Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 38
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 Kötturínn, dúfan og kynlífið Þórunn Valdimarsdóttir heldur því fram að fólk hafi jafnmikinn áhuga á kynlífi í dag eins og áður. DV-mynd Hilmar Þór Þórunn Valdimarsdóttir hefur setið við skriftir frá 1983. Skáldsög- ur, örsögur, skáldævisaga, ævisaga og ljóð hennar hafa unnið til verð- launa eða að minnsta kosti þótt eiga þau skilið. Þórunn er sagnfræðing- ur sem skrifað um Snorra á Húsa- felli, útilegumannasögur, íjárkláða, kristnisögu, landsmálablöð, þjóð- emishyggju og arkitektúr. En loks- ins hefur hún látið gamlan draum -rætast og skrifað sögulega skáld- sögu sem heitir Stúlka með fmgur. Margir kannast við söguna af lög- regluþjóninum í Reykjavík sem fann lík í Fischersundi. Hann tók I löppina á því og dró þaö út í Aðal- stræti því hann vissi ekki hvemig átti að stafsetja götuheitið Fischer- sund. Þá hefði kunnátta í stafsetn- ingu getað komið í veg fyrir afglöp í starfi. Þórunn Valdimarsdóttir er með vinnustofu uppi í Fischer- sundi, þótt húsið heiti Aðalstræti 4A. Á leið á fund Þómnnar sá ég ekkert lik en skynjaði návist dauð- ans því ég mætti gömlu fólki sem var að koma út úr útfararþjónust- unni, líkkistuvinnustofu Eyvindar Ámasonar. Hinn umdeOdi nektar- staður Club Clinton var beint fram undan og inn í það skuggalega sund þurfa gestir Þórunnar að stikla og hringja bjöllu. Það eru rimlar fyrir gluggum skáldkonunnar á annarri hæð sem em arfur þess tíma þegar Ingólfs- apótek var til húsa á jarðhæðinni. Þá var vinnustofa Þómnnar lyfja- geymsla og fúll ástæða til þess að verja húsið fyrir svöngum lyfjaæt- um utan verslunartíma. Leitar að dyggðum Á skrifstofunni em stórir bóka- skápar, tvö skrifborð og myndir um alia veggi. Þar er líka legubekkur svo skáldkonan geti lagt sig og beð- ið eftir því að andinn komi yflr hana. Það liggja bækur i gisnum flekk á gólfinu og Þórann segir að hún sé að kynna sér höfuðdyggðim- ar sjö. Þær koma við sögu í ritgerð sem hún er að vinna. Þórann segist hafa áhuga á dyggðum og löstum sem era auðvitað nátengd fyrir- bæri, geta ekki án hvors annars ver- ið. Hún hefúr ekki alltaf verið með vinnustofu sina i Fischersundinu í þeirri návist við lífið og dauðann sem nektin og útfararþjónustan mynda. Til skamms tíma var vinnu- stofahennar við Bárugötu. „Þ’áð er níikil magía hér ofan við líf og dauða. I fyrrahaust hamaðist ég við að klára Stúlkú með fingur, því til þess var ætlast, um það hafði verið gerður samningur. Þá hófst handritið á hvítri dúfu í Fischer- sundi. Um haustið missti ég vinnu- stofu sem ég hafði við Báragötu og hugsaði ekki um upphaf bókarinnar fyrr en ég losaði rimlana út á þak og leit út og niður um giuggann. Þar lá hvít dúfa, lík af hvítri dúfu við Fischersund. Dúfa táknar anda, og hún var dauð. Ég tók því ekki illa þegar Guðrún Sigfúsdóttir, sem hef- ur tekið á móti tveimur síðustu bók- únum mínum, sagði að það væri of langt liðið á haust til að koma bók- inni út, best væri að bíða með hana í ár. Ég endurskoðaði söguna mikið, kliþþti mikið burt, meðal annars upphaf og éndi. Ég sat við í sumar - Þórunn Valdimars- dóttir, sagnfræðingur og ' rithöfundur, segir ýmis- legt gáfulegt um nýút- komna skáldsögu sína, Stúlka með fingur, og sitthvað fleira að skrifa nýjan endi á söguna. Bók- in endar á því að köttur kemur inn af svölum. Ég klára endinn og hugsa að það sé gott, en hver horfist þá í augu við mig? kominn inn um gluggann, köttur! Ég skrifa inn í endinn kött sem kemur inn um svaladyr og þá kemur köttur inn til mín. Ég varð svo hissa, fyrir þakinu utan við skrifstofuna er himinhátt vímet, með gaddavír efst, sett upp til að verja lyfin sem vora héma inni. Ég stakk höfðinu út um glugg- ann og sá að kattarstórt gat hafði verið rofið í vímetið. Þessa tilvilj- un, að köttur kæmi inn af svölunum í enda skáldsögunnar og inn um gluggann hjá mér um leið, tók ég svo að endirinn væri i lagi.