherrasæti í stjóm landsins, á kostnað kristilegra demókrata. Bowles látinn Bandaríski rithöfundurinn og tónskáldið Paul Bowles lést á sjúkrahúsi í borginni Tangi- ers í Marokkó á fimmtudag, 88 ára að aldri. Bowles, sem bjóð í meira en fimmtíu ár i Marokkó, er þekktastur fyrir skáldsögu sína The Sheltering Sky sem ítalinn Bertolucci gerði eftir samnefnda kvikmynd. Mótmæii í vændum Búist er við gífurlegum mót- mælaaögerðum þegar fundur Heimsviðskiptastofhunarinnar um aukið frjálsræði í viðskiptum verður haldinn í Seattle um næstu mánaðamót. Til Austur-Timor Rannsóknarmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna halda til Austur-Tímor á morgun til að kanna staöhæfmgar um voða- verk vígasveita á bandi Indónesíustjórnar. Baráttan hafin Baráttan fyrir þingkosningam- ar í Rússlandi hrökk almennilega í gír í gær þegar fyrstu flokkam- ir birtu ókeypis auglýsingar sín- ar i sjónvarpinu. Færður til bókar Nikulás litli prins, sonur æirra Alexöndru prinsessu og Jóakims prins í Danmörku, verður færður til bókar í ut- anríkisráðu- neytinu í Kaupmanna- höfn á mánu- dag. Það verð- ur Niels Helveg Petersen utanrík- isráðherra sem fær þann heiöur aö gera það, samkvæmt konung- legri tilskipun frá 1779. í bókinni er tilgreint hverjir séu erfmgjar dönsku krúnunnar. Nikulás er þar á eftir Friðriki föðurbróöur og svo föður sínum. Clinton fær óblíðar viðtökur í Aþenu: Þúsundir í átök- um við lögguna Þúsundir vistrisinna lentu í átök- um við lögregluna í Aþenu síðdegis í gær þegar þeir vom að mótmæla komu Bill Clintons Bandaríkjafor- seta til Grikklands. Sjónarvottar sögðu að hundruð lögregluþjóna með gasgrímur fyrir vitunum og útbúnir fyrir óeiröir heföu reynt aö stöðva mótmæla- göngu á leið til bandaríska sendi- ráðsins. Lögreglan skaut táragasi að vinstrisinnunum þegar þeir reyndu að brjótast gegn um vamarvegginn. Clinton kom til Aþenu frá leið- togafundi Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) í Istanbúl. Hann verður ekki nema tæpan sól- arhring í Grikklandi, skemur en fyrirhugaö var, vegna mótmælaað- gerðanna. Mikil andstaða er í Grikklandi við loftárásirnar á Júgóslavíu í vor þar sem Banda- ríkjamenn voru i forystu. Mikil læti urðu í mótmælaaðgerðum gegn komu Clintons Bandaríkjafor- seta til Aþenu í gær. „Ég kem hingað sem vinur Grikk- lands og ég hlakka til að njóta hinn- ar miklu grísku gestrisni sem þekkt er um heim allan,“ sagði Clinton stuttu eftir komuna í gær. Á sama tíma og Clinton, Hillary eiginkona hans og Chelsea, dóttir þeirra, gengu frá boröi skaut lög- reglan táragasi á mótmælendur. Mannfjöldinn svaraði með því að varpa eldsprengjum. Þá varð fjand- inn laus í miðborg Aþenu. Ung- menni brutu verslanaglugga og kveiktu í ruslatimnum. Að minnsta kosti flmm bankar urðu fyrir mikl- um skemmdum. Fréttamenn Reuters sáu að minnsta kosti þrjár alblóðugar manneskjur eftir ólætin. Clinton sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af mótmælaaðgerðunum og lét í ljósi vonir um að ræða um það sem Bandaríkin og Grikkland ættu sameiginlegt. Rannsókn er hafin á þvf hvers vegna bálköstur sem námsmenn við Texas A&M háskólann í College Station voru að hlaða hrundi aðfaranótt fimmtudagsins með þeim afleiðingum að ellefu manns létust og rúmlega tuttugu slösuðust. Hefð fyrir því að kveikja bálköst að kvöldi þakkargjörðardagsins á lóð Texas A&M er 90 ára gömul en nú er alveg ó- víst að framhald verði á. Forráðamenn skólans vilja ekki að harmleikur sem þessi endurtaki sig. Breska forsætisráðherrafrúin með barn undir belti: Cherie steinhissa en brosandi og ánægð Cherie Blair, eiginkona Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, brosti breitt í gær þegar hún sagðist hafa orðiö steinhissa við að komast að því að hún væri ófrísk, orðin 45 ára. Sér liði afskaplega vel, takk fyr- ir. Hún er komin þrettán vikur á leið. Breskir stjómmálamenn og fjöl- miðlar hafa ekki talaö um annað síðan tilkynnt var um óléttuna seint á fimmtudagskvöld. Talsmaður for- sætisráðherrans sagði að hann væri „gjörsamlega hundrað prósent þrumu lostinn.