Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 40
52 MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999 X>V nn Ummæli Held jól á jólunum „Stundum er kirkjan spurö i um afstööu til ; kaupmennsku í kringum jólin. ! Afstaöa min er , skýr í því máli: Þaö er öllum ! frjálst aö halda 1 jól aOt árið um kring kjósi þeir það, en ég held mín aöeins um jólin.“ Orn Bárður Jónsson prest- ur, í DV. Rússagullið „Þama er einkum stuðst við afdankaða fýlukomma og uppgjafa KGB-spíóna. Til skamms tíma þótti nú ekki mikið gefandi fyrir orö þess- ara manna en þeirra timi er greinilega kominn á íslandi.“ Guðjón E. Jónsson, fyrrv. kennari, í Morgunblaðinu. Kvótinn „Við eigum ekki nema um tvo kosti að velja. Við eigum þann möguleika að fara að vinna okkur út úr þessu kerfi og fara það sem ég kalla skynsem- isleiðina. Svo eigum við aðra leið en hún er að gera andskotann ekki neitt og bíða eftir því að kollsteypan komi yfir okkur." Guðjón A. Kristjánsson al- þingismaður, í DV. HeimsÍTægur á íslandi „Ég held það sé nú ekkert eftirsóknarvert að vera heimsfrægur á islandi." Sara Dögg Ásgeirsdóttir, aðalleikkonan í Myrkrahöfð- ingjanum, í Degi. Peninga fyrir náttúruna „Það er mjög gamaldags hugsunarháttur að það þurfi að fóma náttúru 1 til að fá pen- inga úr náttúr- unni.“ Björk, í Morg- unblaðinu. Kerlingasamtökin „Kerlingasamtök um land- ið, með ríka karlhormóna, hafa risið upp á afturfæturna og snúist gegn kynsystrum frá Austur-Evrópu og víðar eins og pestinni." Ásgeir Hannes Eiríksson, í Degi. N k 1000 metrar Hraunsnes Lónkot (|) Stóri-Lambhagi \ ^ Hvassa- hraunsbót ; lafnar- fjarðar Rauöin^elur ; Skyggnir _TII Keflavíkur Taglhæð Jón Hörðdal, framkvæmdastjóri SmartVR: Sýndarveruleiki ekki fyrir ofan skilning almennings „SmartVR er nýtt dótturfyrirtæki Oz. Við starfsmenn SmartVR ætlum okkur að vinna með sýndarveru- leika fyrir skóla, almenning og fyr- irtæki og framleiða vörur sem ég býst við að komist á markað mjög fljótlega," segir Jón Hörðdal, fram- kvæmdastjóri SmartVR. Hvers vegna var þetta nýja dótt- urfyrirtæki Oz stofnað? „Til þess að starfsmenn geti einbeitt sér betur að þróun á sýndarveruleika fyrir skóla, almenning og fyrirtæki. Markaðurinn fyrir notkun sýndar- veruleika í kennslu er gríðarstór og tvöfaldast árlega. Þess vegna verð- um við að geta verið sveigjanleg og sjálfstæð og getum ekki litið á þetta sem eitthvert hliðarverkefni,“ segir Jón. Hann segist eygja mikla mögu- leika í fjarkennslu með aðstoð sýnd- arveruleika. „Margir eiga erfitt með að læra á Netinu en sýndarveruleik- inn gefur kost á þrívíðri kennslu- stofu sem menn stíga svo inn i með samnemendum sínum og kennara. Allir vita hvemig hlutimir virka í kennslustofu þannig að þá er miklu auðveldara fyrir nemendur að at- hafna sig. Menn geta hreyft sig um, dansað og allt mögulegt, bara með notkun músarinnar. Annar búnað- ur er óþarfur. Við höfum kynnt tæknina fyrir nokkrum einstaklingum og henni hefur verið vel tekið. Ég fékk tvo sextuga menn til að prófa hana. Þeir voru hikandi fyrst en eftir smástund gat ég varla slitið þá frá tölvunum. Það sama gerðist á ráðstefnu hjá ESB. Viö vorum nokkur í fartölvusal og fór- um inn í sýndarveruleika. Við sát- um þarna öll í sama herbergi, nið- ursokkin í sýndarveruleikann og misstum meira að segja af kafiitímanum. Þetta er mjög ánægjulegt því markmið okkar er að leyfa almenn- ingi að upplifa nám á Net- inu. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta sé fyrir ofan skilning almennings." Jón telur að eftir tvö til þrjú ár muni um þriðjungur starfsþjálfun- arverkefna á íslandi tengjast sýndar- veruleika- tækni. „ís- land er að flestu leyti hent- ugt land til að vinna í að sýndar- veruleika- verkefnum, bæði hvað varðar fjölda netteng- Maður dagsins inga og tækniþekkingu almennings. Ég sé fyrir mér að eftir eitt til tvö ár verði notkun sýndarveruleika ekki einstakt fyrirbæri heldur verði þetta eðlileg athöfn hjá flestum, rétt eins og heimsóknir á heimasíður eru í dag.