Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 46
- hroðalegar slysfarir á EveresL Ofurkapp, dómgreindarskortur og gróðavon rekur menn í opinn dauðann Into the Wild er heimsfrœg metsölubók sem á íslensku 'hefur hlotiö nafnið, Á fjalli lífs og dauöa. Höfundurinn, Jon Krakauer, er vanur fjallamaður sem tók aö sér að skrifa grein um markaössetn- ingu Everest og hélt til Himalaja. Aö kvöldi 10. maí 1996 var hann á leið ofan af tindinum í myrkri er hann mœtti tuttugu öörum klifrur- um sem seigluöust upp eftir. Enginn veitti athygli skýjun- zim sem voru farin að hrann- ast upp á himninum. Sex tím- um síöar og 900 metrum neö- ar, í fárviöri og blindhríö, leiö Krakauer út af í tjaldi sínu meö óráöi af völdum ör- mögnunar og súrefnisskorts - en hólpinn. Morguninn eftir komst hann aö því aö hópur félaga hans haföi ekki skilaö sér í tjaldbúöirnar. Þegar óveörinu linnti um síöir voru átta þeirra látnir. Jon Krakauer kannar hvaö þaö er viö Everest sem fær svo marga - þar á meðal hann sjálfan - til aö gleyma allri varkárni, hunsa áhyggjur ástvina og leggja sig í slika hœttu, erfiöleika og kostnaö, af fúsum og frjálsum vilja. Hér birtast þrír stuttir kaflar vzir bókinni í þýöingu ísaks Haröarsonar. Ég stóð gleiður á tindi heimsins, með annan fótinn í Kína og hinn í Nepal, hreinsaði klakann af súrefn- isgrímunni minni, skaut öxlinni í vindinn og starði tómlátum augum yfir víðemi Tíbets. Á einhvern óljósan, hiröulausan hátt gerði ég mér grein fyrir því að jörðin, sem breiddi úr sér fyrir fótum mínum, væri óviðjafiianleg sjón. í marga mánuði hafði ég látiö mig dreyma um þetta augnablik og þær tilfinn- ingar sem það myndi leysa úr læð- úigi. En nú, þegar ég hafði loksins náð markinu og stóð hér i raun og veru á tindi Mount Everest, hafði ég einfaldlega ekki burði til þess að fagna. Þetta var nokkru eftir hádegi þann 10. maí 1996. Ég hafði ekki sof- ið í fimmtíu og sjö klukkustundir. Eina fæðan, sem mér hafði tekist að neyða ofan í mig á síðustu þremur dögum, var skál af kjötsúpu og handfylli af M&M-sælgætishnetum. Ofsafengin hóstaköst um nokkurra vikna skeið höfðu losað í mér tvö rifbein, sem gerði mér óbærilega %erfitt að anda með eðlilegum hætti. Hér, í 8848 metra hæð uppi í veðra- hvolfinu, fékk heilinn i mér svo lít- ið af súreftii, að hæfhi mín til að hugsa var á við treggáfaðs bams. Við þessar aðstæður reyndist mér erfitt að finna fyrir nokkru öðru en kulda og þreytu. Tindhryggurinn séður frá Suðurtindi, 10. maf kl. 13.00: Þegar Scott Fischer tók þessa mynd var hann aftastur í röðinni og horfði upp í átt til klifraranna sem seigluðust upp á tindinn. Þrír sjást skammt ofan við Hillary-þrep en hinn fjórði í Þrepinu miðju. festi mig við línuna sem lá niður og bjó mig undir að stikla fram af brúninni, en þá blasti við mér kvið- vænleg sjón. Neðst í skorunni, um tíu metrum fyrir neðan mig, hafði meira en tylft manna myndað röð. Þrír klifrarar voru þegar famir að klifra upp lín- una sem ég var i þann veginn að siga niður. Eina úrræði mitt var að losa mig úr sameiginlegu öryggis- línunni og víkja úr vegi. Umferðarstíflan var mynduð af þátttakendum úr þremur leiðöngr- um: hópnum sem ég tilheyrði, er samanstóð af fólki sem hafði keypt sér þátttöku og var undir stjóm hins nafntogaða, ný-sjálenska leið- sögumanns, Robs Halls; annarri slíkri sveit með leiðsögumönnum, undir forystu Bandaríkjamannsins Scotts Fischers; og taívönskum leið- angri, þar sem menn höfðu ekki keypt sér selda þátttöku. Einn og einn í senn paufaðist mannsöfnuð- urinn lúshægt upp Hillary-þrep eins og venjan er í 8000 metra hæð, á meðan ég beið þess taugastrekktur aö komast að. Harris, sem hafði yfirgefið tind- inn skömmu á eftir mér, náði mér fljótlega. Þar sem ég vildi fara spar- lega með það litla súrefni er enn var í geyminum mínum, bað ég hann að seilast inn i bakpokann minn og skrúfa fyrir lokann á skammtaran- um, sem hann og gerði. Næstu tíu mínútumar leið mér furðulega vel. Ég varð skýr í höfðinu. Mér fannst ég í rauninni óþreyttari en ég hafði verið á meðan skriúfað var frá súr- efninu. Allt í einu fann ég, að ég var að kaftia. Mér sortnaði fyrir augum og mig tók að svima. Ég var alveg að missa meðvitund. Súrefni á þrotum I stað þess að loka fyrir súrefiiið, hafði Harris, sem var sljór af súr- efnisskortinum, óvart opnað skammtarann til fulls og tæmt geyminn. Ég hafði sóað síðustu súr- efhissameindunum án þess að kom- ast nokkuð áleiðis. Það beið mín annar geymir á Suðurtindinum, um 75 metrum neðar, en