“ Megas hjálpaði már Þannig lýsir Þórunn þeim góðu áhrifum sem vinnustofan hefur haft á hana og hennar ritstörf. Hún vakti mikla athygli með bók sinni um Snorra á Húsafelli fyrir tíu árum og fetaði sig eftir það í átt að því að skrifa skáldskap. Hún steig hálft skref árið 1990 þegar hún ritaði skáldævisögu bamsins Magnúsar Þórs Jónssonar, Megasar, undir heitinu: Sól í Norðurmýri. Píslar- saga úr Austurbæ. „Megas hjálpaði mér að bijótast úr út fræðistílnum, sagnfræðinni og i átt til skáldskaparins, yfir það Bnjóflóð. Séra Arnðr Ámaaon frá Felll I Knllaflrði var fyrir akðmmu ft forð ve8t,fln út Gllafirðl og vai mcð lionnm' karlmaður og kvenmað- ur. Þegar þau vóru koiiin norður yflr helðina, hljðp A þan/anjðððð og brelf þau með aér. Séra Arnðr,aem er meata karlmenni, komat brátt-á fætur og fðr að Jltnet iuh, hvo;t. nokknð væri lifa r.f jvvLfBh I tðr- inni var. Sáliann þá á flngur kvon- mannain8 upp íir anjðnnm og gat dreglð hana npp. Húu var ðmeidd. En karlmaðurlnn hnfði iirapnð und- an anjðflððinti ofan f gljúfnt og nnm- ið atað.ir á klettaiiöa, emtí snjðflðð- ið hafði kiofnað um. Varð honum það til iffs. En. fftrft.liejlg.T aemji ffirlnni vðru fðroat i enjðflððinu. Þessi frétt sem birtist í Fjallkonunni um aldamótin varð nokkurs konar kveikja að sögu Þórunnar. djúpa gljúfur. Það er honum að þakka að mér tókst að komast yfir í fantasíuna.“ Bókin Stúlka með fingur gerist í Reykjavík og á sýslumannssetri fyrir austan fiall í upphafi aldar- innar. í bókinni era margar per- sónur. Alþýðufólk og böm heita eðlilegum nöfiium á meðan fínna fólk er kailaö Sýsli, Læknirinn, Blaðsfiórinn og Gamla, svo nokk- ur dæmi séu tekin. Er einhver ástæða fyrir þessu? „Mér finnst nöfh stundum stíl- brot, þau bera svo mikla meiningu og taka athyglina frá venjulegum orðum. Fólk sem er eitthvað stórt og erfitt, eins og læknir, prestur, sýslumaður, finasta fra sýslunnar, ber svo þungt hlutverk að það verður émbættið, er meira en venjulegt fólk, næstum hættir að vera það sjálft. I bókinni bera þau nöfn þess sem þau eru, Gamla, Sýsli, Presturinn, Blaðstjórinn. Persónur bókarinnar eiga sér ekki fyrirmynd í sögulegum persónum, þetta er skáldsaga. Það er þvi ekki til neins að ætla að finna fyrir- mynd að sýslumanninum, prestin- um og blaðsfióranum." Fortíðin var ekki einlit og svört Söguhefia Þórannar, Unnur Jóns- dóttir, elskar heitt en fær ekki að njóta samvista við ástmanninn. Það aftrar henni þó ekki frá því að njóta lifsins. „Fortíðin á íslandi hefur oft verið máluð í dökkum, sósíal-realískum litum í bókmenntum,“ segir Þór- unn. „Fortiðin var ekki einlit og svört. Maður verður að nálgast for- tíðina með bljúgum huga og virð- ingu, fara þangað og líta varlega í kringum sig, ekki ákveða fyrirffam hvemig fortíðin hafi verið. Fólk hafði oftast nóg að borða af kjam- góðum mat og var stundum glatt og hamingjusamt og ástfangið, milli þess sem það var fúlt og þreytt. Ég leitast við að sýna gleði og hamingu fortíðarinnar, hamingjuna er að vísu ekki hægt að mæla, en ég held að það hafi ekki verið meiri skuggi yfir fyrir einni öld en i dag, samfé- lagið í dag er líka gallað og fúilt af bullandi sársauka inni á milli. Það koma skuggalegir hlutir inn í sög- una mína, ég