“ „Það verða mikil umskipti í lífi þeirra og starfi og í Downingstræti 10,“ sagði talsmaðurinn. Blair er þó ekkert óvanur því að vera vakinn um miöjar nætur Cherie Blair, forsætisráðherrafrú í Bretlandi, er kona ekki einsömul. vegna aðkallandi mála, eins og mun gerast þegar bamið verður komiö i heiminn. Fréttamenn og ljósmyndarar sátu um forsætisráðherrabústaðinn í gær og um hádegisbilið kom Cherie dúðuð út úr húsi og skaust inn í bfl. Hún gaf sér þó tíma til að segja nokkur orð. „Mér líður mjög vel, þakka ykkur fyrir,“ sagði hún. Tony Blair er fyrsti forsætisráð- herrann í meira en 150 ár sem vitað er til að hafi getið bam í ráðherra- tíð sinni. Blairhjónin eiga fyrir þijú böm á aldrinum 11 til 15 ára. Stjómmálamenn, þar á meðal William Hague, leiðtogi íhalds- flokksins, og kona hans hafa sent Tony og Cherie heillaóskir. Knut Vollebæk ætlar til Tsjetsj- eníu fyrir jól Knut Vollebæk, utanríkisráð- herra Noregs og formaður Örygg- is- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) vonast til að geta farið til Tsjetsjeníu fyrir jól til að kynna sér ástandið þar. Rússar létu undan þrýst- ingi á leiðtoga- fundi ÖSE, sem lauk í Istanbúl í gær, og ætla að leyfa sendinefhd ÖSE að reyna að finna leiðir til aö koma á friði. ígor ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði þó að Vollebæk fengi aðeins að fara um svæði undir rússneskri stjóm þar sem Rússar vildu ekki að hann yrði tekinn í gíslingu. Við lok leiötogafundarins i gær samþykktu fulltrúar 54 þjóða tímamótasamning um öryggi í Evrópu á næstu öld. Þá undirrit- uðu þeir einnig samning um tak- mörkun hefðbundinna vopna. Dönsk voprrafa- brikka seldi Hitler skotfæri Dönsk vopnaverksmiðja, Dansk Industri Syndikat, virti aö vettugi bann við að selja stríðstól til þjóða í stríöi og seldi nasista- stjóminni í Þýskalandi skotfæri áður en Þjóðverjar hemámu Danmörku. Þetta kemur fram í blaðinu Berlingske Tidende. Þá bendir allt til að á sama tíma hafi fyrirtækið gert ólöglega samninga við Þjóðverja um eigin- lega vopnasölu. Þetta kemur fram i skjölum frá þýska utanríkisráðuneytinu sem danski sagnfræðingurinn Ole Brandenborg Jensen hefur fund- ið í Potsdam í fyrrverandi Aust- ur-Þýskalandi. Danska fyrirtækið sendi Þjóð- verjum til dæmis prufur af nýrri gerð skothylkja í desember 1939. Sendifulltrúi Þjóðverja í Dan- mörku hafði milligöngu og fóm skothylkin með diplómatapósti til Berlínar þar sem vitað var að útflutningsleyfi fengist ekki. Leyft að veiöa meiri þorsk i Barentshafinu Norskum sjómönnum létti mjög þegar samninganefndir norskra stjómvalda og rúss- neskra ákváðu að heimila veiðar á 390 þúsund tonnum af þorski í Barentshafinu á næsta ári. Al- þjóöa hafransóknaráðið (ICES) hafði lagt til að kvótinn yrði aö- eins 110 þúsund tonn. Yfirstjóm fiskveiðimála í Nor- egi og vísindamenn hafa af þessu nokkrar áhyggjur. Peter Angel- sen sjávarútvegsráöherra segir hins vegar við norsku fréttastof- una NTB að þorskstofninn þoli þessa veiði, þótt komið sé fram á ystu nöf. Eftir því sem NTB kemst næst vógu hagsmunir atvinnulífs og íbúa strandhéraða Rússlands þyngra við samningaborðið i Múrmansk en hagsmunir þorsk- stoftisins. Erfiö leit að hellamönnum Straumharðar neðanjarðar- elfar hafa hamlað leit að sjö hellakönnunarmönnum sem hef- ur verið saknað í suðvesturhluta Frakklands í átta daga. Björgun- armenn hafa átt í mesta basli við að komast leiðar sinnar í hellin- um þar sem mennimir týndust vegna vatnsflaumsins. Þá reyna aðrir björgunarmenn að bora sjö- tíu metra djúpa holu frá yfirborð- inu niður í hellinn. Björgunar- menn verða svo látnir siga niður i hellinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.