til þess að komast þangaö yrði ég að fara um berskjaldaðasta hluta gervallrar leiðarinnar, án hjálpar viðbótarsúr- efnis. Klukkan var orðin meira en þijú, þegar ég komst niður á Suðurtind- inn. Þokuslæður voru farnar að líða yfir 8500 metra háan Lhotse-tindinn og læðast að pýramídalöguðum toppi Everest. Veðrið lofaði ekki lengur góðu. Ég greip nýjan súrefn- iskút, festi hann við skammtarann minn og flýtti mér niður í þykkn- andi skýið. Örskömmu eftir áð ég yfirgaf Suðurtindinn, byrjaði að snjóa dálítið, og skyggnið fór fiand- ans til. Eitt hundrað og tuttugu hæðar- metrum ofar, þar sem hátindurinn var enn baðaður skínandi sói undir skýlausum, skærbláum himni, dunduðu félagar minir sér við að gera for sina á hæsta tind plánet- unnar minnisstæða með því að breiða úr fánum og taka myndir, meðan dýrmætar sekúndumar guf- uðu upp í loftið. Enginn þeirra hafði hugmynd um þá skelfilegu mann- raun sem í vændum var. Engan gnmaði, hve miklu máli hver mín- úta átti eftir að skipta á þessum langa degi. Fallnir félagar Þegar ég skjögraði til baka í átt að Fjórðu búðum um klukkan 7.30, laugardagsmorguninn 11. mai, tók merking þess sem gerst hafði - og var enn að gerast - að renna upp fyrir mér af lamandi þunga. Ég var í rusli, tilfinningalega og líkamlega, eftir einungis einnar stundar leit að Andy Harris í Suðurskarði, og orð- Mistök á mistök ofan Umferðarteppa við Hillary-þrep, 10. maf, um kl. 14.10. Scott Fischer tók þessa mynd neðst í þrepinu. Hér standa menn neðan við þrepið og bíða þess að geta farið upp línuna. Fimm mínútur á þaki veraldar Ég steig á tindinn nokkrum mín- útum á eftir Anatoli Boukreev, rúss- neskum leiðsögumanni í bandarísk- um fiármögnunarleiðangri, og rétt á undan Andy Harris, leiðsögumanni í ný-sjálenska hópnum sem ég til- heyrði. Ég þekkti Boukreev ekki mikið, en hafði átt góð kynni viö Harris á undanfórnum sex vikum. Ég tók fiórar ljósmyndir í flýti af Harris og Boukreev í Qallstindsstell- ingum, og sneri mér síðan við og lagði af stað niður. Úriö mitt sýndi 13.17. Að öllu samanlögðu hafði ég verið skemur en fimm mínútur á þaki veraldarinnar. Andartaki síðar staldraði ég við til þess að taka aðra mynd, í þetta sinn af Suðausturhryggnum þar sem við höfðum komið upp. Ég beindi linsunni að tveimur fiall- göngumönnum sem nálguðust tind- inn, og tók þá eftir dálitlu er ég hafði ekki veitt athygli fyrr. í suðri, þar sem himinninn hafði verið heið- skír aðeins einni klukkustund fyrr, huldi nú skýjabreiða Pumori, Ama Dablam og lægri tindana í kringum Everest. Augljós dauðagildra? Síðar - þegar sex lík höfðu fund- ist, þegar leit að tveimur öðrum haföi verið hætt, þegar skurðlæknar höfðu fiarlægt kalbrunna hægri höndina af félaga mínum, Beck We- athers - var farið að spyija hvers vegna klifraramir efst í Qallinu heföu ekki gefið gaum að hættu- merkjunum, þegar veðrið fór að versna. Hvers vegna höfðu hinir þaulreyndu, innfæddu leiðsögu- menn haldið áfram uppgöngunni, vegna kvabbsins í mun óreyndari mönnum - sem borgað höfðu allt að 65.000 dollurum, hver um sig, fyrir að komast ömgglega upp á Everest - beint í augljósa dauðagildru. Enginn getur mælt fyrir munn leiðangursstjóranna tveggja, því báðir eru dánir. En ég get fullyrt að ekkert af því, sem ég sá upp úr há- deginu þann 10. maí, gaf til kynna að manndrápsveður væri að skella á. í mínu súrefnisrýra ástandi sýnd- ist mér skýin, er liðu upp stóru ís- dældina sem köliuð er Vesturdalur, vera afar sakleysisleg, gisin og rytjuleg. Skýin glömpuðu í skínandi hádegissólinni og virtust í engu frá- brugðin meinlausum hitahnoðrun- um sem stigu upp af dældinni á næstum hveijum eftirmiðdegi. Mér var mjög órótt er ég hóf ferð- ina niður, en það var varla út af veðrinu: ég hafði litið á mælinn á súrefnisgeyminum mínum og séð að hann var nærri tómur. Ég varð að komast niður sem fyrst. í umferðarstíflu Efsti hluti suðausturhryggjar Ev- erest er mjó brík meitlaöra kletta og skafrunnins snjávar sem hlykkjast um fiögur hundruð metra spöl á miili hátindsins og lægri spiru sem nefnd er Suðurtindurinn. Það krefst ekki mikillar tæknilegrar kunnáttu í fiaiiaklifri að komast klakklaust um skörðóttan hrygginn, en leiðin er skelfilega berskjölduð. Ég yfirgaf hátindinn, fór löturhæga fótskriðu í fimmtán mínútur yfir meira en tvö þúsund metra háu hyldýpinu, og var þá kominn niður að hinu víðkunna Hillary-þrepi, sem er hvöss skora í hryggnum þar sem þörf er á nokkurri klifurleikni. Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.