Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 38
MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999 3 50 Andlát , Ingibjörg Jóna Jónsdóttir Ingibjörg Jóna Jónsdóttir versl- unarmaður, Miðleiti 7, Reykjavík, lést að heimili sínu 20.11. sl. Útfor hennar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, mánudaginn 29.11., kl. 13.30. Starfsferill Ingibjörg fæddist í Reykjavík 5.12. 1927 og ólst þar upp á Þrastargöt- unni á Grímsstaðaholtinu, hjá móð- ur sinni, Helgu Jónsdóttur þvottakonu, og fósturfóður, Jóni Jónssyni trésmið, frá Þinganesi. Hún var í Miðbæjarskólanum og stundaði síðan nám við Ingimars- skólann við Lindargötu. Ingibjörg stundaði ýmis almenn störf á unglingsárunum, einkum verslunarstörf. Er Ingibjörg gifti sig hófu þau hjónin búskap í Hafnarfirði þar sem hún var síðan búsett til 1974. Þá flutti hún aftur til Reykjavíkur þar sem hún var búsett til dánardags. Ásamt húsmóðurstörf- um stundaði Ingibjörg verslunarstörf í Hafnar- firði og á árunum 1960-73 starfrækti hún verslun þeirra hjóna, Kastalann í Hafnarfirði. Eftir að Ingibjörg flutti aftur til Reykjavíkur stundaði hún verslunar- störf þar, m.a. við versl- unina Theodóru við Skólavörðustíg. Hún starfrækti síðan skólaverslun nem- enda Fjölbrautaskólans í Ármúla frá 1986. Ingibjörg starfaði í samtökunum Sinawik um árabil og sat þar í stjóm. Fjölskylda Ingibjörg giftist 26.3. 1949 Hilmari Ágústssyni, f. 16.3. 1928, d. 3.4. 1970, verslunarmanni. Hann var sonur Ágústs Jóhann- essonar og Lilju Krist- jánsdóttur. Dætur Ingibjargar og Hilmars eru Hildur, f. 22.8. 1947, sjúkraliði í Hafnarfirði, er gift Vikt- ori Aðalsteinssyni, fyrrv. flugstjóra, og era böm hennar Brynhildur, f. 4.6. 1967, gift Ralph Porter og eiga þau tvær dætur, Stephanie Ingu og Isa- bellu Aldísi, Hilmar, f. 15.5. 1971, og Jón Gunnar, f. 25.3. 1975 en sonur hans er Amór Daði; Lilja, f. 27.4. 1952, kennari og fararstjóri, búsett í Reykjavík, en böm hennar og Þórð- ar H. Ólafssonar, skrifstofustjóra í umhverfisráðuneytinu, eru Ingi- björg, f. 5.12. 1972, og Ragnhildur, f. 1.10. 1979; Helga, f. 25.4. 1958, kaup- maður í Reykjavík, gift Jóni Ólafs- syni stjómarformanni og em böm þeirra Kristján, f. 6.4. 1977, Friðrik, f. 25.12. 1984, og Katrín, f. 8.9. 1989. Seinni maður Ingibjargar er Haf- steinn Guðjónsson, f. 8.2.1927, fram- kvæmdastjóri hjá Vélsmiðju Jens Árnasonar. Foreldrar hans voru Guðjón Guðmundsson og Sigríður Bjamadóttir. Ingibjörg var yngst níu systkina. Tvær systur hennar eru nú á lífi, Jórunn og Sigurlaug. Hin systkini hennar voru Ingvar; Inga; Guð- mundur; Kristinn; Friðrik, og Gunnar. Foreldrar Ingibjargar voru Helga Jónsdóttir, f. 2.8. 1886, d. 2.9. 1961, þvottakona, og Jón Frímann Frið- riksson, f. 3.12. 1866, d. 6.12. 1930. Ingibjörg Jóna Jónsdóttir. Afmæli Gísli S. Eysteinsson Gísli Eysteinsson, Grófarsmára 26, Kópavogi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Gisli fæddist að Brú við Markar- fljót í Vestur-Eyjafjallahreppi og ólst þar upp við öll almenn sveita- störf. Gísli vann við vegheflun hjá Vegagerð ríkisins á árunum 1967-72 en festi þá kaup á vörubifreiða og stundaði síðan rekstur eigin vöru- bifreiðar til 1986. Þá hóf hann störf hjá Klæðingu hf og hefur starfað þar síðan. Fjöiskylda Eiginkona Gísla er Rósa G. Svav- arsdóttir, f. 28.9. 