Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999
11
Fréttir
Fyrirtæki i Eyjafirði:
Arangursrik „herferð" til Færeyja
DV, Akureyri:
„í Færeyjaferðinni kom glögg-
lega fram að það er mikill áhugi
hjá Færeyingum á því sem ís-
lensku fyrirtækin hcifa að bjóða í
Akureyri:
Nýherji í sam-
starf við Nett
vörum og þjónustu. Þann áhuga
ætlum við að nýta okkur í fram-
haldinu en árangri í Færeyjum
verður ekki náð nema með skipu-
legri og markvissri vinnu“ segir
Bjarni Þórólfsson formaður ný-
sköpunar- og markaðssviðs At-
vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
uim markaðs- og kynningarher-
ferð til Færeyja sem 12 eyfirsk
fyrirtæki tóku þátt í á dögunum.
Atvinnuþróunarfélagið stóð að
ferðinni ásamt Útflutingsráði Is-
lands og Menningarstovunni i
Færeyjum, og stóð heimsókn full-
trúa eyfirsku fyrirtækjanna yfir í
fimm daga. Þykir ljóst að flestir
þátttakendanna í verkefninu
hyggja á frekara markaðsstarf í
Færeyjum á næstu mánuðum.
Bjami Þórólfsson segir áhuga á
Færeyjamarkaði ekki einskorðað-
an við þau 12 fyrirtæki sem tóku
þátt í verkefninu og sendu full-
trúa til Færeyja. Fleiuri fyrirtæki
hafi lýst yfir áhuga á að slást í
hópinn og nýta þá aðstoð sem til
stendur að veita i markaðsmálun-
um.
„Við fengum í ferðinni hald-
góðar upplýsingar um stöðu þjóð-
félags og viðskiptalífs í Færeyjum
um þessar mundir, og fulltrúar ís-
lensku fyrirtækjanna hittu þá að-
ila sem líklegt er að þeir geti átt
viðskipti við í framhaldinu. Ég tel
engan vafa leika á að ferðin var
árangursrík, en það er ljóst að eft-
irfylgnin er að sjálfsögðu afar
mikilvæg“ segir Bjami.
Þau eyfirsku fyrirtæki sem
tóku þátt í Færeyjarheimsókninni
eru: Ako/Plastos, Ásprent, Endur-
vinnslan, Glófí, Efnaverksmiðjan
Sjöfn, Laxá, MT-bilar, Sandblást-
ur og málmhúðun, Slippstöðin,
Sportferðir, Teikn á lofti, og Sæ-
stál. -gk
DV, Akureyri:
Tölvufyrirtækið Nýherji hefur
undirritað samstarfssamning við
Nett ehf. á Akureyri. Undirritunin
er í beinu samhengi við stefnu Ný-
herja að ná víötæku samstarfi við
sölu- og þjónustuaðila utan höfuð-
borgarsvæðisins, án beinnar eignar-
aðildar af hálfu fyrirtækisins.
„Þetta eflir alla okkar þjónustu
eins og gefur að skilja" segir Ás-
mundur Agnarsson tæknistjóri Nett
ehf. „Við getum tekið að okkur
stærri verkefni og boðið upp á
stærri lausnir og þannig tekið þátt í
umfangsmeiri útboðum. Við getum
kallað til tæknimenn Nýherja hing-
að norður ef við þurfum þeirra
mannskap í stór verkefni og leitað
til Nýherja ef þarf að afgreiða pant-
anir sem eru of stórar fyrir okkar
vömbirgöirEinnig bjóðum við að-
stoð okkar við verkefni fyrir sunn-
an ef þurfa þykir,“ segir Ásmundur.
Hjá Nett ehf. starfa nú 6 fagmenn
á flestum sviðum tölvutækninnar
en starfseminni má skipta í þrjú
meginsvið; tölvu- og netþjónustu,
verkstæði og tölvuverslun. Starfs-
menn Nett annast einnig ráðgjöf,
heimsíðugerð, tækjcileigu og tölvu-
lagnir. Internetþjónusta er einn
meginþáttur starfseminnar en flest
stærstu fyrirtækin á Norðurlandi
tengjast henni s.s. Akureyrarbær,
KEA og Fjórðungssjúkrahúsið. -gk
Grunnskólinn í
Grindavík verð-
ur stækkaður
DV, Suðurnesjum:
Verið er að hefja undirbúning að
stækkun grunnskólans i Grindavík.
Bæjarstjórnin samþykkti að ganga
til samninga við trésmiðjuna Grind-
ina hf. í Grindavík. Áætlað er að
ljúka verkinu í tveimur áföngum og
á því að verða lokið 30. júlí árið
2001. Heildarupphæð samningsins
er um 93 milljónir króna.
-A.G.
Býrð þú úti á landi ?
Ef þú kaupir gleraugu hjá
Sjónarhól, getur þú afaii
ferðast fyrir mismuninn
Gleraugnaverslunin
SJÓNARHÓLL
HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ
Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á íslandi
PHILIPS
BlackLine SmE9" sjónvarp
PHILIPS
Philips VR7QO Hi-Fi steríó myndbandstaeki
Svartur, flatur skjar.
100 riða, stafræn myndsía gefur 100% flöktfría mynd
Tærari, hreinni og skarpari mynd - sjálfvirk stilling.
Velur sjálfvirkt bestu mögulegu myndgæði.
Sjálfvirk, stafræn myndhreinsun.
Tveir hátalarar 2x30 w.
1200 síðna minni í textavarpi o.fl.
Fjorir myndhausar og tveir hljoðhausar.
Kristaltær myndgæði.
Sýnir einnig breiðtjaldsmyndir.
„Turbo drive" hraðspólun (90 sek. - 180 mín. spóla).
NTSC afspilun (spilar amerískar spólur).
Staðgreiðsluverð: 1 1 9.900 kf.
Staðgreiðsluverð 49.900 kr. (sjá tilboð)
Ef þu kaupir 29 tommu
Philips 29PT8304 sjónvarp fyrir jól,
færðu Philips VR700 myndbandstæki
með 50% afslætti
last- -í—i-•
Heimilistæki
Tilboöiö gildir til 24. desember eöa meöan birgöir endast.
SÆTUNI 8 ■ SÍMI 569 1500
umboðsmenn um land altt