hef heimildir fyrir þeim, það sem gerist í bókinni á sér stoð í raunveruleikanum, þótt sum skjölin séu djúpt grafin. í sögunni er bam gert í kirkju. Þetta gerðist Þessi mynd, tekin á íslandi, birtist í bókinni Museum of Mankind fyrr á öldinni. Þórunn ímyndar sér að svona hafi söguhetjan Unnur Jóns- dóttir litið út snemma á öldinni. Eitur, sifiaspell, nauðgim, svik og undirferli hafa cilltaf fylgt mannkyninu." Mamma, amma og ævisagan Móðir Þórunnar, Erla Þórdís Jónsdóttir, skrifaði skáldævisögu móður sinnar, Þórunnar Jónsdótt- ur, sem ólst upp i Reykjavík um og eftir siðustu aldamót. Bókin heitir Bemska í byrjun aldar og kom út eftir seinna stríð. „Ég flyt milli tiifinninguna og ýmis sviðssetningaratriði úr þess- ari bók. Mamma breytti nafni ömmu í Unni Jónsdóttur til að leggja áherslu á að minningabókin væri að hluta skálduð og ég tók það nafn upp á Stúlku með fingur. Bók mömmu um ömmu nær bara yfir barnæsku hennar en hún fór í kennaraskólann og til Englands af sömu sökum og Unnur í minni bók. En það er bara uppistaðan í vefnum sem ég sæki I sögu ömmu minnar, til þess að hafa beint til- ftnnmgasamband við það sem ég var að gera, ég bætti inn mergð af hlutum sem hafa ekkert með hana að gera né sögu hennar, hef í fimm ár unnið sem sagnfræðingur í alda- mótatímanum. Amma lenti þó í svipuðum vand- ræðum og Unnur, var trúlofuð manni sem var ekki nógu fínn fyr- ir hana, móðir hans fór upp á Laugaveg til langömmu til að til- kynna henni að hún væri ekki nógu fin fyrir þann sem hún var trúlofuð, amma flúði með rúbin- hringinn til Englands og var í kvöldskóla í London í tvö ár. Ástin beygir og kvelur Uimi í Stúlku með ftngur en hún lætur hana ekki bijóta sig.“ Þjóðin elskar að sakna „Eftirsjá og tregi í ástum er sterkt stef i íslenskri hefð. „Björt mey og hrein“ eftir Stefán Ólafsson er sjúk- legur saknaðaróður um eina konu, þá einu sem sá sem talar i kvæðinu telur sig geta elskað. „Ó, að við hefð- um aldrei sést“, orti Vatnsenda- Rósa. „Mennimir lifa, elska, þrá og sakna,“ orti Jóhann Siguijónsson og þetta hefur þjóðin elskað. Þennan tón vildi ég forðast, láta Unni heröa sig og vera praktíska eins og hryssuna þótt hún fái ekki að njóta þess manns sem hún unni mest. Hún lætur það ekki stöðva sig í að leita hamingjunnar.“ En hvað um kynlífið? Kynlíf söguhefianna hlykkjast eins og rauður þráður gegnum söguna og Unnur Jónsdóttir er ekki kona sem hemur ástríöur sínar. Er kynlif mjög mikilvægt? „Mér finnst það, hvaö finnst þér? Við erum ekki bara höfuð, við erum líkamir. Sagan hefst á Unni eldgam- alh, sem liggur vamarlaus gagnvart eigin hugsun. Hún hugsar um líf sitt, hana dreymir og hún endurlifir sög- una. í höfði gamallar konu sem hugs- ar um líf sitt er engin ritskoðun í gangi, hún rifiar upp þann hita sem hún lifði með líkama sínum. Ég held að Unnur sé eðlileg að þessu leyti. Fólk hefur ekkert minni eða meiri áhuga á kynlifi í dag en um aldamót- in, ef eitthvað er er það orðið klaufa- legra og hræddara, held ég. Öll þessi kynlífsumræða bendir til þess að hlut- imir fái ekki alveg að ganga eðlilega fyrir sig. Það er kúnst að skrifa um kynlif án þess að það verði klisju- kennt og einhver sagði að það væri enn erfiðara fyrir karlrithöfunda að lýsa þessum þætti lifsins, karlar mega lítið gera á þessum síðustu og bestu tímum fyrir eftirhtinu sem sér áreitni alls staðar. En kynlíf er eitt sterkasta aflið í lífinu, spurðu krókódílinn og skjaldbökuna. Þau segja það líka. Það gengur ekki að sleppa því í bókum seiri fialia um lifið sjálft." -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.