1961, hársnyrtimeist- ari. Foreldrar hennar vom Svavar Sigurðsson og Sólveig Guðmundsdótt- ir en þau eru bæði látin. Dóttir Gísla og Rósu er Sólveig Svava, f. 1994. Böm Gísla frá fyrra hjónabandi eru Steinar Jens, f. 1972, nemi við Tækni- skóla íslands en unnusta hans er Berglind Haraldsdóttir; Jódís Ásta, f. 1975, nemi við Iðnskólann í Hafnar- firði en unnusti hennar er Hjalti Þor- varðarson; Jensína Kristín, f. 1978, verslunarmaður en unnusti hennar er Jón Sveinsson og er sonur hennar ísak Andri, f. 1994. Dóttir Rósu frá því áöur er Harpa Dögg, f. 1984, nemi. Albræður Gísla eru Dofri Eysteinsson, for- stjóri Suðurverks í Kópa- vogi, og Jens Eysteinsson, líffræðingur í Boston í Bandaríkjunum. Hálfsystkini Gísla, sam- feðra, eru Jón Eysteins- son, fyrrv. starfsmaður Jarðborana ríkisins, bú- settur í Reykjavík; Bjarni Eysteinsson, bóndi að Brekku í Bitrufirði; Sveinn Eysteinsson, bóndi á Þambárvöllum á Strönd- um; Einar Eysteinsson, bóndi í Broddanesi á Ströndum; Trausti Ey- steinsson, búsettur á dvalarheimili aldraðra í Hólmavík; Laufey Eysteinsdóttir, húsmóðir í Reykjavík; Steinunn Ey- steinsdóttir, húsmóðir í Borgamesi; Margrét Ey- steinsdóttir, húsmóðir í Borgarnesi; Kristjana Ey- steinsdóttir, húsmóðir í Hólmavik; Fanney, húsmóð- ir í Borgamesi; Hrafnhildur Eysteinsdóttir, húsmóðir í Garðabæ; Hilmdar Eysteins- son, forstjóri Fínverks, bú- settur í Reykjavík. Foreldrar Gísla vom Ey- steinn Einarsson, vegaverkstjóri hjá Vegagerð ríkisins, og Jensína Bjöms- dóttir húsmóðir. Þau eru bæði látin. Gísli S. Eysteinsson. Fréttir Sveitarstjóri sver af sér slysagildru: Sundlaugin orðin skautasvell - segir rekstaraöilinn og hafnar allri ábyrgð DV, Suðurlandi: „Þessi sundlaug er ekki á nokkum hátt á mínum vegum þarna á tjald- stæðinu, ég var með tjaldstæðið á leigu í fyrra og síðastliöið vor var samið um framlengingu leigusamn- ingsins," sagði Gísli Daníel Reynis- son í Vík í Mýrdal í samtali við DV . Slysagildra i þorpinu stendur enn og að því er virðist á vegum yfirvalda bæjarins en ekki Gísla sem var leigu- taki. „Ég gerði tilboð um leigu sund- laugarinnar sem var á tjaldstæðinu sumarið áður, hún yrði þá höfð á tjaldstæðinu og ég mundi greiða 200 þúsund fyrir afnot af vatninu sem í hana rynni. Það var síðan ekkert gert Barnamyndatökur á kr. 5000 Vegna mikillar aðsóknar er tilboðið framlengt. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. i t I l ÞroskaþjálfafélQg Islonds heldur hádegisverðQrfund í Kornhlöðunni þann 4. desember nk., kl. 12-13.30. Arnheiður Jónsdóttir og Salome Þórisdóttir þroskoþjálfar flytja erindi um nýjungar í búsetumálum fatloðro á Vestfjörðum. Hádegisverður: Súpa og brauð, kaffi, kr. 820 Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku í síðasta lagi f.h. þann 30. nóv. Sími 564 0225, Fax 564 0226, tölvupóstur. th-isl@Islandia.is í því að koma henni á staðinn og