“ Jón er menntaður kennari en hef- ur unnið hjá Oz í þrjú ár. Hann er í sambúð með Sigríði Sigurjónsdótt- ur, kennara í Lindaskóla, og þau eiga fjögur böm. Þegar tími vinnst til sinnir hann fjölskyldu sinni eða horf- ir á íþróttir, svo sem mót- orsport eða NBA körfu- bolta. -HG -*■ Frá foreldrum til foreldra Á morgun verður haldin ráðstefnan Frá foreldrum til foreldra í Salnum.Tón- listarhúsi Kópavogs. Þar verður foreldrum gefið tækifæri til að bera saman bækur sínar, fræðast og miðla reynslu og þekkingu um árangursríkar leiðir í vímuvörnum. Þeir sem standa að þessari ráðstefnu eru: Áætlunin ísland án eit- Samkomur urlyfja, Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Heimili og skóli, Samfok, Samstarfs- nefnd Reykjavíkurborgar um afbrota- og fíkniefna- varnir, Vímulaus æska, Samkóp, forvarnanefnd Kópavogs, o.fl. Fræðslukvöld FABS FABS, félag aðstandenda bama með sérþarfir í Hafn- arfirði, stendur fyrir fræðslukvöldi í kvöld, í sal Lækjarskóla, frá kl. 20-22.30. Bryndís Jónsdótt- ir, upplýsingafulltrúi Náms- gagnastofnunar, verður með kynningu á kennslu- forritum og fræðsluefni fyr- ir tölvur. Farið verður yfir efni fyr- 'ir börn upp í 10. bekk. At- hugið að efnið getur skarast að nokkra leyti en það fer eftir getu barnanna. Að- gangur er ókeypis. Myndgátan Skíðabrekka Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Leikarar blanda geði við áhorf- endur í Iðnó. Þjónn í súpunni Á miðvikudagskvöld verður hið vinsæla leikrit, Þjónn i súpunni, sýnt í Iðnó. Leikstjóri er María Sigurðardóttir sem hefur látið mikið að sér kveða undanfarin misseri og leikstýrir meðal ann- ars Sex í sveit og Leitinni að vís- bendingu um vitsmunalíf í al- heimnum. Leikhús Leikritið er sérstakt aö því leyti að það gerist á veitingahúsi og er sýningargestmn boðið upp á mat og drykk meðan á sýningu stend- ur. í salnum era bæði alvöruþjón- ar sem og leikarar. Meðal leikara eru Bessi Bjarnason og Edda Björgvinsdóttir sem lék af mikilli snilld í Sex í sveit, Margrét Vil- hjálmsdóttir og Kjartan Guðjóns- son, en þau tvö léku saman í Sto- nefree og Veðmálinu, og Stefán Karl Stefánsson. Þjónn í súpunni hefur verið sýnt við miklar vin- sældir í marga mánuði en nú eru aðeins örfáar sýningar eftir. Bridge Það er með ólikindum hvað hug- myndarík vörn getur áorkað miklu. í þessu spili er auðveldlega hægt að standa 3 grönd á hendur AV ef sagn- hafi spilar upp á 3 slagi í spaðanum. Hinn liturinn sem gefur • sagnhafa möguleika er tígullinn en það er verk- efni suðurs að reyna að fá sagnhafa til þess að gera sér frekar mat úr tíglin- um. Sagnir ganga þannig, austur gjaf- ari og enginn á hættu: ♦ D965 M K10 ♦ ÁK82 ♦ Á76 4 G74 44G983 ♦ 54 * 9543 4 Á82 «* Á652 ♦ G73 4 K82 ♦ D1096 * DG10 N V A S 4 K103 D74 Austur Suður Vestur Noröur 1 grand pass 2 4 pass 2«» pass 3 grönd p/h Grandopnun austurs sýnir 12-14 punkta, vestur spyr um hálit með það fyrir augum að spila annaðhvort 3 grönd eða 4 spaða ef félagi á spaðalit- inn. Stökk vesturs í þrjú grönd yfir 2 hjörtum lofar spaðalit og austur hefði því breytt yfir í 4 spaða með þann lit. Suður hefur vömina á því að spila út laufdrottningu. Hönd vesturs er sterk og útlitiö ekki bjart. En það þýðir ekki að gefast upp. Sagnhafi setti lítið spil bæði í blindum og heima og félagi kallar í litnum. Suður spilar næst laufatíunni og sagn- hafi drepur á kónginn heima. Hann hikar aðeins áður en hann ákveður að leggja niður spaðaás. Nú er tækifæri suðurs að henda spaðakóngnum í þann slag. í mörgum tilfellum myndi það duga til að afvegaleiða sagnhafa. Hann verður sannfærður um að norð- ur sé með G10743 í spaða og gæti reynt að búa sér til níunda slaginn í staðinn á tígulinn. Ef hann tæki ÁK í tígli og spilaði meiri tígli myndi hann fara niður í spilinu. Vanir spilamenn myndu hins vegar sjá í gegnum blekkispilamennsku suðurs. Það er lítil hætta í því fólgin að hleypa spaða- áttunni yfir til norðurs. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.