Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999
Fréttir________________________________dv
Yflrkeyrt starfsfólk t Tjaldanesi:
Vill að góðærinu linni
- vistheimili þroskaheftra í samkeppni við skyndibitastaði um starfsfólk
„Það liggur við að ég óski þess að
góðærinu ljúki svo viö fáum hæft
starfsfólk hingað,“ segir Andrea Ax-
elsdóttir, forstöðukona á vistiheim-
ili þroskaheftra í Tjaldanesi í Mos-
fellsbæ. „Ég hef stundum hugsað
það sama en aldrei þorað að segja
það,“ segir Þór Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri svæðisskrifstofu
þroskaheftra á Reykjanesi. „Þegar
svo er komið að skyndibitastaðir
eins og McDonald’s eru famir aö
bjóða sérmenntuðu starfsfólki betri
laun við afgreiðslu hamborgara en
við getum boðið fyrir lífsnauösyn-
lega umönnun þroskheftra er ekki
laust við að maður sakni kreppunn-
ar,“ segir Þór.
Vandamál vistheimila þroska-
heftra eru þau sömu og leikskól-
anna sem hafa orðið að senda böm
heim vegna skorts á starfsfólki.
Munurinn er hins vegar sá að á
vistheimilum þroskaheftra er ekki
Starfsstúlka á sambýli:
Launin eru
hörmung
„Þetta er mjög erfitt starf og
fólk fæst varla lengur til að
ráða sig í svona störf vegna
þess að launin eru hörmung,"
segir Guðlaug Sigurjónsdóttir,
starfsmaður á Skálatúnsheimil-
inu þar sem tæplega 50 þroska-
heftir einstaklingar búa. Hún
starfar við aðhlynningu mjög
fatlaðra einstaklinga sem eru
ósjálfbjarga og þurfa hjálp við
allar sínar athafnir.
Guðlaug, sem starfað hefur
við aðhlynningu i 15 ár, segir
starfið vera mjög gefandi og
helst vildi hún ekki vinna við
annað.
„Þó ég hafi gaman af þessu
starfi mun ég hætta um leið og
mér býðst annað betra. Ég fæ
um 87 þúsund krónur útborgað-
ar á mánuði og það er alltof lít-
ið fyrir starf á borð við þetta.
Ég lifi ekki af þeim launum og
þyrfti að hafa 150 þúsund i
fastakaup svo boðlegt væri,“
segir Guðlaug.
-EIR
Þau kepptust við snjóboltagerðina krakkarnir í 6. bekk Sandvíkurskóla á Selfossi, hvor bekkjardeiid gerði 2000 bolta,
- líklega i tilefni af aldamótunum sem nálgast óðfluga. DV-mynd Njörður.
Verða þeir sendir heim fyrir jól? - vistmenn í Tjaldanesi.
hægt að senda skjólstæðingana
heim vegna þess að þar fá þeir ekki
þá umönnun sem nauösynleg er:
„Ef ástandið versnar þá stöndum
við frammi fyrir þeim valkosti að
þurfa að senda þroskahefta til síns
heima. Það er hugsun sem ég get
ekki hugsað til enda, enda stæðum
við þá frammi fyrir hreinu neyðará-
standi. En meðan kjör sérmenntaðs
starfsfólks á vistheimilunum
þroskaheftra eru eins og raun ber
vitni þá er þetta staðreynd. Skyndi-
bitastaðimir bjóða betur,“ segir Þór
Þórarinsson.
Á vistheimilum þroskaheftra er
nú reynt að mæta manneklunni
með yfirvinnu þeirra starfsmanna
sem eftir eru en að sögn Þórs Þórar-
inssonar gengur það ekki til lengd-
ar. Starfsfólkið verður uppgefið: „Á
mínu svæði er ástandið verst í
Tjaldanesi og svo í Garðabæ," segir
Þór Þórarinsson. -EIR
Hneggjað á ráðherrastóli
Það gengur ýmislegt á í Framsóknar-
flokknum þessa dagana. Reynt hefur verið
að rýma ráðherrastóla en það hefur gengið
iila þar sem sá helmingur þingmannaliðs-
ins sem situr í hásæti ráðherradóms viil
ekki fara en hinn helminginn sárlangar að
sama skapi til að taka í.