þeg- ar sundlaugin var ekki komin upp um miðjan júlí sagði ég að ef hún yrði ekki komin upp fyrir verslunar- mannahelgi hefði ég ekkert við hana að gera og ég tæki mitt tilboð til baka,“ sagði Gísli Daníel. Hann segir að þegar komið var fram í miðjan ágúst hefði laugin loks- ins verið sett upp. þá hafi hann ekki haft neinn hag af því að hafa hana á tjaldstæðinu enda ferðamannatíminn að verða búinn. Hann hefði þó litið eftir henni fyrir hreppinn samkvæmt munnlegu samkomulagi þar um, ekki hafi verið tekinn aðgangseyrir og ekki verið gerður neinn leigusamn- ingur um hana. „Hreppurinn setti hana upp og ætl- aði alltaf að taka hana niður þegar hætt yrði að nota hana. Um miðjan september spurði ég hvað ætti að dæla lengi upp úr holunni í sundlaug- ina og hvort ekki ætti að fjarlægja hana því þá hafði enginn farið í laug- ina í rúma viku. Minn leigusamning- ur um tjaldstæðiö rann út um mán- aðamótin ágúst-september. Ég var að vísu með afnot af svæðinu fram í miðjan september en síðan hefur allt svæðið og það sem á því er verið í umsjá sveitarfélagsins," sagði Gísli Daníel. Laugin er enn á tjaldstæðinu, að sögn Gísla. „Fyrst vatnið er enn í henni þá er hún líklega nothæf núna sem skauta- svell,“ sagði Gísli Daníel Reynisson. - NH Sundlaugin á tjaldsvæðinu í Vík, slysagildran sem enginn vill koma nálægt. DV-mynd Njörður Tll hamingju með afmælið 29. nóvember 90 ára Lára Sigvarðsdóttir, Suðurhólum 20, Reykjavík. 85 ára Amdís Ólafsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík. Herborg Amdis Sölvadóttir, Hjallaseli 55, Reykjavík. 80 ára Unnur Guðmundsdóttir, Ljósvallagötu 28, Reykjavík. 75 ára Magnús Helgason, Miðtúni 2, Reykjavík. Sigurður Jónsson, Kolbeinsgötu 57, Vopnafirði. 70 ára Helga Guðbrandsdóttir, Baldursgötu 7, Reykjavík. Valdis Erlendsdóttir, Langagerði 14, Reykjavík. 60 ára Bjarni Sveinsson, Helgastöðum, Selfossi. Þorsteinn Sigjónsson, Bjarnanesi 2, Höfn. 50 ára Benedikta Guðjónsdóttir, Víkurflöt 4, Stykkishólmi. Frank Georg Curtis, Efstasundi 44, Reykjavík. Hörður Harðarson, Fiskakvísl 30, Reykjavík. Kristján Jónsson, Krummahólum 8, Reykjavík. Matthildur Hafsteinsdóttir, Sólheimum 25, Reykjavík. Már Hinriksson, Arahólum 2, Reykjavík. Sigríður Kristín Jónsdóttir, Álftamýri 42, Reykjavík. Sigurbjörn Vilbergsson, Möðravöllum 1, Akureyri. Sigurður Kjartansson, Lindarseli 10, Reykjavík. Skúli Hjartarson, Melanesi, Patreksfirði. Steinunn H. Guðbjartsdóttir, Fögmbrekku 44, Kópavogi. Þorgerður Jóna Þorgilsdóttir, Skútagili 4, Akureyri. 40 ára Ásdís Sigurjónsdóttir, Marargötu 5, Reykjavík. Björk Ingimundardóttir, Hunkubökkum, Kirkjubæjarklaustri. Gísli Hjálmar Hauksson, Rauðarárstig 42, Reykjavík. Hildur Kristín Hilmarsdóttir, Ránarbraut 13a, Vík. Hulda Sigurðardóttir, Háabaröi 12, Hafnaríirði. Katrín Helga Reynisdóttir, Ástúni 14, Kópavogi. Kristín Heiða Skúladóttir, Norðurbyggð ld, Akureyri. Svanbjörg K. Magnúsdóttir, Vatnsholti 22, Keflavík. Þorgi-ímur Einar Ólafsson, Garðarsbraut 49, Húsavík. Öm Einarsson, Logafold 170, Reykjavík. tfSS UWFERÐAR \ ,Ð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.