Frægt er þegar prestar til foma sátu um
sjúkrabeð stöndugra sóknarbarna og voru
einir til frásagnar um það að hinn sjúki
hefði gefið kirkjunni allar eigur sínar.
Þannig eignaðist kirkjan hverja stólpajörð-
ina af annarri. Leiðtogar hins gamla
bændaflokks sem kenndur er viö framsókn
þekktu þessa aðferð og þegar í ljós kom sl.
vor að eingöngu ráðherraefni höfðu náð
kjöri til Alþingis var fátt annað til ráða en
feta slóð kirkjuhöfðingjanna. Þannig vildi
til að félagsmálaráðherrann og bændahöfð-
inginn Páll Pétursson frá Höllustöðum lá á
sjúkrahúsi vegna smávægilegrar hjartaað-
gerðar. Þar sem ráðherrann lá hálfrænu-
laus í lyfjamóki, svo sem eðlilegt telst þar
sem menn eru annaðhvort á leiðinni í að-
gerð eða nýkomnir af skurðarborðinu,
læddust fyrirmenn Framsóknar að kollega sínum.
Ekki fer neinum sögum af orðaskiptum þar sem
þeir lutu yfir sjúkrabeð hans enda þeir einir til frá-
sagnar. Hjúkrunarlið og læknar sem stóðu skammt
undan sáu bara þar sem formaðurinn laut öðrum
megin yfir sjúkrabeðinn en varaformaðurinn hin-
um megin eftir að hafa stuggað sjúkraliða frá. Síðan
rétti Halldór Ásgrímsson sig upp og sagði örlítið
nefmæltur: „Hann ætlar að draga sig í hlé eftir ára-
mót.“
Heldur mun framsóknarforystunni hafa brugðið
þegar viðtal birtist við félagsmálaráðherrann í DV
nokkru siðar þar sem hann sagðist vera heilsu-
hraustur á við sex vetra graðfola. Þótti fremur
óþægilegt fyrir flokkinn að sitja uppi með graðfola í
ráðuneyti félagsmála. Svo var að skilja eftir á að all-
ur ráðherraflokkurinn nema Páll hefði vitað hvað
hann sagði á beðinum. Því varð uppnám þegar Páll
sagðist ekki ætla að víkja. Þetta mun sérstaklega
hafa komið ráðherraefninu Valgerði Sverrisdóttur á
óvart. Valgeröur hafði fengið sér nýja dragt í tilefni
yfirvofandi ráðherraskipta og orðrómur var um að
innanhússarkitekt á hennar vegum hefði kíkt á ráð-
herraskrifstofu félagsmálaráðuneytis. Páll var hinn
versti og upplýsti að bakland hans væri í lagi. Þá ýj-
aði hann að því að forystusauðirnir hefðu lofað hon-
um milljörðum til byggðamála ef hann aðeins feng-
ist til að taka að sér nýtt embætti á vegum Byggða-
stofnunar sem sagt var ráðherrastarfsígildi.
Svo hló Páll hrossahlátri og bauð þeim sem vildu
sækja aö sér í ráðuneytinu að munda vopn sin eða
öllu heldur verjur. Ráðherradragt Valgerðar bíður
ónotuð í fataskáp hins óbreytta þingmanns og á
meðan skeiðar Páll ásamt meðreiðarsveinum um
áður grösuga velli framsóknar og góðlátlegt hnegg
hans sker í hlustir formannsins. Sá hluti þingflokks-
ins sem er á bandi Valgerðar leitar ákaft en árang-
urslaust leiða til að smala félagsmálaráðherranum
út úr ráðuneytinu og í áformaða stóðhestagirðingu
Byggðastofnunar. Palli er ekki einn í heimi stjóm-
málanna og að hætti sannra stóðhesta er erfitt að
lokka hann frá því sem honum finnst skemmtileg-
ast. Þar dugir ekki venjulegt franskbrauð og gulræt-
ur eru bara fyrir asna. They shoot horses, don’t
they?
Dagfari
sandkorn
Magnús heppinn
Magnús Stefánsson hefur verið
valinn úr hópi fjölmargra umsækjenda
í stöðu framkvæmdastjóra Sjúkrahúss
Suðurlands. Það kemur reyndar ekki á
óvart. Magnús er fyrr-
verandi þingmaður
Framsóknarflokksins,
af Vesturlandi reynd-
ar, en féll i síðustu
kosningum. Síðan
hefur Finnur, vin-
ur og ráðherra, Ing-
ólfsson, bjargað
flokksbróður sínum
og útvegað honum
vinnu í ráðuneytinu af og til,
a.m.k. á meðan beðið var eftir því að
einhver heppOeg staða losnaði. Heima-
tökin urðu síöan hæg þegar staðan á
Selfossi varð laus og eftir „vandlega"
athugun á umsóknum umsækjenda
ákvað Ingibjörg Pálmadóttir hefl-
brigðisráðherra, flokkssystir Magnús-
ar, að veita honum stöðuna vegna
hæfni hans tO starfans umfram aðra
umsækjendur.
Var hann með?
Frægur „þokuleikur" í Evrópuknatt-
spymunni var háður í síðustu viku þar
sem við áttust Herta Berlin og
Barcelona og fór leikurinn fram í
Berlín. Eftir því sem
best er vitað lauk
leiknum með jafntefli,
1-1, en þokan yfir veO-
inum var svo svört að
menn sáu vart handa
sinna skil. Morgun-
blaðið var að sjálf-
sögðu með njósnara
sinn á staðnum og í
skýrslu hans frá
leiknum sagði að Eyjólfur Sverrisson
hefði leikið aOan leikinn með Hertu
Berlín „eftir því sem næst verður kom-
ist“. Hvernig er þetta eiginlega, var
Eyjólfur með eða ekki?
Björk í slaginn
Það má glögglega sjá handbragð
Stuðmannsins Jakobs Magnússonar
á þeirri áróðursbaráttu sem samtökin
Umhverfisvinir reka gegn Fljótsdals-
virkjun og því „batter-
íi“ öUu saman en Jak-
ob er framkvæmda-
stjóri samtakanna.
Fyrir nokkrum dög-
um var boðað tO
fjölmiðlafundar þar
sem þjóðþekktir
menn og konur
röðuðu sér upp
undir merkjum
Umhverfísvina og engin önnur en
stórstjarnan Björk Guðmundsdóttir
var i fararbroddi. Aldrei þessu vant
veitti Björk svo viðtöl og talaði af mik-
Oli innlifun um framfarir í þjóöfélag-
inu og um umhverfisvernd. En senni-
lega er sama hvaða stjömum Jakob og
Umhverfisvinir tefla fram og hve
margir skrifa undir áskomnina um
umhverfismat, ríkisstjórnin hefur
„tekið kúrsinn" og þaö verður virkjað
hvað sem hver segir.
Litlir kærleikar
Af og tO kemur það upp á yfirborð-
ið að kærleikar em ekki til trafala
miklir miOi þeirra sem búa á Norð-
vesturlandi og á Norðausturlandi. í
austurhlutanum segja
margir, a.m.k. á Akur-
eyri, að þetta sé vegna
minnimáttarkenndar
þeirra í vesturhlutan-
um en á það verður
auðvitað ekki lagður
dómur hér. Á Norð-
urlandi eystra
þykja margir hins
vegar sjá það kristaflast í ráð-
herraslagnum innan Framsóknar-
flokksins hvemig þeir í vesturhlutan-
um hugsa. PáU Pétursson, þingmað-
ur Norðurlands vestra og félagsmála-
ráðherra, hefði þotið upp úr ráðherra-
stólnum og í Byggðastofnun, segja
þeir, hefði arftakinn í ráðuneytinu
ekki átt að vera Valgerður Sverris-
dóttir af Norðurlandi eystra.
Umsjón Gylfi Kristjánsson
Netfang: sandkorn @ff. is
ft